Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.2006, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.2006, Blaðsíða 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. ágúst 2006 F lokkurinn sem var valinn kallast bókmenntir. Kannski sérðu eft- ir valinu en þú leggur samt allt undir og spurningin birtist á þrívíðum fleti. Nú er um að gera að einbeita sér og gleyma sjónvarpsmyndavélunum sem einblína á þig, sérstaklega þeirri sem starir líkt og vonsvikið foreldri, og hugsa um spurn- inguna. Þú verður að nafn- greina skáldverk. Efnistökin hljóma kunnuglega. Þér hlýnar meðan öryggistilfinning læðist um kroppinn. Spurningin gæti í raun ekki verið einfaldari. Þú þekkir þessa skáldsögu og það eina sem þú þarft að gera er nefna hana og höf- undinn. Þú ert sama og kominn í höfn. Bókarlýsingin sem birtist á fletinum hljómar svona: Söguhetja bókarinnar er hámenntaður og menningarlega sinnaður karlmaður, miðaldra. Sagan er sögð í formi endurlits. Þegar hún hefst er söguhetjan að líta um öxl. Sögumaður er að rifja upp ástarsamband sem vekur hneykslan hjá lesandanum og varpar aðstand- endum í glötun. Það á ekki síður við um viðfang þrárinnar en glæpsamlega aðalsöguhetjuna. Umhverfi og sögusvið frásagnarinnar rammar þessa örlagaleið. Enn sem komið er má kannski finna ákveðna tvíræðni, ef ekki hreina margræðni í lýsingunni, en það breytist innan skamms. Í raun má segja að frásögnin hefjist þegar sögumaðurinn, sem hér er á ferðalagi fjarri eig- in heimaslóðum, verður sér úti um herbergi að leigu hjá fjölskyldu sem hann ekki þekkir. Valið á húsnæði er að mestu leyti handahófskennt, en þó ekki að fullu. Sögumaður kann í fyrstu illa að meta húsmóðurina, svo mjög reyndar að hann hefur þegar ákveðið að húsnæðið komi ekki til greina sem dvalarstaður, en um leið og hann skipuleggur áform sín um hraðskreiða, óút- skýrða og ókurteisa brottför birtist heimasæt- an, líkt og draumsýn hafi tekið við af veru- leikanum. Okkar ágæti en varhugaverði sögumaður sér eitthvað sem hann vart trúir, við honum blasir hámark kvenlegrar fegurðar, ósagt og ósnert loforð um ævintýri og ánægju. Og hér skýtur siðferðilegt vandamál upp koll- inum. Hið upphafna nautnarfley er barnung dóttir leigusalans. Þetta er ekki einu sinni sið- ferðilegt vandamál. Hér er um bannhelgi að ræða, sennilega er lögbrot í smíðum. Hvert er svarið? En hér og hvergi annars staðar vill sögumaður vera. Leigusalinn er kannski ekki mjög sjarm- erandi, dálítið uppáþrengjandi ef maður er al- veg hreinskilinn, og húsnæðið gæti verið betra. Sitthvað annað vegur þó upp á móti augljósum ókostunum. Hinn ónefndi sögumaður verður ástfanginn af dóttur leigusalans, hinu forboðna viðfangi og þrátt fyrir aldursmuninn, þá stað- reynd að heimasætan er aðeins barn að aldri, gerast þau að lokum „elskendur“. Sagan er þó frekar harmræn. Stúlkan deyr undir lokin og sögumaður, særður af kynnum sínum, situr ein- samall eftir. Sagan dregur nafn sitt af stúlk- unni, en hún heitir Lólíta. Klippt er yfir í sjónvarpssal. Ljósin verða skærgul. Nú er að duga eða drepast en svarið er reyndar svo afskaplega augljóst að þér finnst varla taka því að framkalla orðin. Kannski dug- ar að veifa bara hendinni. Mikil ósköp. Við, eða sum okkar, þekkjum ágætlega áðurnefnda sögu. Um er að ræða víð- fræga bók, hálfrar aldar gamla, sem auk þess hefur verið kvikmynduð oftar en einu sinni. Á sama tíma og nafn stúlkunnar, Lólíta, gæti ekki hringt stærri eða háværari bjöllum hringjum við svarbjöllunni og nefnum höfundarnafnið og bókarnafnið sem beðið var um; höfund bókar sem ber nafn sem breyttist í heimsþekkt lýsing- arorð. Bókin heitir Lolita og hún var skrifuð af Vladimir Nabokov, því þverþjóðlega viðundri sem ættir rak til efstu stétta rússnesks sam- félags fyrir byltinguna 1917 en breyttist í kjöl- far hennar í fátækan heimsflakkara. Bókin kom út um miðjan sjötta áratuginn. Erfitt er reynd- ar að nefna ákveðið ártal í því samhengi þar sem bókin kom út á ólíkum tímum í ólíkum löndum, fyrst þó í Frakklandi. Ofdrambi fylgir fall. Þessi gömlu sannindi gera vart við sig og við reynumst hafa rangt fyrir okkur. Við drúpum höfði. Getur verið að ekki sé um Lólítuna hans Nabokovs að ræða? Í skammarlegu tómarúmi, djúpi ósigursins, í beinu sjónmáli hins vonsvikna foreldris er okk- ur bent á að höfundur sögunnar sem um ræðir, sem kom út árið 1916 en ekki á sjötta áratugn- um, sé Þjóðverjinn Heinz von Lichberg. Enn sem komið er kemur Vladimir Nabokov málinu ekki við. Við höfðum að vísu rétt fyrir okkur varðandi titilinn. Sagan heitir Lólíta. En það er skammgóður vermir. Um smásögu er að ræða, ekki skáldsögu eins og við héldum. Áhugalaus ljósin slokkna. Við erum ekki lengur í sjónvarp- inu. Þetta eru óvæntu fréttirnar sem Michael Ma- ar færir okkur í nýlegri bók sinni The Two Loli- tas. Skáldsaga Nabokovs er að sjálfsögðu vel þekkt en færri vita að eldri smásaga er til eftir annan höfund, áðurnefndan von Lichberg, sem gengur undir sama nafni, Lólíta, og svipar all- verulega til skáldsögunnar frægu hvað efnistök varðar. Hvernig skal þá bregðast við ósigrinum í spurningarkeppninni? Er hið sígilda bók- menntaverk Nabokovs, ein þekktasta og virt- asta skáldsaga tuttugustu aldarinnar, einhvers konar eftirherma af öðru, nær alveg óþekktu verki? Þetta eru, svo gripið sé til gamalla og góðra máltækja, sögulegar fréttir. Skáld, njósnari, áhrifavaldur Heinz von Eschwege-Lichberg lést árið 1951 og bjó hann alla sína tíð í Þýskalandi, ef frá eru skilin styrjaldarár. En það var árið 1916 sem hann gaf út smásagnasafnið Bölvun Gioconda (en La Gioconda er annað nafn hins þekkta mál- verks eftir Leonardo da Vinci, Mona Lisa). Bók þessi vakti enga sérstaka athygli þegar hún kom út og féll að lokum í gleymskunnar dá en í þeim myrka heimi myndi hún vafalaust enn dvelja ef ein smásagan væri ekki einmitt kynnt til sögunnar undir nafninu Lólíta og færði okk- ur sögufléttu sem að mörgu leyti er afskaplega keimlík grunnfrásögn samnefndrar skáldsögu Nabokovs. Heinz von Lichberg átti að vísu ekki sérlega blómlegan rithöfundarferil og var ávallt þekkt- ari sem blaðamaður en rithöfundur, enda þótt metnaður hans hafi sannarlega beinst að síð- arnefnda sviðinu. Árið 1926 var hann meðferðis í flugi Zeppelin-loftfarsins yfir Atlantshafið og lýsti von Lichberg þeirri reynslu í bókinni Ze- peilin-ferð umhverfis heiminn, og reyndist það vinsælasta bók ferilsins. En þar sem um heldur blaðamannslega bók var að ræða varð hún ekki til að auka orðspor hans sem skapara fag- urbókmennta. Þegar fram liðu stundir gaf hann vonir um slíkt upp á bátinn. Umbreytingar voru líka að eiga sér stað í Þýskalandi, nýtt stjórn- málaafl kom um þessar mundir fram á sjón- arsviðið sem lofaði þjóðinni nýjum og betri tím- um. Von Lichberg átti eftir að gegna smávægilegu en samt örlagaríku hlutverki í nýju Þýskalandi þjóðernissósíalismans. Önnur ástæða fyrir því að höfundarnafn von Lichbergs er núorðið lítt þekkt og hefur jafnvel verið bælt í þýskri bókmenntasögu er einmitt sú staðreynd að hann gerðist flokksbundinn nasisti. Skrif hans um Hitler og Þriðja ríkið eru vandræðaleg þegar þau eru lesin í dag, svo ekki sé meira sagt. Von Lichberg gerir sitt besta til að skapa ljóma umhverfis persónu Hitlers og foringjadýrkunin er framsett í fjólubláum og væmnum prósastíl. Von Lichberg var ljóslega sanntrúaður, hugsar lesandi þegar hann rennir í gegnum lýsingar höfundarins á upphöfnu eðli der Führer, en slíkur bakgrunnur var vitanlega ekki til þess fallinn að festa menn í sessi í þýsk- um menningarheimi á eftirstríðsárunum. Þess má reyndar líka geta að meðan á seinni heims- styrjöldinni stóð starfaði Lichberg sem njósnari í þágu Þjóðverja en frekar lítið er vitað um hvað hann nákvæmlega hafði fyrir stafni í því emb- ætti, utan við það að hann dvaldist löngum í Pól- landi árið 1943. Skáld, blaðamaður og njósnari Lichberg var ljóslega ekki við eina fjölina felld- ur og samband Nabokovs við ritverk hans virð- ist vera enn ein ráðgátan. Í því sambandi er reyndar sú staðreynd að þeir voru sam- tímamenn og búsettir í Berlín á millistríðs- árunum, og stunduðu þar ritstörf, athyglisverð. Maar bendir til að mynda á hvernig bók- menntaáhugamenn þessa tíma áttu sér að mörgu leyti sameiginlegar veiðilendur, ef svo má að orði komast, og kynntust þannig í gegn- um útbreiðslu verka sinna, jafnvel þótt ekki hafi verið um persónuleg kynni að ræða. Ákveðin tímarit voru lesin af rithöfundakreðsunni og þegar einhver vakti athygli var bókmenntakerf- ið nægilega smá- og samvaxið til að ekki hafi verið óhugsandi að menn eins og Nabokov og von Lichberg hafi vitað hvor af öðrum, en rök- semdarfærsla Maars um textatengsl milli smá- sögu von Lichbergs og skáldsögu Nabokovs hvílir vitanlega á því að sá síðarnefndi hafi þekkt til hins fyrrnefnda. Þess má geta að Maar nefnir vissulega til sögunnar möguleikann á því að um einskæra tilviljun sé að ræða, en hafnar honum fljótlega eins og skiljanlegt er, líkindin milli umræddra Lólítu-texta eru of mikil til þess að um tilviljun geti verið. Nánar verður hins vegar vikið að kenningum Maars um texta- tengsl hér að neðan. Dvöl í Þýskalandi Nabokov bjó og hafðist við í Berlín frá því á öndverðum þriðja áratugnum fram til þess að seinni heimsstyrjöldin braust út, en þá flúði hann til Frakklands og síðan til Bandaríkjanna þar sem hann settist að um nokkuð langt skeið áður en hann sneri á ný til Evrópu. Sá tími sem Nabokov dvaldist í Berlín er reyndar af- skaplega áhugaverður en nokkur atriði sem lúta að þessu tímabili í ferli höfundarins eru líka umdeild. Nabokov hélt því til að mynda ávallt fram að hann hefði átt í litlum samskiptum við Þjóðverja og þýska menningu, hann hélt því í raun fram að hann hefði vart skilið tungumálið, hann hafi hálfpartinn lifað í eigin prívat fjöl- skylduheimi og afmörkuðu samfélagi rúss- neskra flóttamanna. Þar að auki vildi Nabokov halda eigin ritmáli, sem á þessum tíma var rúss- neska þó það ætti fljótlega eftir að breytast, hreinu og ómenguðu og þess vegna forðaðist hann að eigin sögn þýska áhrifavalda, en hér gefur að skilja að Nabokov eigi ekki síður við tungumálið sjálft en þarlenda rithöfunda (eða þá rithöfunda, líkt og Franz Kafka, sem ekki endilega voru þýskir en rituðu verk sín á því máli). Hér er að ýmsu að gæta. Ekki skyldi til að mynda afgreiða málaflutning Nabokovs um meintan aðskilnað sinn frá þýskri menningu sem einskæra og þægilega endurritun á eigin höfundarsögu, en það væri þá væntanlega gert í þeim tilgangi að upphefja eigin frumleika og af- neita áhrifavöldum. Þessi röksemdarfærsla hef- ur gjarnan heyrst þegar rætt er um áhrif áð- urnefnds Kafka á Nabokov, en þá er gjarnan vísað til skáldsögunnar Boðið til aftöku því mörgum þykir hún kafkaísk í ýmsum meg- indráttum (svo alþekkt lýsingarorð sé notað). Jafnvel þótt svo væri er að sjálfsögðu ekki um „galla“ að ræða, ekki er verið að benda á nei- kvæða þætti í fari verksins, en Nabokov brást jafnan ókvæða við þegar Kafka var nefndur á nafn í sömu andrá og fjallað var um áðurnefnda skáldsögu og sagðist fyrst hafa lesið Kafka löngu eftir að hann lauk gerð þessa verks, Boðið til aftöku. Í ummælum sem þessum kom skýr- lega fram skiljanleg óbeit hans á hugtakinu „áhrif,“ en hið einsleita orsakasamband sem hugtakið gefur til kynna er vitanlega ófullnægj- andi til að útskýra hið margflókna samspil sem jafnan á sér stað milli ólíkra texta. Að sama skapi er sú staðhæfing Nabokovs að hann hafi ekki þekkt til Kafka þegar hann ritaði áð- urnefnda skáldsögu afar ólíkleg, ef ekki hrein- lega óhugsandi. En þó er engin ástæða til að hafna með öllu fullyrðingum Nabokovs um fjarlægð sína frá þýskri menningu meðan hann og fjölskylda hans dvöldust í Þýskalandi. Þeir sem rannsakað hafa lífshlaup Nabokovs hafa einnig rannsakað menningarkima rússneskra flóttamanna á milli- stríðsárunum í Berlín en í því sambandi má nefna Brian Boyd, prófessor við Auckland- háskóla í Nýja-Sjálandi, en í framúrskarandi tveggja binda ævisögu sinni um Nabokov bend- ir hann meðal annars á hversu einangrað sam- félag rússneskra innflytjenda á þessum tíma í raun var. Kom það að hluta til af vantrú þeirra sem tilheyrðu samfélaginu að byltingarsam- félag bolsévika í Rússlandi undir stjórn Leníns myndi endast að ráði. Þvert á móti, þeir voru þess fullvissir að fylkingar andstæðinga þeirra, þ.á m. hvíti herinn, myndu bera sigur úr býtum, byltingarstjórnin myndi falla, og útlagarnir myndu í kjölfarið snúa aftur heim á leið. Vera þeirra í Þýskalandi var tímabundin, um hálfgert millibilsástand var að ræða, og því var meðvitað spyrnt við fótunum þegar að menningarlegri samlögun kom. En þetta kom þó ekki í veg fyrir að heilmiklum infrastrúktur væri komið á lagg- irnar í flóttamannasamfélaginu í Berlín. Ekki var nóg með að almennt samfélagslegt örygg- isnet skapaðist heldur var útgáfufyrirtækjum komið á fót sem og dagblaða- og tímaritaútgáfu. Það var í þessu umhverfi sem Nabokov kom sér í fyrsta sinn á framfæri sem rithöfundur en undir dulnefninu Sirin birti hann ljóð, smásögur og skáldsögur og varð brátt þekktasti rithöf- undur hins útlæga samfélags. Hið þéttriðna samfélag rússneskra flóttamanna, og sú virka starfsemi sem komið var á fót innan þess, hefur sennilega auðveldað einstaklingum eins og Nabokov að halda sér í ákveðinni fjarlægð frá meginstraumi þýskrar menningar, hafi þeir kosið að lifa lífi sínu á þann máta. Það sem Maar fýsir svo að vita, eða leiða sannfærandi líkur að, er hvort Nabokov hafi þekkt smásagnasafn Lichbergs og notað sér það að einhverju leyti við samsetningu Lólítu en með því að spyrja slíkrar spurningar setur hann sig umsvifalaust í andstöðu við þær fjöl- mörgu fullyrðingar Nabokovs þess efnis að hann eigi sér fáa sem enga áhrifavalda. Textatengsl Þegar minnst er á áhrif eins rithöfundar á ann- an er rétt að vísa til bókmenntafræðilega hug- taksins „textatengsl“ en þar er á ferðinni hug- tak sem rætur á að rekja til búlgarska bókmenntafræðingsins Juliu Kristevu, en hug- takið hefur fest rætur í almennri bókmennta- umræðu enda hefur það umtalsvert skýring- argildi. Hin klassíska hugmynd um áhrif er sálfræðileg í eðli sínu og grundvallast í ákveð- inni mynd sem er sköpuð af hugarheimi ein- staklinga, í þessu tilviki rithöfunda, og byggist á hugmyndum um viðbrögð og viðtökur og hvern- ig úrvinnslu ákveðinna texta er háttað í ein- staklingsbundnu samhengi. Hugtakið um texta- tengsl færir athygli greinandans að menningarheiminum í víðari skilningi. Bent er á að textar séu til í ákveðnu rými þar sem þeir speglast og endurvarpast allt að því endalaust í samræðu sem flæðir í gegnum hugvitund ein- staklinga en er ekki stjórnað og stýrt á sam- bærilegan hátt og „áhrifa“-hugtakið gefur til kynna. Segja má að Maar staðsetji sig mitt á milli klassískra hugmynda um áhrif og nútímalegri skilnings á textatengslum þar sem hann fjallar um samband Nabokovs og von Lichbergs. Eins og áður segir afskrifar Maar snemma að um til- viljun sé að ræða þegar litið er á líkindin sem eru til staðar milli verkanna tveggja. Eftir standa tveir möguleikar að mati Maars. Annars vegar komst Nabokov einhvers staðar í kynni við smásögu Lichbergs og líkt og í efna- sambandsmyndhverfingunni sem T.S. Eliot nefndi til sögunnar í frægri ritgerð, þá átti sér stað samruni sem að miklu leyti til var ómeðvit- aður. Nabokov rekst með öðrum orðum á sögu sem kallast á við þemu sem hann var þegar byrjaður að hugsa um en gleymir svo árekstr- inum sem slíkum en verður þó fyrir „áhrifum“ af honum. Þriðji möguleikinn sem Maar nefnir, og sá sem alls ekki skyldi skilinn útundan, er að Nabokov hafi á meðvitaðan máta fengið hluti „að láni“ frá von Lichberg og kosið að geta ekki upprunans. Maar ákveður að feta milliveginn milli þess- ara tveggja möguleika og einn skemmtilegasti hluti bókarinnar er þegar hann rekur vísanir í og ummerki um von Lichberg í fleiri skáldverk- um Nabokovs, s.s. hinni miklu síðskáldsögu höf- undarins Ada, or Ardor: A Family Chronicle, og gerir það á máta sem er afar sannfærandi. Nabokov þekkti til von Lichbergs, átti í ákveð- inni samræðu við hann í skáldsögu sinni Lolita og hélt síðan samræðunum áfram út ferilinn. Líkt og hugmyndin um textatengsl gefur til kynna má hér segja að texti verði til úr öðrum textum, upprunann og upprunaleikann sé ávallt að finna utan verksins. Verk Maars er einkar áhugavert fyrir þá sem áhuga hafa á ferli Nabokovs og þá ekki síst fyrir lesendur Lólítu og bregður mikilvægri birtu á það verk. Þess má geta að upprunaleg smásaga von Lichbergs, Lólíta, er birt sem viðauki í bók Maars og er viðvera eldri gyðlunnar í sjálfu sér næg ástæða til að verða sér út um eintak af The Two Lolitas. Eru gyðlurnar tvær? Nabokov og textatengsl Ímyndaðu þér, lesandi góður, að þú sért staddur í spurningarleik í sjónvarpssal. And- spænis gefur að líta frægan sjónvarpsmann, kannski Þorstein, kannski Loga, kannski ein- hvern annan. Hver sem það er þá horfir hann djúpt í sálu þína á sama tíma og hann horfir einlægur í augu þjóðarinnar. Þorsteinn, Logi eða hver sem þetta er ilmar af rakspíra og kynþokkinn er áþreifanlegur. Það glittir í skeggrótina. Aðdráttarafl spyrilsins hefur allskonar áhrif, líkt og eðlisfræðin kveður á um, en fæst þeirra gagnast í leiknum sem nú stendur yfir. Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@ wisc.edu Nabokov Þekkti hann smásögur von Lichbergs? Höfundur er bókmenntafræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.