Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 7
eins og hugur manns. Það er lítið flökt á henni en um leið og gefið er inn er hún snögg að skipta niður. Annað sem maður verður var við í akstri er hve vel hljóðeinangr- aður bíllinn er sem eykur mjög á lúxustilfinninguna. Pláss er mikið í þessum bíl og vel er búið að aftursætisfarþegum með viðbótarmiðstöð þar. Það er reyndar allt nýtt að inn- an í Explorer. Það sem einna mest fór í taug- arnar á undirrituðum er staðsetn- ing á hurðarhandfangi bílsins sem er fyrir neðan armhvíluna í hurð- inni þar sem gluggarofarnir eru staðsettir. Þessi ankannalega stað- setning á hurðarhandfanginu gerir það að verkum að erfitt er að halda í hurðina þegar mest er þörf á því í hávaðaroki eða hviðum. Afturhlerinn er tvískiptur og hægt að opna annaðhvort ein- göngu rúðuhlutann eða allan hler- ann. Farangursrýmið er feiknarmik- ið, eða 1.320 lítrar og stækkanlegt í 2.486 lítra með því að fella niður aftursætisbökin, 60/40. Hægt er að fá þriðju sætaröðina sem aukabún- að í bílinn og kostar bekkurinn 182.000 kr. í handstýrðu útfærsl- unni en 289.000 ef hún er rafdrifin. Explorer kemur með svokölluðu Control Trac-fjórhjóladrifskerfi. Bílstjóri getur valið um þrjár still- ingar í kerfinu. Í fyrsta lagi 4x4 Auto, en þá er bíllinn í raun aft- urhjóladrifinn en deilir togaflinu til framhjólanna um leið og skynj- arar verða varir við að afturhjólin missa grip. Í 4x4 High er mismunadrifinu læst og togaflið skiptist jafnt, 50/ 50, á milli fram- og afturása. 4x4 Low er síðan lága drifið sem menn grípa til við verstu mögulegu að- stæður. Mikill búnaður – hagstætt verð Explorer er boðinn í fjórum út- færslum og með V6- eða V8-vélum. Limited-útfærslan er best búin og útlitslega aðgreinir hún sig frá öðrum með 17" krómfelgum, króm- uðum útispeglum og þakbogum auk þess sem stuðarar og gang- bretti eru samlit bílnum. Krómið heldur áfram þegar inn er komið. Þar blasir fyrst við stór gírstöngin sem er skreytt krómi og í kringum stóra og auðlesanlega mælana eru krómhringir. Limited og Eddie Bauer-út- færslurnar eru með leðursætum og eru framsætin með rafstilling- um og með minni fyrir ökumann. Þægindabúnaðurinn er sem sagt ekki skorinn við nögl og upplifunin er eins og í dýrari gerðum lúxusj- eppa. Í stýrinu eru hnappar sem stjórna hljómtækjum og skriðstilli en líka miðstöðinni, sem er mikill kostur. Annar staðalbúnaður í Limited er stöðugleikastýring, loftþrýstingsmælir fyrir hjólbarða, loftkæling, aksturstölva með hita- mæli og áttavita, aðkomuljós í hlið- arspeglum, krómað grill, 17" króm- felgur, bakkskynjari, gangbretti, leðursæti með rafstýringum, hiti í framsætum og margt fleira. Verðið á Limited V8 er 4.620.000 kr. sem verður að teljast verulega hagstætt þegar litið er til vélar, búnaðar og stærðar bílsins. Þess má geta að fyrir tveimur árum kostaði eldri gerð Explorer með V6-bensínvélinni í XLT-útfærslu 4.500.000 kr. en þá var öðruvísi um að litast í gengismálum hérlendis. gugu@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 B 7 bílar Mesta úrval landsins af rafgeymum! TUDOR fyrir framtíðina! Bíldshöfða 12 • 110 Reykjavík • Sími: 577 1515 • www.skorri.is • Mælum rafgeyma. • Skiptum um rafgeyma. B&L atvinnubílar kynna um þessar mundir sendibíllinn Trafic í nýrri pallbílaútgáfu. Innanmál pallsins eru 195 cm á breidd og 276 sm á lengd, en burð- argeta pallbílsins er með því mesta sem gerist í þessum stærðarflokki eða 1.260 kg. Þá er hann með 40 sm niðurfellanleg hliðarborð, læst innbyggt geymsluhólf á annarri hliðinni og innbyggða geymslu fyr- ir varadekk í aftanverðum pallin- um. Hljóðlátur vinnustaðir Hvað staðalbúnaðinn varðar þá er bíllinn m.a. með geislaspilara, rafmagn í rúðum og hliðarspeglum, ABS-aflhemla, hæðarstillanlegt ökumannssæti og fjarstýrðar sam- læsingar. Annar stór kostur við pallbílinn er að mati Bjarna Þ. Sigurðssonar, sölustjóra, sá, hversu hljóðlátur hann sé og á það við bílinn í heild sinni, að hans sögn. „Ekki er óal- gengt að pöllum fylgi ískur eða skrölthljóð, ekki síður hjá smærri pallbílum en vörubílum. Allur frágangur Trafic-pallbílsins ásamt festingum er af þessum sök- um afar vandaður, þannig að hann gefur engin leiðinda hljóð frá sér. Þá er 1,9 lítra dCI, 100 hestafladís- ilvélin, hljóðlát auk þess sem hann státar af afar góðri hljóðeinangrun líkt og Trafic-sendibíllinn gerir. Þetta er því ekki bara vel útbú- inn heldur einnig afar hljóðlátur vinnustaður ef svo má að orði kom- ast.“ B&L hefur hafið sölu á Renault Trafic með palli. Nýr Trafic-pallbíll frá Renault TOYOTA Motor Europe fagnar góðri byrjun á árinu 2006 en fjöldi pantana á öllum nýjustu gerðum Yaris, RAV4 og Aygo hafa streymt inn frá áramótum. Þessar niðurstöður þýða að Toyota er á réttri braut við að ná þeim markmiðum sínum að selja eina milljón bifreiða á árinu 2006. Mikil eftirspurn er eftir nýjum Yaris. Þrátt fyrir að hann hafi fyrst komið á markað í desem- ber 2005 hafa um 60.000 við- skiptavinir þegar lagt inn pönt- un fyrir nýja bílnum, en Toyota ráðgerir að selja 260.000 ein- tök á árinu. Frá byrjun janúar hafa borist um 20.000 pantanir á nýjum og betri RAV4, jafnvel þótt hann hafi ekki verið settur í sölu fyrr en um miðjan febrúar. Vonir standa til að sala á RAV4 á árinu nái um 100.000 eintök- um. Ný gerð Aygo, sem kynnt var á seinni hluta ársins 2005, hef- ur þegar sett mark sitt á nýjum markaðshluta fyrir Toyota-bíla. Nú þegar hafa 40.000 við- skiptavinir pantað Aygo og eru flestir þeirra nýir viðskiptavinir Toyota. „Þetta er mjög góð byrjun á árinu hjá Toyota Europe og sýnir að viðskiptavinir eru mjög áhugasamir um allar nýjungar frá okkur. Við gerum ráð fyrir að nýr Yaris verði söluhæstur hjá okk- ur í ár og erum við sérstaklega ánægð að sjá hversu góðar við- tökur 1,3 VVT-i-vélin hefur feng- ið en hún nær til næstum því 50% af allri sölu. Árangur Aygo sýnir að Toyota getur náð vel til yngri kynslóð- arinnar,“ segir Andrea Formica, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Toyota Motor Europe. Toyota byrj- ar árið vel Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.