Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.2006, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.2006, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. ágúst 2006 | 11 Það er allur gangur á því hversu frétt-næmt það þykir þegar vel þekktir rit-höfundar gefa út ný skáldverk. Fram-leiðsluferli skáldsagna getur verið ansi langt og þess vegna er ekki óalgengt að áhuga- menn fagni mjög útkomu bókar eftir höfund sem er í uppáhaldi. Ef höfundur er vanur að vera af- kastamikill eða reglufastur í skrif- um er hætt við að lesendur taki því sem sjálfsögðum hlut að nýrr- ar útgáfu sé að vænta án þess að of langt líði á milli bóka. Aðrir gefa út með löngum hléum og er nýjum verkum eftir slíka höfunda stundum fagn- að fram úr hófi, að hluta til vegna þess að les- endur gátu kannski ekki verið þess alveg full- vissir að meira kæmi úr þessari átt. Bandaríski rithöfundurinn Thomas Pynchon er þó í sér- flokki. Ferill hans spannar hátt í fimm áratugi en á því tímabili hefur hann gefið út fimm skáldsög- ur og eitt safn smásagna. Fyrsta bókin, V., kom út árið 1963 en sú nýjasta, Mason and Dixon, kom út árið 1997. Í millitíðinni, eða árið 1973, gaf hann út skáldverkið Gravity’s Rainbow en það þykir bæði hornsteinninn í höfundarverkinu og ein merkilegasta skáldsaga bandarískra bók- mennta á tuttugustu öldinni. Sautján ára bið var svo eftir næstu skáldsögu en hún kom ekki út fyrr en árið 1990, og nefnist Vineland. Ég held að vart sé hægt að lýsa stöðu Pync- hons innan bókmenntakerfisins í Bandaríkjunum án þess að grípa til stórkallalegra og æsilegra lýsingarorða. Kannski er það svo sem hægt, og við skulum reyna það hér, en þegar rætt er um höfundinn er engu að síður freistandi að slá upp í stóryrðalistanum. Orðspor hans gnæfir yfir aðra rithöfunda, einkum meðal og innan ákveðinna hópa bókmenntafólks, og kemur það að sumu leyti til af því að Pynchon skrifar rammmódern- ískan skáldskap sem engu að síður innlimar og nýtir fagurfræði póstmódernismans. Þetta gerir höfundurinn svo á forsendum síðkapítalísks and- húmanisma sem hlær að sjálfum sér úr fjarlægð. Þá hefur forvitni manna um persónu höfundarins vaxið í algerri fjarveru hans sjálfs í fjölmiðla- landslaginu. Pynchon er fjölmiðlafæla af guðs náð, ég held að eina ljósmyndin sem ég hafi séð af höfundinum sé mynd frá árinu 1957, tekin þeg- ar Pynchon var í sjóhernum (honum sést reyndar bregða fyrir í heimildarmyndinni Thomas Pync- hon: A Journey Into the Mind of P. sem Dona- tello Dubini gerði árið 2001, en kvikmyndagerð- armennirnir komu að Pynchon úr launsátri á götu í New York). Hann kemur sem sagt ekki fram í sjónvarpi, hann veitir ekki viðtöl, og hefur í raun aldrei flaggað sjálfum sér – en afleiðingin er sú að fjarveran verður ákveðin tegund af nær- veru og höfundarímynd Pynchons styrkist fyrir vikið. En í ljósi þess að Pynchon, sem kominn er af léttasta skeiði, gaf síðast út skáldsögu fyrir níu árum eru það sannarlega stórfréttir í bók- menntaheiminum að von sé á nýrri bók í lok árs. Fréttir um að svo væri fengu fyrst byr undir báða vængi þegar netbókabúðin Amazon birti skráningu fyrir „Untitled book by Thomas Pync- hon“ á heimasíðu sinni. Þar kom fram að vænt- anleg bók yrði 992 blaðsíður að lengd, væri gefin út af Penguin, kæmi út 5. desember og myndi kosta 35 dollara. Áhugi manna á bóksölutilkynn- ingu þessari jókst reyndar til muna þegar bók- arlýsingin sjálf birtist, en ekki var nóg með að hún hljómaði dálítið undarlega (í samhengi bóka- lýsinga almennt, en sem lestrarefni var hún stór- skemmtileg) heldur var hún undirrituð af Thom- as Pynchon sjálfum! Upp spruttu umræður og deilur um hvort lýsingin væri uppspuni eða í raun eftir Pynchon, og ekki minnkaði áhugi manna á síðunni þegar lýsingin fræga var tekin niður, en það gerðist um tveimur dögum eftir að hún var sett upp. Nú þótti ýmsum fullsannað að einhver prakkari hefði verið að verki. Ekki voru þó allir sannfærðir, og bentu sumir á að orðfærið í efn- islýsingunni væri afar pynchon-ískt. Penguin út- gáfufyrirtækið neitaði í fyrstu að svara spurn- ingum. Nokkrum dögum síðar kom þó í ljós að efnislýsingin var í raun eftir Pynchon, en mistök höfðu verið gerð og hún póstuð inn á Amazon of snemma. Lýsingu þessa er þar að finna í dag, og óhætt er að benda áhugamönnum um Pynchon á þessi nýlegu skrif höfundarins því þau eru, eins og áður segir, stórskemmtileg og lofa góðu. Nafn er meira að segja komið á bókina, en hún mun nefnast Against the Day og mun koma út eins og áður segir þann 5. desember og vera 992 blaðsíð- ur að lengd. Þetta verður jólabókin í ár. Ný skáldsaga eftir Pynchon Erindi Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson @wisc.edu ’… óhætt er að bendaáhugamönnum um Pync- hon á þessi nýlegu skrif höfundarins því þau eru, eins og áður segir, stór- skemmtileg og lofa góðu.‘ E igi að síður gerðist það fyrir einni öld eða svo að hér um bil fjórðungur þjóðarinnar yfirgaf fósturjörðina ástkæru og hélt til Vesturheims í leit að betra lífi. Já, betra lífi. Víst hafði þetta fólk meðferðis Íslands þúsund ár og hélt þeim til haga meðan það gat milli þess sem það barðist við frost og flugur. Guðjón Arn- grímsson segir frá því í bók sinni Annað Ísland að Vestur- Íslendingar hafi haldið tungu sinni vel í samanburði við aðrar Norðurlandaþjóðir enda predikuðu prestar eins og séra Jón Bjarnason á sínum tíma að það að gleyma ættjörð sinni gengi næst því að gleyma Guði, hvorki meira né minna. Á ferð um Nýja-Ísland í Manitoba sumarið 2006 minnir jú eitt og annað á Gamla-Ísland. Þar eru ýmis staðaheiti úr íslensku, Gimli, Ár- borg, Árnes og Hecla Island þar á meðal. Í Gimli má finna dæmigerðar ferðamannaversl- anir þar sem íslenskir fánar, víkingahattar og bolir með íslenskum skírskotunum eru á boð- stólum. Þarna var t.d. bolur með áletruninni „When the going gets tough … I go to Am- ma’s“ og á öðrum stóð „Kiss me, I’m Ice- landic“. Við hliðina á íslenska sögusafninu er Amma’s Tearoom & Gift Shop (einhvers staðar var líka kaffihaus) þar sem kaupa má íslenskar pönnukökur með sultu og rjóma. Víða stendur líka „velkomin“ og þegar farið er frá Hecla Isl- and getur meira að segja að líta áletrunina „komdu aftur“. Allt gleður þetta útrásarsinnaðan Íslending. Fljótlega kemur þó í ljós að það er ekki endi- lega mikið á bak við þessi íslensku tákn. Geng- ilbeinan í Amma’s Tearoom var einmitt að velta fyrir sér hvaða mál við töluðum og var ekki viss hvað amma þýddi. Fyrir henni var ís- lensk pönnukaka síst merkilegri en frönsk baka og þegar við kvöddum vissi staðareigand- inn ekki hvað bless þýddi. Samt sagði hann konuna sína vera af íslenskum ættum. Aðrir könnuðust reyndar við hryn þess ástkæra yl- hýra og einstaka talaði jafnvel íslensku, en hafði þá lært hana sem annað mál. Lögberg- Heimskringla, blað Íslendinga í Vesturheimi, er nú gefið út á ensku og hefur svo verið í all- mörg ár. Það þurfti sumsé ekki nema hundrað ár til þess að íslenskan hyrfi nánast sporlaust og skildi ekki eftir sig annað en örnefni sem eru álíka óskiljanleg almenningi og Winnipeg og Saskatchewan, já og orð eins og amma og pönnukaka. Og það í héraði þar sem Íslend- ingar voru afar fyrirferðarmiklir og lögðu sér- staka áherslu á að varðveita menningararf sinn. Krökkum var hins vegar kennt á ensku í skólum þó að þau töluðu íslensku heima og því varð Nýja-Ísland fljótlega að New-Iceland. Og það sem er kannski umhugsunarverðast af öllu: Fólkið lifir þarna ágætu lífi að því er virðist. Það er margt líkt með stöðu íslenskunnar á Íslandi nú og í Vesturheimi fyrir einni öld. Við erum umkringd enskunni rétt eins og vest- urfararnir þá og slettum núorðið ekkert ósvip- að og Vestur-Íslendingarnir gerðu fyrst eftir komuna þangað. Í ljósi reynslunnar vestra gæti mörgum þótt lítil goðgá að renna saman við stærra tungumál og öðlast þannig hlutdeild í heimsveldi enskunnar. Það er hvort eð er bú- ið að þýða Íslendingasögurnar. Við erum þó ekki hluti af enskumælandi þjóð, a.m.k. ekki formlega, og því ætti framtíð tungumálsins að vera í okkar höndum. Framtíð eða future, þar er efinn. Amma’s kaffihaus Á Íslandi trúum við því statt og stöðugt að Ís- lands ellefu hundruð ár skipti máli. Þess vegna höldum við úti fræðasamfélagi til þess að grufla í sögu, máli og menningu frá ýmsum hliðum. Það er liður í að sýna fram á að við séum og höfum lengi verið merkilegt fyrirbæri, jafnvel einstakt fyrirbæri. Og þá vitneskju flytjum við út í stórum stíl. Husavik Road Jafn óskiljanlegt örnefni og Saskatc- hewan og Winnipeg. Eftir Rúnar Helga Vignisson rhv@simnet.is Morgunblaðið/Kristinn Manitoba Breinnivíns pizza hús Marie Arana, ritstjóri bók-menntatímarits Washington Post, sendi nýlega frá sér frumraun sína á skáld- sagnasviðinu og fær bókin ágætis dóma hjá gagn- rýnanda New York Times sem segir skrif henn- ar minna að mörgu leyti á ekki ómerkari höfund en Gabr- iel García Mar- quez. Bókin nefnist Cellophane og er sögusvið hennar regnskógar Perú. Þar er söguhetjan, hinn aldr- aði verkfræðingur Don Victor Soprevilla Paniagua, heltekinn af af þeirri áætlun sinni að reisa umbúðafilmu- verksmiðju við bakka Ucayali ár- innar. Til þess að framkvæma þetta ætlunarverk sitt, sem á rætur sínar í að rekja til spádóms sem hann hlýddi á sem barn, hefur hann dregið fjölskyldu sína frá hafn- arborginni Trujillo á þetta hrjóstr- uga og lítt byggilega svæði. Bókin er byggð á hinu suður-ameríska töfraraunsæi og líkt og oft er um slíkar bókmenntir eru framfarirnar sem verða á vinnu Don Victors blekking ein.    Þó New York Times hafi nýlegakallað Deborah Eisenberg einn merkasta skáldsagnahöfund sam- tímans eru þeir ef til vill ekki svo margir sem kannast við nafnið – Ei- senberg semur enda langar smá- sögur, ekki hefðbundnar skáldsög- ur. Nýjasta sögusafn hennar Twilight of the Superheroes geym- ir til að mynda sex sögur af flókn- um fjölskyldutengslum sem eru fjarri því að minna á kjarnafjöl- skylduna. En Eisenberg nær þar, að mati gagnrýnanda breska blaðs- ins Observer, í skrifum sínum að draga fram mynd af abstrakt fárán- leikanum sem og sársaukanum sem mannlegum samskiptum vilja oft fylgja.    Hvort sem um ræðir leit að móð-urstaðgengli, merkingu drauma eða ógnvekjandi kindur sem virðast stjórna heiminum þá er leit að einhvers konar svörum æv- inlega miðpunktur skáldsagnaskrifa Haruki Murakami. Nýjasta smá- sagnasafn hans Blind Willow, Sleeping Woman, geymir sögur frá síðast liðnum 25 árum af rithöf- undaferli Murakamis og fjalla þær um náætur og óvætti ekki síður en hefðbundnari viðfangsefni á borð við ástir og ástarsorgir. Að mati gagnrýnand Daily Telegraph eru síðarnefndu sögurnar í flestum til- fellum betur heppnaðar en þær fyrr nefndu, því þó Murakami sé einkar laginn við að draga fram spennu- hlaðið andrúmsloft í aðeins nokkr- um línum njóta sérkennilegri sögur hans sín engu að síður betur þegar þær hafa úr meira rými að spila.    Eftir 30 ár sem rithöfundur hef-ur Anne Karin Elstad skrifað bók þar sem hún fer ekki á snið við sannleikann – það er að segja næstum því, seg- ir í umfjöllun Aftenposten. Bókin nefnist Hjem og kemur úr nú í sept- embermánuði, en þar segir Elstad frá æskuárum sínum og m.a. því hvernig hún varð að fullorðnast hraðar en flestir eftir að hafa misst móður sína aðeins 14 ára gömul. Elstad varð þá að láta af skólaveru og taka að sér umsjón með fjöl- skyldubýlinu á Hestenes í Trønde- lag. Gleði og sorgir fyrstu 16 æviár- anna eru í skrifum Elstad oft svo þéttofnar saman að erfitt getur ver- ið að skilja á milli. Og frásögnin er 99% sönn, hefur Aftenposten eftir Elstad, enda einkennist ritstíllinn af vissu æðruleysi með góðum skammti af húmor og ofsa í bland. Erlendar bækur Anne Karin Elstad Marie Arana

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.