Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.2006, Qupperneq 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. febrúar 2006
Kvikmyndin De battre mon coeur s’est arrete var valin
besta kvikmyndin á frönsku Lumi-
ere-kvikmyndaverðlaununum, sem
eru ekki ósvipuð
bandarísku Gol-
den Globe-
verðlaununum að
stærð og mik-
ilvægi þar í
landi. Kvikmynd-
in er endurgerð myndar frá sjö-
unda áratugnum, en hún hlaut
einnig bresku BAFTA-verðlaunin
sem besta er-
lenda kvik-
myndin sl.
sunnudag.
Á laugardaginn verða svo
stærstu kvikmyndaverðlaun Frakk-
lands afhent, Sesar-verðlaunin, og
er myndin tilnefnd til tíu verð-
launa.
Leikarinn Romain Duris hlaut
Lumiere-verðlaun fyrir leik í aðal-
hlutverki myndarinnar, en Isabelle
Huppert var valin besta leikkona í
aðalhlutverki fyrir leik sinn í Gabr-
ielle. Besti leikstjórinn var talinn
Patrice Chereaus.
Óskarsverðlaunaleikararnir Rus-sell Crowe og Nicole Kidman
hafa skrifað undir samning þess
efnis að leika í
epískri stór-
mynd ástralska
leikstjórans Baz
Luhrmann.
Talsmaður
Luhrmann stað-
festi þetta í vik-
unni en myndin
verður tekin upp
í óbyggðum
Ástralíu og hefst
vinna við hana í ágúst.
Luhrmann, sem leikstýrði hinum
vinsæla söngleik Moulin Rouge,
sagði áströlskum blöðum að hann
ætlaði að leikstýra myndinni og
einnig skrifa handrit ásamt öðrum
Ástrala, Stuart Beattie. Luhrmann
lýsir myndinni sem dramatískri
ástarsögu í anda Á hverfanda hveli
og á sama skala og Arabíu-
Lawrence hans Davids Lean.
„Við erum með eitthvað magnað-
asta landslag sem til er og við ætl-
um að setja tvo af frábærustu leik-
urum þessa heims í þetta
landslag,“ sagði leikstjórinn.
Myndin á að gerast í Ástralíu frá
miðjum fjórða áratug síðustu aldar
allt þar til Japanir réðust á borgina
Darwin í norðurhluta landsins á
meðan á síðari heimsstyrjöldinni
stóð.
Crowe og Kidman ætluðu að
leika saman í annarri ástralskri
mynd byggðri á bókinni Eucalypt-
us en verkefnið datt upp fyrir
vegna vandræða með handritið.
Mark Wahlberg ætlar að leikaaðalhlutverkið í nýrri póli-
tískri spennumynd leikstjórans An-
toine Fuqua, sem ber nafnið
Shooter.
Myndin er
byggð á bók
Stephens Hunt-
er, Point of Imp-
act, sem kom út
árið 1993. Sagan
fjallar um topp-
skyttu sem býr í
sjálfskipaðri út-
legð í óbyggðum
Arkansas eftir
að hafa óviljandi orðið annarri
manneskju að bana. Fyrrum fé-
lagar skyttunnar sannfæra hana
um að snúa aftur til byggða þar
sem þeir þurfi hjálp hennar til að
koma í veg fyrir morð. Málin eiga
þó heldur betur eftir að flækjast
því skyttan er svikin og henni
kennt um skotárásina á forsetann,
sömu árás og hann var að reyna að
koma í veg fyrir. Skyttan neyðist
til að flýja og keppist við að finna
raunverulega morðingjann og kom-
ast að því hver stóð fyrir svik-
unum.
Jonathan Lemkin skrifaði hand-
ritið og er áætlað að tökur hefjist í
júní. Wahlberg vinnur á ný í mynd-
inni með framleiðandanum Lorenzo
di Bonaventura en þeir unnu sam-
an við smellinn Four Brothers.
Erlendar
kvikmyndir
Isabelle Huppert
Nicole Kidman
Mark Wahlberg
Ný íslensk kvikmynd, Blóðbönd, varfrumsýnd í gær. Ekki hefur veriðmikið látið með þessa frumsýninguog leikstjórinn og höfundurinn,
Árni Ólafur Ásgeirsson, verið minna áberandi í
fjölmiðlum en stundum vill verða þegar frum-
sýning íslenskrar kvikmyndar stendur fyrir
dyrum. Hér er þó áhuga-
verður ungur leikstjóri á
ferðinni, hámenntaður úr
pólskum kvikmyndaskóla,
og þessi mynd hans ber
ótvírætt með sér að hann
lítur á kvikmyndagerð sem listform þar sem
segja má alvöru sögur; annar tveggja leik-
stjóra af sömu kynslóð sem beitir einlægni og
hógværð á listrænan máta í frásagnaraðferð
sinni. Hinn er Dagur Kári Pétursson.
Það verður þó alltaf að teljast hálfgert
kraftaverk þegar íslensk kvikmynd er frum-
sýnd; allir þeir þröskuldar sem verða og geta
orðið á vegi einnar kvikmyndar frá því hún er
hugmynd og þar til hún verður fullgerð kvik-
mynd eru slíkir að sannarlega er það krafta-
verki líkast þegar verkinu er að fullu lokið og
myndin komin í bíó.
Blóðbönd á enn frekar hrós skilið fyrir þá
staðreynd að hér er um alíslenska kvikmynd
að ræða, efnið er íslenskt og leikarar og list-
rænir stjórnendur sömuleiðis. Kvikmyndatöku-
maðurinn reyndar finnskur. Þetta hljómar eins
og argasta þjóðremba en málið snýst þó um
allt annað; að gera mynd sem byggist á ís-
lenskri reynslu og höfðar til þess veruleika
sem við búum við á þessu landi er langt í frá
sjálfsagt þegar nánast er útilokað að fjár-
magna kvikmynd í dag án þess að sækja veru-
legan hluta af peningunum til útlanda. Og það
kostar yfirleitt sitt því erlendu framleiðend-
urnir sjá Ísland eitt og sér ekki sem ýkja
spennandi markað. Lái þeim hver sem vill.
Líklega verður þó að taka fram að tveir
meðframleiðendur að Blóðböndum eru erlendir
en þar sem þetta er hvorki auglýsing né op-
inber kynningartexti er óþarft að tíunda hverj-
ir það eru.
Það verður ennfremur að teljast nokkur
dirfska af höfundum myndarinnar að efni
hennar skuli ekki beint að stærsta markhópi
íslenskra kvikmyndahúsagesta, aldurshópnum
15–20 ára, heldur eldra fólki, og söguþráðurinn
ber það með sér að myndin er stíluð á áhorf-
endur sem komnir eru af unglingsaldri. Þar
segir frá augnlækninum Pétri sem kvæntur er
Ástu og saman eiga þau drenginn Örn tíu ára.
Ásta er ófrísk og allir hlakka til að litla barnið
bætist í fjölskylduna. Fyrir tilviljun kemst Pét-
ur að því að hann er ekki faðir Arnar og til-
vera hans og allra í kringum hann snýst á
hvolf.
Þetta er dramatískur efniviður sem þó lætur
ekki mikið yfir sér og uppbygging mynd-
arinnar og frásagnarmáti byggist á persónu-
sköpun og túlkun leikaranna ekki síður en
myndlegri frásögn. Það verður fróðlegt að
fylgjast með leikstjóranum Árna Ólafi Ásgeirs-
syni í framtíðinni.
Alvörufólk
’Blóðbönd á enn frekar hrós skilið fyrir þá staðreynd að hérer um alíslenska kvikmynd að ræða, efnið er íslenskt og leik-
arar og listrænir stjórnendur sömuleiðis.‘
Sjónarhorn
Eftir Hávar
Sigurjónsson
havar@mbl.is
Þ
ótt Truman Capote hafi byrjað
ungur að skrifa er höfundarverk
hans ekki mjög umfangsmikið.
Góðvinur Capote, skáldið og
gagnrýnandinn John Malcolm
Brinnin, sagði hann hafa kastað á
glæ möguleika sínum á að skipa sér í röð
merkustu 20. aldar rithöfunda Bandaríkjanna,
með því að sóa um of tíma sínum og kröftum í
að gangast upp í stjörnuímynd sinni og sam-
kvæmislífi New York-borgar. Áfengis- og eit-
urlyfjaneysla Capote tók jafnframt sinn toll og
hrakaði heilsu hans jafnt og þétt þar til hann
lést aðeins 59 ára að aldri.
Capote fæddist inn í rótgróna Suðurríkja-
fjölskyldu í New Orleans árið 1924. Hann los-
aði sig hins vegar við eftirnafnið Persons og
millinafnið Streckfus og tók upp eftirnafn
stjúpföður síns, Joe Ca-
pote, sem var af kúb-
verskum ættum. Truman
ólst upp á nokkru flakki,
en hann var um tíma
sendur í umsjá frændfólks í Alabama þegar
foreldrar hans skildu. Sjálfur segir Capote
æsku sína hafa einkennst af andlegu mun-
aðarleysi, þar sem hann fann ekki farveg fyrir
skapandi hugsun sína. Í Monroeville í Alabama
kynntist Capote þó stelpu í næsta húsi, Nelle
Harper Lee, en hún átti eftir að skrifa Pulit-
zer-verðlaunaskáldsöguna To Kill A Mock-
ingbird.
Truman Capote vakti athygli sem rithöf-
undur þegar hann var 22 ára, en þá kom út
skáldsagan Other Voices, Other Rooms. Ca-
pote hafði þá birt nokkrar smásögur í tímarit-
inu New Yorker, eftir að hafa fengið vinnu þar
að loknum menntaskóla. Síðar sagði Capote að
Other Voices, Other Rooms, sem segir þroska-
sögu pilts á einkar næman máta, fæli í sér
sterka sjálfsævisögulega þætti, sem hann hafi
sjálfur ekki gert sér grein fyrir fyrr en síðar.
Skáldsögunni var vel tekið meðal gagnrýnenda
og seldist vel, og naut höfundurinn sams konar
velgengni fyrir þær nóvellur og smásögur sem
hann gaf út í kjölfarið.
Margir tengja nafn Trumans Capote vafa-
laust við nóvelluna Breakfast at Tiffany’s
(Morgunverður á Tiffany’s) sem út kom árið
1958 ásamt fleiri smásögum. Þar teflir höfund-
urinn fram hinni óræðu kvenpersónu Holly Go-
lightly, ungri konu sem flúið hefur fátækan
samfélagsbakgrunn sinn og endurskapað sig
sem glæsikvendið Holly. Lesandi kynnist Holly
í gegnum frásögn ungs rithöfundar sem býr í
sama fjölbýlishúsi og Holly á Manhattan og
reynir að leysa þá þekkingarfræðilegu ráðgátu
sem hlýst af þessari konu sem skapar sér og
lifir eftir eigin forsendum. Holly Goodlightly
tók síðar á sig ódauðlega mynd í túlkun leik-
konunnar Audrey Hepburn í samnefndri kvik-
mynd Blake Edwards eftir sögunni, en kvik-
myndin sneri sambandi sögumanns og Holly
þó upp í rómantíska ástarsögu í blálokin.
Á vit suðursins á ný
Verkið sem innsiglaði frægð Capote er hins
vegar sannsögulega skáldsagan In Cold Blood
(Með köldu blóði). Þar hóf Capote að gera til-
raunir með sannsöguleg skrif og má segja að
afraksturinn hafi umbylt hugmyndum um
skapandi skrif um sannsögulegt efni. Kvik-
myndin Capote beinir einkum sjónum að hinu
örlagaríka tímabili í lífi Capote sem hann varði
í rannsóknina á morðmálinu sem In Cold Blo-
od fjallar um. Morðmálið átti sér stað árið
1959, en þar voru fjórir meðlimir ráðsettrar
bændafjölskyldu í smábænum Holcomb í Kan-
sas myrtir. Capote fékk áhuga á að skrifa
blaðagrein um morðmálið er hann las um það í
blöðunum og fékk ritstjóra New Yorker til að
senda sig í vettvangsrannsókn. Samkvæm-
isspjátrungurinn Capote yfirgaf nú kjörlendi
sitt á Manhattan, og hélt á vit suðursins í leit
að skáldskap í bláköldum raunveruleikanum.
Með í för var æskuvinkonan Harper Lee sem
aðstoðaði hann við rannsóknina (og hann hana
við skrif To Kill A Mockingbird eins og sögu-
sagnir segja). Capote dvaldi lengur í Kansas
en upphaflega til stóð en hann lagði sig í líma
við að kynnast bæjarbúum og fá innsýn í þau
áhrif sem hinn hryllilegi glæpur hafði á lítið
samfélag. Á þessu tímabili náðust morðingj-
arnir, þeir fangelsaðir og dæmdir til dauða.
Capote hóf þá að taka viðtöl við morðingjana á
dauðadeildinni og smám saman öðlaðist hann
dýpri innsýn í þann heim grimmdar og siðleys-
is sem morðingjarnir spruttu úr. Í bókinni In
Cold Blood sem út árið 1966 lýsir hann
árekstrum tveggja heima, rótlauss heims
morðingjanna og heims hinnar ráðsettu fjöl-
skyldu fórnarlambanna, með áhrifaríkum
hætti.
In Cold Blood varð metsölubók, og mun vel-
gengnin og gróðinn hafa stigið Capote (enn
frekar) til höfuðs. Hann hóf að vinna að skáld-
verkinu „Answered Prayers“ sem átti að vera
hans lykilverk, en glímdi við ritstíflu og lauk
aldrei við bókina. Þá tók rannsókn og skrif
bókarinnar mjög á höfundinn. Deilt var á Ca-
pote fyrir siðlaus vinnubrögð, og það að hafa
látið samskipti sín við aðstandendur málsins
stjórnast af metnaði sínum um að viða að sér
bitastæðu efni í sögu. Síðar sagði Capote ævi-
söguritara sínum, Gerald Clarke, að hefði hann
vitað fyrirfram hvaða toll það myndi taka að
sökkva svo djúpt inn í heim morðingjanna,
hefði hann forðað sér á harðahlaupum frá því
að stíga nokkurn tíma fæti inn í Holcomb,
Kansas.
Skáldskapurinn í veruleikanum
Capote, ný kvikmynd um bandaríska rithöfund-
inn Truman Capote, hefur vakið athygli vestan
hafs og sópað til sín tugum verðlauna og -tilnefn-
inga. Leikarinn Philip Seymour Hoffman hefur
hlotið mikið lof fyrir túlkun sína á Capote sem
talinn er til merkari höfunda eftirstríðsáranna,
en var þó ekki síður þekktur fyrir áberandi per-
sónuleika sinn. Hér er stiklað á stóru í ævi og rit-
ferli Capote.
Eftir Heiðu
Jóhannsdóttur
heida@mbl.is
Capote „Kvikmyndin Capote beinir einkum sjónum að hinu örlagaríka tímabili í lífi Capote sem hann varði
í rannsóknina á morðmálinu sem In Cold Blood fjallar um.“