Morgunblaðið - 30.04.2006, Blaðsíða 20
LOFAR GÓÐU
Þóttist vera
Krókur og
Zorro
R agnar Torfi Teitsson varð Norðurlanda-meistari í skylmingum unglinga 15 ára ogyngri í fyrra og í þriðja sæti í flokki 17 ára
og yngri á sama móti. Hann lauk nýverið keppni á
Norðurlandameistaramótinu 2006, sem haldið var í
Finnlandi að þessu sinni, og var í sjöunda sæti að
þessu sinni. Ragnar Torfi byrjaði að æfa skylmingar
11 ára gamall og æfir nú með tveimur félögum og
þjálfar þar að auki nemendur í flokki 6–10 ára.
„Mér þóttu skylmingar heillandi þegar ég var lítill
og var alltaf að þykjast vera Krókur skipstjóri í Pétri
Pan. Þegar fyrri myndin um Zorro var sýnd spurði
ég mömmu hvort það væri til skylmingafélag ein-
hvers staðar og byrjaði þá að æfa.“
Ragnar Torfi æfir skylmingar í hóptímum í
Reykjavík tvo tíma á dag fimm sinnum í viku
og er líka í einkatímum í FH einu sinni í
viku og þjálfar fyrir félagið. „Ég hef líka ver-
ið að læra á klarinett undanfarin sjö ár, sem
gengur bara ágætlega. Ég byrjaði að læra á
blokkflautu og þegar kom að því að velja
annað hljóðfæri minntist mamma á, að hún
hefði lært á klarinett á sínum tíma og því
ákvað ég bara að velja það,“ segir hann.
Fleiri áhugamál eru skriftir og stuttmynda-
gerð, sem Ragnar Torfi hefur unnið að með
félaga sínum. „Svo hef ég líka dundað mér
við að mála Warhammer-kalla,“ bætir hann
við. Ragnar Torfi kveðst að sjálfsögðu hafa
farið að sjá nýtt framhald Zorro-myndarinn-
ar sem áður var getið og segist nokkuð sátt-
ur. „Ég var bara mjög ánægður með útkom-
una. Seinni myndin er örlítið frábrugðin
þeirri fyrri og gengur ekki bara út á eintómar
skylmingar, það var svolítill kúrekastæll á
henni og mér fannst hún góð.“ Hvað fram-
tíðina varðar býst Ragnar Torfi við því að
fara í menntaskóla að loknum tíunda bekk,
sem hann klárar á þessu ári, og velja nátt-
úrufræðibraut eða -deild í skólanum sem
verður fyrir valinu. Að því búnu er allt eins
víst að hann ákveði að fara í lögfræði, þótt
hann sé ekki endilega farinn að hugsa svo
langt. | helga@mbl.isR
A
G
N
A
R
T
O
R
F
I
T
E
IT
S
S
O
N
L
jó
sm
yn
d:
Þ
Ö
K
J afn sterkt og stál – jafn fíngert og köngulóarvefur.“ Þannig lýsti DuPont-fyrirtækið gegnsæjuog silkikenndu efni sem það kynnti bandarískum almenningi árið 1939 og síðar átti eftir aðumvefja fótleggi milljarða kvenna um heim allan. Jú, nælonið kom eins og stormsveipur fram á
sjónarsviðið á fyrri hluta síðustu aldar og er ekki enn séð fyrir enda á drottnun þess á tískusviðinu.
Sama ár og nælonið var kynnt hóf DuPont-fyrirtækið framleiðslu á nælonsokkum og ári síðar eða
1940 komu þeir á markað fyrir almenning. Skemmst er frá því að segja að nælonsokkarnir slógu í
gegn svo bókstaflega að dæmi voru um að konur lentu í handalögmálum við að reyna að komast yfir
þennan dýrðarvarning í verslunum. Alls seldi DuPont-fyrirtækið 64 milljónir para af nælonsokkum
fyrsta árið sem þeir voru á markaði.
Nokkur tími leið áður en fyrstu nælonsokkabuxurnar komu fram á sjónarsviðið. Fram að því höfðu
konur þurft að notast við sérstök sokkabandabelti til að halda nælongersemunum uppi en árið 1959
kom Glen Raven Mills-fyrirtækið fram með byltingarkennda nýjung sem maður að nafni Allen Grant
Senior hafði skapað. Um var að ræða nærbuxur og sokka samansett í eina flík og þegar við bættist
ógegnsær nælontoppur var ekki lengur þörf fyrir jafn flókna undirfatasamsetningu og áður. Árið
1965 þróaði Glen Raven Mills nýja útgáfu nælonsokkabuxnanna án sauma sem kallaðist vel á við
aðra nýjung sem tískumeðvitaðar snótir flykktust um á svipuðum tíma, nefnilega mínípilsið.
Einfölduðu nærklæðaburðinn
SAGA HLUTANNA | NÆLONSOKKABUXURNAR
20 | 30.4.2006