Morgunblaðið - 20.02.2006, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 20.02.2006, Qupperneq 5
KÖRFUKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 B 5 Morgunblaðið/ÞÖK unum í sigurliði Grindavíkur. Tvíeykið Jerica Watson fráBandaríkjunum og Hildur Sig- urðardóttir drógu vagninn að venju fyrir Grindavík og í upphafi leiksins sýndu þær hversu megnugar þær eru, Hildur stjórnaði leik liðsins af festu, lék vörnina af krafti og Wat- son lét mikið að sér kveða í vörn sem sókn. Signý Hermannsdóttir, fyrir- liði ÍS, vakti sitt lið af værum blundi í stöðunni 10:2 og skoraði ÍS næstu 12 stig. Bandaríski leikstjórnandinn Maria Conlon úr liði ÍS lét lítið fyrir sér fara í fyrri hálfleik og á meðan hún hélt sig í skugganum náðu leik- menn Grindavíkur að halda í við ÍS. En Conlon, sem þekkir fátt annað en að sigra, mætti til leiks í síðari hálf- leik með það eitt að markmiði – að sigra. Conlon kemur frá Connecticut háskólanum en þar var hún í sigur- liði bandarísku háskóladeildarinnar þrjú sl. keppnistímabil og þegar mest á reyndi í Laugardalshöllinni á laugardaginn var Conlon með svörin á hreinu. Það er langt síðan jafngóður leik- maður hefur leikið með íslensku kvennaliði. Allir leikmenn ÍS nutu góðs af því hvernig Conlon stjórnaði leik liðsins og miðað við hve stuttan tíma hún hefur verið í herbúðum Reykjavíkurliðsins hafa samherjar hennar náð góðum tökum á því hvernig hún vill að þær hreyfi sig í sóknarleiknum. Conlon skoraði alls 26 stig í leiknum, nánast öll í síðari hálfleik og að auki gaf hún 14 stoð- sendingar. Frábær leikmaður þar á ferð. Signý Hermannsdóttir fyrirliði ÍS hélt varnarmönnum Grindavíkur við efnið í fyrri hálfleik á meðan Conlon var að finna réttu fjölina. Signý skor- aði 23 stig og þar af 10 í fyrri hálfleik og að auki tók Signý alls 20 fráköst. Helgurnar tvær, Jónasdóttir og Þor- valdsdóttir, tóku við keflinu af Sig- nýju þegar þurfti og ekki má gleyma framlagi Stellu Kristjánsdóttur og Þórunnar Bjarnadóttur. Stella skor- aði grimmt úr þriggja stiga skotum í fyrsta leikhluta og Þórunn nýtti fær- in sín vel. Hanna Kjartansdóttir í liði ÍS var drjúg að venju en hún hefur unnið titla með fjölmörgum félögum á sínum ferli. Hanna tók 8 fráköst og nýtti færin sín vel undir körfunni. Ívar Ásgrímsson, þjálfari ÍS, var klókur er hann breytti úr maður á mann vörn í 2:3 svæðisvörn í öðrum leikhluta og eftir þá breytingu náðu leikmenn Grindavíkur ekki að njóta sín eins og í upphafi leiksins. Allt kapp var lagt á að stöðva Hildi og Watson og þegar sú bandaríska fékk boltann í vítateignum voru ávallt 2–3 leikmenn mættir til þess að stöðva hana. Watson gerði sitt besta til þess að brjótast í gegnum vörnina en fékk of litla aðstoð frá fé- lögum sínum. Lélegt skotval og of hægur leikur varð Grindavík að falli. ÍS sló vopnin úr höndum Grindavíkur STÚDÍNUR fögnuðu bikarmeistaratitlinum í körfuknattleik kvenna í sjöunda sinn á laugardaginn í Laugardalshöllinni eftir 88:73 sigur liðsins gegn Grindavík. Annað árið í röð tapaði Grindavík í úrslitum bikarkeppninnar og má segja að reynsluleysi Grindvíkinga hafi orð- ið liðinu að falli en ÍS hafði á að skipa leikmönnum sem höfðu upp- lifað marga slíka úrslitaleiki og gátu höndlað spennuna með réttum hætti en þar bar mest á Signý Hermannsdóttur og Maria Conlon. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Morgunblaðið/Sigurjón Guðjónsson Stella Rún Kristjánsdóttir og Signý Hermannsdóttir fögnuðu bikarmeistaratitli ÍS með hefðbundnum hætti er Stúdínur fóru með bikarinn einn sigurhring í Laugardalshöllinni.  HELGI Jónas Guðfinnsson er sá eini úr bikarmeistaraliði Grindavík- ur sem var í liðinu árið 1995 er Grindavík varð bikarmeistari í fyrsta sinn. Grindavík lagði þá Njarðvík í úrslitum, 105:93. Helgi skoraði 11 stig í leiknum en Guðjón Skúlason og Frank Booker voru stigahæstu leikmenn Grindavíkur í þeim leik.  HELGI Jónas skoraði 19 stig í úr- slitaleiknum árið 1998 er Grindavík lagði KFÍ frá Ísafirði með 95 stigum gegn 71. Pétur Guðmundsson og Guðlaugur Eyjólfsson voru þá einn- ig í liði Grindavíkur eins og á laug- ardaginn er þeir lögðu Keflavík að velli. Guðlaugur skoraði 6 stig í þeim leik og Pétur 2 stig. Sá leikur fór í metabækurnar því sjaldan hafa verið eins margir áhorfendur á úrslitaleik í bikarkeppninni enda var Laugar- dalshöllin þéttsetin og uppselt var á leikinn.  GRINDAVÍK og KR skoruðu að- eins 114 samtals í úrslitaleiknum hinn 5. febrúar árið 2000 en þar skor- uðu Grindvíkingar 59 stig gegn 55 stigum KR-inga. Helgi Jónas var þá ekki með Grindavík en hann lék þá sem atvinnumaður í Hollandi en Pét- ur og Guðlaugur voru einnig með í þeim sigurleik. Pétur skoraði 13 stig og Guðlaugur 10 stig en Brenton Birmingham leikmaður Njarðvíkur lék þá með Grindavík og var stiga- hæstur með 23 stig.  STELLA Kristjánsdóttir úr ÍS er sú eina sem var í liðinu árið 2003 sem sigraði Keflavík í bikarúrslitaleikn- um en Stella skorað þá 9 stig í 53:51 sigri liðsins. Staðan í upphafi fjórða leikhluta var 43:27 fyrir Keflavík en ÍS fékk aðeins á sig 5 stig í síðasta leikhlutanum og skoraði 21 stig og tryggði sér framlengingu þar sem að staðan var jöfn, 48:48.  ARNAR Freyr Jónsson, leikmað- ur Keflavíkur, gaf sig allan í leikinn gegn Grindavík en hann endaði uppi á ritaraborðinu í fyrri hálfleik eftir að hafa stokkið út af vellinum til þess að ná knettinum. Arnar „mokaði“ knettinum aftur fyrir sig og á sam- herja en hann endaði með miklum látum á borðinu en slasaði sig ekki – en litlu mátti muna að svo færi.  JEREMIAH Johnson, leikmaður Grindavíkur, hélt upp á 29 ára af- mæli sitt á laugardaginn með sigri í bikarkeppninni en bakvörðurinn var atkvæðamikill í leiknum – að venju.  GUÐJÓN Skúlason var ekki í leik- mannahóp Keflavíkur en tók þátt sem aðstoðarþjálfari liðsins. FÓLK HILDUR Sigurðardóttir, leikmaður Grindavíkur, var allt annað en ánægð eftir ósigurinn gegn ÍS enda annað árið í röð sem Grindavík tap- ar í bikarúrslitum. „Ég var ekki með Grindavík í fyrra en samt sem áður þá er þetta súrt. Ég hélt að við myndum hafa þetta. En það virtist sem að það sem við ætluðum að gera hafi verið helsti styrkur ÍS þegar upp var staðið. Við ætluðum að halda hraðanum uppi en það var ÍS sem hélt hraðanum uppi og þær keyrðu á okkur og skoruðu úr hraðaupphlaupum. Þær náðu einn- ig að gæta Watson vel og á meðan gerðum við ekkert af okkur í sókn- inni. Stundum voru 2–3 leikmenn að gæta Watson en samt sem áður var engin ógn frá okkur hinum. Kannski að um reynsluleysi hafi verið að ræða, í liði ÍS eru margir leikmenn sem hafa farið í gegnum svona leiki, á meðan það eru fleiri ungar stelpur í okkar liði. En það þýðir ekki að vera að spá í slíka hluti núna – við töpuðum,“ sagði Hildur. „Þetta var mjög súrt“ betra líkamlegu ásigkomulagi værum við enn sterkari. Hann fór á kostum í þess- um leik og er gríðarlega mikilvægur fyr- ir hópinn. Það er aldrei leiðinlegt að vinna bikarúrslitaleik og það skiptir þá engu máli hverjir mótherjarnir eru.“ Sé ekki eftir neinu Það vakti mikla athygli á sínum tíma er Helgi Jónas fór að leika með knatt- spyrnuliði Grindavíkur í efstu deild og afþakkaði hann að leika með íslenska landsliðinu í körfuknattleik – og einbeitti sér að knattspyrnunni í staðinn. Í kjöl- farið átti Helgi Jónas við bakmeiðsli að stríða sem hafa fylgt honum allar götur síðan og sett mark sitt á feril hans. En leikmaðurinn sér alls ekki eftir því að hafa valið knattspyrnuna fram yfir körfuknattleikinn á þessum tíma. „Þetta var eitthvað sem mig langaði að prófa og ég fann að ég varð að láta á það reyna. Það er betra að sjá eftir því sem maður hefur gert en því sem maður gerði ekki. Ég sé hinsvegar ekki eftir neinu og er sáttur við það sem ég er að gera. Í dag líður mér vel á vellinum og það er breyt- ing frá því sem var fyrir nokkrum árum en þá fann ég að ég var að leika fyrir aðra en ekki sjálfan mig. Ég var hættur að hafa gaman af því að spila körfubolta. En þessi sigur fyllir mig góðri tilfinningu og ég get alveg hugsað mér að enda tímabil- ið með sama hætti – með sigri á Íslands- mótinu,“ sagði Helgi Jónas Guðfinnsson. s í að að að m ar ð- n n í uðfinnsson, leikmaður að leika í vor sti ikur“ MARIA Conlon, bandarískur leikmaður í liði ÍS, hefur ekki verið nema í nokkrar vikur hér á Íslandi en hún lék sinn fyrsta leik með liðinu gegn Grindavík hinn 18. janúar sl. og skoraði aðeins 1 stig í þeirri viðureign. Conlon sýndi hins vegar hversu megnug hún er á laugardaginn í úrslitaleiknum gegn Grinda- vík þar sem hún gaf 14 stoð- sendingar og skoraði 25 stig. „Þetta er ekki slæm byrjun að fagna titli eftir aðeins nokkrar vikur hér á landi. Ég gerði þetta ekki ein og það lögðu all- ir sitt af mörkum.“ Conlon þekkir fátt annað en að sigra en hún var í hinu sigursæla Connecticut háskólaliði sem sigraði í þriðja sinn í röð í NCAA-háskólakeppninni sl. vor. „Jú, ég þekki þessa tilfinn- ingu vel enda snúast íþróttir um að fagna titlum og ef allir leggja sig fram og gera það sem þeim er ætlað þá ganga hlutirnir upp. Þjálfarinn sagði mér að horfa á körfuna en ekki alltaf á aðra leikmenn í kring- um mig. Smátt og smátt fékk ég meira sjálfstraust og við náðum yfirhöndinni sem við létum ekki frá okkur.“ „Vön því að sigra“ „STELPURNAR eru einfald- lega komnar í gott form og geta nú hlaupið eins og hin liðin,“ sagði Ívar Ásgríms- son, þjálfari ÍS, í leikslok en hann var einnig þjálfari liðs- ins árið 2003 er liðið sigraði síðast í bikarnum. Hann seg- ir að allt annað yfirbragð sé á leik liðsins eftir að Maria Conlon kom um miðjan jan- úar. „Við skoruðum um 90 stig í síðustu tveimur leikj- um en áður skoruðum við um 70 stig á góðum degi. Conlon er með ótrúlegan leikskilning og býr til færi sem við fengum ekki í upp- hafi leiktíðar.“ Þjálfarinn bætti því við að skynsemi hafi einkennt leik liðsins. „Signý Hermannsdóttir var ótrúlega í þessum leik og naut þess að leika í úrslita- leik sem þessum. Við ætl- uðum líka að byrja á því að leika maður á mann í vörn- inni og breyta síðan í svæð- isvörn. Það gekk allt saman upp. Grindavík var alltaf að leita að Watson og þær tóku síðan léleg skot í kjölfarið þegar þær komu boltanum ekki á hana undir körfunni. Við ætlum okkur að blanda okkur í meistarabaráttuna. Bikarkeppnin er vissulega okkar mót en við höfum hug á því að leggja allt undir til þess að ná Íslandsmeist- aratitlinum í vor – við erum með lið sem getur gert það,“ sagði Ívar. „Signý var ótrúleg“ OKKUR tókst að gera það sem við lögðum upp með og slæmi kaflinn sem hefur einkennt okkar leiki í vetur kom ekki að þessu sinni,“ sagði fyrirliði ÍS, Signý Her- mannsdóttir, en hún skoraði 23 stig í leiknum gegn Grindavík og tók þar að auki 20 fráköst. Það var ekki laust við að Signý ljómaði enn meira en aðrir leikmenn ÍS í sig- urvímunni eftir úrslitaleikinn enda ekki vön því að upplifa slíkar stund- ir. „Ég hafði aldrei unnið neitt og þetta er fyrsti titillinn sem ég tek þátt í að landa. Þetta er því stór stund fyrir mig og allt liðið að sjálf- sögðu.“ Signý lék með ÍS áður en hún fór til Bandaríkjanna í nám þar sem hún dvaldi í fjögur ár en hún lék einnig sem atvinnumaður á Spáni um tíma áður en hún sneri til Ís- lands á ný fyrir tveimur árum síð- an. „Það var kominn tími á þetta hjá okkur. Ég get ekki annað en verið ánægð með Mariu Conlon en hún smellur í okkar hóp eins og hún hafi alltaf verið með okkur. Hún stjórnar leiknum eins og herforingi og við njótum góðs af hennar hæfi- leikum. Hún er líka mjög spennandi einstaklingur sem gefur mikið af sér og það er mikill fengur fyrir ÍS að hafa þessa stelpu í okkar röð- um.“ Signý sagði „pass“ þegar hún var innt eftir því hvort hún fyndi fyrir því að ÍS væri lið sem mörgum fyndist lítið til koma þar sem félag- ið er með enga yngri flokka og fær góðan fjárhagslegan stuðning frá háskólasamfélaginu. „Ég held ég láti það eiga sig að tjá mig um þá hluti,“ sagði Signý og rauk inn í búningsklefa ÍS þar sem fögnuður- inn var gríðarlegur. „Hafði aldrei unnið neitt“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.