Morgunblaðið - 30.04.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.04.2006, Blaðsíða 12
12 | 30.4.2006 ar maður er búin að ná góðu sambandi við einhvern heimilismanninn,“ segir Eliza- bet. „Svo einn dag kemur maður til vinnu og þá er sagt að hann sé dáinn. En þannig er lífið.“ Valgerður kannast einnig við þetta. „Það er alltaf svolítið undarlegt þegar fólkið deyr þótt maður hafi tamið sér að taka það ekki mjög mikið inn á sig. Eins er alltaf leiðinlegt ef upp koma einhver mál – ef gamla fólkið er ósátt. Slíkt kemur alltaf fyrir annað slagið eins og kannski er eðlilegt á stóru heimili. Aðstandendurnir eru líka mjög misjafnir. Sumir eru virkir og vel inni í málum síns fólks. Aðrir heimilismenn eiga minni fjölskyldur og fá þá ekki eins mikið af heimsóknum en yfirleitt eru að- standendur fólksins nokkuð sáttir við okkar frammistöðu.“ Stærstur hluti launanna sendur út | Nú, þegar hækkanir sem ákvarðaðar voru í vik- unni eru ekki komnar til framkvæmda, eru þær báðar með um 122 þúsund krónur í grunnlaun fyrir 100% vinnu en ofan á það kemur álagsvinna, s.s. kvöldvinna og helg- ar- og næturvaktir. Aðspurð segist Valgerður yfirleitt taka nokkrar aukavaktir í mán- uði og að dæmigerð útborguð laun hjá sér séu um 120 þúsund krónur. „Þá er ég með vaktarálag og yfirvinnu og verð bara að láta það duga. Það geng- ur en ég lifi ekki lúxuslífi. Ég á t.d. ekki bíl því ég hefði ekki efni á því. Ég leigi á 40 þúsund krónur þannig að það segir sig eig- inlega sjálft að ég geri mjög sjaldan eitthvað sem kostar ein- hverjar summur. Maður fer kannski einu sinni í bíó í mánuði eða á djammið og er rosalega lengi að safna sér peningum, eins og t.d. fyrir utanlandsferð. Maður hefur svo lítið aflögu til að setja inn á sparireikning. Þetta gengur þó ágætlega því maður er bú- inn að venjast því að láta þann litla pening, sem eftir er þegar maður er búinn að borga alla reikninga, endast út mánuðinn.“ Elizabet er með sömu grunnlaun, 122 þúsund krónur, en tekur að sér mikla auka- vinnu í hverjum mánuði. „Ég sendi pening í hverjum mánuði út til Equador,“ segir hún og játar að þar sé um stærstan hluta launa hennar að ræða. „Maðurinn minn er líka að vinna og þannig gengur þetta upp. Það vantar samt alltaf pening og eins þurf- um við að reyna að spara til að eiga fyrir flugfari út til Equador, en ég hef farið á hverju ári til Equador að heimsækja börnin mín frá því ég fluttist hingað til Íslands. Eins þurfum við að spara fyrir framtíðina en okkur dreymir um að kaupa íbúð, ekki hér heldur heima, í mínu landi. Til þess að það sé mögulegt verður maður að taka eins mikla aukavinnu og mögulegt er.“ Hver skyldu þá útborguð laun Elizabetar vera? „Í síðasta mánuði fékk ég um 150 þúsund krónur útborgað en þá voru minnst 50 aukavinnutímar inni í því. Stundum finnst mér þetta þreytandi því ég vinn mikið og hvíli mig sjaldan. En bráðum fer ég í frí og núna ætla ég að sækja börnin mín út til Equador og hafa þau hjá mér í sumar. Mig langar til að þau kynnist landinu og við hlökkum öll mikið til.“ Hún bætir því við að venjulega hafi hún verið tvo, þrjá mánuði í Equador á ári. „Hér er gott fólk sem skilur að börnin mín skipta mig öllu og að ég verði að fá að fara í lengri tíma en bara einn mánuð. Það yrði bara of stutt.“ Hún dæsir þó yfir dýrtíðinni á Íslandi og segist virkilega þurfa að horfa í hvern eyri. „Allt er dýrt hérna. Ég á t.d. engan bíl en það kostar samt að nota strætó og eins er rosalega dýrt að kaupa í matinn.“ Hún segir þau hjón þó stöku sinnum leyfa sér að lyfta sér upp, t.d. með því að skreppa í bíó. „Maður verður stundum að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir hún og brosir. „Eitthvað annað en að vinna.“ Ekki í starfinu út af laununum | Aðspurðar segja þær hægt að hífa upp launin með því að sækja námskeið en þar sé þó ekki um stórar summur að tefla. „Ekki nema að hreinlega fara í sjúkraliðanám en það er líka þriggja ára nám,“ segir Valgerður og Elizabet kinkar kolli. „Það er líka erfitt að vera í meira en fullri vinnu og ætla sér líka að læra. Það er enginn tími til þess – hvenær á maður að sofa?“ Jú, þær segja vissulega gaman í vinnunni en ekki svo gaman þegar launaseðillinn berst. „Auðvitað brýtur það áhuga manns svolítið niður,“ segir Valgerður. „Við erum ekki í þessu út af laununum – það hlýtur að vera alveg greinilegt. Og þegar manni finnst maður vera að sinna merkilegu starfi er leiðinlegt og niðurdrepandi að öðrum skuli ekki finnast það líka.“ Á hjúkrunarheimilinu Skjóli vinna á sitthvorri hæðinni þær Valgerður Jón-björnsdóttir og Elizabet Ramos. Valgerður hefur unnið á Skjóli í rúm fjögur ár en Elizabet í rúm fimm. Eins og að líkum lætur er bakgrunnur þeirra og sögur æði ólíkar. „Ég vann í sumarvinnu á elli- og dvalarheimili á Sauðárkróki þegar ég var 17, 18 ára,“ segir Valgerður sem á kærasta en er barnlaus. „Mér hafði fundist þessi sum- arvinna alveg ágæt og sótti því hér um og var hér í nokkra mánuði í fullri vinnu áður en ég fór aftur í skóla til að klára stúdentsprófið. Það hentaði mér mjög vel að vinna hér á Skjóli með skólanum því ég fékk að ráða hversu mikið ég vann og gat alltaf fengið kvöldvaktir og helgarvaktir.“ Saga Elizabetar er af öðrum toga. „Ég er frá Equador í Suður-Ameríku en kom til Íslands árið 2001 og byrjaði þá strax hér á Skjóli,“ segir hún á íslensku. „Mágkona mín, sem hefur búið hérna í 15 ár, stakk upp á því við manninn minn að hann kæmi hingað til að vinna því í mínu heimalandi er mjög erfitt að verða sér úti um peninga. Það er ekki svo erfitt að fá vinnu en hún er bara svo rosalega illa borguð, sem getur svo sem verið í lagi þegar maður er ein- hleypur. Við eigum hins vegar börn og það kostar mikið að hafa þau í skóla og borga fyrir þau mat og annað. Þannig að maðurinn minn ákvað að koma hingað og árið á eftir kom ég líka. Börnin, sonur okkar sem er ellefu ára og átta ára dóttir, urðu hins vegar eftir úti í Equador þar sem þau búa hjá foreldrum mín- um.“ Báðar segja þær vinnuna á Skjóli skemmtilega en erfiða. „Ég myndi segja að þetta væri mjög gefandi starf,“ segir Valgerður. „Það kom mér svolítið á óvart. Ég var svo- lítið stressuð fyrsta vinnudaginn minn fyrir nokkrum árum og ímyndaði mér að það yrði erfitt að aðstoða gamla fólkið við þeirra persónulegu verk, eins og að baða þau og hjálpa þeim á klósettið og þess háttar. En svo reyndist það mun auðveldara en ég hafði haldið.“ Elizabet tekur undir þetta. „Ég er lærður lögfræðingur en finnst þessi vinna samt mjög skemmtileg þó hún sé svolítið erfið. Maður kynnist til dæmis mörgu góðu fólki. Margir eru skemmtilegir og finnst gaman að spjalla. Þegar ég var nýbyrj- uð átti ég mjög erfitt með að skilja fólk enda íslenskan erfitt tungumál og ólík mínu móðurmáli, spænskunni. Stundum langaði mig ekki heldur alveg að skilja, t.d. þegar mikið var að gera. Smám saman hef ég lært meira í íslenskunni sem hefur gert þetta auðveldara og núna skil ég málið ágætlega. Ég á líka foreldra og finnst gott að kynn- ast gamla fólkinu og hvernig það hefur það hér á Íslandi. Þá er líka gott að geta boðið fram aðstoð sína því þetta fólk er margt hvert búið að vinna mikið um ævina.“ Undarlegt þegar fólkið deyr | Þær játa því að heimilisfólkið hafi mikla þörf fyrir sam- ræður. „Á svona stóru heimili nær það að spjalla svolítið við hvort annað,“ segir Val- gerður. „Svo spjallar það líka heilmikið við okkur starfsfólkið, segir frá sínum málum og spyr um okkar persónulega líf. Sumir hafa gaman af því að fylgjast með því sem getur verið mjög gaman en auðvitað er gamla fólkið misjafnt eins og aðrir.“ Val- gerður, sem er 23 ára, segist aðspurð skilja eldri kynslóðina betur eftir að hún hóf störf á Skjóli. „Kannski ber ég meiri virðingu fyrir gamla fólkinu. Áður leiddi ég ekki einu sinni hugann að því – gamalt fólk var bara gamalt fólk.“ Þær viðurkenna að starfið reyni talsvert á. „Líkamlega er til dæmis erfitt að baða fólk,“ segir Valgerður og Elizabet tekur undir: „Þá þarf maður að passa vel upp á sjálfan sig því margir eru þungir og maður getur auðveldlega fengið í bakið við að lyfta þeim.“ Valgerður kinkar kolli. „Eftir því sem fólkið verður eldra og veikara þarf að lyfta því meira og beita meira handafli sem getur tekið svolítið í.“ Starfið er þó krefjandi á fleiri vegu. „Lífið er stutt og stundum er það sárt, t.d. þeg- VALGERÐUR JÓNBJÖRNSDÓTTIR OG ELIZABET RAMOS, STARFSMENN Á SKJÓLI HVENÆR Á MAÐUR AÐ SOFA? Börnin, sonur okkar sem er ellefu ára og átta ára dóttir,urðu hins vegar eftir úti í Equador þar sem þau búa hjá foreldrum mínum. …í myndaði mér að það yrði erfitt að aðstoða gamla fólkið við þeirra per- sónulegu verk, eins og að baða þau og hjálpa þeim á klósettið … Valgerður fylgir Soffíu Jónsdóttur til herbergis síns. Elizabet skenkir Ólafi Árnasyni kaffi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.