Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.2006, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.2006, Síða 16
Eftir Véstein Lúðvíksson vesteinnl@hotmail.com Í síðustu Lesbók (9/9) mátti lesa prýðis- góða samantekt eftir Gunnar Hrafn Jónsson um þá áleitnu spurningu (sem kannski segir allnokkuð um íslenska umræðuhefð) hvort hægt sé að „vera hægri og grænn“. Vinstri grænir vilja eiga einkarétt á virðingunni gagn- vart náttúrunni og einn af þingmönnum þeirra, Kolbrún Halldórsdóttir, virðist ekki í minnsta vafa um að áhugi hægrisinna á umhverfismál- um sé ekki annað en áróðursbragð, semsé að hugur fylgi ekki máli. En einsog jafnan áður er það Hjörleifur Guttormsson sem er rökfast- astur í þessum hópi og best upplýstur. Í mál- flutningi hans eru þó augljósar veilur. Hann við- urkennir réttilega að vinstrimenn séu „margskiptur hópur þegar kemur að umhverf- ismálum“ en er ekki eins örlátur á aðgrein- inguna þegar kemur að þeim sem hann kallar hægrimenn. Þeir virðast vera í hans huga nokk- uð einsleit hjörð. Nefnir svo til sögunnar þrjá skörunga, James Lovelock, Jared Diamond og Al Gore sem dæmi um „hugsandi menn út heimi stjórnamála og vísinda“. En eru þeir hugsandi umhverfsverndarsinnar vegna þessa að þeir séu til vinstri? Jafnvel vinstrigrænir? Eða skara þeir framúr vegna þess að þeir séu frjálslyndir hægrimenn? Ég held að ekkert af þessu eigi við eða skipti máli. Þeir hafa einfaldlega aflað sér góðrar þekkingar, dregið af henni ályktanir og talið það skyldu sína að deila henni með öðrum. Hjörleifur getur vafalaust talið skoðanir þeirra málstað sínum til tekna. En núverandi formað- ur breska Íhaldsflokksins getur það líka – og gerir það! Hægri og vinstri Skekkjan í þessari umræðu á rætur að rekja til íhaldssemi í hugtakanotkun og tilhneigingum til að draga svokallaða hægrimenn í einn dilk og svokallaða vinstrimenn í annan og reyna að gera muninn á þeim sem mestan. Þetta eru kaldastríðsleifar. Frá stríðslokum til stríðsins í Víetnam og innrásarinnar í Tékkóslóvakíu skiptist meirihluti Íslendinga í tvær andstæðar fylkingar. Önnur var gagnrýnislaus á Sovétrík- in, hin á Bandaríkin. Fólk átti sér ekki aðeins pólitíska andstæðinga heldur svarna óvini. Víg- línan var skýr og hatrið mikið. Og þótt Sovét- ríkin séu nú fyrir bí og hafi átt formælendur fáa síðustu árin og álit manna á bandrískum sjórn- völdum hafi almennt dvínað til mikilla muna, þá er einsog æði margir sakni víglínunnar, einsog það verði að vera alveg skýrt hvar „við“ stönd- um GEGN „hinum“. Enn einu sinni sýnir sig að það er ávanabindandi að eiga sér óvini og hugsa fyrst og fremst í svörtu og hvítu. Þegar að umhverfismálum kemur, brýnasta verkefni samtímans, eru hugtökin „hægri“ og „vinstri“ ekki aðeins gagnslaus heldur til vansa að því leyti að þau gera ráð fyrir andstæðum sem eru annaðhvort ekki til eða hverfandi. Meg- inmunirinn á afstöðu fólks til gróðurhúsaáhrif- anna markast t.d. ekki af stjórnmálaskoðunum heldur þekkingu og þekkingarleysi, kjarki og kjarkleysi. Hver okkar þora að lesa sér til og opna augun? Og hver okkar eru einsog reyk- ingafólkið sem trúði „vísindamönnum“ tóbaks- fyrirtækjanna? Svokallaðir vinstrimenn geta ekki haldið því fram með góðum rökum að „hægrið“ sé upp til hópa auðtrúa bleyður. Og svokallaðir hægri- menn geta ekki haldið því fram með góðum rök- um að „vinstrið“ máli alltaf skrattann á vegginn. Verulegur munur kemur aðeins í ljós þegar spurt er hvað sé til ráða. Hjörleifur vill róttæk- ar breytingar sem fyrst án þess að gera grein fyrir því hvernig koma mætti þeim í kring við núverandi aðstæður. Illugi Gunnarsson vill fara hægt í sakirnar, m.a. af tillitssemi við þróun- arlöndin, án þess að velta fyrir sér hverjar af- leiðingarnar af slíkum hægagangi gætu orðið. En þeir virðast sammála um að frjáls markaður geti ekki leyst þennan vanda. Illugi vill m.a.s. gera mengun að kostnaðarlið, leggja á hana gjald og neyða þannig fyrirtækin til að draga úr henni. Og ekki leggja mengandi fyrirtæki sjálf á sig slíkan kostnaðarauka. Enn einu sinni verður ríkisvaldið að hafa vit fyrir markaðnum og tak- marka frelsi hans, setja lög og sjá um að þeim sé framfylgt og dæma þá sem brjóta þau. „Menn eru hættir að ríghalda í þessa hörðu frjálshyggju sem var svo mikið skrifað um fyrir tuttugu til þrjátíu árum. Ég veit að hægrimönn- um er ákaflega illa við orðið forsjárhyggja, en það má segja að sumir þeirra séu farnir að að- hyllast hálfgerða umhyggju- eða verndarstefnu gagnvart náttúrunni,“ segir Jón Ólafsson heim- spekingur í spjalli við Gunnar Hrafn. Nýfrjálshyggjan er m.ö.o. að líða undir lok. Og því er bæði ósanngjarnt og heimskulegt að afgreiða Illuga, Sjálfstæðisflokkinn eða svokall- aða hægrimenn yfirleitt sem óalandi og óferj- andi í umhverfismálum einsog vinstrigrænum hættir til. Eða því skyldu Illugi og félagar hans ekki geta lært einsog aðrir? Ég tala nú ekki um þegar „sífellt færri aðhyllast hreintrúarstefnu í pólitík“ (einsog Jón kemst að orði) og eru því betur í stakk búnir til að hugsa skýrt. Frjálshyggja og nýfrjálshyggja Frjálshyggja er hugtak sem af einhverjum furðulegum ástæðum hefur orðið skammaryrði á Íslandi. Ég hef heyrt dyggan íhaldsmann bölva „frjálshyggjupiltunum“ sem honum þótti ekki geri annað en koma óorði á flokkinn hans með ofstæki og gaspri. Og þegar andstæðingar Sjálfstæðisflokksins vilja koma á hann höggi eða útskýra gjörðir hans, grípa þeir oft til frjáls- hyggjunnar sem verður þá einskonar samnefn- ari fyrir þröngsýni, óréttlæti, ofstopa, græðgi og jafnvel spillingu. Þetta er svolítið kómískt. Því sá stjórnmála- flokkur er ekki til á Íslandi og varla Vestur- löndum yfirleitt sem ekki aðhyllist einhverja mynd af frjálshyggju. Vinstrigrænir eru frjáls- hyggjuflokkur! Eða hvað er frjálshyggja? Hún á uppruna sinn að rekja til 18du aldar, hugsuða á borð við John Locke og Adam Smith. Megináherslunar hafa verið á hámarksfrelsi einstaklingsins til alls annars en að abbast uppá aðra, frjáls viðskipti og frjálsa samkeppni. Meg- inágreiningurinn var frá upphafi um ríkisvaldið, hvers eðlis það ætti að vera og hversu víðtækt. Franklin Roosevelt hafði afgerandi áhrif á frjálshyggju síns tíma þegar hann færði rök fyr- ir því að frelsi einstaklingsins væri ekki aðeins frelsi TIL . . . heldur einnig frelsi FRÁ . . . Hver einstaklingur ætti t.d. rétt á frelsi frá skorti, svo og ótta (vegna styrjalda). Ríkinu var þannig ætlað að verja einstaklingana fyrir utanaðkom- andi yfirgangi og jafnframt að sjá til þess að þeir byggju við efnhagslegt öryggi og syltu ekki í hel. Sósíaldemókratar hugsuðu á svipuðum nótum. Þetta þótti mörgum einum of mikið af því góða og síðan hefur frjálshyggjan verið klof- in hvað þetta varðar. Styrrinn stendur ekki um ríkisafskipti eða engin ríkisafskipti heldur hversu mikil þau eigi að vera og á hvaða sviðum. Þessar fylkingar eru og hafa verið til í ótal myndum. Helstu bitbeinin eru velferðarpólitík eða lögmál markaðarins, blandað hagkerfi eða ómengaður kapítalismi. Fram hafa komið tvö mjög róttæk afbrigði af frjálshyggju. Það fyrra var anarkismi 19du ald- ar, útópía eða draumsýn um alfrjálst samfélag án ríkisvalds. Hann lognaðist að mestu útaf í hryðjuverkum og öðru fári í byrjun síðustu ald- ar en kom þó við sögu í spænsku borgarastyrj- öldinni með eftirminnilegum hætti. Hið síðara er einnig útópía, draumsýn um al- frjálsan markað og lágmarksríki eða alls ekk- ert. Meginkenningin, sem hvorki er hægt að sanna né afsanna af því alfrjáls markaður er ekki til og hefur aldrei verið, felst í þeirri stað- hæfingu að markaðsöflin búi yfir því innra sig- urverki sem leiðrétti sjálfkrafa allar þær skekkjur sem upp kunni að koma og því sé ríkisvald aðeins til óþurftar. Þetta afbrigði er að mestu til komið eftir seinni heimstyrjöld og barst til Íslands á áttunda áratugnum og var þá kallað frjálshyggja einsog önnur væri ekki til staðar. Sumir hafa þó séð gilda ástæðu til að tala um nýfrjálshyggju til að forðast rugling og verður það gert hér. Á ensku eru í seinni tíð notuð hugtökin „classic liberalism“ fyrir frjálshyggju og „libert- arianism“ fyrir nýfrjálshyggju (sem er fjöl- skrúðugri en við eigum að venjast). Og hvorugt á neitt skylt við íhald eða „conservatism“. Sem sýnir okkur hvað svokallaðir hægrimenn eru langt frá því að vera á eina bókina lærðir. Íhaldsmaður getur verið andvígur hjónabönd- um samkynhneigðra vegna þess að honum finn- ist þau stríða gegn gömlum og góðum hefðum. Frjálshyggjumaður getur verið þeim fylgjandi af jafnréttisástæðum. Nýfrjálshyggjumaður getur litið svo að ríkið eigi ekkert með að skipta sér af hjónaböndum og þaðan af síður að hygla giftum frekar en ógiftum; fólki sé heimilt að gera það sem því lystir svo framarlega það skaði ekki aðra; sérhver einstaklingur eigi lík- ama sinn og það líf sem með honum bærist. Í umhverfismálum lendir nýfrjálshyggjan í augljósum ógöngum. Gamli frasinn um að ein- staklingar og hópar fari alltaf vel með það sem þeir eigi stenst ekki. Fyrirtæki getur séð skammtímahagsmunum sínum borgið með því að kaupa stöðuvatn til að menga það. Það hefur frelsi til að fara illa með það sem það á. Og enn meiri verða ógöngurnar þegar kemur að því sem enginn á. Eða hver á lofthjúp jarðar? Höf- um við frelsi til að menga hann og velta afleið- ingunum yfir á komandi kynslóðir? Seinni spurningin er siðferðileg, en það er einmitt í þeim efnum sem nýfrjálshyggjan er ekki aðeins á hálum ís heldur úti að aka. Þetta skýrir hugsanlega tregðu sumra til að fallast á að gróðurhúsaáhrifin séu af manna- völdum. Linkan í málflutningi Illuga, sem er þó greinilega enginn harðlínumaður af nýfrjáls- hyggjuskólanum, virðist mér helgast af því að hann er alls ekki viss um þetta atriði. EF gróð- urhúsaáhrifin eru ekki af mannavöldum að ein- hverju eða öllu leyti, nú þá erum við stikkfrí og getum áfram tekið okkur frelsi til að menga lofthjúpinn einsog okkur sýnist. Í hvaða flokki er Schwarzenegger? Það þarf töluverða bíræfni til að halda því fram að nýfrjálshyggjan hafi náð að móta stærsta flokk landsins, Sjálfstæðisflokkinn. Þetta var t.d. augljóst í síðustu sveitarstjórnarkosningum þegar frambjóðendur flokksins kepptust við að gefa nýfrjálshyggjunni langt nef með því að bjóða kjósendum allskyns félagslegar lausnir og sýna þarmeð að þeir treysta markaðnum ekkert alltof vel. Jafnvel gömlum krötum þótti nóg um. Eins er þetta á alþingi og í ríkisstjórn. Fjöl- miðlafrumvarpið margumtalaða var t.d. svo of- stopafull forræðishyggja að þjóðinni blöskraði og er hún þó að öllu jöfu seinþreytt til vand- ræða. Ríkisstyrktur landbúnaður er á stefnu- skrá flokksins og hefur verið í hálfa öld. Rík- isábyrgð til handa Decode þótti sjálfsagt mál. Og svo mætti lengi telja. Það væri jafnvel nær að bera flokknum á brýn að hann stæði ekki ein- usinni vörð um gömul gildi klassískrar frjáls- hyggju. Hann styður fjárfestingar íslenskra fyrirtækja erlendis en er harður á því að erlend fyrirtæki fjárfesti ekki í sjávarútvegi á Íslandi. Frjáls viðskipti eru því greinilega ekkert prinsipmál. Við þetta bætist að nýfrjálshyggjan er trausti rúin, bæði innan flokksins og utan. Og Ísland er ekkert einsdæmi. Fylgjendur hennar eru víða áberandi og hafa sumstaðar haft talsverð áhrif meðal hinna hófsamari, en þar sem þeir hafa boðið fram í eigin nafni hefur fylgi þeirra verið næsta lítið (miklu minna en VG! komist hæst í 10% í Kostaríku). Eftir kommúnismann er eins- og tími hinna altæku lausna sé liðinn, a.m.k. um sinn. Veraldlegar útópíur ganga út frá því sem ekki er en ÞYRFTI að verða. Kommúnisminn (a.m.k. einsog Marx ímyndaði sér hann) gæti hugsanlega gengið upp ef allir væru vel mennt- aðir, viðsýnir og tilbúnir að taka hag heildar- innar fram yfir sinn eiginn. Og nýfrjálshyggjan (a.m.k. einsog Hayek og Milton Friedman ímynduðu sér hana) gæti hugsanlega gengið upp ef allir væru siðlegir. Mannkynið hefur bara ekki náð svona langt, því miður. Hafi Ís- lendingar talið sér trú um annað held ég að verðsamráð olíufélaganna hafi nægt til koma þeim í skilning um að frjáls markaður er hvorki María mey né Guð almáttugur. Það er því afleitur og hættulegur misskiln- ingur þegar vinstrigrænir og fleiri afskrifa Sjálfstæðisflokkinn sem hugsanlegan banda- mann í umhverfismálum. Hjörleifur segir hann í þeim efnum staddan um 1970. Þetta er í besta falli hálfsannleikur. Um 1970 voru allir sofandi og Hjörleifur líka. Og það er glámskyggni að ætla að þau 40% sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn hafi ekki eða geti ekki rumskað. Þekkingin, tilfinningin og ábyrgðin gagnvart landinu og lofthjúpnum takmarkast einfaldlega ekki við „hægri“ eða „vinstri“, ekki frekar en tilfinning fólks fyrir sínum nánustu. Það er líka afleitur og hættulegur misskiln- ingur að engar markaðslausnir séu til í um- hverfismálum. Það vill svo skemmtilega til að eitt af átrúnaðargoðum Hjörleifs, Al Gore, er nýbúinn að fá stærstu verslunarkeðju heims, Wal-Mart, til að gerast eins græn og vistvæn og nokkur verslunarkeðja getur orðið með tilheyr- andi kröfum gagnvart öllum birgjum og flutn- ingsaðilum. Fyrst hélt ég að þarna hefði vara- forsetinn fyrrverandi látið plata sig. En svo er ekki. Al Gore er ekkert fífl. Hann er hugumstór realpólitíkus sem kemst nokkuð langt þótt hann hafi enginn völd. Hann er nefnilega andstæða þess sem bar af honum sigurorð í forsetakosn- ingunum árið 2000. Sá virðist í ólæknandi þörf fyrir að eiga sér vel skilgreinda óvini og hugsa helst einvörðungu í svörtu og hvítu. Það er líka afleitur og hættulegur misskiln- ingur að svokallaðir hægrisinnaðir stjórnmála- menn séu upp til hópa afglapar í umhverfis- málum. Einn er fylkisstjóri í Kaliforníu, fimmta stærsta hagkerfi heimsins. Hann mun á næst- unni undirrita ströngustu mengunarlög í sögu Bandaríkjanna. Andstæðingar hans segja það sama um hann og vinstrigrænir um Illuga, að hugur fylgi ekki máli, hann sé aðeins að hugsa um næstu kosningar. Segjum að það sé satt. Þá þýðir það að maðurinn treystir sér ekki til að ganga gegn vilja sinna „hægrisinnuðu“ kjós- enda – sem að stórum hluta eru róttækir umhverfisverndarsinnar og repúblíkanar í þokkabót. Ég eftirlæt svo Hjörleifi, Kolbrúnu og öðrum vinstrigrænum að geta sér til um hvar í flokk Al Gore og Arnold Schwarzenegger myndu skipa sér væru þeir íslenskir ríkisborgarar. Og af ein- skærri tillitssemi – aðgát skal höfð! – fer ég ekki fram á að þau opinberi mér niðurstöðuna. Mér nægir að vita að ábyrgðarfullu umhverfis- verndarfólki muni vaxa ásmegin í Sjálfstæðis- flokknum einsog annarstaðar. Og þegar meiri- hlutinn þvælist of mikið fyrir því klífur það sig úr flokknum og myndar sinn eigin. Ókeypis til- lögu að nafni á hann er að finna í fyrirsögn þess- arar greinar. Hægri hreyfingin Eru hægrimenn almennt tilfinningasljóir, skammsýnir og ábyrgðarlausir og dæmdir til að vera það um aldir alda? Frjálslega farið um „Í umhverfismálum lendir nýfrjálshyggjan í augljósum ógöngum. Gamli frasinn um að einstaklingar og hópar fari alltaf vel með það sem þeir eigi stenst ekki.“ » Það er líka afleitur og hættulegur misskilningur að svokallaðir hægrisinnaðir stjórnmálamenn séu upp til hópa afglapar í umhverfis- málum. Einn er fylkisstjóri í Kaliforníu, fimmta stærsta hagkerfi heimsins. Morgunblaðið/ÞÖK Höfundur er rithöfundur. – fagurgrænt framboð 16 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.