Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ bílar EIN af þeim skilaboðum sem mátti lesa út úr bílasýningunni í Genf í síðustu viku eru þau að bílafram- leiðendur leggja stöðugt meiri áherslu á að gera sig gildandi í framleiðslu á vistvænni bílum. Hver einasti evrópski bílaframleiðandi sýndi a.m.k. einn bíl með áherslu á sparneytni eða vistvænni notkun. Margir þessara bíla eru nú þegar komnir á markað í Evrópu og aðrir koma á markað áður en þessi ára- tugur er liðinn. Volkswagen sýndi svonefnda BlueMotion-bíla. Þarna gat að líta Polo BlueMotion sem kemst 100 km á 3,9 lítrum af dísilolíu. Í fram- haldinu mun Volkswagen einnig kynna Golf-, Passat- og Touran- útfærslur sem koma á markað á næstu tveimur árum. Bernd Pischetsrieder, stjórn- arformaður VW-samstæðunnar, lét hafa eftir sér að verðgildi stórfyr- irtækja sem láti hjá líða að fjár- festa í vistvænum framleiðsluferl- um og framleiðsluvörum rýrni til lengri tíma litið. Vetnisknúinn BMW 7 Aðrir framleiðendur notuðu sýn- inguna til þess að minna á stað- festu sína í þessum málum. Sér- stök áhersla verður t.a.m. lögð á það hjá GM í Evrópu á þessu ári að kynna Opel- og Chevrolet-bíla sem ganga fyrir jarðgasi. Volvo hefur nýlega opnað nýja vefsíðu þar sem áhersla er lögð á hreinan skjöld Volvo í umhverfismálum og Lewis Booth, stjórnarformaður Ford í Evrópu, gaf fyrirheit um að meiri áhersla yrði lögð á vistvæn öku- tæki á næstu eina til tveimur ár- um. BMW hefur lýst því yfir að í ráði sé að setja vetnisútgáfu af flagg- skipinu BMW 7 á markað á næsta ári. Citroën hefur þegar sett á markað C3 með svonefndu stopp- start-kerfi, sem felur í sér að bíllinn drepur á sér t.d. á rauðu ljósi, en fer sjálfkrafa í gang aftur þegar stigið er á eldsneytisgjöfina. Citro- ën ætlar að gera enn betur og kynna dísiltvinnbíl árið 2010. Kerfið var sýnt á bílasýningunni í Genf og Citroën segir að hægt sé að skila bílnum áfram um 100 km á 3,4 lítrum af dísilolíu. Sama kerfi verður þróað fyrir Peugeot 307. Evrópskir bílaframleiðendur hafa átt misjöfnu gengi að fagna með sölu á vistvænni bílum. Citroën seldi t.a.m. ekki nema um 1.000 C3 með stopp-start- kerfinu á síðasta ári og það þótt bíllinn hafi ekki kostað mikið meira en hefðbundinn C3. Citroën-menn hafa komist að þeirri niðurstöðu að bílkaupendur séu ekki reiðubúnir að greiða neitt aukalega fyrir elds- neytissparandi búnað af þessu tagi. 25% Lexus-sölunnar tvinnbílar Hins vegar eru fleiri tilbúnir að greiða hærra verð fyrir tvinnbíla. Þeir eru að jafnaði 2.000 til 3.000 evrum dýrari en hefðbundnar gerð- ir samsvarandi bíla. Lexus ráðgerir að selja 45.000 bíla í Evrópu á þessu ári og býst við að fjórðungur þess verði tvinn- bílar. Lexus sýndi einmitt í Genf í fyrsta sinn GS450h-tvinnbílinn sem kemur á markað samhliða RX400h í maí. Sá síðarnefndi hefur einmitt skil- að Lexus miklum vexti í Evrópu síðan hann kom á markað í Evrópu síðastliðið sumar. Á seinni helmingi síðasta árs seldust 9.317 Lexus RX í Evrópu og þar af voru 4.610 með tvinnvél- arkerfi. Engin bílasýning er fullkomin nema með a.m.k. einum nýjum Ferrari. Að þessu sinni var frum- kynntur 599 GTB sem leysir Maranello af hólmi. Hann er með 6 lítra, V12, 620 hestöfl. Litli rafmagnsbíllinn Nissan Pivo var með stöðuga sýningu í gangi þar sem hann sneri við á punktinum. Ford S-Max er fimm manna fjölnotabíll, lítið eitt stærri en C-Max en minni en Galaxy. Þessi rennilegi bíll sem minnir mest á McLaren heitir Honda FCX og vetnisbíll. Honda kynnti ennfremur litla vetnisstöð, Home Energy Station, sem eigendur vetnisbíla geta komið upp heima hjá sér. Kia Ceed-hugmyndabíllinn kom flestum á óvart enda hafði hann ekki verið kynntur af hálfu Kia. Daihatsu Terios hefur ekki verið á markaði hérlendis lengi en nú er hann kominn stærri og með aflmeiri 1,5 lítra vél. Renault sýnir jafnan spennandi hugmyndabíla í Genf. Hér er sá nýjasti, Altica, sem er hugmynd Ren- ault um sportlegan hlaðbak. Ný og aflmeiri gerð Renault Clio Sport var frumsýnd í Genf. Hann vegur 1.240 kg og 2ja lítra vélin skilar 197 hestöflum. Einna mest bar á alls kyns hugmyndabílum í Genf. Hér er einn nýstár- legur frá Toyota með „sjálfsmorðsdyrum“ og óvenjulegu innanrými. Framleiðendur sjá vöxt í vistvænni bílum Lexus sýndi auk LS460 tvinnútfærsluna GS450h sem skilar 340 hestöflum og kemur á markað í maí. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.