Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.2006, Side 15
Leiklist
Að þessu sinni mælum við með spánnýju
verki, Hungur, eftir eitt af okkar yngstu
leikskáldum, Þórdísi Elvu Bachmann. Það er
leikhópurinn Fimbulvetur sem sýnir þetta
athyglisverða verk í Borgarleikhúsinu í sam-
vinnu við Leikfélag Reykjavíkur. Verkið
fjallar um átröskun, útlitsdýrkun og offitu-
vanda sem herjar á okkur í miskunnarlausu
auglýsingasamfélagi nútímans.
„Hungur er skrifað af miklum metnaði og
eldmóði. Af þörf fyrir að segja eitthvað mik-
ilvægt,“ sagði gagnrýnandi blaðsins. Enn-
fremur sagði: „Í heild er sýningin þó áhuga-
verð og sterk og helgast það af fínni vinnu
allra aðstandenda hennar og þeim hlutum
handritsins þar sem Þórdís nær að sýna
hvers hún er megnug og hvers vegna við
megum vænta mikils af henni í framtíðinni.“
Tónleikar
KLUKKAN 17 í dag verða lög Megasar við
Passíusálma Hallgríms Péturssonar flutt á
tónleikum í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir
verða haldnir í samstarfi við Vetrarhátíð í
Reykjavík, sem þá stendur hvað hæst, og
það er lagasmiðurinn sjálfur og stórskáld
sem flytur lögin með aðstoð barnakórs og
hljóðfæraleikara. Sjö passíusálmar Hall-
gríms verða á efnisskrá tónleikanna, en
einnig lög við nokkra veraldlega texta eftir
hann, sem og tveir sálmar eftir Matthías
Jochumsson. Hilmar Örn Agnarsson kór-
stjóri og organisti í Skálholtskirkju er
stjórnandi verkefnisins. Miðaverð er 2.000
krónur, 1.500 krónur fyrir námsmenn, eldri
borgara og öryrkja en ókeypis er inn fyrir
fermingabörn ársins og yngri. Forsala miða
er í 12 tónum á Skólavörðustíg og Smekk-
leysubúðinni í Kjörgarði.
Myndlist
Það er nú kannski að bera í bakkafullan
lækinn að gera ráð fyrir að listneytendur
geri nokkuð annað en að skemmta sér yfir
fjölmörgum atriðum Vetrarhátíðar þessa
helgi. En eitt atriði hennar er einmitt opnun
sýningar á verkum Gunnlaugs Blöndal og
Snorra Arinbjarnar í Listasafni Íslands. Það
vekur óneitanlega upp eftirvæntingu í garð
safnsins að nú er ókeypis inn á það – og það
ekki bara í tilefni af Vetrarhátíð heldur til
frambúðar. Það er því full ástæða fyrir unn-
endur málaralista að drífa sig sem oftast á
Listasafnið á meðan á þessari sýningu
stendur og njóta þessara meistara sem best.
Kvikmyndir
Lesbókin mælir að þessu sinni með kvik-
myndinni Good Night and Good Luck í leik-
stjórn George Clooney en myndin er til-
nefnd til sex verðlauna á
Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer 5.
mars. Heiða Jóhannsdóttir, kvikmynda-
gagnrýnandi Morgunblaðsins, hafði þetta að
segja um myndina:
„George Clooney tekst einkar vel að fram-
setja hið sögulega efni sem tekist er á við í
kvikmyndinni. Myndin er lágstemmd og
knúin áfram af samtölum fremur en til-
raunum til að búa til hástemmda spennuum-
gjörð um atburðina. Áhersla er lögð á að
byggja upp sögupersónur og dramatískur
þungi myndarinnar er sóttur til skoð-
anaskipta þeirra og hins rafmagnaða and-
rúmslofts er skapast meðal aðstandenda
þáttarins sem vita að þeir eru að stíga inn á
jarðsprengjusvæði með umfjöllun sinni.
Þáttur frábærra leikara myndarinnar við að
magna upp andrúmsloftið á fréttastofunni og
miðla sálarstríði persónanna er mikill. David
Straithairn er þar frábær í hlutverk Ed
Murrows, og má segja að hann nái hér um
bil að lífga við hina goðsagnakenndu persónu
sína.“
Lesbók
mælir með…
Good Night and Good Luck „George Clooney tekst einkar vel að setja fram hið sögulega efni sem tekist er
á við í kvikmyndinni.“
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. febrúar 2006 | 15
Dagbókarbrot
Úr dagbók Anais Nin, febrúar 1954.
Það er erfitt að lifa með hinum hreinlyndu.
Þeir fordæma þig ekki, þeir fyrirgefa þér.
Fyrirgefningin er verri en fordæmingin.
Óhreinlyndið verður að glæp gegn barninu í
manni eða sakleysinu. Gegn eigin sál. Og svo
er maður haldinn ótta við að dauðinn eða ald-
urinn leggi mann að velli vegna þess að með
því að viðhalda tærri sýn sálarinnar heldur
maður í æskuna. Aldur er sjónskekkja, nær-
sýni, ský á auga, fætt af óhreinlyndi.
Lesarinn
Shopping. A Century of Art and Consumer
Culture. Ritstj. Christoph Grunenberg og Max
Hollein. Hatje Cantz Publishers, 2002.
Anthony Swofford: Jarhead. A Marine’s Chron-
icle of the Gulf War and Other Battles. Pocket
Books, 2003.
Shopping er bók gefin út í
tengslum við samnefnda
myndlistarsýningu erlendis.
Þar veltir Boris Groys m.a.
fyrir sér stöðu listamanns-
ins í neyslusamfélaginu,
segir félagslegt hlutverk
hans hafa breyst úr því að
vera fyrirmyndarframleið-
andi yfir í að verða fyr-
irmyndarneytandi, jafnvel
útvalinn og gagnrýninn
neytandi hluta úr heimi fjöldaframleiðslunnar
sem hann setur síðan á fordæmisgefandi hátt
fram í sérstökum sýningarrýmum. Heimsókn á
stórar listsýningar sé sambærileg við heimsókn
í hallir aðalsins áður fyrr þegar hann bjó til
neyslufyrirmyndir og gerviþarfir til viðmiðunar
fyrir framleiðslugeirann og lægri stéttir. Mynd-
listarmaður nútímans hafi á vissan hátt tekið
við hlutverki aristókrasíunnar. Áritun lista-
mannsins tákni ekki lengur að hann hafi fram-
leitt ákveðinn hlut, heldur notað hann – á at-
hyglisverðan hátt.
Jarhead er endurminningabók bandarísks her-
manns frá Persaflóastríðinu 1991. Lestur bók-
arinnar gefur aðra mynd af stríðsátökunum en
birtist víða í vestrænum fjölmiðlum. Opinská
frásögnin veitir einnig innsýn í skuggahliðar
herþjálfunar og hugarástand hermanna og leið-
ir hugann að misþyrmingum á íröskum ungling-
um og föngum undanfarið og þeim flóknu öflum
sem búa að baki slíku athæfi. Samnefnd kvik-
mynd mun vera nokkuð frábrugðin bókinni í
áherslum sínum.
Anna Jóa
Anna Jóa
Á LISTASAFNINU á Akureyri stendur nú
yfir sýning á verkum fjögurra nafnkunnra
listamanna sem settu svip sinn á íslenskt og
danskt listalíf síðustu aldar.Sýningin er unnin
í samstarfi við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
og inniheldur verk eftir Danina Else Alfelt og
Carl-Henning Petersen og félaga þeirra Svav-
ar Guðnason og Sigurjón Ólafsson. Svavar
Guðnason og Sigurjón Ólafsson stunduðu báð-
ir nám í Danmörku og tóku þátt í því frjóa
listalífi sem þar þróaðist á fjórða og fimmta
áratugnum.
Svavar kom því til leiðar að danska Höst-
udstillingen frá haustinu 1947 var sett upp hér
á landi ári seinna, en sú sýning var tímamóta-
sýning hér á landi og vakti mikla athygli. Else
Alfeld og Carl-Henning Pedersen komu til að
setja sýninguna upp og dvöldu í kjölfarið á
landinu sumarlangt. Á sýningunni Hraunblóm
í Listasafninu á Akureyri er hluti af þeim
myndum sem Carl-Henning og Else Alfelt
máluðu hér á landi þetta sumar, ásamt verkum
Svavars og Sigurjóns frá þessum tíma. Sýn-
ingin Hraunblóm sem var fyrst sett upp í lok
síðasta árs á Listasafni Sigurjóns hefur tekið
breytingum í Listasafni Akureyrar þar sem
skipt hefur verið um verk eftir Sigurjón og
lagt áherslu á gott yfirlit yfir helstu verk Svav-
ars. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á af-
markaðan þátt dansk-íslenskrar listasögu í
tengslum við framúrstefnuna sem kennd er við
Linien, Haustsýningarhópinn, tímaritið Hel-
hesten og seinna alþjóðlega listhópinn Cobra.
Þeirri sögu eru gerð góð skil í veglegri sýning-
arskrá sem er kærkomin viðbót við listasögu
okkar þar sem textarnir ná ekki aðeins að
þétta vitneskju okkar um þetta tiltekna tíma-
bil, heldur einnig að skoða suma þætti þess í
nýrri fjarlægð við viðfangsefnið. Þetta á ekki
síst við um skrif Hanne Lundgren Nielsen um
Else Alfeld, einu konuna í hópnum, sem varpa
ákveðnu ljósi á kynjaða umræðu innan list-
heimsins sem oft hefur verið þagað yfir.
Þegar sýningin Hraunblóm er skoðuð
skynjar maður greinilega tíðaranda hennar
um leið og það er ekki hið listsögulega sam-
hengi hennar sem er áhugaverðasti þáttur
hennar. Núna er okkur nokkuð sama hvort
kom á undan ljóðrænt afstrakt eða formfast-
ara, hvort það fígúratífa eða prímitífa hafi ver-
ið merkilegra í hinu eða þessu ljósinu, ára-
tugnum á undan eða ekki. Það sem er
áhugaverðast við sýninguna eru verkin sjálf,
hér og nú, sem enn bera í sér tilfinningu fyrir
listrænu frelsi og lifandi frumkvæði þótt stíl-
brögðin séu löngu orðin þekkt og hefðbundin í
augum samtímans. Vatnslitamyndir Else Al-
feld af náttúru Íslands í nánast kosmískum
búningi virðast vera þeirrar gerðar að standa
utan við alla tískustrauma og samræma lífs-
rytma manns og náttúru. Þær kallast á við
orkuhlaðnar náttúrumyndir Svavars, sér-
staklega þær lausbeisluðu og að því virðist
sjálfsprottnu eins og Gullfjöll. Þá er ákaflega
gaman að sjá svo mörg af lykilverkum Svavars
á einni sýningu svo ekki sé minnst á vatnslita-
og krítarverk hans sem sjaldnar sjást. Áferðin
í olíumálverkunum er hreint með ólíkindum og
virðist verða safaríkari og ómótstæðilegri eftir
því sem tíminn líður, en slíkt er ekki sjálfgefið
í myndlistinni frekar en öðru. Val á tréskúlp-
túrum Sigurjóns á sýninguna kom líka
skemmtilega á óvart en þau ná að spila ein-
staklega vel í heildarmyndinni og ljá sýning-
unni þá rómantísku alvöru og þunga sem sem
gerir launhæðna leikgleðina trúverðuga.
Myndir Carl-Hennings af helhestinum virðast
ekki eins ógurlegar og ætla mætti eftir því
sem lesa má um tilurð hans. Á stríðstíma má
vera að táknmálið lýsi dauðans alvöru en í
björtum sölum listasafnsins og í fjörlegu sam-
hengi sýningarinnar verður hann ævintýra-
legur og fyndinn á köflum. Myndir hans virð-
ast fyrst og fremst einlægar og næmar á
mannlega tilvist. Sýningin er ákaflega fersk og
metnaðarfull og virðist laus við alla stofn-
anaþreytu sem stundum loðir við á söfnum
þegar sýnd eru eldri verk. Þá er herbergi á
safninu ætlað börnum þar sem þau geta teikn-
að og málað, og einnig þar kemur listasafnið á
óvart þar sem öll aðstaða, pappír litir og pensl-
ar eru í hærri gæðaflokki en það sem oftast
tíðkast. Það er í alvöru gert ráð fyrir að börnin
hafi eitthvað fram að færa sem er líka raunin
hér. Helhestur Carl-Hennings hefur orðið
ungum listamanni, Önnu úr Giljaskóla, inn-
blástur í mynd þar sem kona eða álfamær hef-
ur tamið hestinn svo hann étur úr lófa hennar.
Listrænt frelsi og lifandi frumkvæði
MYNDLIST
Listasafnið á Akureyri
Sýningin stendur til 26. febrúar
Opið alla daga nema mánudaga, kl . 12–17.
Hraunblóm
Else Alfelt
Carl-Henning Pedersen
Svavar Guðnason
Sigurjón Ólafsson
Þóra Þórisdóttir
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Helhestur Mynd úr Helhestaseríunni eftir Carl-Henning Pedersen í Listasafninu á Akureyri.