Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.2006, Page 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. febrúar 2006 | 13
Michael Stipe söngvari R.E.M.Bright Eyes, Chuck D úr
Public Enemy og Rufus Wainw-
right eru á meðal þeirra sem
hyggjast koma fram ásamt frið-
arsinnanum Cindy Sheehan á tón-
leikum sem
fengið hafa
yfirskriftina
Bring ’Em
Home (ísl.
Flytjum þá
heim). Tón-
leikarnir eru
til styrktar
hermönnum
Bandaríkja-
hers sem
hafa barist í
Írak en eru
nú mótfallnir
stríðsrekstrinum (Iraq War Veter-
ans Against the War) og fyrrver-
andi hermönnum sem berjast fyrir
friði (Veterans for Peace) og verða
þeir haldnir í Hammerstein Ballro-
om í New York 20. mars en þá eru
liðin þrjú ár frá innrás Bandaríkj-
anna í Írak.
Kynnar verða með-
al annarra; Jane
Fonda, Alec Baldwin,
Margaret Cho og Ja-
neane Garofalo en þau hafa öll lýst
opinberlega andstöðu sinni gegn
stríðinu en þá má einnig búast við
því að Fischerspooner, Peaches og
Devendra Banhart muni bætast við
þann hóp tónlistarmanna sem fram
kemur á tónleikunum. Cindy
Sheehan sem missti son sinn í
Íraksstríðinu árið 2004, komst fyrst
í fréttirnar þegar hún tjaldaði fyrir
utan búgarð Gerorge W. Bush í
Texas í heilan mánuð á síðasta ári í
mótmælaskyni við stríðsreksturinn.
Tónleikarnir verða þeir fyrstu í
tónleikaröð sem reiknað er með að
komi við í fimmtán borgum Banda-
ríkjanna.
New York sveitin Yeah YeahYeahs undirbýr nú tónleika-
ferð um bæði Bandaríkin og Bret-
land en sveitin hefur verið ein sú
umtalaðasta í
rokkheim-
inum að und-
anförnu.
Fyrstu tón-
leikarnir
verða haldnir
í Washington
D.C. 4. apríl
en tónleika-
ferðinni lýkur
30. sama
mánaðar á
Coachella há-
tíðinni í Kali-
forníu sem
margir Ís-
lendingar
hafa sótt.
Einir tón-
leikar verða
að vísu í New
York 2. maí en
svo flýgur sveitin yfir haf og leggur
upp í tónleikaferð um Bretlands-
eyjar.
Og aftur að Chuck D og PublicEnemy því að væntanleg er
breiðskífa í næsta mánuði frá
hljómsveitinni sem fengið hefur
nafnið Rebirth of a Nation en
óhætt er að segja að platan verði
mjög óhefðbundin í sniðum. Þannig
er nefnilega mál með vexti að öll
lögin og nánast allir textarnir
verða ekki eftir Public Enemy,
heldur Vesturstrandar-rapparann
Paris. Paris þessi, sem kemur frá
Flóasvæðinu svokallaða, vann að
einu lagi á Revolverlution plötu Pu-
blic Enemy og mun samstarfið hafa
tekist svo vel að Chuck D ákvað að
fá hann aftur til liðs við sveitina.
Segir hann verkefnið einstakt en
að hann hafi gengið með hugmynd-
ina um nokkurn tíma að fá ein-
hvern annan til að semja rímur fyr-
ir sig. Textarnir eru að sögn mjög
pólitískir eins og Public Enemy er
von og vísa og fjalla um fátækt,
kynþáttafordóma og stríðið í Írak
svo dæmi séu tekin. Flavor Flav
mun að sjálfsögðu koma fyrir á
plötunni og einn gestarapparanna
verður MC Ren úr N.W.A.
Erlend
tónlist
Chuck D
Yeah yeah yeahs
Tónlist hippatímans var friðsæl og ang-urvær, svo sem hugsjónirnar gáfu tilefnitil. Lítið var um átök og ögranir. Þegarhippisminn leið undir lok þurftu tónþyrst
ungmenni því á vítamínsprautu að halda. Þéttings-
föstu sparki í afturendann. Þungarokkið svaraði
því kalli. Bárujárnið skall á heimsbyggðinni eins og
brimskafl á kænu.
Hljómsveitir á borð við Uriah Heep, Led Zep-
pelin og Deep Purple stigu skref í þessa átt, að
ekki sé talað um Jimi karlinn
Hendrix. Fyrsta þungarokks-
hljómsveitin var eigi að síður
Black Sabbath, kvartett sér-
vitringa frá iðnaðarborginni
Birmingham á Englandi.
Hljómsveit sem nam nýjar lendur í rokktónlist –
með aukinni dýpt og drunga. Myrkrið var brotið til
mergjar.
Black Sabbath varð til árið 1969. Stofnfélagar
voru fjórir rúmlega tvítugir alþýðustrákar. Gít-
arleikarinn, Tony Iommi, hafði atvinnu af því að
gera við ritvélar; vörubílstjórinn Geezer Butler
plokkaði bassa og bókavörðurinn Bill Ward tyllti
sér við trommusettið. Söngvarinn var svo sóttur á
næsta sláturhús, John Osbourne, öðru nafni Ozzy.
Í fyrstu kölluðu fjórmenningarnir sig Earth, en
þegar í ljós kom að það nafn var frátekið, breyttu
þeir heiti hljómsveitarinnar í Black Sabbath. Pilt-
arnir voru á þessum tíma undir miklum áhrifum
frá hryllingsmyndahetjunni Boris Karloff. Sumir
sökuðu Sabbath meira að segja um daður við djöf-
ulinn. Það daður byggðist þó meira á forvitni en
trú.
„Við vildum skera okkur úr fjöldanum,“ útskýrði
Iommi síðar. „Þetta voru erfiðir tímar og við vor-
um allir býsna langt niðri. Við lékum þungarokk til
að fá útrás. Þungt rokk kallar á þunga texta og
þannig varð yfirskilvitleg ímynd okkar til.“
Fyrsta breiðskífa Black Sabbath, sem bar nafn
hljómsveitarinnar, kom út í ársbyrjun 1970. Sveitin
hafði þegar safnað nokkru fylgi með tónleikahaldi
en salan lét á sér standa. Það gjörbreyttist í sept-
ember sama ár þegar önnur skífan, Paranoid, kom
út. Titillagið, sem flestir þekkja, komst í fjórða sæti
breska vinsældalistans og platan rann út eins og
heitar lummur. Björninn var unninn. Black Sab-
bath voru hin nýju átrúnaðargoð breskrar æsku.
Samt voru gagnrýnendur ekki hrifnir. Kölluðu
tónlist sveitarinnar úrkynjaða, ómstríða og ólyst-
uga og gáfu henni sömu lífslíkur og frostpinna í hel-
víti. Vinsældirnar breyttu engu þar um. Iommi hélt
því síðar fram að þetta hefði haft með hljóðstyrkinn
að gera. „Aðdáendur okkar voru ungir að árum og
vildu hafa tónlistina hátt stillta. Gagnrýnendurnir,
sem voru heldur eldri, virtust ekki skilja þetta.“
Ætli Iommi hitti ekki naglann á höfuðið þarna. Í
það minnsta hafa fyrstu plötur Black Sabbath elst
afskaplega vel. Þar rekur líka hver klassíkin aðra.
Þegar hefur verið minnst á titillagið en auk þess er
þar að finna lög á borð við Electric Funeral og Iron
Man, að ekki sé talað um War Pigs sem er ein
mergjaðasta tónsmíð rokksögunnar.
Sigurganga Sabbath hélt áfram á Master of
Reality (1971), Volume 4 (1972) og Sabbath Bloody
Sabbath (1973), sem margir telja að sé besta verk
sveitarinnar. Sabotage (1975), Technical Ecstacy
(1976) og Never Say Die (1978) voru síðri og eftir
þá síðastnefndu hætti Ozzy endanlega í sveitinni.
Árekstrum þeirra Iommis hafði fjölgað með ár-
unum og ekki bætti óhófleg neysla áfengis og fíkni-
efna úr skák. Ozzy var sífellt oftar í fréttunum
vegna einkalífs síns og undarlegra uppátækja. Því
fór sem fór. Ozzy drekkti sorgum sínum um skeið
en hóf svo farsælan sólóferil sem stendur enn. Lík-
lega er kappinn þó þekktastur sem sjónvarps-
stjarna á síðari árum.
Black Sabbath sneri aftur með tveimur prýði-
legum hljóðversskífum Heaven and Hell (1980) og
Mob Rules (1981) en þá var Ronnie James Dio tek-
inn við hljóðnemanum. Það var einmitt hann sem
fór fyrir Sabbath hér á landi haustið 1992 á eftir-
minnilegum tónleikum á Akranesi.
Iommi hefur starfrækt sveitina fram á þennan
dag með miklum mannabreytingum og misjöfnum
árangri. Seint á síðasta áratug slíðruðu þeir Ozzy
sverðin og út komu nokkrar „Best of“- og tónleika-
skífur. Frumsamið efni hefur hins vegar látið á sér
standa. En hvað sem því líður er sess Black Sab-
bath í rokksögunni löngu tryggður – um alla fram-
tíð.
Frostpinni í helvíti?
Poppklassík
Eftir Orra Pál
Ormarsson
orri@mbl.is
Þ
að er gömul saga og ný að þær plöt-
ur sem eru ekki að gera neitt fyrir
þig fyrstu skiptin sem þú heyrir
þær verða yfirleitt að uppáhalds-
plötunum þínum. Þær læðast hægt
og bítandi inn í þig, oftast er það
þannig að við u.þ.b. áttundu hlustun (þetta er ekki
vísindaleg nákvæmt) kviknar á peru í hausnum
hjá þér. Þá tekur við annað ferli, þar sem platan
virðist verða betri með hverri hlustun og nýir flet-
ir koma stöðugt í ljós. Endingartími þessara
platna er venjulega í hærra lagi og þær virka ekki
síður vel ef þú setur þær svo í salt, segjum í hálft
ár. Þá er yndislegt að koma að þeim aftur, feg-
urðin og styrkurinn rifjast
upp fyrir þér í skothendingu,
ekki ósvipað og að hitta góðan
vin eftir langan aðskilnað.
Nýjasta plata bresku söngkonunnar Beth Ort-
on, Comfort of Strangers, er svona plata. Virtist
harla ómerkileg í fyrstu (fyrir þessi eyru a.m.k.)
en þegar á leið tók snilldin að brjótast í gegn.
Platan leynir mikið á sér – og ég er eiginlega kom-
inn á þá skoðun að þetta sé besta plata hennar til
þessa. Það er eitthvað listrænt öryggi (reynsla?)
sem einkennir plötuna, sterk sýn sem leiðir plöt-
una áfram og gerir hana heilsteypta, pottþétta.
Merkilegt þar sem hún var tekin upp á aðeins
tveimur vikum, flest lögin ein til tvær tökur.
Comfort in strangers er fjórða plata söngkon-
unnar sem hefur um margt farið óvenjulegar leið-
ir í sköpun sinni á tíu ára opinberum útgáfuferli,
en fyrsta platan, Trailer Park, kom út árið 1996.
Vel heppnuð blanda
Orton, sem er fædd árið 1970 í Norwich, hafði
komið að nokkrum eftirtektarverðum samstarfs-
verkefnum áður en Trailer Park leit dagsins ljós.
Upprunalega ætlaði hún að hasla sér völl í leiklist-
inni en kynntist svo dansgúrúinum William Orbit.
Saman hljóðrituðu þau útgáfu af lagi Johns Mar-
tyn , „Don’t Wanna Know About Evil“, sem dúett-
inn Spill. Þetta var árið 1992 en Orton átti einnig
eftir að taka þátt í Strange Cargo verkefni Orbits.
Merkilegt er þá að árið eftir tók Orbit upp heila
breiðskífu með Orton. Hlaut hún nafnið Super-
pinkymandy, var pressuð í 5.000 eintökum og að-
eins gefin út í Japan. Þessi plata er venjulega
undanskilin þegar ferill Orton er ræddur og er
víst afar sjaldgæf í dag. Orton fór nú að vekja
töluverða athygli í dansheimum, m.a. í gegnum
samstarf sitt við þá ofurstjörnurnar Chemical
Brothers og seinna Red Snapper.
Er Trailer Park kom út árið 1996 var henni
hampað sem meistaraverki. Nýjar brautir áttu að
hafa verið ruddar og þótti blöndun hefðbundinna
laglína í söngvaskáldahefðinni við framsækin raf-
og tölvuhljóð einkar vel heppnuð. Upptökum var
stýrt af Victor Van Vugt (Nick Cave, Tinder-
sticks) og öðrum þungavigtarmanni úr dans-
tónlistarbransanum, Andrew Weatherall. Orton
varð einkar „heit“ í kjölfarið og túraði m.a. með
John Martyn, Tindersticks, John Cale, Mark Eit-
zel og Everything But The Girl og gerði þá góða
lukku á Lilith Fair tónleikaferðalaginu, sem sam-
anstóð af nokkrum af þekktustu kvendægur-
lagaflytjendum þess tíma.
Árið 1997 kom út stuttskífan Best Bit, fjögurra
laga plata sem þótti ekki síðri en Trailer Park, en
þar vinnur Orton með goðsögninni Terry Callier í
tveimur lögum. Næsta plata, Central Reserva-
tion, kom svo út 1999. Plata sú þykir alls ekki síðri
en fyrirrennarinn og er deilt um hvor sé toppur
ferilsins (og nú má blanda þeirri nýjustu inn í þá
deilu). Á plötunni lætur Orton teknótóna lönd og
leið en einbeitir sér þess í stað að innhverfri
söngvaskáldatónlist með glæsilegri útkomu.
Gestalistinn ekkert slor; Dr. John, Ben Harper,
David Roback (Mazzy Star) og Ben Watt (Everyt-
hing But The Girl).
Þriðja platan, Daybreaker, kom svo út 2002 og
enn skipti Orton um gír. Risastór, epísk plata, of
stór og helst til tormelt að mati margra. Enn er
magnað að renna í gegnum lista þeirra sem hönd
lögðu á plóg, en að plötunni kom
litskrúðugur hópur; m.a. Em-
mylou Harris, The Chemical
Brothers, William Orbit, Ben
Watt, Johnny Marr, Jim Keltner,
Ryan Adams og Victor Van Vugt.
Hvað nú?
Það á eftir að fá marga til að
sperra upp eyrun er þeir frétta að
Jim O’Rourke, ein mikilhæfasti
jaðartónlistarmaður samtímans,
vinnur Comfort of Strangers með
Orton. Og þó ekki, því að eins og
áður er getið tók Orton snemma
ákvörðun um að sneiða hjá vel
vörðuðum leiðum. Og samstarfs-
menn hefur hún ávallt sótt beggja
vegna Atlantsála. O’Rourke er
með eindæmum fjölhæfur maður,
er jafnvígur á hreina óhljóðalist,
melódíska nýbylgju, djass, tor-
melta nútímatónlist og svo má
telja. Fæddur í suðupottinum
Chicago og hefur starfað með
miklum fjölda tónlistarmanna af
hinu og þessu tagi og var m.a.
fullgildur meðlimur í Sonic Youth
um tíma (hætti síðasta haust).
Kveikjan að samstarfi Orton og
O’Rourke var sú að þegar Orton
hóf að leggja drög að plötunni varð henni hugsað
til hinnar frábæru stuttskífu O’Rourke, Halfway
to a Threeway, sem út kom árið 2000. Platan sú
einkennist m.a. af flúruðu og fagmannlegu gítar-
plokki og innilegu, ögn hráu andrúmslofti. Orton
hafði þegar ákveðið að platan yrði dálítið blátt
áfram – þveröfugt við fyrirrennarann og hliðræn
upptökutækni yrði höfð í hávegum („analog“). Or-
ton hafði samband við O’Rourke, bað hann um að
spila á gítar en hann bauðst til að taka upp í stað-
inn. O’Rourke og M. Ward komu að samningu tit-
illagsins en restina á Orton. O’Rourke og Orton
spila á bassa, gítara, píanó og þess háttar en einn-
ig koma við sögu þeir Tim Barnes (Silver Jews) og
Rob Burger (Tin Hat Trio)
Á yfirborðinu hljómar platan nokkuð „venju-
lega“ en þegar betur er að gáð er ýmislegt snúið
og skælt. Skrýtnar taktbreytingar, rafhljóð sem
maður tekur vart eftir og viss handanheims-
hljómur halda manni við efnið allan tímann. Enn
hefur Orton því náð að endurskapa sig.
Textarnir eru beinskeyttir og sorgbundnir, en
alltaf er vonin handan við hornið. Angurværð er
líklega orðið, og umslag plötunnar lýsir þessu ein-
kenni plötunnar vel, því þrátt fyrir ömurleikann
og drungann sem þar ríkir virðist sólin við það að
brjótast í gegn. Innileg og falleg rödd Orton leiðir
okkur svo í gegnum sortann.
Fjórar plötur, allar mjög svo mismunandi –
keyrðar áfram af fáheyrðum metnaði. Hvað næst?
Harmur, huggun
Fjórða plata Beth Orton er líklega hennar per-
sónulegasta verk til þessa, öll spil eru lögð á
borð í innilegum, berstrípuðum lögum og sam-
starfsmaður er enginn annar en jaðarkóngurinn
Jim O’Rourke.
Eftir Arnar Eggert
Thoroddsen
arnart@mbl.is
Beth Orton Hefur unnið með mörgu merkisfólkinu í gegnum tíðina og
í þetta skiptið er það sjálfur Jim O’Rourke.