Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2006, Blaðsíða 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. júní 2006
á alþjóðavettvangi. Að ráðast gegn stjórnvöldum í Khartoum
væri að styggja Kína sem tekur olíuhagsmuni sína framyfir líf
og frumstæðustu mannréttindi alþýðunnar í Darfúr. Hálfvelgja
alþjóðasamfélagsins gagnvart Darfúr er aðeins spegilmynd af
hálfvelgju þess gagnvart alræðisstjórninni í Beijing og grósku-
miklum kapítalisma undir hennar verndarvæng. Hver þorir að
leggja stein í götu hennar? Ekki Bandaríkin, ekki Evrópusam-
bandið. Alþjóðasamfélagið lætur ekki sjórnast af siðferðilegum
prinsippum. Siðgæðisvitund þess – ef um slíka er hægt að tala á
annað borð – er enn skilyrt af viðskiptahagsmunum og póli-
tískri refskák.
Þetta er eitt af því sem vel heppnuð réttarhöld í Kambódíu
gætu leitt í ljós, heiminum til lærdóms og umhugsunar.
Ber er hver að baki . . .
En við skulum ekki gleyma að það er tiltölulega nýlegt að fyrr-
verandi einræðisherrrar megi fara að vara sig. Seinni heim-
styrjöldin markaði þáttaskil í þessum efnum. Fyrir hana gátu
þeir sofið nokkuð vært, oftar en ekki í skjóli fyrrverandi vina og
samverkamanna og jafnvel notið almennrar virðingar þrátt fyr-
ir að eiga að baki ýmiskonar voðaverk. Mannréttindi, í þeirri
merkingu sem við notum hugtakið í dag, eru afsprengi tutt-
ugustu aldar.
Lýðræði er vissulega engin trygging fyrir mannréttindum.
Bandaríkin teljast til lýðræðisríkja en brjóta samt alþjóðlegar
samþykktir um mannréttindi og meðferð fanga og sín eigin lög
að auki. En þar sem lýðræði nær að festa rætur eftir alræð-
istímabil, þar sem spilling er tiltölulega lítil, réttarríkið virkt og
tjáningarfrelsi óskorað, þar eru meiri líkur til að fyrrverandi
einræðisherrar séu látnir svara til saka en þar sem þessu er öf-
ugt farið. Dæmi um hið fyrra sjáum við í dag í Póllandi og Chile.
Þar eru það ekki aðeins stjórnvöld heldur ekkert síður kjós-
endur þeirra sem vilja að gamlar sakir séu gerðar upp. Hvorki
fær Jaruzelski að njóta sambanda sinna í Rússlandi né Pinochet
innilegrar vináttu við Margréti Tatcher eða áratuga langrar
hollustu við Bandaríkin sem komu honum til valda. Dæmi um
hið síðara má finna í Kambódíu og Guatemala. Í báðum þessum
löndum er spilling mikil, réttarríkið í molum, tjáningarfrelsi
takmarkað og lýðræðisþróun á byrjunarstigi. Sú stjórn sem nú
situr í Guatemala er sú fyrsta frá 1954 (þegar herinn steypti
lýðræðislega kjörinni stjórn að undirlagi og með hjálp CIA)
sem ekki er beint eða óbeint stýrt af fyrrverandi einræðisherra,
Rios Montt. Af öllum fjöldamorðingjum Rómönsku-Ameríku á
tuttugustu öld var hann sá afkastamesti. Pinochet er smákarl
við hliðina á honum. Það „hurfu“ 40 þúsund manns þegar hann
var uppá sitt besta fyrir utan allt annað. Í Guatemala eru því
fjöldagrafir sem gefa Bosníu ekkert eftir. Og við þessum manni
hefur ekki verið hróflað og stendur ekki til það ég best veit.
Hann fær að njóta þess að bandarísk stjórnvöld (sem þau í
Guatemala eiga margt undir) geta enn síður hugsað sér að hann
leysi frá skjóðunni en Rauðir kmerar. Hann á sér m.ö.o. tvo
bakhjarla eða verndara: veikleika eigin samfélags og styrk þess
stórveldis sem hann þjónaði og þjónaði honum. Svipað má segja
um Rauðu kmerana. Þeir njóta þess ekki aðeins að Kína og
Bandaríkin vilja að þeir segi sem fæst áðuren þeir deyja, heldur
ekkert síður spillingar og skorts á tjáningarfrelsi, menntun og
raunverulegu lýðræði í eigin heimalandi.
Og þá endurtek ég spurningarnar úr fyrsta hluta grein-
arinnar: Eru allir sammála um að eitthvað í ætt við Gúlagið og
Helförina eigi ekki að líða? Eru allir á því að alla fjöldamorð-
ingja eigi að draga fyrir dóm? Svar mitt við þeim báðum er ein-
föld neitun. En ég fékk öllu blæbrigðaríkari svör hjá bækluðum
manni sem ég hitti í Angkor Wat.
Loftkælingin í píramídanum
Á þessum merka stað, sem hefur að geyma einar allra til-
komumestu fornminjar heimsins, gekk ég framá bæklaðan
mann sem lék á strengjahljóðfæri með vinstri hendinni og
skorðaði það milli höku sinnar og jarðar. Við hlið hans var skilti
sem á stóð: Ég vil ekki betla. Ég vil vinna. Hægri handlegginn
vantaði alveg og fótleggina báða uppí nára. Margt þessu líkt er
algeng sjón í Kambódíu. Þar er heimsmetið í fjölda jarð-
sprengna á hvern ferkílómetra. Af völdum þeirra örkumlast og
láta lífið að meðaltali 70 þúsund manns ár hvert.
Árið 1989 lýsti Magrét Tatcher því skorinort yfir að Bretland
hefði ekki
átt nein samskipti við Rauðu kmerana. Tveim árum síðar var
opinberlega viðurkennt að bresk fyrirtæki hefðu selt þeim jarð-
sprengjur og breska leyniþjónustan tekið að sér að kenna þeim
meðferðina. Bandaríkin og Kína hafa líka þótt kunna vel til
verka í þessum efnum.
Ég tyllti mér hjá honum í skugga af háu tré og hlustaði á
hann spila, setti pening í baukinn og þakkaði fyrir mig að aust-
urlenskum sið. Þá hætti hann að spila og spurði hvaðan ég væri.
Þegar ég sagði honum það ruglaði hann ekki saman Íslandi og
Írlandi einsog gert er nær undantekningarlaust á þessum slóð-
um, heldur ljómaði allur og spurði hvort ég þekkti „Ossur“ og
átti þá auðvitað við stoðtækjaframleiðandann góða sem hann
hafði kynnt sér á netinu. Hann bað kærlega að heilsa þeim hjá
Össuri og bað mig að skila að þeir væru hjartanlega velkomnir
til Kambódíu; þar væri þörfin brýn. Ég reyndi að útskýra fyrir
honum undirstöðuatriðin í „hagfræði hluthafanna“ – rétt einsog
Microsoft og Google gleðja hluthafa sína með stórsamningum
við kínversk stjórnvöld sem geta nú enn betur en áður haldið
aftur af lýðræðisinnuðu andófsfólki, þá geta stoðfyrirtæki,
hversu vel meinandi sem þau eru, ekki valdið þeim angri með
því að standa í bullandi taprekstri í fátækustu löndum heims.
En ég er ekki viss um að hann hafi skilið þetta og gaf mér ekki
tíma til að fara nánar útí þessa sálma, til þess var ég of forvitinn
um hann sjálfan.
Hann er fæddur 1967. Elstu bræður hans voru með Rauðu
kmerunum en fljótt flokkaðir með óvinum ríksins og skotnir.
Foreldrar hans fóru sömu leið. Frá 1976 sá amma hans fyrir
honum og kenndi honum á laun, m.a. undirstöðuatriði í frönsku
og ensku. Hún var kennslukona að mennt og fór með það einsog
mannsmorð. Þetta varð til þess að hann bar af þegar aftur var
efnt til menntakerfis í Kambódíu, flaug í gegnum menntaskóla
og var 18 ára gamall sendur til Hanoi að læra læknisfræði. Í
eina fríinu sem honum var ætlað að taka sér á fimm árum var
hann aðstoðarmaður héraðslæknis og steig á jarðsprengju í
einni vitjuninni. Þarmeð var draumurinn úti. Nú vinnur hann
fyrir sér með einkakennslu. En af því fæstir geta borgað eitt-
hvað sem heitið getur fer hann stundum til Angkor Wat og spil-
ar á hljóðfærið sitt, ýmist einn eða með öðrum bækluðum. En
það er kennslan sem á hug hans allan. Fái hann áhugasama
nemendur sem ekkert geta borgað kennir hann þeim fyrir ekk-
ert. „Krakkarnir hérna vita ekkert um það sem gerðist. Og ef
ekki á að fara illa fyrir Kambódíu verður að uppfræða þau.“
Þetta var ég búinn að reka mig á. Jafnvel fólk sem hefur hlot-
ið þó-nokkra menntun, kannski komið um þrítugt, er gersam-
lega útá þekju þegar talið berst að Pol Pot og Rauðu kmer-
unum. Þetta helgast í fyrsta lagi af því að flokkarnir, sem
myndað hafa samsteypustjórnirnar sem setið hafa síðan byrjað
var að kjósa til þings, hafa ekki getað komið sér saman um hvað
ætti að standa í kennslubókunum. Þar eru aðeins tvær setn-
ingar sem ekkert segja og kennurum uppálagt að fara ekki út-
fyrir efnið. Í öðru lagi hefur það sama gerst í Kambódíu og
gerðist meðal gyðinga sem lifðu af Helförina: fórnarlömbin geta
ekki sagt afkomendum sínum frá hryllingnum.
„Réttarhöld yfir nánustu samstarfsmönnum Pol Pots gætu
breytt þessu,“ sagði hann og bætti við að hann ætti þá ósk heit-
asta að af þeim yrði.
Þegar ég spurði hvernig honum fyndist alþjóðasamfélagið
hafa staðið sig gagnvart Kambódíu, bað hann mig að útskýra
hvað ég ætti við með alþjóðasamfélagi. Ég gerði það. Hann sat
hljóður nokkra stund og sagði svo eitthvað á þessa leið:
„Ég sé þetta ekki svona. Öll samfélög eru einsog píramídi. Og
þegar öll heimsins samfélög koma saman myndast risapíramídi.
Í toppnum er loftkæling og annar lúxus en ekkert hjarta. Það er
neðar, jafnvel á botninum, og þar getur það verið útum allt.
Þannig að í þessum risapíramída þarf ekki nema einn ein-
stakling í einum smápíramída innan þess stóra til að Kambódía
finni fyrir velvild. Sumir leggja áherslu á að við höfum verið
svikin. Og ég er ekki að afsaka Frakkland, Kína og Bandaríkin.
En við höfum sjálf kallað yfir okkur Lon Nol og Pol Pot og unn-
ið með þeim og ekki refsað þeim sem höguðu sér glæpsamlega.
Þjóð sem hagar sér þannig getur ekki ætlast til þess að heim-
urinn komi og kenni henni skynsemi. Hún verður sjálf að berj-
ast fyrir eigin þroska og réttlæti. Og það gerist aðeins með
vinnu, menntun og stóru hjarta. Þá getur komið að því að litli
píramídinn springi. Og þegar nógu margir smápíramídar
springa getur eins farið fyrir þeim stóra þótt við tveir skyldum
ekki gera okkur vonir um að lifa það. Fyrir mér snýst þetta því
frekar um að koma vel fram í mínum litla en hvernig sá stóri
kemur fram gagnvart mér og mínum. Það er barnaskapur að
ætlast til að í toppi hans sé stórt hjarta á því stigi sem við erum í
dag.“
Helstu heimildir:
Philip Short: Pol Pot: Anatomy of Nightmare – 2004.
Ben Kierman: How Pol Pot Came to Power: Colonialism, Nationalism, and
Communism in Cambodia, 1930-1975 – 2002.
David P. Chandler: A History of Cambodia – 2000.
Tom Fawthrop og Helen Jarvis: Getting Away with Genocide? Elusive Justice and
the Khmer Rouge Tribunal – 2004.
Og ónefndur Bandaríkjamaður á eftirlaunum sem gerði hvorki að játa né neita en
brosti undirfurðulega þegar ég spurði hvort það hefði verið í hans verkahring að fá
Íslendinga til að greiða atkvæði með Pol Pot stjórninni á Allsherjarþinginu 1979.
Hefur alþjóða-
samfélagið
siðgæðisvitund?
Reuters
Vígavellirnir Morð Rauðu kmeranna voru sviðsett við minning-
arathöfn 20. maí síðastliðinn á Vígavöllunum svokölluðu („The
Killing Fields“) sem eru í Choeung Ek rétt utan við Phnom Penh.
Þar fundust fjöldagrafir eftir að Rauðu kmerarnir voru hraktir frá
völdum af Víetnamska hernum í janúar árið 1979.
Höfundur er rithöfundur.