Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.2006, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.2006, Blaðsíða 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. ágúst 2006 G uðni Elísson er dálkahöfundur í Lesbók Morgunblaðsins. Hann er dósent í bókmennta- fræði við Háskóla Íslands og er kynntur á þann veg á vef- síðu skólans, að hann kenni bókmenntakenningar, rómantísku stefnuna, enskar 19. aldar bókmenntir, hrollvekjur, kvikmyndafræði, aðlaganir og rökkurmyndir. Rannsóknarsviðum hans er lýst á þennan veg: Bókmenntakenn- ingar, rómantíska stefn- an, enskar 19. aldar bók- menntir, íslensk nýrómantík, íslenskar samtímabókmenntir og hrollvekjur. Jafn- framt hefur Guðni lagt stund á kvikmynda- fræði og skrifað um aðlaganir, hrollvekjur og rökkurmyndir. Í Lesbókina skrifar Guðni um málefni líð- andi stundar og er honum uppsigað við sjón- armið okkar sjálfstæðismanna. Margt af því, sem hann skrifar um stjórnmál, er frekar gamaldags og skrýtið, eins og ég hef vikið að hér á síðunni. Má þar meðal annars rifja upp þessa klausu úr pistli mínum frá 24. sept- ember 2005: „Ég veit ekki innan hvaða stjórn- málaflokks Guðni Elísson vinnur að því að móta flokkspólitíska listastefnu – sjónarmið Guðna eru verri en gamaldags og þau eiga ekkert skylt við eðlilegt hlutverk stjórn- málaflokka við stefnumörkun í menningar- málum.“ Ég tók einnig upp hanskann fyrir Jakob F. Ásgeirsson, þegar Guðni veittist að honum, og má lesa um það í pistli hér á síð- unni frá 24. janúar 2004. Í Lesbókinni laugardaginn 29. júlí tekur Guðni upp málsvörn fyrir vinstrisinna í tilefni af grein minni um kalda stríðið í Lesbókinni 22. júlí, sem ég ritaði að beiðni umsjón- armanns hennar. Í greininni velti ég fyrir mér, hvort umræðuhefðin hefði í raun tekið breytingum frá því á tímum kalda stríðsins og nefndi fimm dæmi því til stuðnings, að svo væri líklega ekki. Nafngreindi ég nokkra ein- staklinga til sögunnar í þessum fimm dæmum en dró engan þeirra í pólitískan dilk og kenndi þá hvorki við vinstrimennsku né ann- að heldur lét orð þeirra sjálfra tala. Guðni Elísson telur sig hins vegar geta les- ið þessa alhæfingu út úr texta mínum: „Björn Bjarnason segir að í skrifum vinstri sinnaðra menntamanna eimi enn eftir af yfirlæti, stíl- brögðum og ofsa, fremur en málefnalegum rökum.“ Þegar grein mín er lesin sést, að Guðni bætir þessum orðum inn í texta minn: „í skrifum vinstri sinnaðra menntamanna“. Ég hafði ekki hugmyndaflug til að telja þá þrjá einstaklinga, sem ég nefndi til sögunnar í þessum kafla greinar minnar til vinstri sinn- aðra menntamanna, þótt Guðni telji þá til þess hóps manna. Eftir að hafa gert mér upp alhæfða skoðun á þessum mönnum segir Guðni: „Ég hefði haldið að slíkar lyndiseinkunnir væru per- sónubundnar og get illa fellt mig við þá hug- mynd að þær stjórnmálaskoðanir sem við- urkenndar eru í lýðræðisríkjum stýri hátterni fólks á þann djúpstæða hátt sem Björn gefur til kynna.“ Ég er sammála þessum orðum Guðna, enda var ég ekki að fjalla um stjórn- málaskoðanir neins hóps manna, þegar ég vitnaði í þrjá nafngreinda einstaklinga í grein minni og ég gat mér ekki einu sinni til um stjórnmálaskoðanir þeirra. Það er Guðni El- ísson, sem kýs að gera þá að fulltrúum vinstrisinnaðra menntamanna – hann segir raunar einnig, að ég hafi túlkað gagnrýni hans á Jakob F. Ásgeirsson „sem pólitíska árás vinstri sinna“. Mér er spurn: Hvar gerði ég það? Eftir þessar útlistanir fellir Guðni Elísson þennan dóm: „Með því að ofurselja mannlega hugsun hinu pólitíska múlbindur Björn um- ræðuna á gamalkunnum nótum.“ Í stuttu máli sýnist mér þessi nýjasti pistill Guðna Elíssonar enn sanna kenningu mína um, að umræðuhefðin hafi ekkert breyst. Guðni kýs að snúa út úr orðum mínum og nota síðan útúrsnúninginn til að gjaldfella grein mína á þeim forsendum, að hún sé ómarktæk vegna þess að ég fjalli um menn og málefni á flokkspólitískum grunni – hann og aðrir séu af öðru sauðahúsi og síðan birtist gamalkunnugt yfirlæti gagnvart stjórn- málamönnum í þessum orðum: „Öll gagnrýni verður marklaus vegna þess að í henni búa pólitísk sjónarmið þegar nánar er skoðað. Slíkar forsendur koma stjórnmálamönnum ef- laust vel, en samfélagsumræðan skaðast fyrir vikið. Svo telja menn hægri, vinstri, hægri, vinstri. Er ekki kominn tími til að ýta þessari pólitísku bókhaldshugsun út úr almennri um- ræðu?“ Ég get upplýst Guðna um, að ég var ekki með neitt pólitískt bókhald í huga, þegar ég ritaði grein mína fyrir Lesbókina. Ég leyfði mér það eitt að vitna í samtímaummæli til að leggja mat á það, hvort í raun hefði orðið breyting á opinberri umræðuhefð. Guðni veltir fyrir sér þessum orðum mín- um: „Í stað þess að verja hagsmuni stórveldis gætir þess helst, að menn telji sig þurfa að halda fram málstað stórfyrirtækja til að bæta mannlífið á Íslandi.“ Og Guðni spyr: „Telur Björn forystusveit Sjálfstæðisflokksins sæta árásum þeirra svokölluðu vinstri manna sem áður studdu Sovétríkin en styðja nú Baugs- veldið? Ætti það ekki fremur að vera mark- mið slíkra manna að þjóðnýta Baug í al- mannaþágu?“ Ég segi hvergi, að hinir sömu verji hags- muni stórfyrirtækja og vörðu hagsmuni Sov- étríkjanna á sínum tíma. Ég segi hins vegar, að nú gæti þess helst „að menn telji sig þurfa að halda fram málstað stórfyrirtækja til að bæta mannlífið á Íslandi“. Vilji Guðni átta sig á því, hvað býr að baki þessum orðum mínum, bendi ég honum til dæmis á hina frægu Borg- arnesræðu, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar, flutti í aðdraganda þingkosninganna árið 2003. Lokadæmið, sem ég tók um umræðuhefð- ina, var þetta: „Ofsafengin og ósanngjörn viðbrögð við ævisögu Halldórs Laxness eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Hannes var sagður „boðflenna“ í menningarlegu samfélagi, sem taldi sig ekki þurfa að þola slíka gesti.“ Orðið „boðflenna“ sótti ég í kvöldfréttir hljóðvarps ríkisins klukkan 18.00 laugardag- Málsvörn fyrir vinstrisinna Björn Bjarnason svarar Fjölmiðlapistli Guðna Elíssonar úr síðustu Lesbók, en þar fjallaði Guðni um grein Björns vikunni áður, í greinaflokki Lesbókar um kalda stríðið. Þessi pistill birtist fyrst á vef Björns 21. júlí. Eftir Björn Bjarnason björn@centrum.is Björn Bjarnason, dóms- og kirkju-málaráðherra, er ekki ánægðurmeð mig þessa dagana. Í fjöl-miðlapistli mínum „Heptú vinstri snú“ gagnrýni ég hann fyrir pólitíska bók- haldshugsun í grein sinni „Undan köldu stríði“ en því hafnar hann harðlega í svarinu „Málsvörn fyrir vinstrisinna“ á heimasíðu sinni: „Ég segi enn og aftur: Málsvörn Guðna Elíssonar fyrir vinstrisinna í Lesbók Morgunblaðsins 29. júlí 2006 staðfestir, að umræðuhefðin hefur ekki breyst frá því á tímum kalda stríðsins, hvað sem líður pólitískum skoðunum. Upp á mig snýr Guðni með útúrsnúningi, að ég vilji „of- urselja mannlega hugsun hinu pólitíska““ (sjá: http://www.bjorn.is/pistlar/nr/3643). Ágæti lesandi. Staldraðu við og lestu setn- ingar Björns aftur. Hann segir: Guðni El- ísson snýr út úr í málsvörn sinni fyrir vinstrisinna og segir mig vilja ofurselja mannlega hugsun hinu pólitíska. Ummælin éta sig upp og opinbera þá áráttu sem þau afneita, þá eilífu pólitísku flokkadrætti sem Björn Bjarnason stundar. Grein mín var ekki málsvörn fyrir vinstrisinna. Hún var ekki heldur málsvörn fyrir hægrisinna. Hún var einfaldlega ósk um að ráðherra léti af því að hengja pólitíska merkimiða á allt og alla í samtímanum. Af svari Björns má ætla að hann ráði einfaldlega ekki við sig því hann opinberar það sem honum er svo í mun að afneita. Það afrekar hann að gera í lyk- ilsetningum varnar sinnar. Ekki benda á mig segir ráðherrann Ég ætla að leyfa Birni að hafa orðið eins mikið og mögulegt er í þessari svargrein minni, svo að ekki sé hætta á að ég snúi út úr orðum hans eða falsi þau á einhvern hátt eins og hann segir mig hafa gert. Björn seg- ir: „Í Lesbókinni laugardaginn 29. júlí tekur Guðni upp málsvörn fyrir vinstrisinna í til- efni af grein minni um kalda stríðið í Les- bókinni 22. júlí, sem ég ritaði að beiðni um- sjónarmanns hennar. Í greininni velti ég fyrir mér, hvort umræðuhefðin hefði í raun tekið breytingum frá því á tímum kalda stríðsins og nefndi fimm dæmi því til stuðn- ings, að svo væri líklega ekki. Nafngreindi ég nokkra einstaklinga til sögunnar í þess- um fimm dæmum en dró engan þeirra í póli- tískan dilk og kenndi þá hvorki við vinstri- mennsku né annað heldur lét orð þeirra sjálfra tala. Guðni Elísson telur sig hins veg- ar geta lesið þessa alhæfingu út úr texta mínum: „Björn Bjarnason segir að í skrifum vinstri sinnaðra menntamanna eimi enn eftir af yfirlæti, stílbrögðum og ofsa, fremur en málefnalegum rökum.“ Þegar grein mín er lesin sést, að Guðni bætir þessum orðum inn í texta minn: „í skrifum vinstri sinnaðra menntamanna“. Ég hafði ekki hugmynda- flug til að telja þá þrjá einstaklinga, sem ég nefndi til sögunnar í þessum kafla greinar minnar til vinstri sinnaðra menntamanna, þótt Guðni telji þá til þess hóps manna.“ Björn Bjarnason segist ekki draga í póli- tíska dilka, en kallar þó grein mína áfram málsvörn fyrir vinstrisinna. Hann segir enn- fremur að ég bæti inn í texta hans orðunum „í skrifum vinstri sinnaðra menntamanna“ sem vissulega er ámælisvert sé það satt. Þetta er þó dæmi um þá ónákvæmni í orða- vali sem Björn gerir sig svo oft sekan um. Setningin sem Björn vitnar í er ekki bein til- vitnun í hann heldur endursögn mín á heilli efnisgrein Björns þar sem ég dreg saman inntak hennar. Svo að ekkert fari á milli mála ætla ég nú að birta í heild sinni þann kafla Björns í greininni „Undan köldu stríði“ sem ég fjallaði sérstaklega um í pistli mínum í síðustu viku: „Á tímum kalda stríðsins gætti þess, að vinstrisinnaðir menntamenn töldu sig oft hafa undirtökin í umræðunum og flíkuðu þeir því jafnvel, að þeir væru í senn gáfaðri og meiri Íslendingar en andstæðingar þeirra. Þótti þeim ekki lítils virði að vera í liði með nóbelsverðlaunahafanum Halldóri Laxness í þessum átökum, á meðan hann lét þau sig skipta. Enn eimir eftir af slíku yf- irlæti í opinberum umræðum hér og til- raunum til að beita frekar stílbrögðum og ofsa en málefnalegum rökum, þegar örygg- ismál þjóðarinnar ber á góma. Þegar litið er á samtímaátök má nefna: 1. Orðaleppum er enn beitt. Eftir að ég hafði kynnt matsskýrslu sérfræðinga Evr- ópusambandsins í hryðjuverkavörnum var ég kallaður „laumufasisti“ af Þráni Bertels- syni og „hægriöfgamaður“ af Guðmundi Steingrímssyni dálkahöfundum Fréttablaðs- ins. 2. Andúð á Bandaríkjunum. Í nýlegri blaðagrein segir Eiríkur Bergmann Ein- arsson, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Viðskiptaháskólans á Bifröst, Bandaríkin hafa „svo gott sem breyst í lögregluríki“. 3. Leitast er við að grafa undan trausti í garð stjórnvalda með ómaklegum árásum á ríkislögreglustjóra og starfsmenn embættis hans. 4. Fámennur hópur forystumanna sætir árásum þeirra, sem þola illa ríkjandi ástand. Í stað þess að verja hagsmuni stórveldis gætir þess helst, að menn telji sig þurfa að halda fram málstað stórfyrirtækja til að bæta mannlífið á Íslandi. 5. Ofsafengin og ósanngjörn viðbrögð við ævisögu Halldórs Laxness eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Hannes var sagður „boðflenna“ í menningarlegu samfélagi, sem taldi sig ekki þurfa að þola slíka gesti.“ Hvar er punkturinn? Lesandi hefur nú séð kaflann sem ég gerði að umræðuefni. Skoðum fyrst efnisgreinina sem ég endursagði svo ranglega samkvæmt Birni. Í fyrstu málsgreininni segir Björn vinstrisinnaða menntamenn á tímum kalda stríðsins oft hafa talið sig hafa undirtökin í umræðunum og þeir hafi jafnvel flíkað því að vera í senn gáfaðri og meiri Íslendingar en andstæðingar þeirra. Í næstu málsgrein segir hann að þeim (þ.e. vinstrisinnuðum menntamönnum) hafi ekki þótt lítils virði að „vera í liði með nóbelsverðlaunahafanum Halldóri Laxness í þessum átökum, á meðan hann lét þau sig skipta“. Svo segir Björn: „Enn eimir eftir af slíku yfirlæti í opinber- um umræðum hér og tilraunum til að beita frekar stílbrögðum og ofsa en málefnalegum rökum.“ Enn eimir eftir af slíku yfirlæti og ofsa. Hjá hverjum? Samkvæmt Birni er hann hér hættur að ræða menntamenn, tek- ur ekki pólitíska flokkaskiptingu í mál og fjallar ekki um „stjórnmálaskoðanir neins hóps manna“. Einn punktur skilur í sundur setning- arnar. Aðeins einn punktur skilur í sundur kalda stríðið og brotthvarf Björns frá póli- tískri flokkunarfræði. Samkvæmt nýrri út- skýringu dómsmálaráðherra á kaflanum eimir enn eftir af yfirlæti því og ofsa sem fyrr mátti sjá hjá vinstrisinnuðum mennta- mönnum, en nú er það að finna hjá ýmsum einstaklingum sem ómögulegt er að flokka á nokkurn hátt. Þessir einstaklingar eru á ýmsum aldri og þá má finna í öllum stjórn- málaflokkum og í ólíkum stéttum samfélags- ins. Yfirlýst sinnaskipti dóms- og kirkju- málaráðherra hverfast um einn punkt. Vinstra megin við punktinn er kalda stríðið í fullum gangi. Hægra megin við punktinn má finna ópólitíska umfjöllun um umræðuhefð samtímans. Ég verð að viðurkenna að ég sé varla punktinn. En af hverju eru þá dæmin sett fram í grein um kalda stríðið og í samhengi þess? Ef tilgangur Björns var sá sem hann segir, að ræða vankanta á íslenskri umræðuhefð samtímans óháð pólitískum flokkadráttum kalda stríðsins, er þessi framsetning klaufa- leg af hans hálfu. Átökin í samfélagsumræð- unni má líka rekja miklu lengra aftur en til kalda stríðsins. Á síðari hluta 19. aldar voru þau t.a.m. miklu harðari en þau eru nú. Segir Björn satt? Reyndar er erfitt að sjá hvernig dæmi Björns Bjarnasonar um samtímaátök gefa til kynna að hann hafi látið af pólitískum dilkadrætti. Fyrsta dæmið snýst um orða- leppa gagnrýnenda hans Guðmundar Stein- grímssonar og Þráins Bertelssonar, og dæmin sem Björn velur eru „laumufasisti“ og „hægriöfgamaður“ sem auðvitað er ætlað að sýna vinstrisinnuð sjónarmið (langa upp- talningu á ruddalegum orðaleppum Þjóðvilj- ans má finna í greininni). Um þetta sagði ég í pistli mínum: „Ég sé illa hvað umræða um hryðjuverkavarnir segir okkur um vinstri- stefnu í samtímanum. Kommúnistar voru mjög uppteknir af öryggismálum og rök með eða á móti leynilegri eftirlitsmiðstöð má auðveldlega hefja yfir pólitíska flokkadrætti. Og varla telur Björn dónaskap sérstakt ein- kenni á tungutaki svokallaðra vinstri- manna?“ Annað dæmið snýst um meinta andúð Ei- ríks Bergmanns á Bandaríkjunum. Björn ræðir óvild vinstrimanna til Bandaríkjanna á tímum kalda stríðsins ítarlega annars staðar í grein sinni „Undan köldu stríði“: „Hvað sem því líður er víst, að deilur á inn- lendum vettvangi snerust oft upp í inn- antómt karp og slagorðaflaum eða ofsa- fengna NATO- og Bandaríkjaóvild. Samanburðarfræði sósíalista í uppgjöri á milli risaveldanna byggðist á því að sanna, að Bandaríkin væru að minnsta kosti ívið verri en Sovétríkin.“ Að mati ráðherra er síðara dæminu um andúð á Bandaríkjunum aftur á móti á engan hátt ætlað að varpa ljósi á vinstrisinnuð sjónarmið Eiríks Berg- manns. Björn hefur þó áður sett ummæli Ei- ríks um George W. Bush í slíkt samhengi í pistli um varnarsamstarf Íslands og Banda- ríkjanna (21.2.2004). Björn segir þau minna „á það, hvernig vinstrisinnar töluðu um Ro- nald Reagan á tímum kalda stríðsins, þegar þeir töldu hann hina mestu ógn við heims- frið“. Birni er mjög í mun að lesandinn viti að honum kom aldrei til hugar að kenna Guð- mund, Þráin eða Eirík við vinstrihugsun og Hægri, vinstri, hægri, vinstri Eftir Guðna Elísson gudnieli@hi.is Er Björn Bjarnason hlutlaus um- ræðugreinandi?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.