Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2006, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2006, Blaðsíða 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. júní 2006 S em fyrr er það landslag og mannlíf á norðurhjara sem heillar Patrick og á sýningunni má sjá verk sem rekja ferðir hans um Nunavut (sjálfs- stjórnarlýðveldi Inúíta norðvestur af Kanada), Grænland og Ísland. Sýningin heitir á ensku „Intimate Absence“ sem þýða mætti „Innileg fjarvera“. Það endurspeglar ljúfsárar tilfinningar Patricks til viðfangsefn- isins og hann hefur látið félags- og menningar- mál heimskautabúa mjög til sín taka. Þessari sýningu fylgir sem fyrr mikil útgáfa þar sem er að finna bæði verk Patricks og ýmsa texta eftir fólk frá heimskautasvæðunum og fræði- menn sem láta sig málefni þeirra varða, meðal annars brot úr löngum samræðum undirritaðs við Patrick um norðurslóðir og nálganir list- arinnar við landið og menninguna þar. Á síð- ustu árum hefur Patrick líka æ oftar notað ljósmyndir og myndbandsverk samhliða mál- verkinu. Efnistök hans og tækni sem listmál- ara eru einstök eins og gestir Hafnarborgar og sýninga hans í listasöfnum Reykjavíkur og Akureyrar þekkja. Sýning Patricks mun því sæta tíðindum bæði hjá listunnendum og öll- um þeim sem hafa áhuga á heimskautalönd- unum og þjóðum þeirra sem við Íslendingar teljumst auðvitað til. Patrick Huse hefur lengi verið þekktur listamaður í heimalandi sínu, Noregi, og sýndi þar fyrst árið 1976. Fyrsta sýning Patricks á Íslandi var í Hafnarborg eins og sú sem nú er komin hingað, árið 1995. Þar var á ferðinni sýningin Norrænt landslag með undarlegum draumkenndum myndum af eyðilandslagi við vesturströnd Noregs og var sýningin áhuga- verð í íslensku samhengi þar sem landslagið hefur verið svo fyrirferðarmikill þáttur í myndlist okkar sjálfra og er enn. Nálgun Pat- ricks var önnur en sú sem íslenskum lista- mönnum hefur verið töm, en þó var eins og myndir hans kölluðust á við íslenska lands- lagið og mynduðu með því sterkan og ágengan samhljóm. Síðustu árin hafa sýningar Patricks orðið æ fjölbreytilegri og á þeim má nú bæði sjá ljós- myndir og myndbandsverk, eins og áður sagði, við hlið hins málaða striga. Mesta rækt leggur hann þó enn við málverkin og þykja þau vera sérstaklega vel unnin, bæði hvað varðar hina myndrænu þætti og þá miklu tækni sem lista- maðurinn ræður yfir. Þar sem hann einbeitti sér áður að Noregi og Íslandi fer hann nú víð- ar og hefur ferðast mikið um eyjarnar norður af Kanada, um Grænland og norðurhéruð Skandinavíu. „Norðurheimskautssvæðin færa okkur eitt- hvað sem við finnum ekki lengur annars stað- ar,“ hefur Patrick sagt í viðtali. „Þar ríkir ein- faldleiki í náttúrunni og jafnvel í mannlífinu sem endurspeglast í skýrri hugsun og djúpum skilningi ef við gefum honum gaum og gefum sjálfum okkur tíma til að upplifa hann. Þar er líka finna síðustu ósnortnu landsvæðin á jörð- inni. Í norðrinu höfum við enn kost á því að skilja náttúruna og samband okkar við nátt- úruöflin betur en á öðrum stöðum. Samt er það ekki bara náttúran heldur eins, og jafnvel frekar, mannlífið sem heillar og sem við getum dregið af lærdóm sem á erindi við fólk hvar sem það býr.“ Þegar stórborgarbarn kemur á heim- skautasvæði er hætt við að það sjái ekkert sem það getur fest augað við; aðeins endalausa ólíf- vænlega víðáttuna. Samt býr hér fólk og hefur búið í árþúsundir, á norðurströndum Ameríku, Asíu og Evrópu, frá því löngu áður nútíma- tæknin varð til. Þetta fólk finnur í auðninni allt sem það þarf á að halda til viðurværis og til að næra þróaða og margslungna menningu sína. Það sem gerir því kleift að lifa er fyrst og fremst næmt auga fyrir umhverfinu og virðing fyrir náttúröflunum. Þetta er sá lærdómur sem menning þess byggist á, hvort sem er á Íslandi eða á Baffinslandi norður af Kanada, og þessa þekkingu nemur hver kynslóð af þeim sem á undan hafa gengið. Á ráðstefnu sem haldin var síðastliðinn vet- ur á vegum Reykjavíkurakademíunnar var fjallað um ímyndir norðursins. Þar gerði kan- adíski fræðimaðurinn Daniel Chartier frá Québeck verk Patricks Huse að umfjöllunar- efni og lýsti því hvernig þau ynnu gegn þeirri einfölduðu mynd sem flestir fá af norð- urslóðum, gegn þeirri hugmynd að „norðrið“ sé eins og óskrifað blað sem vestræn menning getur varpað á sínum eigin hugmyndum og ímyndum. Chartier lýsir því hvernig verk Pat- ricks „flækja“ hugmyndina um norðrið og eru í raun eins konar menningarvistfræði þar sem fjallað er um landið, fólkið og menninguna jöfnum höndum og áhersla lögð á mikilvægi staðbundins skilnings frekar en hinn aðflutta skilning vesturlandabúans. Patrick reynir að draga fram þá þekkingu sem verður til á löngum tíma og er afrakstur búsetu fólks í landi, samtvinnun menningar og landslags, „Með vestrænni hnattvæðingu verður þessi vitneskja æ dýrmætari,“ segir Patrick enn. „Eftir því sem við verðum háðari tæknivæddu umhverfi okkar og þeirri afstrakt hugsun sem fylgir borgarmenningunni verðum við í raun vanhæfari til að skilja okkur sjálf í samhengi við landið sem við byggjum og uppruna okkar. Þetta á eftir að versna meðan hnattvæðingin sveigir undir sig æ fleiri svið tilverunnar og þá geta listamenn einna helst leitað sér fyr- irmyndar hjá þeim þjóðum sem enn búa að menningu sinni nokkurn vegin óspilltri og kunna að lifa af landinu og í sátt við það. Inúít- inn á selveiðum er betri fyrirmynd en stór- borgarbúinn sem ver drjúgum hluta hvers dags við að hlaupa milli neðanjarðarlestanna.“ Patrick er einn þeirra mörgu erlendu lista- manna sem komið hafa til Íslands á und- anförnum árum og vinna listaverk sín að hluta eða mestu útfrá íslensku umhverfi. Óhætt er að segja að þessi aðkoma hafi bæði auðgað ís- lenskt listalíf og átt stóran þátt í því að vekja athygli á íslenskri list og á landi og þjóð. Flest- ir þessir listamenn hafa líka lagt sig – líkt og Patrick – í líma við að halda sýningar hér á landi og má því með réttu telja að þeir og störf þeirra séu orðinn snar hluti af íslenskri mynd- list – þeirri myndlist sem iðkuð er á Íslandi og fjallar um veruleika Íslendinga. Patrick Huse fer norðan: Myndlist af heimskautaslóðum Úr Íslandsseríu Huses „Norðurheimskautssvæðin færa okkur eitthvað sem við finnum ekki lengur annars staðar,“ hefur Patrick Huse sagt í viðtali. Í dag er opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, sýning á verkum eftir norska listmálarann og ljósmyndarann Patrick Huse. Patrick hefur sýnt fjórum sinn- um áður á Íslandi. Sýningar hans eru viða- miklar og fara víða um heim en að þessu sinni kemur í Hafnarborg sýning sem var opnuð í Henie-Onstad listamiðstöðinni í Ólsó í fyrra- sumar. Eftir Jón Proppé proppe@gmail.com Höfundur er listfræðingur. Dauði og dögun Þegar þögnin náttar nær þráin á mér taki; lík þitt hjá mér háttar á hvítu auðnarlaki við hlið þér hljótt ég vaki. Koddinn þinn er kaldur sem kærleiks höfuð bar; eins og ástar galdur þá ertu komin þar og allt er eins og var. Síðan þyngist sængin og svefnlíf andar rótt; hún með hvíta vænginn mig hefur faðm í sótt og næstum hinsta nótt. Þegar dýrlegt dagar þinn dánarbeð ég sé; ljós mig að sér lagar og ljómar trúarvé við tvö á krossins tré. Ingimar Erlendur Sigurðsson Höfundur er rithöfundur. Ljóðið var birt í seinustu Lesbók en þar slæddist ein innsláttarvilla í það. Beðist er velvirðingar á því.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.