Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ bílar EMR 310 C 17"/18" EMR 429AM 18"/19" 347C 16"/17"/18" 415C 16"/18" 635BM 18"/20" 22 70 / T ak tik 0 1. 03 .0 6 EIN gerð bíla sem höfðar mjög til þeirra sem hafa gaman af akstri eru svokallaðir GTI-bílar en hjá Skoda, sem hefur að baki ríka hefð í keppn- isbílum, heitir þessi gerð RS. Fyrir tæpum fjórum árum prófaði undir- ritaður Octavia RS, þá með eldra út- litinu að sjálfsögðu og 1,8 lítra, 180 hestafla túrbóvélinni. Nú er komið nýtt útlit, bíllinn orðinn stærri og betur búinn en áður og RS-útfærslan komin með hina mögnuðu 2,0 TFSI- vél frá Volkswagen, sem er bæði 20 hestöflum kraftmeiri og þar að auki mun togmeiri. Skemmra er síðan Golf GTI og Passat var reynsluekið með 2,0 l TFSI-vélinni en nú er röðin komin að Octavia RS. Beinskiptur sex gíra Það er nokkuð um liðið síðan menn hættu að fitja upp á trýnið þegar þeir heyra á Skoda minnst. Bíllinn er bú- inn að sanna sig á markaði. Þetta er sterkbyggður og tæknilega útfærður bíll sem byggður er að stórum hluta á tækni frá VW. Ennþá hefur Skoda þann kost að vera á fremur hag- stæðu verði miðað við keppinauta en líklega selst hann ekki eingöngu út á það lengur heldur ekki síður orð- sporið sem fer af honum. Það er síð- an til marks um keppnisbílahefð Skoda að Octavia skuli boðin með 200 hestafla vél. Í þessari gerð er Octavia ekki fá- anleg með sjálfskiptingu eða DSG- gírkassanum magnaða; eingöngu sex gíra handskiptum kassa en það er engin goðgá því RS-gerðin er þess háttar að menn vilja hana bein- skipta. Gírkassinn er líka lipur og stutt er á milli gíra sem gerir hann sportlegan. Ekki er einu sinni víst að menn noti sjötta gírinn að marki nema þá í þjóðvegaakstri sem að sjálfsögðu stuðlar að minni eyðslu með lægri vélarsnúningi. Bíllinn er gefinn upp með 7,8 lítra eyðslu sem er fjarri raunveruleikanum. Miðað við fremur villtan (en ábyrgan) akst- ur í prófuninni eyddi bíllinn sam- kvæmt aksturstölvunni tæpum tólf Morgunblaið/RAX Fjölskyldusportbíllinn Octavia sem er með sportlegu taktana. Octavia RS upp í 200 hestöfl Morgunblaið/RAX Sóllúga, leðurklætt stýri og álpedalar en annað fremur hefðbundið. REYNSLUAKSTUR Skoda Octavia RS eftir Guðjón Guðmundsson Farangursrýmið er eins og það gerist í stærstu fólksbílum. Vél: 4 strokkar, 1.984 rúmsentimetrar, 16 ventl- ar, forþjappa og millikælir. Afl: 200 hestöfl við 5.100 snúninga á mínútu. Tog: 280 Nm við 1.800 snúninga á mínútu. Gírskipting: Sex gíra handskiptur. Hröðun: 7,3 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km. Hámarkshraði: 240 km/ klst. Lengd: 4.578 mm. Breidd: 1.769 mm. Hæð: 1.447 mm. Eigin þyngd: 1.475 kg. Hemlar: Diskahemlar, kældir að framan. Verð: 2.860.000 kr. Umboð: Hekla. Skoda Octavia RS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.