Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 10
10 B FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ bílar S ki-doo er sem fyrr á fullri ferð að þróa sleða sína en ekki eru margar nýjar gerðir af sleðum kynntar til sögunnar. Nýjungarnar og endurbæturnar eru engu að síð- ur þó nokkrar á milli ára. Þróaðar tvígengisvélar Ski-doo veðjar áfram á tvígeng- istæknina og hefur náð góðum ár- angri, bæði með svokallaða SDI- innsprautun og með endurbótum á blöndungsvélum. Rafeindatæknin hefur gerbreytt virkni vélsleðavéla á tiltölulega fáum árum og er hún nýtt með ýmsum hætti til að auka afl og bæta eldsneytisnýtingu. Markmið Ski-doo er að þróa tví- gengisvélar sem eru sambærilegar í eyðslu og mengun og fjórgengis- vélar en nýta áfram kosti tvígeng- isvélanna sem eru einfaldari og létt- byggðari en fjórgengisvélar. Reyndar er nú kynnt ný fjórgeng- isvél, 65 hestafla V-800, ættuð úr fjórhjóladeildinni og boðin í ferða- og vinnusleðum. REV-byltingin heldur áfram Þetta er fimmta árið sem REV- byggingarlagið er á markaði og tek- ur sem fyrr til meginhluta fram- leiðslulínunnar. Ski-doo hitti sann- arlega í mark með þessu nýja byggingarlagi á sínum tíma og hafa aðrir framleiðendur meira og minna tekið upp svipaða hugsun. Í stuttu máli var setu ökumannsins breytt og hún færð 20–30 cm framar en áð- ur tíðkaðist. Þannig eru fæturnir beygðir því sem næst í 90 gráður um hnén þegar setið er og gert ráð fyrir að ökumaðurinn standi talsvert við aksturinn. Æskilegri þyngd- ardreifing og betri aksturseig- inlekar fengust einnig með því að færa vélina aftar og neðar. Mark- miðið var að koma sem mestu af þunga sleðans fyrir sem næst drif- öxlinum. REV-skammstöfunin stendur fyrir „revolution“ eða bylt- ing og má með sanni segja að það hafi reynst réttnefni. SDI-innsprautunin Vert er að líta aðeins á SDI- innsprautuna sem Ski-doo hefur hlotið mikið lof fyrir. SDI stendur fyrir Semi-Direct-Injection sem þá mætti þýða „hálf-bein-innsprautun“. Nafngiftin kemur til af því að bens- ínblöndunni er hvorki sprautað inn í sveifarhúsið (eins og algengast er á tvígengisvélum sem kallaðar eru EFI) né inn í sílenderinn (eins og í fjórgengisvélum) heldur í milligöng- in í sveifarhúsinu. Í hefðbundinni tvígengisvél gegna milligöngin því hlutverki að flytja bensínblönduna úr sveifarhúsinu upp fyrir stimp- ilinn inn í sílendirinn. Um leið þrýst- ir nýja blandan brenndu gasinu sem fyrir er út í pústið. Vinnsluhringur vélarinnar er bara tvö slög í stað fjögurra í fjórgengisvél og þaðan er nafnið komið. Gallinn við þetta ann- ars ágæta fyrirkomulag er að bæði tapast talsvert af nýju blöndunni út í pústið og einnig verður nokkuð af brennda gasinu eftir. Þetta veldur því að eldsneytið nýtist tiltölulega illa og afköst vélarinnar verða minni en ef hægt væri að nýta alla bens- ínblönduna sem fæst með hverju slagi vélarinnar. Með því að sprauta beint inn í milligöngin á hárréttum tíma nær Ski-doo að nýta bensín- blönduna talsvert betur en í hefð- bundinni tvígengisvél og þarf þann- ig minna eldsneyti til að ná sama afli, m.ö.o. minni eyðsla og minni mengun. Tveir spíssar sprauta inn í hvor milligöng. Þeir eru misstórir og virkar sá minni á lágum snúningi en þegar ræsa á alla hestana sem leynast undir húddinu þá bæt- ist hinn við. Mikið úrval Ski-doo býður mikið úrval af sleðum. Vinsæl- ustu vélarstærð- irnar eru 600 og 1.000 rúmsenti- metra vélar með SDI-innspraut- un og 800 rúm- sentimetra blöndungsvélar. Kynnir Ski-doo tvær nýjar út- færslur af þeirri vél í 2007 ár- gerðinni. Stuttu sportsleðarnir nefnast MX Z og eru boðnir í mörgum útfærsl- um með 600 og 800 rúmsentimetra vélum, auk Mac Z sem er með 1.000 rúmsentimetra vélinni. Það sem skilur á milli undirgerða er ýmis búnaður, svo sem fjöðrun o.fl. Milli- löngu sleðanir, sem heita Renegate, koma á stærra belti, þ.e. 136x16 tommum og eru sem fyrr boðnir með 600, 800 og 1.000 rúmsenti- metra vélum. Mestu breytingarnar eru á fjallasleðunum, þar sem nýju 800 vélarnar eru boðnar, auk 600 og 1.000 SDI. Tekist hefur að létta sleðana um 7 kg á milli árgerða. Hér eru ótaldir sport- og vinnusleð- arnir en þar er einnig úr mörgu að velja, að ógleymdum Freestile leiks- leðanum. Því má segja að það sé vandlátur sleðamaður sem ekki get- ur fundið eitthvað við sitt hæfi hjá Ski-doo. Vélsleðar Ski-doo á sömu braut með 2007 árgerðinni Ski-doo hefur nú kynnt hvað þeir munu bjóða sleðamönn- um næsta vetur, þ.e. með 2007 árgerðinni. E.t.v. má segja að Ski-doo gæti notast við slagorðið „gerum gott betra“. Halldór Arinbjarn- arson kynnti sér hvað Ski-doo býður upp á í 2007 árgerð- unum. Væntanlega standa fáar brekkur fyrir Summit 1.000 fjallasleðanum. Ný útgáfa af MX Z fær hið gamalkunna undirheiti Blizzard og kemur með nýrri 800 rúmsentímetra vél. Flottur ferðasleði með kraftmikilli 800 rúmsentímetra vél. TOYOTO Motor Corporation (TMC) hélt ekki alls fyrir löngu málþing um öryggismál í Tíanjin í Kína þar sem fyrirtækið kynnti kínverskum fjölmiðlum umferðar- öryggisverkefni Toyota, en kynn- ingin fólst einkum í fyrirlestrum, tæknisýningum og árekstrarpróf- unum á staðnum. Toyota hélt málþingið í ljósi vaxandi áherslu sem lögð er á um- ferðaröryggismál í Kína. Við fyr- irlestrana og tæknisýningar not- aði Toyota raunverulegar bifreiðar og aðrar útstillingar til þess að kynna, m.a. verkefna, hina háþróuðu GOA-yfirbyggingu (Global Outstanding Assessment) sem hönnuð er til að standast árekstra og valda sem minnstum meiðslum á gangandi vegfarend- um. Til að sýna fram á hversu öruggar Toyota-bifreiðar eru gerði Toyota árekstrarprófanir á staðnum á bifreið af Reiz-gerð (borið fram „reis“) sem framleidd er á staðnum af China Automotive Technology & Research Center (CATARC) í Tíanjin. Framkvæmdastjóri TMC, Tetsuo Hattori, yfirmaður Toyota Vehicle Engineering Group, vís- aði á málþinginu til sífellt fleiri umferðarslysa og dauðsfalla sem þeim tengjast í Kína, og sagði að „Toyota telur sig bera töluverða félagslega ábyrgð á því að taka þátt í öryggisverkefnum“. Auk þess að bjóða örugg farartæki í Kína vill Toyota einnig stuðla eins og hægt er að aukinni meðvitund um umferðaröryggismál, slysa- rannsóknum og greiningum með aðstoð gagna frá Japan og öðrum löndum ásamt ýmsum sameigin- legum rannsóknarverkefnum. Auk þess að bæta öryggi far- artækja hefur Toyota tekið virkan þátt í fækkun umferðarslysa í Kína með því m.a. að bjóða upp á námskeið í öruggum akstri sem haldin voru í Peking í október síð- astliðnum. Með það að markmiði að verða gott og ábyrgt fyrirtæki í Kína er það ætlun Toyota að leggja áherslu á umhverfisvernd, umferðaröryggi og starfs- mannaþróun og leggja þannig sitt af mörkum til kínversks sam- félags. Toyota um öryggi í Kína Yfir 40 milljónir lesenda 24 evr-ópskra bílablaða AutoBild-Gruppe tóku þátt í vali á besta bílnum í Evrópu nýlega. Í lok- in stóð valið á milli 13 bíla og valdi 40 manna dómnefnd, sem skipuð var aðalritstjórum, tækni- og mótorsér- fræðingum tímaritanna, Passat sem sigurvegara með nokkrum yfirburð- um. Stjórnarformaður Volkswagen samsteypunnar, Wolfgang Bern- hard, tók við verðlaununum á bíla- sýningunni í Genf síðastliðið mið- vikudagskvöld. „Auto 1 verðlaunin eru punkturinn yfir i-ið á samfelldri sigurgöngu,“ sagði Bernhard. Hann þakkaði lesendum og dómnefnd fyr- ir þennan mikla heiður og minntist á hin fjölmörgu verðlaun sem Passat hefur sópað að sér að undanförnu- .Bernhard sagði ennfremur: „Frægð og frami er góð undirstaða, en ánægðir viðskiptavinir og góður við- skiptalegur árangur eru þeir þættir sem við viljum láta dæma okkur af.“ Passat hefur áður hlotið hin virtu Auto1 verðlaun, en það var árið 1997. Nýr Passat kom á markað í mars á síðasta ári, auk þess sem skutbílsútgáfan, Passat Variant, var kynnt í ágúst 2005. Helstu verðlaun, sem nýr Passat hefur unnið að und- anförnu, eru „Gelber Engel“ (gullni engillinn), sem samtök þýskra bif- reiðaeigenda ADAC veita, „Gullna stýrið“ auk þess sem Passat var val- inn bíll ársins í fjölmörgum löndum Evrópu. Hér á Íslandi var hann efst- ur í kjörin Bandalags íslenskra bíla- blaðamanna í flokknum fjölskyldu- og lúxusbíll ársins. Enn bætir Passat rós í hnappagatið. Passat hlýtur Auto 1 verðlaunin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.