Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 B 5 bílar 530 5700 www.hollin.is Hjólbarðahöllin Fellsmúla 24 · 108 Reykjavík 327C 18"/20" EMR 360C 16"/17"/18" 348BM 18" 635 C 17"/18" 220BM 17" Réttarhálsi 2 · 110 Reykjavík Gúmmívinnustofan www.gvs.is 587 5588 324C 17"/18" lítrum innanbæjar. Þetta er að sjálf- sögðu talsverð eyðsla fyrir þó ekki stærri bíl, en 200 hestöfl fást ekki án vissra fórna. Sterk hröðun Að sjálfsögðu er þarna að finna stöðugleikastýringu. Sem betur fer er ekki verið að setja spólvörn í hann því menn vilja geta leikið sér svolítið á svona bíl. Aflið fer hins vegar allt til framhjólanna og það dregur vissulega örlítið úr akstursupplifun- inni því í tökum vill bíllinn skoppa á framhjólunum. Hröðunin er annars ljúf og skemmtileg en ekkert ógn- vænleg. 7,3 sekúndur í hundraðið er mjög ásættanleg hröðun í bíl af þessu tagi og millihröðunin er ákveð- in og fullnægjandi. Það sem aðgrein- ir Octavia frá Golf GTI, fyrir utan stærðina, er uppsetning á fjöðrunar- búnaði. Meðan Golfinn er gerður viljandi stífur í fjöðrun er Octavia RS mýkri án þess þó að nálgast það að vera með slaglanga fjöðrun. Sá síð- arnefndi getur því hugnast þeim sem vill fá eitthvað bitastætt út úr sínum bíl án þess að ganga á þægindin. Octavia RS getur alveg þjónað hlut- verki fjölskyldubílsins; hann er bara sportlegri en þeir flestir. Á undir þrjár milljónir kr. Octavia RS er bíll sem fullnægir akstursánægju flestra. Þetta er sannkallað villidýr þótt hann beri það kannski ekki með sér. Í margra augum er þetta ósköp meinlaus fjöl- skyldubíll á að líta ef horft er framhjá 17" álfelgunum, stórri vind- skeið, RS-merkinu og tvöföldu púst- inu. Hugsanlega mætti óska sér sportlegri innréttingar í takt við eðli bílsins en sætin, sem eru klædd leðri og taui, lyfta upp heildarmyndinni. Þau eru sportlega hönnuð og styðja vel við ökumanninn. Hvað kosta svo herlegheitin? Að óreyndu hefði mátt giska á að svona ljómandi öflug kerra kostaði ekki undir 3 milljónum kr. miðað við allt aflið og búnaðinn. Þess vegna telst 2.860.000 kr. varla vera sérlega hátt verð þegar litið er þess að staðalbún- aður er m.a. sóllúga, 17" álfelgur, dekkjaþrýstingsvari, ESP-kerfi, vindskeið og margt fleira. Þetta er reyndar svipað verð og á Golf GTI en nálægt 300.000 kr. lægra en á Passat TFSI. gugu@mbl.is Morgunblaið/RAX Mikið loftinntak í neðanverðum stuðara gefur bílnum sportlegan svip. Flott sportsætin með leðurklæddum köntum lyfta innanrýminu upp. Fréttir á SMS Buy your next car directly from Canada www.natcars.com KERRUÖXLAR Í ÚRVALI og hlutir til kerru- smíða Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Hraungörðum 2-4, Hafnarfirði, sími 565 2727 www.bilhraun.is Sími 565 2727 Fliegl flatvagnar og gámagrindur Gazella sendibíll 4x4 PowerPac jarðvegsþjöppurnar komnar Gazella flokkabíl, 4x4, með palli og sturtum PowerPac beltabörur með sturtum Benz 8.15 árg 2005 ek. 20. þ. verð 4.950+vsk. sjálfsk. vel útbúinn bíll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.