Morgunblaðið - 03.05.2006, Page 10
FÉLAG íslenskra atvinnuflug-
manna telur að frumvarp dóms-
málaráðherra til nýrra laga um
Landhelgisgæslu Íslands feli í sér
algjöra kúvendingu á kjörum flug-
manna Gæslunnar. Í frumvarpinu
sé afnumin tenging milli kjara
flugmanna Gæslunnar og annarra
atvinnuflugmanna, en eftir sem
áður þurfi flugmenn Gæslunnar
að búa við verkfallsbann.
Jóhannes Bjarni Guðmunds-
son, varaformaður Félags ís-
lenskra atvinnuflugmanna, segir
ástæðu til að óttast að flugmenn
Gæslunnar segi upp störfum nái
umræddar tillögur frumvarpsins
fram að ganga. „Það eina sem
þeir geta gripið til er að segja upp
störfum til að mótmæla þessu,“
segir hann og bætir því við að
mikil eftirspurn sé eftir flug-
mönnum um þessar mundir, ekki
síst þyrluflugmönnum. Hann seg-
ir að hjá Gæslunni starfi níu flug-
menn, þar af sex þyrluflugmenn.
Flugmenn Gæslunnar mót-
mæltu frumvarpinu í sérstakri
ályktun sem þeir sendu frá sér í
gær. „Verði frumvarpið óbreytt
að lögum er rofinn áratuga friður
um starfsemi og kjör flugmanna.
Gildandi lög tryggja að flugmenn
LHG (Landhelgisgæslunnar) hafi
sambærileg kjör og flestir at-
vinnuflugmenn hafa hér á landi.
Sú tenging er rofin með þessu
frumvarpi, en hún var forsendan
fyrir því að flugmenn afsöluðu sér
verkfallsrétti á sínum tíma,“ segir
m.a. í ályktuninni.
Refsing lögð við broti
á verkfallsbanni
Í umsögn sem FÍA hefur sent
allsherjarnefnd Alþingis segir
m.a. að frá stofnun flugdeildar
Gæslunnar árið 1955 hafi kjara-
samningar flugmanna hennar
tekið mið af kjarasamningum FÍA
og Flugfélags Íslands, síðar Flug-
leiða hf. og nú Icelandair ehf. Það
fyrirkomulag hafi verið staðfest í
lögum um Gæsluna frá árinu
1967, sem haldist hafi óbreytt all-
ar götur upp frá því. Það hafi ver-
ið forsenda þess að félagsmenn
FÍA féllust á að afsala sér verk-
fallsrétti á sínum tíma.
Jóhannes Bjarni segir að í
frumvarpinu sé tengingin við
kjarasamninga FÍA hins vegar af-
numin. Þar sé síðan hnykkt á
verkfallsbanninu og jafnframt
kveðið á um að brot við banninu
varði allt að eins árs fangelsisvist
eða fésektum.
„Tengsl við kjör atvinnuflug-
manna á hinum almenna markaði
eru rofin, en eftir sem áður þurfa
flugmennirnir að búa við verk-
fallsbann,“ segir í umsögn FÍA
um frumvarpið. „Við blasir, verði
frumvarpið óbreytt að lögum, að
kjör flugmanna Landhelgisgæsl-
unnar muni verða lakari þegar
fram í sækir heldur en kjör flug-
manna á almenna markaðinum,
með tilheyrandi flótta reynslu-
mikilla flugmanna. Gríðarlega
mikilvægt er fyrir Landhelgis-
gæsluna að hún hafi á að skipa
reynslumiklum flugmönnum.
Björgunarstörf krefjast mikillar
nákvæmni, þau geta verið hættu-
leg, auk þess sem flugmennirnir
búa við mikið álag og streitu. Það
væri skammsýni ef ný lög yrðu
þess valdandi að flugmenn Land-
helgisgæslunnar myndu flæmast
þaðan burt vegna kjaramála.
Hætt er við að erfitt geti reynst
að fá nýja flugmenn til starfa hjá
Landhelgisgæslunni verði tengsl
kjara við flugmenn á almenna
markaðnum rofin. Ef tilgangur
frumvarpsins er sá að lækka
launakostnað og skerða kjör flug-
manna, þá er ljóst að betur er
heima setið en af stað farið.
Starfsmannavelta mun stóraukast
hjá Landhelgisgæslunni. Með því
færi ekki aðeins burt dýrmæt og
lífsnauðsynleg starfsreynsla,
heldur myndi þjálfunarkostnaður
stóraukast, en þjálfunarkostnað-
ur við hvern nýjan flugmann
hleypur á tugum milljóna króna.
Það yrði þannig skammgóður
vermir fyrir ríkið að ná fram
lækkun á kjörum flugmanna með
þeim hætti sem frumvarpið getur
leitt til.“
Flugmenn mótmæla nýju lagafrumvarpi um Landhelgisgæsluna
„Kúvending á kjörum flugmanna“
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
10 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Í FRUMVARPI sem fjármálaráð-
herra mælti fyrir á Alþingi í gær er
lagt til að fyrirtækjum verði heimilt
að fresta tekjufærslu gengishagnaðar
umfram gengistap og þar með álagn-
ingu tekjuskatts á þá tekjufærslu
vegna rekstrarársins 2005. Heimilt
verður að dreifa tekjufærslunni jafnt
á næstu þrjú rekstrarár. „Frestunin
leiðir til einhvers vaxtataps fyrir rík-
issjóð vegna skattfrestunarinnar, en
ekki eru forsendur til að meta fjár-
hæðir í því sambandi fyrr en álagning
liggur fyrir,“ segir m.a. í umsögn fjár-
lagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins,
um frumvarpið.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
sögðu m.a. í umræðunni um frum-
varpið að ríkisstjórnin tæki ekki á
þeim vanda sem blasti við heimilun-
um um þessar mundir. Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir, formaður Samfylk-
ingarinnar, sagði m.a. að heimilin
sæju fram á mjög vaxandi verðbólgu.
„Hvert prósentustig í verðbólgu þýðir
einfaldlega að höfuðstóll verð-
tryggðra fjárskuldbindinga heimil-
anna hækkar um u.þ.b. níu milljarða.“
Þá sagði Steingrímur J. Sigfússon,
formaður Vinstri grænna, m.a. að
þetta frumvarp fjármálaráðherra
væri sem lítil mús inn í það efnahags-
ástand sem nú ríkti. Hann sagði að or-
sök óstöðugleikans í efnahagsmálum
mætti rekja til mistaka ríkisstjórnar-
innar í hagstjórninni.
Meira að segja evran sveiflast
Árni M. Mathiesen fjármálaráð-
herra sagði m.a. að íslenska krónan
væri ekki eini gjaldmiðillinn sem
sveiflaðist. „Það gera aðrir gjaldmiðl-
ar og meira að segja evran sveiflast.“
Árni sagði ennfremur m.a. að heimilin
hefðu notið þess í ríkum mæli að und-
anförnu hversu sterkt gengi krón-
unnar hefði verið. Hann gerði verð-
tryggingu lána einnig að umtalsefni
og sagði: „Verðtryggingin á lánunum
tengist að sjálfsögðu því að verðmæti
eignanna sem á móti standa hafa líka
aukist [...].“
Fyrirtækjum heimilað að fresta
tekjufærslu gengishagnaðar
Stjórnarandstaða segir ríkisstjórnina
ekki taka á vanda heimilanna
Áfengisgjald
lækkaði að
raungildi
ÁFENGISGJALD á sterkt áfengi
hefur lækkað um 14,4% að raungildi
á árunum 1995 til 2005, en hækkað
um 17,1% að nafnvirði. Áfengisgjald
á léttvín hefur lækkað um 36,2% að
raungildi á tímabilinu en lækkað um
11,2% að nafnvirði. Áfengisgjald á
bjór hefur hins vegar staðið í stað í
krónum talið á tímabilinu, en lækk-
að um 29% að raungildi.
Þetta kemur fram í skriflegu svari
fjármálaráðherra við fyrirspurn
Birgis Ármannssonar, þingmanns
Sjálfstæðisflokks. Í svarinu segir að
vísitala neysluverðs hafi hækkað um
40,9% frá árinu 1995 til 2005. Þá
segir í svarinu að áfengisgjaldinu
hafi verið breytt þrívegis frá árinu
1995, en það er föst krónutala.
Mælir fyrir
breytingum
á skipulagi
flugmála
STURLA Böðvarsson samgönguráðherra
hefur mælt fyrir tveimur frumvörpum á Al-
þingi um annars vegar breytingar á Flug-
málastjórn Íslands og hins vegar um stofnun
hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flug-
vallarekstur.
Með frumvörpunum er lagt til að núver-
andi skipulagi flugmála verði breytt, að sögn
ráðherra, og leiðir það til nokkurrar upp-
skiptingar á starfsemi Flugmálastjórnar Ís-
lands frá því sem er í dag.
Lagt er til að þjónusturekstur Flugmála-
stjórnar, þ.e. flugleiðsöguþjónustan, að al-
þjóðaflugþjónustunni meðtalinni, svo og
rekstur flugvalla, verði tekin út úr stofnun-
inni og að stofnað verði um hana sérstakt
hlutafélag. Auk þess er lagt til að sett verði
sérstök lög um starfsemi Flugmálastjórnar
Íslands, sem eftir breytingarnar, nái þær
fram að ganga, takmarkast einkum við verk-
efni er varða stjórnsýslu og eftirlit á sviði
flugmála.
Mikil samkeppni
Markmið frumvarpanna er m.a. að færa
verkaskiptingu varðandi flugmál í sambæri-
legt horf og þekkt er í nágrannaríkjum okkar,
að því er fram kom í máli ráðherra.
Hann sagði að mikil samkeppni ríkti á því
alþjóðlega umhverfi sem íslenskur flugrekst-
ur starfaði í; ekki síst á sviði þeirrar flugþjón-
ustu sem Flugmálastjórn veitti. „Samkeppn-
in hefur aukist mikið í kjölfar markaðssóknar
samkeppnisaðila bæði í austri og vestri,“
sagði hann. „Þessir samkeppnisaðilar eru
einkavædd fyrrum ríkisfyrirtæki og eru þau
að sækja inn á ný svið, þar með talið þau sem
við stjórnum. Við þessu verðum við að bregð-
ast m.a. með því að flugþjónustan starfi ekki
við lakari aðstæður en sambærileg þjónustu í
ríkjunum næst okkur. Þetta gildir bæði um
gæði og öryggi þjónustunnar og ekki síður
hið rekstrarlega umhverfi. Starfsemin þarf
að búa við sveigjanleika og snerpu til að
bregðast við í alþjóðlegri samkeppni.“
HARTNÆR hundrað aðilar í veit-
ingarekstri hafa sætt rannsókn eða
annarri athugun skattrannsóknar-
stjóra á liðnum áratug, eða rúmlega
það. Helgast það fyrst og fremst af
þeirri áhættu sem þessari atvinnu-
grein er talin fylgja, frá sjónarhóli
skattyfirvalda, að því er segir í skrif-
legu svari fjármálaráðherra við fyr-
irspurn Guðjóns Hjörleifssonar,
þingmanns Sjálfstæðisflokks.
„Skattrannsóknarstjóri hefur haft á
þriðja tug aðila til meðferðar árið
2005 og það sem af er árinu 2006,“
segir ennfremur í svarinu, sem dreift
hefur verið á Alþingi.
Í svarinu segir að það hafi lengi
legið fyrir að skattskilum ýmissa að-
ila sem starfi í veitingarekstri væri
ábótavant. „Samkvæmt upplýsing-
um frá ríkisskattstjóra var áætlað á
um 42% lögaðila í hótel- og veitinga-
húsarekstri við álagningu opinberra
gjalda árið 2004 og tæplega 46%
gjaldárið 2005. Til samanburðar var
áætlað á rúm 23% lögaðila í öðrum
viðskiptum og sérhæfðri þjónustu við
álagningu opinberra gjalda árið 2004
og tæplega 26% gjaldárið 2005.“
Í svarinu segir m.a. að skattyfir-
völd hafi haft margs konar eftirlit
með greininni, þar sem hún sé skil-
greind sem eins konar „áhættuat-
vinnugrein“ eins og það er orðað í
svarinu. „Nýir aðilar á skrá hafa ver-
ið skoðaðir sérstaklega vel og endur-
greiðslubeiðnir veitingahúsa hvað
matvæli varðar hafa sætt ítarlegri
skoðun. Veitingahús, staðir þar sem
framreiðsla fer fram og matsölustað-
ir hafa verið heimsóttir og leiðbein-
ingar gefnar. Í eftirlitsáætlunum
þeim, sem skattstjórar og ríkisskatt-
stjóri gera sameiginlega á hverju ári,
var á árunum 1993–2005 ákveðið að
taka samtals rúmlega 300 aðila í hót-
el- og veitingahúsarekstri til skatt-
eftirlits. Þar af var á árinu 2005
ákveðið að taka til eftirlits tæplega
80 aðila sem stunda rekstur hótela,
veitingahúsa, veislusala, matsölu
o.fl.“
Vilja reka slyðruorðið
af greininni
Þá segir í svarinu að skattyfirvöld
hafi í gegnum árin átt gott og árang-
ursríkt samstarf við Samtök ferða-
þjónustunnar. „Frá sjónarhóli skatt-
yfirvalda hefur samvinna við Samtök
ferðaþjónustunnar og forvera þess
verið með miklum ágætum og innan
raða samtakanna hefur verið ríkur
vilji til að reka af atvinnugreininni
það slyðruorð sem farið hefur af
skattskilum hennar. Vilji samtak-
anna hefur einnig verið skýr til að
skerpa á öllum lagaákvæðum og gera
þau þannig úr garði að möguleikar til
undanskots minnki.“
Fjármálaráðherra svarar fyrirspurn um skattskil í veitingahúsarekstri
Um hundrað aðilar
hafa sætt rannsókn
Enn óvissa
um þinglok
ENN ríkir óvissa um þingstörfin
framundan. Samkvæmt starfs-
áætlun Alþingis átti þingfrestun að
verða á morgun, fimmtudag, en
víst er að það tekst ekki. Forseti
þingsins fundaði með þingflokks-
formönnum og forsætisráðherra og
utanríkisráðherra um þingstörfin í
gær, en ekkert samkomulag liggur
fyrir, þrátt fyrir það.
Fjármálaráðherra mælti fyrir
frumvörpum sínum um tekjuskatt
og olíugjald og kílómetragjald á Al-
þingi í gær. Um kvöldið mælti hann
fyrir frumvarpi um hluta-
félagavæðingu ÁTVR. Stjórn-
arandstæðingar mótmæltu því að
frumvarpið um ÁTVR yrði tekið á
dagskrá og eftir stutt hlé á þing-
fundi í gærkvöld var ákveðið að
fresta umræðunni og taka fyrir mál
Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigð-
isráðherra um breytingar á al-
mannatryggingalögum.