Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.2006, Síða 13
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
P
lötusnúðar eru ýmiss konar, allt frá
því að sitja við spilarann og skipta
um plötur næsta vélrænt í það að
vera tónlistarmenn sjálfir sem
leika af fingrum fram með plöt-
urnar sem sitt hráefni, tónlist ann-
arra. Þeir sem lengst ná í þeim efnum eru mikils
metnir um heim allan, enda ekki hægt að líkja
því við annað en tónleika þegar þeir troða upp,
blanda saman gleymdri tónlist og alþekktri,
flétta saman taktinn úr þessu lagi og sönginn úr
hinu, ekki bara til að láta lögin renna saman
heldur til að skapa eitthvað nýtt. En af hverju
ekki að ganga lengra, af hverju ekki að líta á
tónlistina sem hreint hráefni og fara alla leið,
hrista saman það besta úr nokkrum góðum lög-
um svo úr verður mögnuð snilld?
Nýtt úr gömlu
Mashup kallast það þegar menn skeyta saman
lögum líkt og frægt varð hér á landi þegar ein-
hver gárunginn setti saman Celine Dion og Sig-
ur Rós, Sealion Dion vs. Cigar Ros. Helsti spá-
maður þessara tónvísinda er kanadíska
tónskáldið John Oswald sem er frægast fyrir
Plunderphonics sem hann kallar svo, en sú hugs-
un felst í því að setja saman nýja tónlist úr
gömlum upptökum. Hann byrjaði á sínum klippi-
verkum á sjöunda áratugnum og frægt varð er
hann skeytti saman gítarfrösum frá Jimmy Page
og prédikun bandarísks bókstafstrúarmanns.
Allajafna er orðið mashup notað yfir það þeg-
ar lög eru felld saman í heilu lagi eða hér um
bil, en ótal afbrigði eru til á því sem Oswald
kallaði Plunderphonics (fyrsta Plunderphonic
diskinn er hægt að sækja á vefsetur Oswalds,
plunderphonics.com). Það er til að mynda aðeins
útfærsluatriði að nota búta úr lögum eins og
legokubba, setja saman lag úr mörgum misst-
uttum bútum, kannski tugum búta eða hundr-
uðum. Bókstafstrúarmenn kalla það ekki mas-
hup, en merkimiðinn skiptir í sjálfu sér ekki
máli, heldur framkvæmdin.
Gráar plötur og svartar
Frægar plötur með tónlist þessarar gerðar eru
til að mynda fyrsta platan Oswalds sem getið er
og CBS og lögmenn Michaels Jacksons létu
eyðileggja, plata Negativland sem U2 stoppaði,
Gráa albúmið eftir Danger Mouse, sem steypti
saman Hvíta albúmi Bítlanna og Svarta albúmi
Jay-Z, en EMI kom í veg fyrir dreifingu hennar
þó hægt sé að sækja hana á netið (sjá www.illeg-
al-art.org/). Oft eru viðkomandi verk unnin með
samþykki höfundarréttareigenda eða þegjandi
samþykki, en algengara þó að unnið sé í óleyfi.
Dæmi um samþykki eru Radio Soulwax-
plöturnar (2 Many DJs) sem á eru mashup sem
leyfi fengust fyrir og dæmi um þegjandi sam-
þykki er platan magnaða Three Sinister Sylla-
bles, 75 mínútna flétta 250 lagabúta sem margir
eru ekki nema taktur eða rödd.
Three Sinister Syllables var tvö ár í smíðum,
enda flókin vinna að púsla saman þó notaðar séu
tölvur.
Hálfgert hugsjónastarf
Margir klippararnir líta á iðju sína sem hálfgert
hugsjónastarf og kæra sig ekki um leyfi þó það
standi til boða, en fleiri virðast þó gjarnan vilja
hafa allt á þurru, en það getur verið snúið að
afla heimilda fyrir bútum. Dæmi um það er lagið
99 Problems sem Danger Mouse bræðir saman
við Helter Skelter á Gráu plötunni. Á Svörtu
plötunni, plötu Jay-Z, eru fjórir útgefendur
skráðir fyrir laginu. Til þess að nota lagið þurfti
Danger Mouse því að fá leyfi frá þeim útgef-
endum öllum að ekki sé talað um útgefanda Hel-
ter Skelter. gera má því skóna að þeir hefðu
krafið hann um fulla greiðslu fyrir fyrirfram-
greitt og engar líkur á að hann gæti náð þeim
peningum til baka. Kemur ekki á óvart að marg-
ir fara þá leið að spyrja hvorki kóng né prest og
gefa lögin síðan út á Netinu þar sem hver sem
vill getur sótt þau.
Einn af þeim sem sigla milli skers og báru í
þessum efnum er tónlistarmaðurinn Girl Talk
sem sendi frá sér sérdeilis skemmtilega plötu
fyrr á árinu, Night Ripper. Á bak við Girl Talk
nafnið er lífefnafræðingurinn Greg Gillis – dag-
farsprúður verkfræðingur í hvítum slopp á virk-
um dögum, en hálfber villtur plötusnúður um
helgar. Hann lifir því tvöföldu lífi og vill víst
helst hafa það svo, sem sést meðal annars af því
að hann neitar blöðum í heimaborg sinni, Pitt-
sburgh, um viðtöl til að halda því leyndu hvað
hann gerir í frítíma sínum.
Gillis lærði tónlist sem barn, spilaði á trompet,
en fór síðan að fást við óhljóðalist sem ungling-
ur, segist hafa verið í hljómsveit sem framleiddi
hávaða og braut hluti. Þegar það bráði af honum
fór hann að hlusta á poppmúsík en nálgaðist
hana úr annarri átt en gengur og gerist. Fyrsta
Girl Talk platan kom út 2002 eftir að Gillis hafði
setið við klippingar í á annað ár.
Hiphop og popp
Fyrsta plata hans var tilraunakenndari en síðar
varð en Gillis segist fljótlega hafa misst áhugann
á tilraununum og sneri sér því að hiphopi og
poppi. Hiphop er reyndar obbinn af hráefninu
sem Gillis notar, enda falla pælingar hans vel að
grunninum að góðu hiphopi – smalatækni og
liprar klippingar.
Á Night Ripper eru brot úr lögum 167 lista-
manna eða hljómsveita, um 250 bútar alls, enda
notaði hann fleiri en einn bút frá sumum, en alls
segist hann hafa haft undir um 6.000 búta þegar
hann var að setja plötuna saman. Þetta er
mögnuð blanda, en ef marka má tónleika-
umsagnir er Gillis enn magnaðri á tónleikum.
Smalatækni og liprar klippingar
Lengi hafa menn stundað þá iðju að klippa sam-
an lög annarra og þá búið til eitt magnað lag úr
mörgum miðlungslögum. Margir láta sér nægja
að fella lögin saman, en sumir klippa þau niður í
smábúta og smíða lög úr bútunum. Ný plata Girl
Talk, Night Ripper, er gott dæmi um slíkt en
hráefni í þeirri plötu voru brot úr lögum 167
listamanna eða hljómsveita, um 250 bútar alls,
en Girl Talk hafði undir um 6.000 búta þegar
hann var að setja plötuna saman. Mögnuð blanda
og kolólögleg.
Tvöfalt líf Gillis Lífefnafræðingurinn Greg Gillis sem breytir sér í Girl Talk á kvöldin og um helgar.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 13
lesbók
Það eru góðirdagar núna
hjá Bach-
sérfræðingum.
Það er ekki nema
rúm vika síðan
frá því var greint
hér í blaðinu að
fundist hefðu tvö
áður óþekkt verk
eftir barrokk-
meistarann mikla
í skjalasafni bókasafnsins í Weimar í
Þýskalandi, en því var bjargað
skömmu áður en safnið brann til
kaldra kola. Fundurinn markaði
fyrsta skiptið í 30 ár sem ný verk eft-
ir tónskáldið uppgötvast.
En í þessari viku barst svo önnur
frétt um fund á handritum eftir
Bach og tveimur fantasíum eftir ka-
nónusmiðinn Pachelbel. Handrit
Bachs eru ekki með verkum eftir
hann sjálfan, heldur organistann
mikla og tónskáldið Dietrich Buxte-
hude, sem Bach dáði mjög, og koll-
ega hans Johann Addam Reinken,
sem talsvert kvað að á þeim tíma.
Það sem er merkilegt við þennan
fund, er að handritin eru þau elstu
sem fundist hafa í rithönd Bachs,
eða frá um 1700, er Bach var 15 ára.
Þau staðfesta líka hve fús Bach var
að nema og læra; hann taldi ekki eft-
ir sér að skrifa upp eða afrita heilu
verkin sem hann heyrði eða komst
yfir, - til að geta æft sig sjálfur og
forframað sig í listinni að semja og
spila á orgel. Tónvísindamenn grófu
þennan nýja fund upp úr gögnum
hertogynju nokkurrar, Önnu Amal-
íu, en þau voru geymd í hvelfingu
bókasafnsins þar sem eldurinn náði
ekki til þeirra.
Nótur Bachs verða gestum og
gangandi til sýnis í Bachsafninu í
Weimar frá næsta fimmtudegi.
Norðmennhafa tals-
verðar áhyggjur
af stöðu tónlistar-
lífsins þar í landi.
Vandræðagang-
urinn er þó ekki
skrifaður á lista-
menn og listina
sjálfa, heldur
pólitíkusa og ytra
kerfi listarinnar -
músíkbransans. Árlega heldur
norski músíkbransinn þing, sem þeir
kalla by:Larm, þar sem púlsinn er
tekinn á músíklífinu. Það vakti um-
ræður í Noregi á dögunum, þegar
framkvæmdastjóri by:Larm, Erlend
Mogård Larsen sagði tæpitungu-
laust í viðtali við Aftenposten, að
norski músíkbransinn væri íhalds-
samur og að þar vantaði sárlega fag-
mennsku, ættu norskir tónlist-
armenn að geta lifað af. Hann
fullyrti að héldi fram sem horfði,
myndu hæfileikaríkir músíkantar
flytjast til útlanda, þar sem þeir
nytu kunnáttusemi og og fag-
mennsku og þar með eigin verðleika.
Nýja tónlist-arhöllin í
Nashville sem
sagt var frá í síð-
ustu Lesbók, fær
glimrandi dóma
fyrir hljómburð,
en hún var vígð
síðasta laugardag
af Sinfón-
íuhljómsveitinni í Nasville undir
stjórn Leonards Slatkins. Nýtt tón-
verk var frumflutt, og þótti sérstakt;
konsert fyrir banjó, kontrabassa og
indverska töblu, en höfundar verks-
ins og einleikarar voru Béla Fleck,
Edgar Meyer and Zakir Hussain.
Nýja óperan um Gaddafi sem sem
vakti líka forvitni okkar, og var
frumsýnd hjá Ensku þjóðaróperunni
um síðustu helgi, fær hins vegar
ekki jafn blíðar mótttökur. „A total
failure“ - eða algjört klúður, var nið-
urstaða gagnrýnanda tónlistar-
tímaritsins Gramophone. Það þarf
því varla að orðlengja það.
Jóhann Sebastian
Bach
Erlend Mogård
Larsen
Leonard Slatkin
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
TÓNLIST
Glæpsamlegas gleymd, vanmetin, týnd ...æ manni skortir orð til að lýsa þeirrisorg og þeim pirringi yfir því að enginnskuli kannast við eðalsveitina Thin
White Rope, sem starfrækt var í Bandaríkjunum
árin ’84 til ’92. Ef hægt er að tala um fullkomið
jafnvægi á milli gæða tónlistar og þess að vera svo
gott sem óþekktur, þá náðist það í téðri sveit. Það
var nánast eins og að á henni hvíldi bölvun. Það er
merkilegt til þess að horfa, að í dag, þegar það
virðist í tísku að draga upp óþekkta listamenn úr
fortíðinni og hampa þeim sem snillingum eiga
Thin White Rope varla haldbæran hóp af költ-
aðdáendum. Hvar eru þessar lofsgreinar frá Mojo
eða Uncut, þar sem TWR er set á stall með hinum
mörgu, ósungnu hetjum framsækins rokks? Svei
mér þá, TWR áttu aldrei og munu aldrei eiga,
nokkurn einasta séns.
Það kvað fyrst að Thin White Rope upp úr
miðjum níunda áratugnum, og stíllega séð má
setja hana í flokk með fyrri tíma R.E.M, Giant
Sand og American Music Club. TWR á reyndar
margt sameiginlegt með þeirri síðastnefndu, bæði
tónlistarlega og svo að AMC átti jafn erfitt upp-
dráttar viðurkenningarlega séð. Tónlist TWR er
myrk, kántrískotin neðanjarðartónlist, þar sem
jafn mikið var lagt upp úr ýlfrandi gítarbjögun og
hvíslandi gítarstrokum. Myndirnar sem koma upp
í hugann við hlustun eru af eyðilegum, sand-
blásnum sléttum Ameríku. Fegurðin sem kraflar
sig við og við upp á yfirborðið í lögum TWR er
alltaf sorgbundin og er undirstrikuð af magnaðri
rödd leiðtogans, Guy Kyser, sem er jafn veðruð og
sandblásin og tónlistin. Áhugafólk um alvöru „am-
ericana" tónlist verður að tékka á þessu efni.
Fimm hljóðversskífur komu út á starfstíma
TWR, og tók sveitin framförum jafnt og þétt.
Önnur platan, Moonhead, var sögð hljóma eins og
að Crazy Horse væru að spila lög eftir Joy Divi-
sion. Sú fjórða, Sack full of Silver, sem hér er til-
tekin sem klassík sveitarinnar vakti enga athygli
á sínum tíma (auðvitað) en opinberaði sig síðan
sem eitt sterkasta verk ferilsins. Nóg er að hlýða
á hið hrikalega fallega „The Triangle Song" til að
sannfærast um snilld TWR. Svanasöngur sveit-
arinnar var svo The Ruby Sea (1991), stórkostleg
plata og alls ekki síðri en Sack full of Silver. TWR
hætti störfum eftir The Ruby Sea, og Kyser sagði
það einfaldlega hafa verið af því að hann nennti
ekki lengur að vera alltaf á hausnum. Hann og
kona hans stofnuðu pöbbahljómsveit í staðinn og
ég man enn eftir því hversu sorgmæddur ég var
þegar ég las þessa yfirlýsingu hans.
Kyser starfar nú við Háskólann í Davis, Kali-
forníu, þar sem TWR var stofnuð, og er víst
grasafræðingur. Reyndar kom út plata árið 2002,
með nýrri sveit Kysers sem kallast Mummydogs,
en ekkert hefur heyrst síðan.
Já, stundum er eins og tilveran sé tombóla með
tómum núllum svo ég vitni í Davíð Þór Jónsson.
Segja má að skáldskapur og raunveruleiki hafi
legið óþægilega saman í sögu TWR; örlög sveit-
arinnar jafn ömurleg og áferð og textar áhrifarík-
ustu laganna.
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
POPPKLASSÍK
Óþekkt lönd