Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2006, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Sýndar- barnið Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is Einn af þeim fjölmörgu viðburðumsem efnt hefur verið til að und-anförnu í tengslum við Alþjóðlegukvikmyndahátíðina í Reykjavík er stofnun Íslandsdeildar samtakanna Konur í kvikmyndum og sjónvarpi, eða Women in Film and Television (WIFT) eins og þau nefnast á ensku. Um er að ræða alþjóðleg samtök sem starfa þegar í um fjörutíu löndum og telja rúm- lega tíu þúsund meðlimi. Samtök á borð við WIFT vinna mikilvægt starf í því umhverfi sem blasir við konum í kvikmynda- og sjónvarpsiðn- aðinum nú sem fyrr, en markmið þeirra er ekki síst það að fjölga konum í áhrifastöðum og svo- kölluðum tæknistörfum í kvikmyndaiðnaðinum, s.s. í leikstjórn, kvikmyndtöku og klippingu en einnig í handritaskrifum og framleiðslu. Eins og málin standa nú eru konur í miklum minni- hluta í þessum stöðum og fá sjaldnar fjármagn til þess að búa til kvikmyndir innan vébanda kvikmyndaiðnaðar í hverju landi fyrir sig, svo ekki sé minnst á Hollywood. Þessa sér greini- lega stað í kvikmyndaflórunni sem er fyrir aug- um okkar frá degi til dags, þar sem meg- instraumskvikmyndir og margar aðrar fjalla í flestum tilfellum um sögupersónur sem eru karlmenn, á meðan konum er hliðrað og þær iðulega settar fram í stöðluðum kynja- hlutverkum, eða sem kynferðislegar skraut- fjaðrir. Dálkahöfundurinn Natasha Walter skrifaði grein í breska dagblaðið The Guardian fyrir skemmstu þar sem hún segir kvikmyndaheim- inn eitt rammasta karlavígið í listaheiminum og þótt víðar væri leitað. Þannig sé að jafnaði ein- göngu 7% þeirra leiknu kvikmynda sem mest fjármagn hafa og hæst ber í kvikmyndahús- unum á Vesturlöndum leikstýrt af konum. Hún bendir á að auðvelt sé að ýta þeirri staðreynd frá sér með því að benda á nokkrar konur sem hafi notið velgengni að undanförnu, s.s. Sofiu Coppola (sem varð fyrst kvenna til þess að hljóta Óskarsverðlaun sem besti leikstjóri árið 2004) og íranska kvikmyndagerðarmanninn Samiru Makhmalbaf, en þegar nánar sé að gáð hafi þessar fáu konur í mörgum tilfellum hlotið meðbyr vegna fjölskyldutengsla við valdamikla karlmenn í kvikmyndaiðnaðinum. Væri Sofia Coppola t.d. ekki dóttir Francis Ford Coppola er ekki víst að hún hefði yfirleitt náð að koma sér á framfæri eða afla fjármagns til þess að sanna og sýna hæfileika sína. Greinarhöfundur Guardian líkir ástandinu í kvikmyndaheiminum á 21. öldinni við það sem gekk og gerðist í mál- aralistinni á 18. öld, þar sem karlar réðu alger- lega ríkjum en þær fáu konur sem tókst að skapa sér þar nafn voru í flestum tilfellum skyldar eða tengdar þekktum málurum og fengu þannig aðgang að tengslaneti sem var öðrum hæfileikakonum lokað. Með því að fjölga konum í áhrifa- og tækni- störfum í kvikmyndaiðnaðinum eykst að sama skapi fjöldi og fjölbreytni kven- hlutverka í kvikmyndum, eins og Martha Lau- zen, prófessor í fjölmiðlafræði við Ríkisháskól- ann í San Diego í Bandaríkjunum, hefur sýnt fram á í rannsóknum sem hún hefur gert í rúm- an áratug á hlut kvenna við gerð 250 tekju- hæstu kvikmyndanna í Bandaríkjunum. Lau- zen gefur árlega út skýrslu um stöðu mála, sem kennd er við „The Celluloid Ceiling“ eða „filmu- þakið“, en upplýsingar um niðurstöður hennar er m.a. að finna á vefslóðinni moviesbywomen- .com. Í skýrslunni fyrir árið 2005 kemur t.d. í ljós að hlutfall kvenna í leikstjórn, kvikmynda- töku, klippingu, handritsskrifum og fram- kvæmdastjórn í topp 250-myndunum stendur í stað frá því sem það var árið 1998, er s.s. 17%, og hefur farið minnkandi í stað þess að aukast í sögulegu samhengi, þó svo að konum hafi verið að fjölga í stöðum framleiðenda. Þegar litið er yfir stöðuna sem blasir við hér á landi er ljóst að ástandið er ekki miklu betra hér. Þannig benti Elísabet Ronaldsdóttir, einn stjórnenda hinna nýju samtaka WIFT á Ís- landi, á að sjöttu hverri íslensku bíómynd og enn færri heimildarmyndum væri leikstýrt af konum og að hlutfallið væri sömuleiðis lágt þeg- ar kæmi að öðrum listrænum stjórnunar- störfum innan fagsins. Ein af þeim aðferðum sem samtökin leggja áherslu á er að byggja upp og styrkja tengslanet kvenna í iðnaðinum, þar sem ljóst er af ofangreindum tölum að konur fá síður tækifæri og aðgang að fjármagni en karl- arnir. Sem dæmi má t.d. spyrja hvers vegna kvikmyndaleikstjóranum Kristínu Jóhann- esdóttur, sem skipaði sér í röð áhugaverðustu leikstjóra sinnar kynslóðar með hinni metn- aðarfullu kvikmynd Svo á jörðu sem á himni ár- ið 1992, hefur ekki tekist, þrátt fyrir tilraunir, að fá fjármagn og stuðning til að halda áfram að gera kvikmyndir. Það er vel við hæfi að tengja stofnun WIFT á Íslandi við Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, þar sem kvikmyndahátíðir ættu um- fram annað að vera sá vettvangur sem leitast við að koma konum á framfæri og veita áhug- verðum kvikmyndagerðarkonum þá athygli sem þær eiga skilið. Raunin er þó allt önnur þegar litið er til helstu og áhrifamestu kvik- myndahátíða í heiminum, sem eru álíka mikil karlavígi og Hollywood. Á hátíðum á borð við þær sem haldnar eru í Cannes, Berlín og Sund- ance er einblínt á kvikmyndagerð karla, og eru myndir þeirra nær einráðar í stóru verðlauna- og heiðursflokkunum. Við dagskrárgerðina er frekar sóst eftir kvikmyndum karlleikstjóra, sem þykja vænlegri til velgengni, m.a. vegna þeirrar hörðu samkeppni sem ríkir milli stórra kvikmyndahátíða í heiminum. Það hefur því komið í hlut sérstakra kvennakvikmyndahátíða að vinna að framgangi kvenna í óháðri og svo- kallaðri listrænni kvikmyndagerð, sem verður að teljast þversögn í starfi kvikmyndahátíða sem eiga að stuðla að fjölbreytni og vera opinn og víðsýnn vettvangur. Týndar „Væri Sofia Coppola t.d. ekki dóttir Francis Ford Coppola er ekki víst að hún hefði yfirleitt náð að koma sér á framfæri eða afla fjár- magns til þess að sanna og sýna hæfileika sína,“ segir greinarhöfundur. Myndin er úr Lost in Translation eftir Sofiu Coppola. Kvikmyndir og konur »Ein af þeim aðferðum sem samtökin leggja áherslu á er að byggja upp og styrkja tengslanet kvenna í iðnaðinum, þar sem ljóst er af ofangreind- um tölum að konur fá síður tækifæri og aðgang að fjár- magni en karlarnir. FJÖLMIÐLAR I Skáldsagan Nautnastuldur eftir RúnarHelga Vignisson hefur verið endurútgefin, endurskoðuð af höfundi. Bókin kom fyrst út ár- ið 1990 og vakti talsverða athygli enda umfjöll- unarefnið krassandi, undur maður sem er hald- inn svokölluðum nautnastuldi, sálarkvilla sem orsakast af glímu við mót- sagnakennd skilaboð, eins og það er orðað á bók- arkápu, en einkennin lýsa sér í vanhæfni til að njóta lífsins gæða og sjúklegri feimni. Í grein á heimasíðu Græna hússins, sem gefur bókina út, rifjar Rúnar Helgi upp viðtökur bókarinnar. Örn Ólafsson gagnrýnandi skrifaði fyrsta dóm- inn og kallaði hana sálfræðihandbók. Höfund- urinn varð auðvitað fyrir vonbrigðum en fljót- lega lyftist brúnin þegar Matthías Viðar Sæmundsson svaraði Erni í tveimur útvarps- pistlum þar sem hann lagði út af bókinni með allt öðrum hætti, sagði hana fást við vanda sem ef til vill væri lykill að samtímareynslu okkar og varpaði fram þessari spurningu sem sennilega hefur ekki enn verið svarað af neinu viti: „Hve- nær hættum við að geta skitið af nautn?“ II Það var þó ekki síst glíma söguhetjunnarEgils Grímssonar við kynhvötina sem vakti athygli á bókinni. Þótti sumum sem hvatalíf hans væri stórum ýkt. Rúnar Helgi rifjar þetta upp í grein sinni og segir að konur geri sér aug- ljóslega ekki grein fyrir því hvers konar ógn- arkraftur brjótist út í líkama karlmanns þegar kynhormónin spýtast út í blóðið: „Þetta þekk- ingarleysi kvenna birtist m.a. í því að konur sem fjallað hafa um Nautnastuld hafa sumar haldið því fram að Egill Grímsson sé kyn- lífsfíkill. Ég segi nú bara fyrir mig prítvat og persónulega: Ég vildi að svo væri. En viðbrögð karlmanna við bókinni benda því miður ekki til þess að hann sé afbrigðilegur að þessu leyti. Hitt er svo annað að flestir karlar reyna að bæla kynhvöt sína til að ofbjóða ekki konum því þeir vita að ef þeir koma ærlega fram verða þeir stimplaðir kynlífsfíklar af mörgum þeirra. Rétt eins og Egill Grímsson.“ Nautnastuldur hefur ekki verið fáanleg í bókabúðum um langt skeið og það er því fengur að endurútgáfunni. Bókin á sannarlega jafnmikið erindi nú og hún átti fyrir sextán árum, ef eitthvað einkennist samtímalífið jafnvel enn fremur af nautnastuldi nú en í byrjun síðasta áratugar. III En lesendur Lesbókar þurfa ekki annaðen fletta upp á síðu 10 í blaðinu í dag til þess að lesa Rúnar Helga, hann fjallar þar um nýjustu skáldsögu ástralska rithöfundarins Peters Careys, Theft – A Love Story. Ástæða er til að vekja sérstaka athygli á grein Rúnars Helga því hún er langt frá því hefðbundin bók- arýni. Neðanmáls Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins Eftir Gunnar Hersvein gunnars@hi.is ! Vesturlandabúar lifa og hrær- ast í heimi tækninnar og eiga því við ákveðna tegund af firringu að stríða: sam- bandsleysi við guð, náttúruna, aðra og á endanum við sjálfan sig. Því hefur verið spáð í mannvænni tölvunarfræði að í samskiptin í framtíðinni verði aðallega á milli heimilistækjanna. Þá verður heimilistölvan í svo góðu sambandi við ísskápinn að hún getur pantað mjólk frá netverslun þannig að mjólk- urfernan verður komin heim á undan neytandanum. Náttúran og jafnvel mannlífið í borgum hopar fyrir sýnd- arveröldinni. Að vera náttúrbarn er að vera mað- ur sem býr yfir eðlislegum gáfum og geðslagi og er lítt snortinn af ýmsum þáttum eins og tilgerð og tvöfeldni. Náttúrubarn ann náttúru og útilífi og unir sér þar best. Barn náttúrunnar er horfið því Vesturlandabúar dvelja 90% lífs síns innandyra og áhyggjur þeirra snúast oftar um inniloft en heldur en veðrið utandyra. Að vera borgarbarn er ekki skil- greint neitt sérstaklega í orðabókum líkt og það sé sjálfsagt en eitt er víst: að borgarbarn unir víst ekki í afdölum. Borgarbarn er einhvers konar and- stæða við náttúrubarn. Borgarbarnið nemur ekki vel rythman í náttúrunni. Það er eirðarlaust og ráfar um steypt- ar göturnar í borgarryki. Nátt- úrubarnið er gerðarlegt, en borg- arbarnið til-gerðarlegt. En sagan er ekki öll því þriðja barnið hefur fest sig rækilega í sessi: sýndarbarnið. Að vera sýndarbarn felst í því að alast upp í heimi tækninnar þar sem mikilvægir þættir í lífi einstaklinga eiga sér stað í þrívíddarveröld tölv- unnar. Stafrænn tími og rúm er málið, digital einkasvæði. Sýndarbarnið er ekki aðeins innandyra heldur einnig inni í heimi tölvunnar. Samskipti þess eru við tilbúnar sýndarverur og fölsk nöfn ósýnilegra manna hvar sem er í heiminum. Sýndarbarnið hlakkar til að stökkva af steinilögðum götum borg- arinnar yfir í tilbúnar sýndarveraldir og taka þátt í sýndarmenningu, hlusta á sýndarspeki, sækjast eftir sýnd- arverðmætum og sýndarfarsæld. Sýnd- arbarnið byggir hús sitt í tölvu- heimum, kemst í kynni við sýndarmaka og eignast síðan börn sem alin eru upp og fara í skóla. Það eignast sýndarvini, fær vinnu og missir hana aftur. Fé þeirra er jafnvel ekki öruggt í sýnd- arbankanum því fréttir hafa borist af raunverulegum sýndarbankaránum. Sýndarbarnið er þriðja kynslóðin og hefur leyst borgarbarnið af hólmi sem áður tók við af náttúrubarninu og er ímyndunarafl þess knúið áfram af staf- rænum vélum. Börnin búa sér til eft- irlíkingar af eftirlíkingum og veiði þeirra er sýnd en ekki gefin. Náttúran verður að lokum endursköpuð í sýnd- arheimi þar sem börnin þrá ef til vill: ósnert víðerni? Sýndarbarnið segir ekki sögur af at- burðum í lífi sínu, heldur sögur af lífi annarra sem það er í samskiptum við í veruleika tölvunnar og af persónum í sjónvarpsþáttunum. Það getur þulið líf þeirra í smáatriðum, sigra og ósigra. Enn má þó hugga sig við það að sýnd- arbarnið hefur ekki misst hæfileikann til að segja sögur, þótt skilin milli raunveruleika og sýndarveruleika hafi þurrkast út. Náttúrbarnið tekst á við náttúruöflin og lærir að bera virðingu fyrir lífinu, það vinnur líka afrek og er vonandi stolt. Sýndarbarnið myndar aftur á móti ekki nógu sterk tengsl við þau verðmæti sem veita því djúpa gleði, stolt og næringu. Verðmæti mannlífs og náttúru óháð tækni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.