Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.2006, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 15
lesbók
Frelsisbarátta og uppreisn einkenna Leynd-
ardóm býflugnanna eftir Sue Monk Kidd.
Bókin er full af kynngimögnuðum gyðjum
sem bera frelsisboðskap til dætra sinna en
verkið sprettur úr jarðvegi sem undirbúinn
hefur verið í áratugi með fræðilegri, fem-
inískri umfjöllun og skáldverkum kvenna
eins og Toni Morrison og Maya Angelou,
sem fjallað hafa um frelsi og fjötra svartra
kvenna.
Sögumaðurinn er Lily, hvít unglings-
stúlka með samviskubit vegna dauða móður
sinnar. Hún strýkur að heiman frá yf-
irgangssömum föður eftir að hafa aðstoðað
svarta fóstru sína, Rosaleen, við að strjúka
úr fangelsi. Saga Lilyar er þroskasaga
stúlku sem leitar að móður; að viðurkenn-
ingu, ást og fyrirgefningu en finnur sjálf-
stæði og styrk, “móðurina í sjálfri sér“,
gegnum samfélag kvenna.
Frelsun Rosaleen í upphafi er hluti af
endurteknu stefi bókarinnar. Líkt og bý-
flugur sem sleppt er úr krukku sleppur Lily
frá föður sínum og leitar frelsis frá fortíð-
inni og sorgum hennar í húsi fullu af svört-
um konum sem að hætti sannra gyðja bera
nöfn sumarmánuðanna Maí, Júní og Ágúst.
Þessar konur hafa skapað sér líf á eigin for-
sendum og sína eigin trú; nokkurs konar
leynireglu Dætra Maríu meyjar.
Þrátt fyrir að fjalla um sorg, sektarkennd
og kúgun er sagan full af húmor og upp-
reisnaranda. Hver kafli byrjar á tilvitnun í
fræðirit um býflugur og höfundur fléttar
saman sögur af frelsisbaráttu og fróðleik
um býflugur í gegnum frjótt ímyndunarafl
táningsstúlkunnar á þann hátt að heild-
armyndin verður sannfærandi.
Auk þess að vísað er til eilífrar baráttu
mannkynsins fyrir frelsi úr fjötrum end-
urskapar sagan andrúmsloftið í samfélaginu
í Suður-Karólínu sumarið 1964, árið sem
Johnson Bandaríkjaforseti undirritaði
mannréttindafrumvarp sem veitti svörtum
réttindi í orði en varla á borði. Sá atburður
hrindir atburðarrás sögunnar af stað því
takmark Rosaleen er að komast á kjörskrá.
Rosaleen er svört uppreisnarhetja eins og
sjá má er hana dreymir að Martin Luther
King máli á henni táneglurnar með blóð-
rauðu munnvatninu úr sér og gengur um
“eins og fætur hennar hefðu verið smurðir
og blessaðir, eins og rauðu tærnar hennar
ættu alla sveitina“. (57) Barátta hennar ýtir
Lily einnig af stað og í kjölfarið fylgir
nokkuð skemmtileg útfærsla á hinni þekktu
bandarísku “vegasögu“ eða flóttasögu.
Frelsisbarátta kvenna og svartra Banda-
ríkjamanna er fléttuð saman í bókinni, enda
hefð fyrir samanburði þar á milli, en einnig
kemur upp á yfirborðið annars konar bar-
átta, t.d. fyrir trúfrelsi og gegn kúgun
barna. Í frásögninni eru notaðar aðferðir
sem eru kunnuglegar femínistum og öðrum
sem standa í frelsisbaráttu, t.d. að snúa við-
teknum gildum á haus þannig að fáránleiki
þeirra verði auðsær. Þetta er m.a. gert með
því að láta sögumanninn vera hvíta stúlku
sem þarf ekki aðeins að horfast í augu við
eigin fordóma heldur þá staðreynd að til-
raunir hennar til aðstoðar eru mistúlkaðar
og persóna hennar tortryggð vegna húðlit-
ar.
Hin einstaka Rosaleen leikur stórt hlut-
verk í uppeldi ungingsstúlkunnar: “Ef heil-
inn í henni væri settur í fugl myndi hann
ýmist skíta á hausinn á fólki eða sitja í yf-
irgefnum hreiðrum með vængina út-
breidda,“ (15) segir Lily um Rosaleen sem
hefur stórt hjarta en ber enga virðingu fyr-
ir hefðbundnum helgidómum ríkjandi menn-
ingar. Hún er stór eins og tjald, svört eins
og nóttin, ropar hátt og gengur um með
hrákadall til að spýta munntóbakinu sínu í.
Hún stelur blævængjum í kirkju hvítra og
hellir úr hrákadallinum sínum yfir skó
hvítra vandræðaseggja sem ögra henni, en
þótt þetta komi henni í fangelsi og á spítala
neitar hún að sýna nokkur merki und-
irgefni.
Lily líkir Rosaleen við ósnertanlega óveð-
ursdrottningu en óskar þess að “hún gæti
bara lært almennilega mannasiði“ (70). Í
upphafi grætur Lily sjálf af löngun til að
komast í tískuskóla þar sem hún getur lært
að hegða sér samkvæmt kröfum samfélags-
ins. Brátt kemur þó í ljós að hún ber í sér
neista uppreisnarkonunnar og að Rosaleen
er í huga hennar sem tunglið, móðurgyðjan
sjálf, og þyngdarpunktur tilveru hennar.
Lily verður sífellt betri í því að brjóta regl-
ur samfélagsins og lýgur og stelur á flótt-
anum þar til Rosaleen segir hana “á beinu
leiðinni til helvítis“ (161). Hún kann einnig
þá list að frelsa táknmyndir úr viðjum
ríkjandi menningar og veltir því m.a. fyrir
sér hvort María mey “hefði kannski verið
gefin fyrir útiveru og tekið tré og skordýr
fram yfir kirkjulega geislabauginn sem hún
var alltaf látin skrýðast,“ (55-56).
Í ljós kemur að Rosaleen getur einnig
lært af Lily sem býr yfir leyndarmáli úr
fórum móður sinnar; mynd af svartri Maríu
mey sem verður Rosaleen sannkölluð hug-
ljómun: “Ég gat næstum heyrt hvað hún
hugsaði: Ef móðir Frelsarans er svört,
hvernig stendur þá á því að enginn hefur
heyrt á það minnst? Það er alltaf bara talað
um hvítu Maríu. Þetta hlaut að jafnast á við
það ef konur heimsins kæmust að því að
Jesús hefði átt tvíburasystur sem hefði bor-
ið í sér öll guðlegu genin án þess að fá
neina hlutdeild í dýrðinni.“ (51)
Karlguð kirkjunnar hjálpar konunum
ekki þótt Lily hafi “oft beðið Guð um að
gera eitthvað“ (7) í sambandi við ástlausan
föður sinn. Gyðjur á hinn bóginn taka við
eymdinni, skola hana burt eða deila henni
með því að vera “fullkomin blanda valds og
auðmýktar“. (67) Líkneskið sem Dætur
Maríu tilbiðja ber hjarta utan á sér sem
tekur við þjáningum og veitir huggun en
það er líka með hnefann á lofti. Sjálfsfórn
móðurinnar þarf að fylgja styrkur eins og
sést þegar May bugast á því að axla allar
sorgir mannkynsins. Hver og ein þarf að
finna leið til að afbera þær þjáningar sem á
þær eru lagðar. Lily ákveður að trúa á það
góða í ímyndunaraflinu þótt stundum sé
augljóslega um óskhyggju að ræða, eins og
þegar hún ímyndar sér iðrun föður síns.
Hún treystir eigin túlkun, ratar á slóð móð-
urinnar og finnur hana í sjálfri sér. Hinn
raunverulegi leyndardómur býflugnanna er
hið samstillta samfélag þeirra þar sem hver
fluga gegnir mikilvægu hlutverki. Á sama
hátt fær Lily styrk til sjálfstæðis frá sam-
heldnu kvennasamfélagi. Þetta er því von-
góð saga um huggun og frelsi.
Þýðing Guðrúnar Eva Mínervudóttur er
lipur og ljóðræn. Stíllinn er fremur draum-
kenndur og mjúkur og minnir að sumu leyti
á frumsamin verk Guðrúnar Evu. Sums
staðar ber á fljótfærni eins og þegar nafnið
María verður að Mary um stund en breytist
aftur í Maríu. Slíkt hefur þó engin stór
áhrif á upplifun lesandans sem rennur
mjúklega gegnum textann.
Öll viðfangsefni bókarinnar eru vel þekkt.
Gyðjum hefur áður verið teflt gegn karl-
veldi og kvennakirkjan hefur lengi leitast
við að undirstrika mátt túlkunarinnar.
Helsta gildi sögunnar er líklega það að með
einfaldri sögufléttu næst áhrifarík árétting
á margradda og stundum sundurlausri fem-
inískri umræðu.
Máttur túlkunarinnar
Morgunblaðið/Golli
Guðrún Eva Mínervudóttir Þýðing hennar
er lipur og ljóðræn, segir í dómnum.
Auður Aðalsteinsdóttir
Bækur
Þýdd skáldsaga
eftir Sue Monk Kidd. Guðrún Eva Mínervudóttir
þýddi. Neonklúbbur Bjarts, 2006. 267 bls.
Leyndardómur býflugnanna
Hlustarinn
Tónlistaval mitt fer allt eftir því íhvernig skapi ég er hverju
sinni, hvort lægð er yfir landinu,
hvað ég er að sýsla í það og það
skiptið og einnig hvar ég er staddur.
Heimilið er vettvangur eins af tón-
listarsjálfunum mínum. Heima vil ég
helst slappa af og hafa það kósý með
kakóbolla. Þá ligg ég í gömlum perl-
um með tónlistarmönnum á borð við
Ellý Vilhjállhjálms, Hauk Morteins
og Erlu Þorsteins. Nýjasti dýrgrip-
urinn sem ég datt niður á og er með í
spilaranum öllum stundum núna er
svo yndisleg plata sem heitir Vin-
tage Childrenśs Favorites. Á þeirri
plötu er t.d. að finna Stjána bláa-
lagið með Billy Costello og "Swing-
ing on the star" með Bing Crosby,
sem sló svo eftirminnilega í gegn í
stórmyndinni Hudson Hawk. Hún
skapar svo sannarlega þá stemningu
sem ég sæki í á heimavelli.
Í vinnunni hef ég hins vegar verið
meira í djass-deildinni, hlusta á allt
frá Gling gló til Oscar Peterson með
smá tvisti yfir í Violent femme. Og
svo rata snillingarnir í Langa Sela
og skuggunum alltaf reglulega á fón-
inn.
Magni Þorsteinsson
Hárgreiðslumeistari og
verslunarrekandi Kronkron
Morgunblaðið/ÞÖK
Magni Þorsteinsson Heimavið hlustar Magni á gamlar perlur með Ellý
Vilhjállhjálms, Hauk Morteins og Erlu Þorsteins.
Gláparinn
Sú mynd sem éghorfði á síðast var
sjálfsævisögulega heim-
ildarmyndin The Devil
and Daniel Johnston frá
árinu 2005 í leikstjórn
Jeff Feuerzeig sem leið-
ir okkur inn í heim geð-
veikinnar, sköpunnar og
ástar á mjög áhrifamik-
in hátt. Daniel Johnston
var geðhvarfasjúkur
snillingur, sem samdi
tónlist og stundaði
myndlist og á margt
sameiginlegt með Vin-
cent Van Gogh og öðr-
um listamönnum sem
þjáðst hafa af áráttu og
snert af Asperger heil-
kennum.
Andlegir kvillar hans og
yfirgengileg eitur-
lyfjaneysla leiddu hann
inn á stofnanir þar sem
hann hefur eytt stórum
hluta ævinnar. Myndin
er mjög skemmtilega
gerð, þar sem notast er
við margþætta tækni,
gamlar fjölskyldumynd-
ir og ótakmarkað efni af
hljóðsnældum frá lista-
manninum sjálfum.
Ragnar Bragason
kvikmyndagerðarmaður
Morgunblaðið/Kristinn
Ragnar Bragason
Hann mælir með sjálfs-
ævisögulegu heimild-
armyndinni The Devil
and Daniel Johnston
frá árinu 2005 í leik-
stjórn Jeff Feuerzeig.
Lesendum skal bent á
að nánar er fjallað um
myndina á síðu 12 í Les-
bók í dag.