Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2006, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2006, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 7 Malthus og þjóðarmorðið Tíundi kaflinn og upphafsþáttur þriðja hlutans er án efa dramatískasti þáttur bókarinnar. Þar færir Diamond rök fyrir því að jarðvegseyðing hafi átt hlut að máli í þeim mannlega harmleik sem þjóðarmorðið í Rúanda 1994 var. Hann leggur þó sérstaka áherslu á að jarðvegseyðing hafi ekki verið meginorsök þessa harmleiks heldur aðeins einn af mörgum þáttum. Til að styðja athugun sína minnir hann les- endur á breska hag- og lýðfræðinginn Thomas Malthus og tímamótaverk hans, An Essay on the Principle of Population, sem kom út árið 1798. Þar var sú kenning sett fram, að mann- fjöldinn myndi aukast hraðar en sem næmi aukningu í matvælaframleiðslu. Höfundur segir að þótt lönd á borð við Ítalíu og Japan, þar sem hægt hefur á fjölsfjölgun, og Kína, þar sem barneignir sæta takmörkunum, séu undantekningar frá reglu Malthus eigi þessi kenning hans ágætlega við Rúanda, íbúa- þéttleiki landsins sé þrefalt meiri en í fjölmenn- asta ríki álfunnar, Nígeríu. Deilur Tutsi- og Hutu-þjóðflokkanna í landinu allt frá sjálfstæði þess 1962 eru svo raktar og hvernig þessir at- burðir áttu sér flókna forsögu. Hér er ekki nokkur leið að endursegja þá sögu heldur er aðeins gripið niður í þá umfjöll- un hans er varðar landeyðingu og áhrif hennar á félagslegan óstöðugleika í landinu. Byggir á umfjöllun belgískra hagfræðinga Umfjöllun Diamonds um Rúanda er að stórum hluta byggð á rannsóknum belgísku hagfræð- inganna Catherine André og Jean-Phillipe Platteau á Kanama-samfélaginu, þar sem bjó nær eingöngu fólk af Hutu-þjóðflokkinum, í norðvestur Rúanda á árunum 1988 til 1993. Á því tímabili jókst íbúafjöldi svæðisins á hverja fermílu úr 1.740 árið 1988 í 2.040 árið 1993, sem er jafnvel hærra en íbúaþéttleiki í Bangladesh. Vegna þessarar fjölgunar átti ungt fólk erfitt með að yfirgefa heimahagana, eignast jörð og hefja búskap. Á sama tíma minnkaði meðalstærð bújarða úr 0,89 ekrum í 0,72 ekrur og fjöldi manna á heimili jókst úr 4,9 í 5,3. Landið hafi því ekki getað staðið undir fólksfjöldanum. Samhliða þessu jókst bilið á milli ríkra og fá- tækra. Þeir efnuðu áttu bú sem skiluðu auka- framleiðslu. Hana mátti selja til að afla fé til að kaupa land af bændum á smærri jörðum. Þetta þýddi að munurinn á milli ríkra og snauðra jókst jafnt og þétt. Þessar deilur eru sagðar hafa veikt samstöðu fólks á svæðinu og raskað þeirri hefð að ríkir landeigendur aðstoðuðu þá fátækari, því jafnvel þeir hafi ekki verið aflögufærir. Þá hafi skort- urinn leitt til örvæntingar og neytt fátæk ung- menni til að skrá sig í hersveitir. Svo er vitnað í þau orð André og Platteau að „atburðirnir 1994 hafi veitt einstakt tækifæri til að jafna metin“, eða til að „endurúthluta jarðeignum“. Alls eru 5,4 prósent íbúa Kanama-samfélags- ins sögð hafa látist í þjóðarmorðinu 1994, miðað við 11 prósent Rúanda-manna á landsvísu. Því megi færa rök fyrir því, að landeyðing hafi leitt til óstöðugleika, þó ekki með sama hætti og deilur þjóðflokkanna tveggja, Hutu og Tutsi. Þekktu ekki náttúru Ástralíu Nútímasamfélögin Ástralía og Kína eru næstu viðfangsefni Diamonds, sem telur vandamál þeirra á sviði umhverfismála lýsandi fyrir meg- inþráð bókar sinnar. Líkt og á Íslandi hafi (einkum breskir) land- nemar í Ástralíu gert sér litla grein fyrir að- stæðum þegar þeir hófu búskap með evrópsku sniði. Þeir þekktu ekki ólík úrkomumynstur, höfðu litla sem enga þekkingu á samsetningu jarðvegsins, sem var snauður af næring- arefnum. Þá sáu þeir ekki fyrir afleiðingar þess að flytja inn dýr, á borð við refi, kameldýr og kanínur, sem hafi valdið spjöllum á náttúru landsins sem árlega kosti hundruð milljarða króna að glíma við. Kína er svo viðfangsefni tólfta kafla þriðja hlutans, en umgengni risans í austri við náttúr- una er sögð uppfylla skilyrði allra þeirra fimm þátta er vikið var að hér að ofan. Þremur af hverjum fjórum vötnum í Kína er lýst sem menguðum og fullyrt að aðeins 20 pró- sent vatns frá heimilum sé meðhöndlað, sam- anborið við 80 prósent í þróuðum löndum. Þá segir höfundur að rekja megi 300.000 dauðsföll á ári og 54 milljarða dollara útgjöld til heilbrigðismála til loftmengunar. Til sam- anburðar segir hann 130.000 manns deyja ár- lega í Bandaríkjunum af sömu sökum, að við- bættum þeim mikla kostnaði sem fellur á heilbrigðiskerfið vegna mengunar. Af hverju gera samfélög afdrifarík mistök? Þeir lesendur sem brjótast í gegnum hina víð- feðmu samantekt fyrstu þrettán kafla bók- arinnar fá umbun erfiðis síns, því í fjórða hlut- anum eru settar fram einkar frumlegar og áhugaverðar tilgátur um af hverju samfélög geri mistök. Diamond nefnir mistök við að greina vanda- mál áður en þau koma upp, með dæmi af flutn- ingi kanína til Ástralíu með stórskaðlegum áhrifum á lífríki og gróðurfar landsins. Þá er minnt á þá staðreynd að samfélög geti verið fljót að gleyma. Olíukreppan árið 1973 sé gott dæmi, sparneytnir bílar hafi þá komist í tísku en eftir að verðið lækkaði urðu eyðslu- frekari farartæki aftur vinsæl. Í þriðja lagi er bent á þau alvarlegu mistök að gera rangan samanburð við greiningu á vandamálum, að fyrri reynsla sé notuð í nýju umhverfi jafnvel þótt hún reynist röng. Til að mynda héldu Íslendingar að reynsla frá Bretlandi og Noregi hvað snertir land- notkun myndi nýtast þeim hér. Annað hafi komið á daginn. Nýrra dæmi, Magintolínan, sem Frakkar byggðu eftir fyrri heimsstyrjöld- ina til að koma í veg fyrir innrás Þjóðverja, hafi ekki nýst eftir að tækniframfarir breyttu hern- aði. Mútað með vændiskonum Diamond nefnir ennfremur svokallað „land- kosta minnisleysi“. Þetta fyrirbæri segir hann hættulegt og að fólki taki oft ekki eftir hægfara breytingum, það gleymir hvernig hlutirnir voru áður. Hann fjallar og um rökrétta hegðun ein- staklinga sem komast að niðurstöðum um að- gerðir sem kunna að skaða aðra. Þá bendir hann á að beinir hagsmunir þeirra sem t.a.m. eru andvígir óábyrgum námurekstri séu svo smáir í samanburði við hagsmuni ein- staklinga sem hafi beinan hag af rekstrinum, að þeir séu ólíklegir til að rísa upp og sýna and- stöðu sína. Eins og vikið var að í inngangi tekur Dia- mond hvorki afstöðu með eða á móti kapítal- ismanum. Þetta kemur glöggt fram í fimm- tánda kafla bókarinnar, þar sem fjallað er um árekstra fyrirtækja og umhverfisins. Fyrirtæki sem stunda óábyrgt skógarhögg fá á baukinn og er þar kveðið nokkuð fast að orði. Þannig eru stórfyrirtæki í timburiðn- aðinum sögð múta þorpshöfðingjum í Indóne- síu með fé, áfengi og vændiskonum. Til að setja þetta í samhengi er fullyrt að 70 prósent af skógarhöggi í Indónesíu megi rekja til ólög- legrar vinnslu sem kosti stjórnvöld í Jakarta milljarð dollara á ári í tapaðar skatt- og leigu- tekjur. Stífludæmið lýsandi Myndlíkingum er líka beitt í umræðunum um af hverju samfélög geri mistök. Hann tekur dæmi af þröngum dal fyrir neðan stíflu. Brysti stíflan yrði flóðið svo mikið að fólk neðarlega í dalnum myndi drukkna. Vegna eðlis hættunnar minnka áhyggjur íbúanna eftir því sem þeir eru fjær stíflunni. Þetta virkar þó aðeins upp að ákveðnum punkti ofarlega í dalnum þar sem áhyggjur af því að stíflan bresti verða skyndilega hverfandi. Og hver er ástæðan? Jú, þeir sem búa næst stíflunni og myndu örugglega drukkna brystu veggir hennar bregðast sálfræðilega við með því að neita að viðurkenna hættuna. Ástæðurnar fyrir bjartsýni Eftir allar þessar hrakfarir er ekki vanþörf á að glæða von í hugum lesenda Collapse. Diamond nefnir þannig í lokin nokkrar ástæður til bjart- sýni, vandamál mannkynsins á sviði umhverf- ismála séu ekki óleysanleg og boðskapur um- hverfisverndarsinna hafi náð mikilli útbreiðslu. Þá hafi margar ríkisstjórnir stigið vel heppn- uð skref á sviði umhverfisverndar, með dæmi af Malasíu, Taílandi og Singapúr. Enn fremur hafi samfélögum tekist að taka erfiðar ákvarðanir með hagsmuni umhverfisins í huga, sem á margan hátt gengu gegn ríkjandi gildismati. Að lokum geri alþjóðavæðingin samfélögum kleift að miðla þekkingu sinni hvert til annars, heim- urinn sé það sem við gerum úr honum. Ljósmynd/Andrés Arnalds Sandfok Unnið er að uppgræðslu þessa sandfoksgeira austan Mývatns. Svona eyðing útskýrir hvers vegna sérfræðingar í landkostum taka Ísland gjarnan sem dæmi um gríðarlegt rof á gróðurhulunni. Einhverra hluta vegna hefur þessi málaflokkur fallið algerlega í skuggann af mótmælum gegn stóriðjuáformum ríkisstjórnarinnar. »Einhverra hluta vegna hef- ur þessi málaflokkur fallið algerlega í skuggann af mót- mælum gegn stóriðjuáformum ríkisstjórnarinnar. HÖRÐUR Sigurbjarnarson er framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Norð- ursiglingar í Húsavík og meðlimur í náttúruverndarsamtökunum Húsgull, en samtökin hafa átt samstarf við Landgræðslu og Skógrækt ríkisins í áraraðir. Hörður þekkir vel til umfjöllunar Collapse um Ísland og Grænland, sem hann segir orð í tíma töluð. „Ég held að niðurstaða Diamonds sé hárrétt. Uppgröftur á Grænlandi hefur stutt hana. Landnemar á Grænlandi fluttu inn menningu sína og húsdýr. Grasbítar ollu mikl- um skaða. Það má leiða að því líkur að kindakjötsframleiðsla hafi umtalsvert meiri um- hverfisáhrif en önnur kjötframleiðsla sem byggist á beit. Það að hún skyldi hafa verið svona mikilvæg í Grænlendi tel ég hafa riðið baggamuninn. Hún rústaði vistkerfi lands- ins.“ Hörður telur ritun Collapse ótrúlegt afrek, höfundur komi svo víða við í umfjöllun sinni. Hörður er sammála því mati hans að landeyðing á Íslandi hafi verið stórkostleg og er ekki í vafa um að stefna íslenskra stjórnvalda í landbúnaðarmálum, áratugina eft- ir aðgerðir Jónasar frá Hriflu til að efla sveitirnar á kostnað þéttbýlismyndunar á þriðja áratugnum, hafi haft sitt að segja. Hann segir Íslendinga verða að draga þann lærdóm af Collapse að nota eingöngu heilgróin svæði til beitar. „Jónasartímabilið hélt áfram út 20. öldina. Hann kom á styrkjakerfi sem hlóð upp á sig alla síðustu öld. Þá hefur sérfræðingakerfi landbúnaðarins verið ríkisrekið. Þaðan koma mönnum faglegu ráðleggingarnar. Landnýting sem fræðigrein komst ekki á dag- skrá fyrr en við lok aldarinnar. Landgræðslan hefur ennfremur ekki þann lagagrunn sem hún þarf til að stuðla að eðlilegri landnýtingu sem ásættanleg er. Það verður að koma til alveg nýtt skipulag og nýtt landmat, þar sem ásættanlegt er að beita búfénaði. Hrunið hefur átt sér stað hérna. Við höfum bara snúið okkur að öðr- um auðlindum. Hrun vistkerfisins á Íslandi er orðið staðreynd og það er lærdómurinn sem við eigum að draga af þessu. Við erum ennþá á hirðingjastigi. Það er ekki í lagi að beita fé á hálendisbrúninni þar sem landeyðing er mikil. Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru dæmi um slíkt.“ Þarf að koma til nýtt landmat RATTAN Lal er einn helsti sérfræðingur heims í samspili landkosta og loftslagsbreyt- inga. Hann kom til Íslands í maímánuði í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Ís- lands, til að halda fyrirlestra um fræði sín í fyrirlestraröðinni Nýir Straumar og til að kynna sér jarðvegseyðingu með sérfræðingum á Íslandi. Við það tilefni hitti blaðamaður Lal að máli á Laufásveginum og komst að því að hann væri ekki í nokkrum vafa um að aðstæðum hér svipaði um margt til eyðimarka Afríku, ofbeit og önnur ofnýting náttúrunnar í samspili við fleiri samverkandi þætti hefði vald- ið líkum skaða hér á landi og víðar í heiminum. Um þetta eru þeir Diamond sammála. Þegar talið berst að Collapse sagði Lal þá meginhugmynd bókarinnar, að eyðing landkosta hafi átt þátt í hnignun samfélaga, hafa verið setta fram áður. Máli sínu til stuðnings benti hann á bók sína Soil Erosion in the Tropics, eða Jarðvegseyðing í hita- beltinu, sem kom út árið 1990, en þar er fjallað um forn stórveldi er riðuðu til falls eftir að hafa spillt umhverfi sínu. Þar færir Lal rök fyrir því, að jarðvegseyðing sé ekki nýtt vandamál: þetta ferli hafi byrjað þegar mannkynið komst á akuryrkjustigið, eða þegar byrjað var að yrkja land fyrir stöðuga og meiriháttar akuryrkju. Við þetta skref byrjaði maðurinn að fjarlægja smátt og smátt gróðurhuluna af landinu til að rækta plöntur til manneldis í opnum jarð- vegi sem hafði verið raskað. Jarðvegseyðing gríðarleg Í áðurnefndri bók Lals er því einnig haldið fram að jarðvegseyðing og önnur eyðing gróðurlendis hafi síðasta árþúsund eytt jafn miklu landi og nú er í ræktun. Í fyrirlestri um þessi mál árið 2002 sagði vísindamaðurinn Lester R. Brown, forseti Earth Policy Institute í Washington, ennfremur að á síðasta áratug hefðu 250 vísindamenn frá 21 ólíku vistsvæði komist að þeirri niðurstöðu að landkostum tveggja milljarða hektara lands, þar með talið ræktarland, beitarland og skóglendi, hefði verið spillt með ein- hverjum hætti. Til samanburðar er allt flatarmál Ísland um 10 milljónir hektarar lands og þekur skógarhula eyjarinnar aðeins eitt prósent af því flatarmáli. Lal talar enga tæpitungu í bókinni og segir þessa þróun gríðarlega áskorun fyrir mannkynið. Ágætt dæmi er, að UNCCD, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem starfar gegn jarðvegs- eyðingu, áætlar að um 24 milljarðar tonna af jarðvegi fjúki eða berist í burtu með vatni árlega. Þetta þýðir að á heimsvísu er jarðvegur að glatast um 16 sinnum hraðar en hann myndast. Mikil áskorun fyrir mannkynið ANDRÉS Arnalds, fagstjóri hjá Landgræðslu ríkisins, tekur undir þann meginboðskap Collapse, að landeyðing hafi átt mikinn eða stóran þátt í hnignun samfélaga. Andrés er einnig sammála Diamond um að evrópskir landnemar í Ástralíu hafi gert svipuð mistök og landnemar á Íslandi mörgum öldum áður. „Inntakið í þessu samhengi má vera okkur Íslendingum til umhugsunar. Það liðu að- eins 18 ár frá því fyrstu landnemarnir komu til Ástralíu árið 1788 með sínar 29 kindur, 7 nautgripi og 19 geitur, þar til bóndi skrifaði stjórninni og lýsti því hvernig jarðvegs- eyðing væri að breyta víðáttumiklum gróðurlendum í auðn. Með sama hætti varð gróðurþekja Íslands fyrir geigvænlegu álagi strax við upphaf Íslandsbyggðar, þegar landnemar brenndu skóga til að rýma fyrir ökrum og beit- arlandi. Þeir voru einnig vanir þeirri ræktunaraðferð frá Skandinavíu, að brenna skóg til að setja næringarefnin sem voru bundin í viðnum í hringrás. Þar óx skógurinn ætíð upp aftur en hér á landi var vistkerfið viðkvæmara og búfjár- beitin sá til þess að skógarnir náðu ekki að endurnýja sig. Þegar sá skjöldur var rofinn sem veitt hafði viðkvæmum jarðvegi nauðsynlega vörn hófst þessi skefjalausi upp- blástur sem rústað hefur stórum hluta af vistkerfum Íslands.“ Svipuð mistök í Ástralíu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.