Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2006, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2006, Blaðsíða 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. júní 2006 | 5 Líkami hennar var kaldur viðkomu. Sjúkraflutningamennirnir lyftu honum blýþungum upp á börur og veittu henni nábjargirnar. Þeir reyndu að loka munninum, bundu hendurnar niður með hliðunum og tylltu lausum hárlokki eins og það hefði eitthvað að segja. Meðan þeir báru hana niður þrepin, rétt eins og þetta væri hún, flatti þyngdaraflið út brjóstin sem mótaði fyrir undir lakinu. Þeir urðu aldrei samir. Sem fyrr fóru þeir út eftir vinnu og fengu sér í glas, en augu þeirra mættust ekki. Tilveran tók stakkaskiptum – martraðir þjökuðu einn, dularfullir verkir, getuleysi, þunglyndi. Annar missti áhugann á starfinu, konan hans virtist öðruvísi, einnig börnin. Jafnvel dauðinn tók á sig aðra mynd – varð verustaður hennar, staður þar sem hún beið, sá þriðji stóð um nætur í gættinni á svefnherbergi og hlustaði á konu anda, bara venjulega konu anda. Guðni Elísson þýddi. Sharon Olds hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir ljóðlist sína og er af mörgum talin eitt fremsta núlifandi skáld Bandaríkjamanna. Meðal ljóðabóka hennar eru Satan Says (1980), The Father (1992), Blood, Tin, Straw (1999) og The Unswept Room (2002). Ljóðið „Dauði Marilyn Monroe“ er úr annarri bók Olds, The Dead and the Living (1984). Eftir Sharon Olds Dauði Marilyn Monroe henni reynir hún ásamt Betty Grable og Laur- en Bacall að leiða milljónamæringa í gildru hjónabands. Ef kvikmyndin er hvað þetta varð- ar hefðbundin Marilyn-mynd skipar hún engu að síður eilítið sérstakan sess í kvikmyndasög- unni. Fyrr þetta sama ár hafði Fox-kvikmynda- verið frumsýnt fyrstu CinemaScope-breið- myndina, The Robe, sem var epísk stórmynd sem gerðist á tímum Rómverja og krossfesting- arinnar. Aftur á móti fylgdi Fox henni eftir með How to Marry a Millionaire þar sem kynning- arspjöld lögðu áherslu á hversu vel breiðtjaldið félli að láréttum líkama Marilyn. Þegar kom að því að markaðssetja CinemaScope jafnaðist Marilyn flatmagandi í sófa á við fjöldasenur með þúsundum Rómverja í vígahug. There’s No Business Like Show Business (1954) er frábær titill sem kvikmyndin stóð engan veginn undir. Það voru einna helst söng- atriðin með Marilyn sem lífguðu aðeins upp á hana. En í umfjöllun sinni um smástirni, óhrætt við að flagga kynþokka sínum, á leið á toppinn endurspeglaði hún auðvitað persónu Marilyn. Líkt og í mörgum öðrum söngva- og dans- myndum vildu svo raunveruleiki og sviðssetn- ingar renna saman. Kvikmynd Billy Wilder, The Seven Year Itch (1955), var þó öllu frum- legri útfærsla á breiðtjaldinu og ímynd Mari- lyn. Tom Ewell leikur yfirlesara hjá bókaútgáfu sem sendir eiginkonu og barn upp í sveit til að dveljast þar yfir heita sumarmánuðina. Ekki löngu síðar fær hann í hendur handrit um sjö ára kláðann sem hellist yfir karlmenn eftir sjö ára hjónaband og lýsir sér í sjúklegri þrá eftir öðru kvenfólki. Tom sannfærist fljótt um að hann sé illa haldinn af kláðanum enda er nýja stúlkan á efri hæðinni engin önnur en Marilyn. Það er til marks um hugvitssamlega útfærslu Wilders á fantasíunni eða ímyndinni að hún er aldrei kölluð neitt annað en stúlkan líkt og ekki sé um raunverulega persónu að ræða – nema hvað að einu sinni er Marilyn á gamansaman hátt kölluð sínu rétta nafni. Reyndar er þeim möguleika haldið opnum að hana sé hvergi að finna nema í ímyndunarafli Toms. Í skemmti- lega útfærðum breiðtjaldssenum sjáum við Tom hægra megin í rammanum horfa á sjálfan sig táldraga hana vinstra megin. Fátt gengur þó eftir þegar hann reynir að gera alvöru úr draumórum sínum. Lögð er áhersla á stöðu Marilyn sem ímyndar með því að kalla fram og gera grín að ýmsum dæmigerðum staðal- ímyndum kvenna og meira að segja Marilyn spilar eina slíka rullu – þ.e. í viðbót við ljóskuna. Hún gekk aftur til liðs við Wilder við gerð myndarinnar Some Like It Hot (1959) sem hef- ur ekki síst þótt byltingarkennd fyrir klæð- skiptingar karlleikaranna Jack Lemmon og Tony Curtis. En það læðist að manni sá grunur að það sé einungis sakir nærveru Marilyn, sem hafði löngu sýnt fram á að kvenleikinn væri grímubúningur, sem þeir komast upp með að klæða sig í kvenfatnað, varalita sig og bera hár- kollur (reynið bara að ímynda ykkur Some Like It Hot án Marilyn). Það er jú ekki að ástæðu- lausu að Marilyn er vinsæl fyrirmynd á meðal klæðskiptinga hvers konar – hvergi birtist til- búningur kvenleikans skýrar. Hlutverkaskipti um síðir Hvað sem líður átökum Marilyn við Fox- kvikmyndaverið og ólíka karlleikstjóra um ljóskuhlutverkið hafði hún lengi hug á að segja skilið við það og gerði það loks í sinni síðustu kvikmynd. Clark Gable og Montgomery Clift fóru með aðalhlutverkin ásamt henni í mynd John Huston, The Misfits (1961), sem var óvenjuraunsæ og hispurslaus frásögn af óför- um þriggja ástvina. Kaldur napurleiki þessarar svarthvítu og óháðu framleiðslu var í fullkom- inni mótsögn við hina skæru Technicolor-liti Fox-áranna. Þessi mynd var ennfremur um margt fyrirrennari þeirra umskipta sem áttu sér stað í Hollywood síðar á sjöunda áratugn- um, og kannski táknræn fyrir endalok hins sí- gilda skeiðs Hollywood. Clark lést stuttu eftir að myndin var frumsýnd, Marilyn ári síðar, og Montgomery tórði til 1967 en ferill hans var á enda. Kannski er myndin einnig táknræn fyrir endalok Marilyn – að tími hennar hafi verið lið- inn. Þó má ekki síður líta á myndina sem vitn- isburð um að hún hefði einmitt getað lagað sig að breyttum háttum og nýjum hlutverkum. Hvort það hefði breytt goðsögninni Marilyn Monroe á nokkurn hátt skal ósagt látið.  „Athugasemd um höfundarverk er síðasti kaflinn í bók Dyers, Stars, en íslenska þýðingu Öldu Bjarkar Valdimars- dóttur er að finna í greinasafninu Kvikmyndastjörnur, ritstj. Guðni Elísson (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2006), bls. 68– 69. Í þessu yfirgripsmikla safni er einnig að finna innganginn að bók Dyers, Heavenly Bodies, sem nefnist í þýðingu Öldu „Himneskir líkamar.“ Það er svo sjálfsagt að geta þess að það er engin önnur en sjálf Marilyn sem prýðir forsíðu bókarinnar. Höfundur er kvikmyndafræðingur. Þ ótt niðurstaða greinarinnar ætti ekki að koma á óvart, kom hún á óvart, nefnilega að á Íslandi öllu væru ekki eftir nema 20 bókabúðir, og ef ögn þrengri skilgreiningu væri beitt, þ.e. búðir sem aðallega versluðu með bækur, skryppi talan sennilega niður í tíu. Á öllu landinu! Hvað hefur eiginlega gerst frá því að það voru 20 bókabúðir í einum sam- an miðbæ Reykjavíkur? Áður en því er svarað langar mig til að víkja að grein sem kom í kjölfar greinar Höskuldar og birtist í Lesbókinni 20. maí sl. (Árni Matthíasson: „Hví skyldum við syrgja bóka- búðir?“). Árni er ekki tiltakanlega áhyggjufullur yfir þessari þróun, bóksalan sé jú komin á netið þar sem hún gangi fljótt og vel fyrir sig og líkir bókabúðum við mjólkurbúðirnar sálugu og eftirsjánni sömuleiðis. En þetta er líking sem geigar, mjólk er mjólk, þú þarft ekki að opna hundrað fernur til að komast að innihaldinu. Bækur aftur á móti eiga það sammerkt að vera gerólíkar að innihaldi. Þú ferð inn í bókabúð, ekki endilega til að kaupa bók heldur til að láta á það reyna. Þú opnar og flettir, ferð jafnvel langt með að lesa heila bók standandi (eða sitjandi eftir atvikum, eftir því hvað bóka- búðamenningin er komin langt). Nú nýlega las ég tvær nýútkomnar framhaldsævisögur Bítlanna þar sem ég stóð á bókabúðagólfi, og keypti síðan ævisögur Stalíns, Maós og Krúsjoffs (sem ég er ekki farinn að opna). Gæti ég það á netinu? Nei, enda hvað sjálfan mig varðar, með því leiðinlegasta sem ég geri að lesa texta á neti. Ákjósan- legust stelling fyrir lestur er með lappir uppi á borði og láta fætur mynda 45° horn við búkinn. Fyrir nú utan að geta vöðlast og kuðlast og ferðast með hinn prentaða texta. Bókabúð sem rís undir nafni er staður sem kveikir með manni eftirvæntingu. Æv- inlega skaltu finna eitthvað sem þú varst ekki að leita að, fyrir utan bókabúðir sem vekja með manni álíka forvitni og bókasafn þar sem þú ert gestkomandi: persónulegt úrval af bókum, bókabúðir með mismunandi áherslum, suður-amerískar bókmenntir, ítalskar bókmenntir, ljóðabókabúð, bókabúð með heimspekislagsíðu… Hvað er það þá sem hefur leikið bókabúð- ir á Íslandi svo grátt? Ég held að hringl- andaháttur með bókaverðið eigi þar stóran hlut að máli. Þegar nýjar bækur streyma í bókabúðir á haustin eru þær verðlagðar á einhverjum glórulausum prís, t.d. 4.670 kr. fyrir skáldsögu af venjulegri stærð. Allir vita að þetta verð á sér enga stoð, enda er bókin varla orðin hálfsmánaðar gömul þegar byrjað er að fella af verðinu 20, 30 og allt upp í 50%. Vesalings fólkið sem keypti á upphaflega verðinu hefur verið haft að fífli. En bara einusinni. Af hverju ekki að verðleggja bókina strax á raunhæfu verði (kringum 2.500 kr.) og halda sig síðan við það? Þá þyrfti kaupand- inn ekki að vera að voka eftir „mesta af- slættinum“ fram undir jól. Þannig er þetta hjá menningarþjóðum á borð við Þjóðverja og Frakka sem telja sig þurfa að standa vörð um stöðu bókarinnar og viðgang bóka- búðanna. En jafnvel þar sem bókaverð er „frjálst“ þekkjast ekki kollsteypur á borð við þær sem tíðkast hér. Það vekur enda at- hygli að þegar fjallað er um bækur í erlend- um blöðum er ævinlega byrjað á að til- greina titil, blaðsíðufjölda, útgáfu og VERÐ. Í íslenskri bókaumsögn er aldrei minnst á verðið, einfaldlega af því það er aldrei vitað. Þegar svo útgefendur færa matvælakeðj- unum jólamánuð bókauppskerunnar á silf- urfati er ekki nema von að bókabúðir týni tölunni. Það sem ynnist með föstu bókaverði, fyrir utan það sem hér hefur verið tínt til, er að kaupandinn gæti átt erindi í bókabúðina hvenær sem er til fundar við nýjar og eldri bækur. Hann þyrfti hvorki að bíða eftir „mesta afslættinum“ né heimsendri ávísun. Bókin væri þarna allan ársins hring á verði sem hin sýkna þrenning gæti verið sátt við: útgefandinn, bóksalinn og kaupandinn. Að endingu má ég til með að fagna ný- legri útgáfu á bókum eftir Braga Ólafsson og Óskar Árna Óskarsson, ekki síst lofsam- legri aðferð þeirra að prenta verðið aftan á kápurnar (1.290 kr.). Morgunblaðið/Þorkell Lesið í bókabúð „Þú ferð inn í bókabúð, ekki endilega til að kaupa bók heldur til að láta á það reyna. Þú opnar og flettir, ferð jafnvel langt með að lesa heila bók standandi (eða sitjandi eftir atvikum, eftir því hvað bókabúðamenningin er komin langt).“ Til varnar bókabúðum Höfundur er rithöfundur og formaður Rithöfundasambandsins. Eftir Pétur Gunnarsson peturgun@ centrum.is 14. maí sl. birti Morgunblaðið athyglisverða úttekt á stöðu bókabúða á Íslandi (Höskuldur Ólafsson: „Bókaþjóðin sem les ekki bækur“). Ein af þessum allt of fáu þaulunnu greinum sem gera það þess virði að borga áskrift að dagblaði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.