Morgunblaðið - 20.02.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 20.02.2006, Síða 1
2006  MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR BLAÐ B ÍS SLÓ VOPNIN ÚR HÖNDUM GRINDVÍKINGA / B5 TRYGGVI Guðmundsson, markakóngur Lands- bankadeildarinnar á síðasta keppnistímabili, skoraði þrennu fyrir Íslandsmeistara FH í 6:0 sigri liðsins á Þrótti í deildabikarkeppninni í knattspyrnu í gær. Sigurvin Ólafsson skoraði tvö mörk, hans fyrstu fyrir félagið, og Matthías Vilhjálmsson skoraði eitt. Marel Baldvinsson lék saman leik og Tryggvi og skoraði þrennu í 3:1 sigri Breiðabliks á ÍBV. Keflavík hafði betur gegn bikarmeisturum Vals, 1:0, og skoraði Guðmundur Steinarsson sigurmarkið. Lárus Orri Sigurðsson spilandi þjálfari Þórs tryggði sínum mönnum jafntefli gegn Skagamönnum en liðin skildu jöfn, 3:3. Lárus Orri jafnaði einni mínútu fyrir leikslok. Víkingur Ólafsvík vann óvæntan sigur á Fylkismönnum, 2:1. Daninn Christian Christ- iansen skoraði mark Fylkis en Vilhjálmur Vil- hjálmsson gerði bæði mörk Víkings. Tryggvi með þrennu í stórsigri FH-inga B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N AB L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A DAGUR Sigurðsson og læri- sveinar hans í Bregenz urðu í gær bikarmeistarar í Aust- urríki þegar þeir lögðu Fivers í úrslitaleik, 33:27. Átta félög kepptu til úrslita um bikarinn og fór keppnin fram frá föstu- degi til sunnudags. Í 8 liða úr- slitunum hafði Bregenz betur gegn Wolfhouse, 42:28, og í undanúrslitunum sigraði Breg- enz lið UHK Krems, 33: 23. Þetta er í fjórða sinn á síð- ustu sex árum sem Bregenz vinnur bikarinn en Dagur hef- ur náð mjög góðum árangri með liðið og líklegt er að það verji meistaratitilinn en liðið hefur átta stiga forskot í deild- arkeppninni. Dagur bik- armeistari í Austurríki Það var gríðarleg stemmning hjástuðningsmönnum okkar enda lögðum um 2000 manns í langt ferða- lag frá Napólí á úrslitaleikina sem fram fóru rétt utan við Bologna. Ég hef aldrei séð annað eins - við vorum í tvo tíma að komast út úr keppnishöll- inni eftir leikinn þar sem að stuðn- ingslið okkar beið og fagnaði,“ sagði Jón Arnór í gær við Morgunblaðið. Jón Arnór lék í 35 mínútur í úr- slitaleiknum og skoraði alls 9 stig og tók hann 7 fráköst. „Úrslitaleikurinn var gríðarlega spennandi og ég held að þessi titill jafnist alveg á við Evr- ópumeistaratitilinn með Dynamo St. Pétursborg í fyrra. Þessi keppni er gríðarlega stór hér á Ítalíu og það verður án efa allt vitlaust í Napólí þegar við komum þangað á morgun (í dag).“ Á leið sinni í úrslitaleikinn lagði Carpisa hið þekkta lið Benetton Treviso, 84:74, en Treviso hafði sigr- að í þessari keppni undanfarin þrjú ár. „Við fórum erfiðustu leiðina að þessum titli - það er ekki spurning. Og það er erfitt að lýsa því hvernig mér líður núna - en mér líður gríð- arlega vel og þessi titill er liðinu og borginni gríðarlega mikilvægur. Og það er gaman að fá að taka þátt í þessu ævintýri og ekki skemmir það fyrir að hafa náð að sýna góðan leik þegar mest á reyndi. Það var allt í járnum í úrslitaleiknum en vörnin okkar tryggði okkur titilinn,“ sagði íslenski landsliðsmaðurinn í körfu- knattleik, Jón Arnór Stefánsson. JÓN Arnór Stefánsson og félagar hans í ítalska körfuknattleikslið- inu Carpisa Napólí léku til úrslita í ítölsku bikarkeppninni í gær gegn Lottomatica frá Róm og hafði Carpisa Napólí betur, 85:83 eftir framlengdan leik. Staðan var jöfn, 72:72, í lok venjulegs leiktíma. Jón Arnór ítalskur bikarmeistari í körfuknattleik með Carpisa Napólí „Fórum erfiðustu leiðina að titlinum“ Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Friðrik gerði Grindavík að deildarmeist-urum árið 2003 og árið 2000 gerði hann það sama með lið Njarðvíkur. Friðrik tók sér frí frá þjálfun á síðustu leiktíð en kom til Grindavíkur að nýju sl. sumar eftir magurt tímabil hjá félaginu. Hann taldi að varnarleikurinn hafi skipt sköpum í sigurleiknum gegn Keflavík. „Það hefur verið mikil áskorun fyrir okkur að laga varnarleikinn enda vitum við að í sókn- inni getum við alltaf fundið leiðir til þess að skora en vörnin hefur ekki verið okkar sterkasta vopn. En í þessum leik sýndum við hvað við getum ef að vörnin er í lagi,“ sagði Friðrik Ingi og sagðist stoltur af sínu liði. „Þeir fóru nánast ekki út af því spori sem við settum upp fyrir leikinn. Það er alltaf hætta á að menn verði of varkárir í svona leik en ég lagði áherslu á að við mættum ekki halda aftur af því sem við gerum vel. Menn verða að taka af skarið og besta dæm- ið er líklega Ármann Örn Vilbergsson, sem kom ískaldur inn af bekknum, en tekur sitt skot langt utan við þriggja stiga línuna og það fór beint ofan í. Hann vissi að hann átti ekki að hugsa of mikið – aðeins að fram- kvæma. Við ætluðum ekki að halda aftur af okkur en samt sem áður máttum við ekki fara út í neina vitleysu,“ sagði þjálfarinn en það er ekki laust við að Friðrik hafi svarað gagnrýni sem hann hefur fengið eftir að hafa látið Bandaríkjamanninn Damon Bailey fara frá liðinu í upphafi leiktíðar en þá hafði Grindavík ekki tapað leik á Íslandsmótinu. „Við gerðum ákveðnar breytingar og ég taldi þær vera til batnaðar. Frá þeim tíma höfum við fengið meira framlag frá Helga Jónasi Guðfinnssyni, en það var óvíst hvort hann gæti leikið. Jafnvægið er gott í liðinu eins og það er í dag og ég tel að við getum gert góða hluti í framhaldinu,“ sagði þjálf- arinn, Friðrik Ingi Rúnarsson. „Ánægjuleg tilfinning“ „ÞAÐ er langt síðan að maður hefur haldið á „alvöru“ bikar og fagnað titli en þetta er ánægjuleg tilfinning,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, en hann hef- ur ekki fagnað titli sem þjálfari frá árinu 1999 er hann stýrði Njarðvíkingum til sigurs á Íslandsmótinu. Friðrik hafði loks ástæðu til þess að fagna á laugardaginn þegar hann stýrði Grindavík til öruggs sigur í úrslitaleik bikarkeppninni í körfuknattleik með öruggum sigri á Keflavík, 93:78. Morgunblaðið/ÞÖK Jeremiah Johnson og Páll Axel Vilbergsson, Grindvíkingar, á gleðistund í Laug- ardalshöll á laugardaginn þegar þeir urðu bikarmeistarar í körfuknattleik. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is ■ Grindavík skaut / B4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.