Morgunblaðið - 30.04.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.04.2006, Blaðsíða 19
30.4.2006 | 19 Haltu þínu striki með áætlanir og ráðagerðir; pen- ingar, framrás og miðlun eru leiðirnar til þess. Hrút- urinn á að hafa gætur á flæðinu og reyna að koma auga á leyndar gildrur í þessu sambandi, í stað þess að æða áfram á sinn venjulega máta. Ef þú gætir þess að haga seglum eftir vindi, ganga hlutirnir betur heima fyrir og í fjármálum. Hver veit, nema að draumarnir rætist? Einbeittu þér að bókhaldinu, fjárhagsáætl- unum og forgangsröðinni. Gakktu hreint til verks og hafðu skynsemina að leiðarljósi. Á fullu tungli í sporð- dreka 13. maí gæti eitthvað óvænt komið upp, ekki láta fljótfærni eða gremju ná tökum á þér. Hrútur 21. mars – 20. apríl Til hamingju með afmælið, naut! Flýttu þér hægt og ekki taka áhættu í ástar- og peningamálum á næst- unni. Einhver þarf hugsanlega á hjálp þinni að halda og kannski þarftu að taka ákvörðun sem tengist vinnunni eða samskiptum við yfirmann. Er togstreita milli þín og einhvers nákomins um þau skref sem rétt væri að taka næst? Maki eða náinn vinnufélagi gæti verið í þónokkru uppnámi. Einhver tíðindi eða at- burðarás hjálpar nautinu við að taka stefnu í fyrstu viku nýs mánaðar. Kannski rennur upp fyrir því ljós þegar tungl verður fullt í sporðdreka 13. maí. Ekki bregðast harkalega við eða bæla niður hugsanir þínar. Naut 20. apríl – 21. maí Taktu það rólega á næstunni ef þú getur. Einbeittu þér að smáatriðum og því sem gerist bak við tjöldin. Gerðu áætlanir og spáðu í framtíðardraumana. Pen- ingamálin eru í brennidepli og kannski þarftu að glíma við uppistand eða hávær mótmæli í tengslum við vinnu eða heilsu þessi mánaðamót. Vinna og heilsa eru undir smásjánni núna. Gríptu tækifæri sem þú færð til þess að komast áleiðis, eða mennta þig á einhvern hátt. Spáðu í aðstæður þínar og mundu eftir að hugsa áður en þú opnar munninn. Leitaðu eftir sérfræðiráð- gjöf ef þú þarft að fást við eitthvað sem þú þekkir ekki eða ef þér finnst þú hafa færst of mikið í fang. Tvíburi 21. maí – 20. júní Mánuðurinn byrjar í hringiðu framandi samskipta. Gættu þess að þreyta þig ekki um of. Það er ekki víst að ljónið hafi orku til þess að sinna félagslífinu af kappi. Óvænt framvinda eða breytingar á heimili og í fjármálum gætu blasað við. Einhver gæti látið freist- ast af daðri eða leynilegu sambandi. Einbeittu þér að vinnu þinni og skyldum næstu vikur. Samskipti við yf- irboðara koma við sögu og kannski þarftu að taka við stjórnartaumunum á einhverju sviði. Hugsanlega mætast stálin stinn vegna togstreitu við vinnufélaga út af yfirráðum og vinnu og þú þarft líka að huga að jafnvæginu milli starfsframa og einkalífs. Ljón 23. júlí – 23. ágúst Nóg er á döfinni í peningamálum vogarinnar í upphafi nýs mánaðar. Sameiginlegar eigur, lánstraust og veð- lán eru undir smásjá. Leitaðu leiða til þess að láta peningana vinna fyrir þig. Óvænt útgjöld gætu komið upp og stilltu þig um eftirlátssemi. Breytingar blasa við og tengjast fjárhagnum, atvinnuhorfum og innstu vonum þínum og þrám. Kannski þarftu að tjá ástvini þínar innstu hugrenningar, eða þá að þú kemst á snoð- ir um leyndarmál. Aðstæður skýrast hugsanlega á fullu tungli í sporðdreka 13. maí. Taktu ákvörðun í framhaldi af því en gættu þess að hlaupa ekki á þig. Lokaútkoman gæti blasað við í þriðju viku maí. Vog 23. september – 22. október Þú átt spennandi og viðburðaríkan mánuð í vændum. Örvunin kemur frá maka eða nánum aðstandendum sem hrinda atburðarásinni af stað. Aukinn þroski og skilningur er tímabær. Farðu vel yfir stöðuna og vertu vakandi fyrir vísbendingum og fyrirboðum. Spennandi átök eða kynni koma við sögu í fyrstu viku mánaðar- ins, vinna og dagleg rútína eru vettvangur þeirra en maki og nánir félagar eiga líka hlut að máli. Ágrein- ingur eða munur á grundvallarviðhorfi gæti blasað við. Of auðvelt væri að einblína á það sem skilur að. Þess í stað skaltu hlusta vel á þau orð sem látin eru falla. Á fullu tungli 13. maí blasir lausnin e.t.v. við. Sporðdreki 23. október – 21. nóvember Ferðalög, nám, menntun, kunningjar úr fjarlægum heimshluta eða stóra samhengið í lífinu eru í brenni- depli þessa dagana. Kannski á fiskurinn í samninga- viðræðum um peninga, eða í samskiptum við fólk sem sýslar með fé. Eða þá að hann ákveður að fjárfesta í einhverju. Ferðalög eða stefna í lífinu gæti komið til athugunar. Einhverjar fréttir virðast bíða þín, hefur þú talað við alla sem þú þarft að ræða við? Frestaðu endurskoðun og ákvörðunum þar til tungl verður fullt í sporðdreka 13. maí. Línur gætu skýrst þá, en líka hægt að gera ráð fyrir óvissu og ótta. Gættu þín í samskiptum og ekki bregðast of harkalega við. Fiskar 20. febrúar – 20. mars Breytingar tengdar vinnu og heilsu gætu verið á döf- inni í þessum mánuði. Nýir valkostir eða atburðarás blasir hugsanlega við í fyrstu viku maí. Nýjar persón- ur gætu komið við sögu. Sviptingar tengjast heimili og innri manni. Hafðu gætur á heilsunni og orkunni þegar tungl verður fullt í sporðdreka 13. maí. Þreyta eða niðursveifla gæti blasað við bogmanninum. Vertu á varðbergi gagnvart vinnutengdum ferðalögum eða bilunum af einhverju tagi. Samskipti við einhvern ein- kennast kannski af ruglingi og misskilningi. Bogmað- urinn þarf að taka þýðingarmikla ákvörðun en á að fresta henni þar til síga fer á seinni hluta mánaðar. Bogmaður 22. nóvember – 21. desember Vatnsberinn má eiga von á annríki og athafnasemi, en þarf að gæta sín á hlykkjum og bugðum á leið sinni á næstunni. Málefni sem tengjast vinnu og heilsu eru í forgrunni fyrstu dagana og kannski þarftu að hreinsa til og taka þýðingarmikla ákvörðun. Yfirráð, vinna og jafnvægið á milli starfs og einkalífs þarfnast athug- unar. Miklar umræður eru líka á döfinni og líklegt að atburðarásin nái hámarki þegar tungl verður fullt í sporðdreka 13. maí. Breytingar verða hugsanlega á uppbyggingu, skyldum eða samskiptum sem tengjast maka eða nánum félögum. Áttaðu þig á stöðunni en spáðu líka í hvernig og hvenær rétt er að bregðast við. Vatnsberi 21. janúar – 19. febrúar Þeir sem eiga afmæli um þessar mundir fæddust þegar sólin skein í merki nautsins, öðru stjörnumerki dýrahringsins. Sólin táknar grunneðlið í stjörnuspeki, okkar innri mann. Nautið er undir áhrifum ástarplánetunnar Venusar og telst stöðugt og hefur skynsemi og öryggi að leiðarljósi. Nautið getur verið mjög segulmagnað og hefur oft dálæti á nautnum ýmiss konar. M a í RÝNT Í STJÖRNURNAR Fjármálin eru í brennidepli núna. Þýðingarmikil verk- efni og samningar virðast á næsta leiti. Ekki missa sjónar á stóra samhenginu; nám, ferðalög, víkkandi sjóndeildarhringur og framandi kunningjar eiga eftir að koma við sögu. Reyndu að beina sjónum þínum að lokaáfanganum, þú átt eftir að komast þangað sem þú ætlar þér. Meyjan gæti fengið góðar fréttir í byrjun mánaðarins eða nýtt verkefni. Breytingar virðast blasa við og líklegt að dragi verulega til tíðinda á fullu tungli í sporðdreka 13. maí. Að því loknu veit meyjan hvert hún á að stefna. Settu markið hátt og farðu rétt að. Glufur opnast skyndilega, vertu viðbúin(n). Meyja 23. ágúst – 23. september Nýr mánuður byrjar með talsverðu tilfinningaflóði. Viðfangsefni tengd börnum, peningum, rómantík og lífsmáta koma við sögu. Leyfðu línunum að skýrast áður en þú tekur þýðingarmikla ákvörðun. Vinir og hópvinna að sameiginlegu markmiði eru í brennidepli. Árangur eða draumur sem rætist gæti verið innan seilingar. Kannski þarftu að taka áhættu af einhverju tagi. Fullt tungl verður í sporðdreka 13. maí og beinir orkunni að prívatlífinu. Hægðu á þér og farðu vel yfir stöðuna í síðustu viku maí, gættu þess að þér yfirsjáist ekki eitthvað og vertu á varðbergi fyrir mótstöðu af einhverju tagi. Reyndu að haga seglum eftir vindi. Krabbi 21. júní – 22. júlí Farðu vel yfir allt sem tengist vinum og vonum og þrám sem blunda innra með þér. Hverju eða hverjum viltu tilheyra? Þú kemst hugsanlega á snoðir um það innan tíðar en áður en það verður þarftu að líta til- baka og gaumgæfa hversu miklum árangri þú hefur náð með það sem er þér mikilvægt. Á fullu tungli í sporðdreka 13. maí gefst kjörið tækifæri til þess að líta yfir farinn veg. Fjármálin gætu verið knýjandi og þarfnast yfirferðar og endurskoðunar. Rómantíkin liggur líka hugsanlega í loftinu. Einnig þarf stein- geitin að huga að einhverju sem tengist börnum eða möguleikum af einhverju tagi. Hvernig er ástandið? Steingeit 22. desember – 20. janúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.