Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2006, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2006, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Fyrirtækið Newmarket Films,sem sér um dreifingu á gervi- heimildarmyndinni Death of a Presi- dent, eða Dauði forseta, glímir nú við stórar kvikmyndahúsakeðjur í Bandaríkjunum sem neita að sýna myndina. Í mynd- inni er fjallað um morð á George W. Bush Banda- ríkjaforseta árið 2007 og er þar blandað saman raunverulegu fréttaefni og til- búnu. Talsmenn fyrirtækisins segja um- fjöllunarefnið vissulega eldfimt en efnistökin séu að mörgu leyti Bush í vil og hreint ekki sé verið að hvetja til aftöku á forsetanum. Fyrirtækið stefnir á frumsýningu myndarinnar í Bandaríkjunum hinn 27. október nk. Stærsta kvikmyndahúsakeðja Bandaríkjanna, Regal Entertain- ment Group, ætlar ekki að sýna myndina þar sem yfirmönnum henn- ar þykir efni hennar ósmekklegt. Þá ætlar Cinemark USA-keðjan ekki heldur að sýna hana og fyrirtækið National Amusements hefur ekki enn ákveðið hvort það ætlar að sýna hana í sínum kvikmyndahúsum. Leikstjóra myndarinnar, Gabriel Range, var hótað lífláti fyrir frum- sýningu hennar í Toronto í Kanada.    Breski leikarinn Stephen Fry,sem er mörgum kunnur sem brytinn Jeeves í þáttunum um Jee- ves og Wooster, greindi frá því fyrir helgi að hann væri hættur sem kynnir Bafta-kvikmyndahátíð- arinnar, en hann hefur gegnt því hlutverki síðastliðin sex ár. „Þetta hafa verið frábær sex ár og ég hlakka til að horfa á hana án þess að vera taugatrekktur í framtíðinni,“ sagði hann. Bafta leitar nú að nýjum kynni og frétt- ir herma að Bretinn Jonathan Ross sé sestur að samningaborðinu. Fry hefur vissulega sett mark sitt á kynningar hátíðarinnar, eins og þeir sem séð hafa geta borið vitni um. Hann kynnir hvern á svið með eins elskulegum orðum og honum er unnt, svo mikið er hólið að fólk hefur mætt blóðrjótt á svið.    Myndin Marie Antoinette fékkheldur slaka dóma gagnrýn- enda á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem fram fór í vor. Leikkonan Kirsten Dunst, sem fer með tiltilhlut- verk mynd- arinnar, kippti sér að sögn lítið upp við hina slæmu dóma og sagðist skilja þá vel. „Ég tók þetta ekki nærri mér,“ sagði Dunst í viðtali á dögunum. „Hvernig heldurðu að okkur liði að horfa á franska mynd með frönskum leik- urum um ævi og störf Georges Washingtons?“ Myndin, sem er í leikstjórn Sofiu Coppola, segir eins og nafnið gefur til kynna sögu Marie Antoinette, austurrísku hefðardömunnar sem er fjórtán ára gömul látin giftast Lúð- víki sextánda, erfingja frönsku krún- unnar. Dunst leikur sem fyrr segir Marie Antionette, en hún fór einnig með aðalhlutverk í mynd Coppola, The Virgin Suicides. Jason Schwartzman (Rushmore) fer með hlutverk Lúðvíks sextánda. KVIKMYNDIR Kirsten Dunst Stephen Fry George W. Bush Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík(RIFF) markar sér þá sérstöðu í sam-burði við aðrar kvikmyndahátíðir semhaldnar eru eða hafa verið haldnar hér á landi að geta talist alþjóðleg kvikmyndahátíð eins og það hugtak er almennt skilið í kvik- myndaheiminum. Margt má nefna sem dæmi um það hversu hátt markið er sett með hátíðinni í ár en ber þar kannski hæst sú mikla fjölbreytni sem einkennir dagskrána og heimsóknir fjölda leikstjóra og listamanna. Þá verður einnig að nefna tengda listaviðburði, málþing og námskeið, og síðast en ekki síst þau tengsl við hina nýju kvikmynda- fræðideild í Háskóla Íslands sem hátíðin hefur lagt rækt við með ýmiskonar samstarfi. Hlutverk kvikmyndahátíða er nefnilega ekki aðeins að sýna myndir, heldur einnig að miðla þeim og setja þær í ákveðið samhengi. Tvennt er það þó sem gerir það að verkum að RIFF greinir sig skýrt frá öðrum stórum hátíð- um sem haldnar hafa verið hér á landi hingað til. Annars vegar er lögð áhersla á að sýna myndir sem eru að koma fram í dagsljósið og hefja veg- ferð sína um kerfi alþjóðlegra kvikmyndahátíða og síðan dreifingar ef vel tekst til. Þannig er alla- jafna ekki um að ræða myndir sem eru komnar í almennar sýningar í „listabíógeiranum“ víða er- lends, eða eru e.t.v. líkt og tilfellið var t.d. með margar myndir af Iceland Film Festival sem voru um það bil að koma út, eða jafnvel þegar komnar út á DVD á Bandaríkja- og/eða Evr- ópumarkaði. Með því að leggja áherslu á grasrótina í óháðri kvikmyndagerð og nýjar myndir eftir áhugavert listafólk hvaðanæva úr heiminum, og halda vinnustofur og málþing í kringum dagskrána, skapar kvikmyndahátíðin sér aðdráttarafl fyrir kvikmyndaáhugafólk, fjölmiðlafólk og fagfólk úr kvikmyndabransanum til að kynna sér nýjustu stefnur og strauma með því að koma á hátíðina. Það er í þessu atriði sem vaxtarmöguleikar hátíð- arinnar felast, því um leið og gestafjöldinn eykst, margfaldast ávinningurinn fyrir íslenska kvik- myndamenningu og fyrir þær þjónustutekjur og það menningarlega auðmagn sem af slíkum við- burði hlýst. Hér má vitanlega ekki gleyma að Kvik- myndahátíð í Reykjavík, sem var haldin í fyrsta skipti árið 1978, var metnaðarfull tilraun til að auðga kvikmyndaflóruna hér á landi, og fá er- lenda leikstjóra og listamenn til landsins í tengslum við hátíðina. Engu að síður var sú hátíð kannski fyrst og fremst fyrir íslenska áhorfendur og hugsuð til þess að auðga fjölbreytni í kvik- myndaúrvali hér á landi, en hafði ekki vægi sem viðburður sem dró að fagfólk erlendis frá eða var einhvers konar suðupottur þar sem fólk fékk tækifæri til að sjá snemma, jafnvel í fyrsta sinn, kvikmyndir sem áttu eftir að verða áberandi á al- þjóðlega hátíðarvettvanginum það árið. Þá féll Kvikmyndahátíð í Reykjavík allt of fljótt í það far að sýna myndir úr fórum kvikmyndahúsanna og glata þannig sérstöðu sinni og sjálfstæði. Það er án efa ekki síst að þakka aðkomu er- lends dagskrárstjóra, Dimitri Eipides, að hátíðin skartar myndum sem eru „heitar“ á hátíðarúnt- inum og eru sýndar hér fyrr eða um svipað leyti og þær dúkka upp á stórum og eftirsóttum hátíð- um víða um heim. Dimitri Eipides hefur áralanga reynslu af störfum í skipulagningu kvik- myndahátíða og tilheyrir stétt atvinnudagskrár- stjóra sem ferðast um stærstu og áhugaverðustu kvikmyndahátíðir heims árið um kring og eru í beinni tengingu við þá strauma og stefnur sem þar eru kynntar. Spennandi verður að sjá hvort hátíðinni mun vaxa svo mjög fiskur um hrygg að hún hafi mögu- leika á að verða að tilfinnanlegri stærð í hinu þéttsetna kerfi alþjóðlegra kvikmyndahátíða sem mótar kvikmyndalandslagið á ári hverju. Alþjóðleg kvikmyndahátíð SJÓNARHORN » Það er án efa ekki síst að þakka aðkomu erlends dagskrárstjóra, Dimitri Eipides, að hátíðin skartar myndum sem eru „heitar“ á hátíðarúntinum og eru sýndar hér fyrr eða um svipað leyti og þær dúkka upp á stórum og eftirsóttum hátíðum víða um heim. Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu T he Road to Guantanamo er e.t.v. best lýst sem sviðsettri heimildarmynd en í raun er erfitt að binda eðli henn- ar við ákveðin tegundarheiti því miklum frumleika er beitt við gerð myndarinnar sem og fjölmörgum ólíkum aðferðum. Nefna má að í myndinni eru m.a. notuð sviðsett atriði, viðtöl, fréttamyndir og narra- tívísk brögð eins og endurlit. Útkoman er óvenju- leg blanda raunsæis og tilbúnings en segja má að þannig sverji myndin sig í ætt við aðrar nýlegar myndir Winterbottoms á borð við 24 Hour Party People og In This World en svipuðum afbyggjandi aðferðum er beitt þar. Myndin lýsir dvöl hinna svokölluðu „Tipton- þrímenninga“, en þar er átt við þrjá unga breska karlmenn sem kenndir eru við borgina í Mið- Englandi þar sem þeir ólust upp, í fangabúðunum alræmdu á Kúbu en þar og í öðrum fangelsum dvöldust þeir í tæp þrjú ár. Á þessum tíma máttu vinirnir þrír þola mikið harðræði en á meðan þeir voru á Kúbu má segja að þeir hafi verið staddir á allsérkennilegu svæði og óhugnanlegu, handan alls þess sem við stundum freistumst til að kenna við sjálfsögð réttindi hér á Vesturlöndum. Guant- anamo-búðirnar eru ókennilegt og lagalaust rými þar sem fangar á bak við gaddavírsgirðingar hafa glatað öllum mannréttindum. Bandaríkjamenn ákváðu á sínum tíma að fangabúðirnar skyldu hvorki þurfa að hlýða almennum og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum né landslögum, hér er því um að ræða svarthol innan hersins sem fólk hverf- ur ofaní eftir hentisemi og duttlungum forsetans, og hafa búðirnar og bandaríska ríkisstjórnin því skiljanlega verið gagnrýndar harðlega af alþjóða- samfélaginu sem og innanlands vegna þessa máls. Winterbottom og Whitecross taka eindregna af- stöðu gegn tilvist búðanna og má segja að réttlát vandlæting og reiði þeirra drepi af myndinni allri. Auglýsingaskrum í Guantanamo Fleyg eru orð Colleen Graffy, háttsetts embættis- manns í ríkisstjórn Bush, að sjálfsmorð þriggja fanga í Guantanamo-búðunum í júnímánuði nú í sumar hafi verið „gott auglýsingatrikk“. Orð þessi eru í senn dæmalaus vitnisburður um þá afneitun og hroka sem einkennir Bandaríkjastjórn í „stríð- inu“ gegn hryðjuverkum og lúaleg tilraun til að gera lítið úr þeim þjáningum sem fangar í búð- unum líða á degi hverjum. Eitt af því sem verður að teljast athyglisvert við kvikmynd Winterbottoms og Whitecross er einmitt sú tilraun kvikmynda- gerðarmannanna til að svipta hulunni af fangabúð- um sem mikið er talað um en eru þó starfræktar í leyni, fjarri sjónum almennings og eftirlitsaðila. Fyrir marga munu raunsannar lýsingar kvikmynd- arinnar á lífinu í fangabúðunum á Kúbu reynast óþægileg upplifun. Þá ætti myndin ekki síst að vera Íslendingum umhugsunarefni þar sem við skrif- uðum okkur jú inn í hryðjuverkastríðið með Bandaríkjamönnum og því væri það tvískinningur að halda að það sem myndin sýnir komi okkur ekk- ert við, eða að við berum enga ábyrgð. Það heyrir vonandi fortíðinni til að myndir sem þessi séu kallaðar and-amerískar. Gagnrýni þess- arar myndar beinist að stofnunum og ákveðnum ráðamönnum en það er jafnljóst, og fullkomlega skiljanlegt, að í augum þeirra sem upplifðu at- burðina sé málið persónulegt. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í vikunni þar sem Davíð Logi Sig- urðsson tók viðtal við tvo af „Tipton-þrímenning- unum“, en þeir eru staddir hér á landi á vegum RIFF og hafa komið fram bæði í fjölmiðlum og þeim sýningum sem verið hafa á myndinni. Þetta eru þeir Ruhal Ahmed og Asif Iqbal (sá þriðji, Sha- fiq Rasul, kom ekki til landsins) en þegar Davíð Logi spyr þá um tilfinningar þeirra í garð Bush Bandaríkjaforseta er svarað tæpitungulaust. „Bush er hinn eiginlegi hryðjuverkamaður. Ég hata Bush. Ef ég rækist á hann myndi ég berja hann til óbóta og ekki hætta,“ sagði Ruhal Ahmed. Eftir að hafa séð myndina, og fylgst með áralangri reynslu Ahmeds og annarra í fangabúðum þar sem pyntingar voru daglegt brauð, fólki var haldið án þess að það gæti ráðfært sig við lögfræðinga, talað við fjölskyldu sína eða yfirleitt vitað fyrir hvað það var ákært, koma þessi viðbrögð svo sem ekkert á óvart. Viðtökurnar í Bandaríkjunum Á sýningunni sem ég var viðstaddur í Tjarnarbíói voru félagarnir tveir töluvert spurðir hvernig sam- bandi þeirra við Bandaríkin væri háttað í dag og hvernig viðtökur myndin hefði hlotið þar í landi, hvort myndin hefði yfirleitt verið tekin til sýninga. Á sviðinu í Tjarnarbíói voru þeir ekki jafnberorðir og í Morgunblaðsviðtalinu sem vitnað er í hér að of- an varðandi eigin skoðanir á bandarískum embætt- ismönnum og tjáðu sig svo sem heldur ekki ýkja mikið um viðtökur myndarinnar vestanhafs, annað en að segja að jú, hún væri sýnd í kvikmynda- húsum þar í landi. Þetta fannst mér samt athygl- isverð spurning og eftir dálitla rannsóknarvinnu finnst mér ég hafa öðlast yfirsýn yfir viðbrögð bandarískra kvikmyndagagnrýnenda við mynd- inni. Þeir kvikmyndagagnrýnendur sem skrifa fyr- ir stærstu prentfjölmiðlanna þar í landi, þ.á m. New York Times, Los Angeles Times, Washington Post, Boston Globe o.s.frv., gefa myndinni allir af- skaplega lofsamlega dóma. Nefna má sem dæmi að A.O. Scott, einn af aðalgagnrýnendum NY Times, lætur þetta vera lokaorðin í umfjöllun sinni: „En það sem kannski er óhugnanlegast við myndina er að fyrir alltof marga, bæði hér á landi og annars staðar, hefur hún þegar tapað slagkrafti sínum.“ Í jaðarfjölmiðlum, allt frá Village Voice til Film Threat, fékk myndin sömuleiðis góða dóma, enda þótt fáir héldu því fram að hún væri gallalaus, en það var frekar í meira lókal fjölmiðlum, svo sem Lincoln Journal Star, sem myndin kallaði fram nei- kvæð viðbrögð og hún var ásökuð um áróður og lygar. Þessi minni dagblöð voru gjarnan í mið- vestrinu eða suðrinu. Það sem stendur upp úr, eftir að nokkrir tugir bandarískra kvikmyndadóma hafa verið lesnir, er hversu margir mæla með myndinni með þeim orðum að það sé hollt og upplýsandi fyrir fólk að sjá myndina. Í þessu samhengi mætti því kannski taka undir orð Colleen Graffy og segja að myndin sé einmitt góð fjölmiðlakynning fyrir þá sem enn hírast í fangabúðunum á Kúbu. Fangabúðirnar á Kúbu Sú kvikmynd sem einna mesta athygli hefur hlotið á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík (RIFF) er vafalaust The Road to Gu- antanamo í leikstjórn Michaels Winterbottoms og Mats Whitecross. Leiðin til Guantanamo „Það heyrir vonandi fortíðinni til að myndir sem þessi séu kallaðar and- amerískar,“ segir í greininni um The Road to Guantanamo eftir Winterbottom og Whitecross.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.