Morgunblaðið - 30.04.2006, Blaðsíða 4
4 | 30.4.2006
SÝNINGIN Það gisti
óður í minningu
Snorra Hjartarsonar
var opnuð í
bókasal Þjóð-
menningar-
hússins.
R
ithöfundasamband Íslands sá um dagskrá sýningar sem haldin var
til heiðurs minningu Snorra Hjartarsonar, undir nafninu Það gisti
óður. Hin glæsilega sýning á lífsstarfi skáldsins var haldin af því til-
efni að nú um mundir eru 100 ár liðin frá fæðingu þess en að henni standa
ættingjar Snorra í samvinnu við Þjóðmenningarhúsið okkar á Hverfisgötu.
Hjörtur Pálsson rithöfundur og ljóðskáld flutti erindi og hélt öruggum
höndum utan um dagskrána og Þorleifur Hauksson og Ragnheiður Stein-
dórsdóttir leikkona lásu kvæði eftir Snorra. Gunnar Guðbjörnsson óp-
erusöngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari fluttu sönglög við
kvæðin. Menningarflugan sveimaði á milli ánægðra gesta eins og
Sigurðar A. Magnússonar rithöfundar, Vigdísar Finnbogadóttur og
Vilborgar Dagbjartsdóttur skálds og Karls Guðmundssonar leik-
ara, sem er duglegur að mæta á menningarviðburði. Var spekúlerað
í handritum, teikningum og uppstilltum Silfurhestinum. Með
freyðivín í æðum var svo flögrað um borgina og fluguföruneyti kom
sér vel fyrir á borði við stóru gluggana á veitingahúsinu Apótekinu,
fékk sér snarl í gogginn og fylgdist með fólki í sumarskapi strekkjast
í vorvindunum í Austurstræti. Meðal gönguglaðra var meðal annars
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og var vígalegi
vísindamaðurinn sportí í gallabuxum, brúnum leðurfrakka og rauð-
um og hvítum æfingaskóm. Fyrir utan Hótel Borg voru hjónin
Kristján Jóhannsson óperusöngvari og frú hans, Sigurjóna Sverr-
isdóttir, en þau voru galaklædd og stórtenórinn með risastóran app-
elsínugulan trefil um hálsinn. Það verður jú að hlúa vel að dýrmætri
röddinni.
Kaffi París fór í andlitslyftingu og var opnað á dögunum eftir gagngerar
breytingar og var þá tilvalið að skella sér í „bröns“ í laugardagshádeginu
sem samanstóð af eggjahræru, beikoni, hreinum appelsínusafa, osti og
míní-lummum með sýrópi. Nokkuð smekklegt var um að litast og fasta-
gestir í karlaklíkum staðarins, eins og Örn Clausen lögmaður, sátu sem
fastast á sínum stöðum í salnum. Annars var margt fyrirmenna að dunda
sér í bænum; sjarmörinn og óperusöngvarinn Garðar Cortes senior sat á
Ömmukaffi í Austurstræti og Þórarinn Eldjárn skáld rölti um með
hundinn sinn. Flugustelpa skellti sér líka á sölusýningu á vatnslitamynd-
um eftir Louisu Matthíasdóttur sem var hleypt af stokkunum í Gallery
Kolbrún S. Kjarval. Í litlu rýminu á Skólavörðustíg var samankominn
mikill mannfjöldi og það var ansi pirruð Fluga sem reyndi árangurs-
laust að komast í réttu stellingarnar til að skoða myndirnar. Það var
verulega pirrandi að þurfa að troðast um á litlu sýningarsvæðinu en
Fluga hafði verið sérlega spennt fyrir þessum myndum Louisu þar sem
þær eru allar götu- og hafnarmyndir frá okkar ástkæru Reykjavík, sem auð-
vitað er uppáhaldsmyndefni ykkar dætra Austurstrætis. Boðið var upp á
hvítvín í pappakössum sem hver og einn þurfti að skenkja sér sjálfur í
plastglös, harla óvenjulegt. Í troðningnum tókst þó að spotta Tryggva
Ólafsson málara og varð það til að bjarga þessum vordegi. | flugan@mbl.is
Sigríður Þorvarðardóttir, Anna Kristín Einarsson, Edda Jónas-
dóttir og Guðbjörg Þorvarðardóttir.
L
jó
sm
yn
di
r:
E
gg
er
t
Tryggvi Ólafsson og Kolbrún Kjarval.
Una Sigurðardóttir og Erla Svava Sigurðardóttir.
Með freyðivín í æðum
. . . en þau voru galaklædd og stórtenórinn með risastóran appelsínugulan trefil um hálsinn . . .
FLUGAN
Í GALLERY Kolbrún S.
Kjarval var sýning á
vatnslitamyndum eftir
Louisu Matthíasdóttur.
Vilborg Dagbjartsdóttir og Haraldur Ólafsson.
L
jó
sm
yn
di
r:
E
gg
er
t
Kristján E. Karlsson og
Steingrímur Eyfjörð.
Torfi Hjartarson
og Svandís
Svavarsdóttir.
Hörður Bergmann og Árni Bergmann.
Sebastian
Frey og Andr-
ea Maack.
Una Margrét Reynis-
dóttir og Kristín
Gunnarsdóttir.
Í 101 GALLERY var
sýning á verkum Stein-
gríms Eyfjörðs.
L
jó
sm
yn
di
r:
E
gg
er
t
Kristín Jóhannesdóttir,
Sigurður Pálsson og
Ragnheiður Ásgeirsdóttir.
Birgir Guðjónsson,
Helga Torfadóttir og
Guðrún Þórhallsdóttir.
Ragnheiður Torfadótt-
ir, Jónas Ingimund-
arsson og Gunnar
Guðbjörnsson.