Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.2006, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
L
ítil og grönn, feimin og fálát.
Með langan háls og hárið oftar
en ekki tekið aftur í lágan
hnút í hnakkanum. Ávallt
dökkklædd með kaffibolla í
annarri og sígarettu í hinni.
Einn fremsti og áhrifaríkasti danshöfundur
allra tíma, staðsett í áður lítt þekktum þýsk-
um bæ þar sem verk hennar vöktu mikla reiði
og fjandskap. Svo hvað var það sem gerði það
að verkum að frægir listamenn eins og Robert
Wilson, Peter Brook, Samuel Beckett og Ro-
bert Lepage fóru í pílagrímsferð til Wupper-
tal til að bera sýningar þessa höfundar aug-
um. Hvað gerir það að verkum að hinn
almenni áhorfandi dregst að sýningum hennar
út um allan heim í dag? Hver er þessi kona?
Hver er Pina Bausch?
Pina eða Philippine Bausch er fædd þann
27. júlí árið 1940 í Solingen, litlum bæ ekki
langt frá Wuppertal í Þýskalandi. Dóttir Aug-
usts Bausch og Anitu Bausch, eigenda lítils
gistihúss og veitingastaðar þar í bæ. Þar sem
Bausch var lang yngst þriggja systkina sá
hún oftar en ekki sjálf um að hafa ofan af fyr-
ir sér meðan fjölskyldan sinnti rekstrinum.
Eyddi hún ófáum stundum hoppandi skopp-
andi og standandi á höndum eða sitjandi und-
ir borðum á veitingahúsinu, skoðandi mann-
lífið.
Slöngustelpan
Það voru dansarar úr leikhúsinu í Solingen
sem tóku fyrst eftir Bausch þegar þeir
snæddu eitt sinn á veitingastað foreldra henn-
ar. Kraftur og lífsgleði þessarar litlu stúlku
vakti áhuga þeirra og hvöttu þeir foreldrana
til þess að senda hana í ballettnám. Þegar í
skólann var komið var hún látin leggjast á
magann með fæturna á bak við höfuðið. Raun-
in var sú að hún var lang liðugust af öllum
nemendunum og gaf kennarinn henni því við-
urnefnið slöngustelpan. Í huga Bausch var
viðurnefnið heiður og þar með var áhugi
hennar á listdansi vaknaður.
Leið Bausch lá til Essen við 14 ára aldur, í
Folkwang ballettskólann. Á þeim tíma var
skólinn undir stjórn Kurt Jooss, einum af
upphafsmönnum expressjóníska dansins eða
Ausdruckstanz sem notast við hversdagslegar
hreyfingar til þess að tjá persónulega upp-
lifun. Skólinn í Essen opnaði leiðir fyrir
Bausch að öðrum listgreinum en við skólann
var ekki aðeins kenndur listdans heldur var
nemendum einnig boðið upp á kennslu í leik-
list, látbragðsleik, tónlist, myndlist, hönnun,
höggmyndalist og ljósmyndun. Þessi sam-
blanda listgreinanna átti eftir að hafa víðtæk
Slöngustelpan
Einangrun „Þau þemu, hvatir og kveikjur sem birtast einna helst í verkum Pinu Bausch eru: rótleysi, einangrun, ótti, árekstrar milli kynjanna og samskiptaörðuleikar milli einstaklinga.“
Í heimi nútímadansins er hægt að telja á fingrum annarrar handar þá danshöfunda sem virki-
lega hafa breytt stefnu listdansins. Martha Graham er einn, Merce Cunningham er annar og
Pina Bausch sá þriðji. Dansverk Bausch Aqua verður sýnt í Borgarleikhúsinu á morgun og
næstu daga en þetta er í fyrsta skipti sem verk eftir hana er sýnt hér á landi. Í þessari grein er
farið yfir stórmerkilegan feril Bausch sem var uppgötvuð á veitingastað foreldra sinna og gef-
ið nafnið slöngustelpan vegna óvenjulegs liðleika.
Líkamsmál Það vísar í veruleikann.
Í HNOTSKURN
»Verk Bausch Aqua sækja innblástursinn í allar áttir og listmiðla og er
Aqua engin undantekning þar á.
»Meðal þess er bregður fyrir í verk-inu er rumba, samba, pálmatré,
Pina colada, vatn og sitthvað sem minn-
ir á leyndardóma Amazonfrumskóg-
arins.
»Verkið sem frumsýnt var þann 12.maí 2001 í Edition L’Arche í París
er að hætti Bausch í senn litrík og
íburðamikil, seiðandi og ögrandi.
Eftir Karen Maríu Jónsdóttur
karenmaria@lhi.is