Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2006, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2006, Blaðsíða 1
Laugardagur 7. 10. 2006 81. árg. lesbók AÐ GRAFA SÉR GRÖF ÍSLENDINGAR UMGENGUST EKKI ÞAU AUÐÆVI SEM FÓLUST Í FRJÓSÖMUM JARÐVEGI AF ÁBYRGÐARTILFINNINGU Án titils Í dag verður opnuð sýning á Listasafni Íslands um málverkið eftir 1980. Verkið á myndinni er eftir Jón Axel Björnsson (1984). » 9 Finnski hönnuður-inn og gler-listamaðurinnTimo Sarp- aneva lést í gærmorgun, 6. október. Sarpaneva var einn af þeim sem komu finnsku hönnunarbylgj- unni af stað um og eftir miðja síðustu öld. Hann hannaði bæði undir merkj- um Iittala frá 1950 en árið 1962 stofnaði hann eigið hönnunarfyrirtæki og tók að vinna fyrir fleiri merki svo sem Rosenthal, Venini og fleiri. Hann var margverðlaunaður en vakti fyrst heimsathygli á hönnunarþríæringnum í Mílanó á sjötta áratugnum. Sarpaneva var gríðarlega fjölhæfur, hann fékkst við grafíska hönnun (er til dæmis höf- undur að vörumerki Iittala sem er stafurinn i í rauðum hring), hannaði leirmuni, stál-, textíl- og plastmuni, jafnvel föt, en umfram allt var hann þekktur fyrir glerlist sína og gler- hönnun. Sarpaneva lagði mikið upp úr því að skilja allt ferlið á bak við hinn hannaða hlut, allt frá hönnun til framleiðslu. Verkin sem hann hannaði, einkum þó hinir hversdagslegu hlutir sem ætlaðir voru heimilinu, þóttu end- urspegla vel þá metnaðarfullu hugmynda- fræði módernismans að góð hönnun sem seld væri við vægu verði gæti bætt lífsgæði fólks almennt og siðgæði. Sarpaneva var fæddur árið 1926. Hönnuðurinn Sarpaneva látinn Timo Sarpaneva Eftir Jón Ólafsson jonolafs@bifrost.is Þór Whitehead segir frá því ígrein sinni „Smáríki ogheimsbyltingin“ sem birt-ist í nýjasta hefti tímarits- ins Þjóðmál, að hér á Íslandi hafi starfað öryggisþjónusta á kald- astríðsárunum og rekur þær ógnir sem knúðu stjórnvöld til að standa að þessari leynilegu starfsemi. Eins og titill greinarinnar gefur til kynna, telur Þór að þessi hætta hafi einkum stafað af róttækum flokkum og hóp- um hér á landi, það er að segja af kommúnistum og sósíalistum. Grein Þórs er merkileg fyrir þær sakir að í henni segir hann sögu rót- tækra afla á Íslandi í ljósi ofbeldis og heldur því fram að ástæða hafi verið til þess fyrir íslensk yfirvöld strax á kreppuárunum og alla tíð eftir það að óttast ofbeldi og jafnvel bylting- artilraunir af hálfu íslenskra komm- únista og sósíalista. Þór rekur í gróf- um dráttum þekktar staðreyndir um sovétsamskipti sósíalista og tengir slík samskipti við áhyggjur íslenskra og bandarískra yfirvalda af mögu- legri njósna- og hryðjuverka- starfsemi hér á landi. Þannig tekst honum að gefa í skyn, að vegna sov- éttengsla sinna hafi íslenskir sósíal- istar í raun verið líklegir til að skipu- leggja og fremja alvarleg ofbeldisverk, jafnvel hryðjuverk og manndráp. Með grein sinni stígur Þór nýtt skref í túlkun á stjórnmálasögu 20. aldar á Íslandi þar sem hann tengir eina meginhreyfingu íslenskra stjórnmála beint við njósnir, und- irróður og ofbeldi. Enginn hefur áð- ur gert svo mikið úr þessum þætti stjórnmálabaráttunnar, þó að margt hafi komið fram á síðustu árum um pólitísk og viðskiptaleg samskipti ís- lenskra sósíalista við Sovéska kommúnistaflokkinn og Alþjóða- samband kommúnista. Þór gerir engan sérstakan greinarmun á mis- munandi gerðum ofbeldis og leggur ólíkar tegundir átaka að jöfnu. Þannig virðist hann gera ráð fyrir að hætta á að íslenskir vinstrimenn beiti hverskyns ofbeldi sé til staðar á meðan þeir útiloka ekki allt ofbeldi hvort sem um er að ræða minnihátt- ar spellvirki (ata málningu á herskip (81)) eða meiriháttar hryðjuverk og bein landráð (hjálpa erlendum her við að ganga hér á land (83)). Yf- irvöld öryggismála hér á landi virð- ast hafa gert ráð fyrir að fólk sem væri fært um hið fyrrnefnda kynni af þeim sökum einnig að vera líklegt til hins síðarnefnda, ef aðstæður leyfðu. Þó að Þór falli að sjálfsögðu ekki í þá gryfju að réttlæta aðgerðir stjórnvalda, bendir málflutningur hans ekki til annars en að hann telji viðbrögð stjórnvalda við meintri ógn af kommúnistum eðlilega. Hann virðist jafnvel líta svo á að viðbrögð stjórnvalda við hættunni sem þau töldu stafa af kommúnistum sýni að þessi hætta hafi verið raunveruleg. En var hún jafnraunveruleg og hann lætur? Eða sýnir íslenska ör- yggisþjónustan fyrst og fremst að ís- lensk stjórnvöld voru enn helteknari af móðursýki kaldastríðsáranna en áður hefur komið fram? » 3 Voru íslenskir kommúnistar hættulegir? Hernámsandstæðingar Var hættan af kommúnistum raunveruleg? Hver nennir að brasa við bókaskrif án þess að fá nokkurt persónulegt kredit fyrir? » 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.