Morgunblaðið - 30.04.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.04.2006, Blaðsíða 17
Það fer ekki á milli mála hverjir ganga íHooha-bolum, því þeir skera sig úrfjöldanum. Þeir Kim Michael Nielsen og Henrik Knudsen þykja hanna einhverja flottustu stuttermaboli í Kaupmannahöfn. Bækistöðvar þeirra eru á hinni notalegu Elme- gade þar sem þeir reka verslun, vinnustofu og skrifstofu. Strákarnir kynntust í gegnum sam- eiginlegan vin þegar þeir voru í listaskóla og úr varð hönnunar- fyrirtækið Hooha. Þetta var árið 2003 en í dag er fyrirtækið vel þekkt meðal áhugamanna um góða hönnun. Hönnun þeirra félaga fæst ekki aðeins í verslun þeirra heldur líka í fjölda sérverslana í Danmörku, Noregi og í Belgíu. Aðalsöluvaran eru sérhannaðir og handunnir stuttermabolir með grafísku þrykki. „Við byrj- uðum að selja í gegnum Netið og bolirnir voru fáanlegir á heimasíðunni okkar. Fljótlega spurð- ist þetta út, eftirspurnin jókst og fólk fór að hringja í okkur til að fá bolina keypta,“ segja þeir. Eitt leiddi af öðru og einn daginn duttu Danirnir niður á litlu skonsuna í Elmegade, sem er eftirsóttur staður fyrir verslun, enda í hverfi sem iðar af lífi og fjöri og svipar í raun svolítið til 101 Reykjavíkur. Allir þekkja alla og veifa inn um gluggana er þeir renna framhjá á hjól- unum. Það er eins og fólkið tilheyri risastórri klíku þar sem nýjungagirnin er allsráð- andi. Í hverfinu ægir saman ólíkum áhrifum og hverskyns rekstri; indverskum, spænsk- um, japönskum og ítölskum veitingastöðum, kaffihúsum, börum, tehúsum, fatabúðum og síðast en ekki síst allra þjóða kvikindum. Til að mynda er hið íslenska Laundromat Café beint á móti Hooha versluninni og því er stutt að kíkja í kaffi og henda af sér fötum í þvotta- vélar sem eru á staðnum. Stundum er valið næstum kvöl | Reksturinn er í blóma, en Kim og Henrik segja að í fyrstu hafi verið erfitt að fá hönnuði til liðs við Hooha. Núna sé merkið þekktara og því allt auðveldara. Daglega berst þeim fjöldinn allur af fyrirspurnum og hugmynd- um frá hönnuðum sem vilja vinna fyrir þá. „Valið er einfalt,“ segir Kim: „Ef hönn- unin er góð þá kemst hún að! Ef þú þekkir einhverja góða hönnuði, láttu okkur endi- lega vita,“ bætir hann brosandi við. Árlega ráða þeir til sín um 15 hönnuði og fólk til að sníða í verktakavinnu. „Þannig fáum við fjölda tilbrigða fyrir hverja línu. Oft eru lausnirnar það góðar að valið nálg- ast það að vera kvöl! Þó er þetta skemmtilegt og gefandi og við endurtökum okkur aldrei.“ Eftir að hugmyndin hefur verið valin tekur við vinnan við að þrykkja á bolina. Kim og Henrik vaka þá jafnan heilu og hálfu næturnar við að handþrykkja hverja ein- ustu flík. Eins og gefur að skilja er vinnuvikan óhemju löng en þeir segja það í lagi, enda sé vinnan aðaláhugamálið. „Við eyðum í raun meiri tíma hér heldur en heima hjá okkur, sem betur fer er allt í sátt og samlyndi á milli okkar.“ Eitt af boðorðum Hooha er að setja aðeins takmarkað magn af hverri flík í sölu. Að sögn félaganna hefur tiltækið slegið í gegn. „Það er allt í lagi þótt við höfum aðeins 20-30 flíkur til sölu, kúnninn skynjar að hann er að kaupa handgerða og sérstaka flík.“ Stuttermabolirnir kosta 300-350 krónur danskar og seljast á augabragði. Ekki er óalgengt að viðskiptavinir bíti í það súra epli að varan sem þeir komu gagngert til að kaupa sé uppseld. „Jú, við töpum auðvitað peningum á því að eiga ekki til nóg af selj- anlegum vörum á lager en við höldum þessu engu að síður til streitu. Menn finna sér bara eitthvað annað í staðinn og um leið vita þeir að hver flík er einstök. Um daginn pöntuðum við til dæmis inn fjögur pör af herraskóm og þau seldust öll sama daginn – svona vinnum við bara.“ Draumur Dananna í framtíðinni er að opna „boutique“ þar sem allar uppáhalds- vörurnar þeirra væru á boðstólnum; besta tónlistin, fallegustu listaverkin, skemmti- legustu bækurnar, fötin og svo auðvitað úrval af stuttermabolum. | osiris0904@hotmail.com HOOHA, Elmegade 14, kld., 2200 Köbenhavn N., Tel.: +3537 6037, www.hooha.dk KAUPMANNAHÖFN | GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR 11. BOÐORÐIÐ VAR HOOHA Michael Nielsen og Henrik Knudsen. Tveir Danir hanna vinsæla stuttermaboli og fylgihluti undir merkinu HOOHA Öll almenn snyrting Göt í eyru • Húðslípun • Nudd • Förðun • Dekurdagar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.