Morgunblaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. 1. MAÍ Í ÖNGSTRÆTI Verkalýðshreyfingin er aug-ljóslega komin í öngstrætimeð hátíðahöldin 1. maí. Þátttaka í kröfugöngunni í Reykja- vík var ótrúlega lítil. Aðsókn að úti- fundinum á Ingólfstorgi sömuleið- is. Engin kröfuganga var á Akureyri þennan sögulega dag og hátíðahöldin með misjöfnum hætti í kaupstöðum. Ræður verkalýðsforingja á 1. maí vöktu litla athygli. Þeir höfðu lítið fram að færa. Boðskap þeirra fylgdi enginn sannfæringarkraft- ur. Þegar saman fara áhugaleysi félagsmanna og veik forysta er ekki við góðu að búast. Kannski má segja, að hátíðahöld- in 1. maí að þessu sinni endurspegli með skýrum hætti þá tilvistar- kreppu, sem verkalýðshreyfingin augljóslega er í. Ef verkalýðsfélögin hafa ekki lengur fyrir neinu að berjast er bezt að horfast í augu við það. Það er enginn tilgangur í því að safna upp sjóðum með félagsgjöldum og öðrum gjöldum ef þessir peningar ganga ekki til annars en að halda uppi skrifstofubákni félaganna. Til hvers að halda því uppi ef baráttu- málin eru engin og sannfæringar- krafturinn er horfinn? Svo er líka hugsanlegt að það sé ekki verkalýðshreyfingin sjálf sem er að veslast upp heldur forystu- sveitin, sem veit ekki lengur hvert hún vill stefna. Þetta er ekki spurning um hvort kröfuganga er gengin eða hvort efnt er til „fjölskylduhátíðar“ í staðinn. Þetta snýst um það hvort verkalýðshreyfingin hafi einhvern málstað að berjast fyrir. Morgunblaðið er þeirrar skoðun- ar að svo sé. Í Reykjavíkurbréfi sl. sunnudag voru þau sjónarmið reif- uð, að verkalýðshreyfingin ætti að taka fátæka fólkið á Íslandi upp á sína arma, eins og hún hefur raun- ar gert frá upphafi en ekki af nein- um krafti síðustu árin. Það er vissulega verðugt verkefni að vinna að og óhætt er að fullyrða, að almennir félagsmenn í verkalýðs- félögunum mundu fylkja sér að baki forystu, sem tæki þetta þjóð- félagslega vandamál upp og berð- ist til sigurs fyrir því að bæta hlut þeirra, sem við verst kjör búa. Sumir forystumenn verkalýðs- félaganna lögðu áherzlu á það í ræðum sínum að verkalýðsfélögin ættu að berjast fyrir því, að erlent verkafólk, sem hingað kemur í leit að vinnu yrði ekki hlunnfarið. Þetta er líka verðugt verkefni og augljóst að nauðsynlegt er að ein- hver taki upp hanzkann fyrir þetta fólk og komi í veg fyrir að óprúttnir ævintýramenn arðræni þetta fá- tæka fólk, sem hingað kemur til þess að reyna að bæta hag fjöl- skyldna sinna heima fyrir. En það er að vísu mótsögn í því að vilja taka þessa baráttu upp en segja í hinu orðinu, að ekki megi hleypa því sama fólki inn í landið, heldur eigi að fresta því eins og mögulegt er. Auðvitað er það svo að með nýju fólki koma nýir siðir. Verkalýðs- hreyfingin getur ekki háð baráttu 20. aldarinnar á hinni nýju öld. En þessi merka félagsmála- hreyfing hefur engu hlutverki að gegna ef hún veit ekki hvað hún vill og hefur hvorki baráttukraft né sannfæringarkraft til þess að berj- ast fyrir ákveðnum markmiðum. Verkalýðshreyfingin á Íslandi verður að hrista þetta slen af sér. Í VINNU ALLT ÁRIÐ Alþingismenn eru í vinnu allt ár-ið. Þeir fá greidd laun um hver mánaðamót. Þess vegna er alltaf jafn undarlegt að fylgjast með þeim einkennilegu umræðum, sem hefjast ár hvert á þessum árstíma, hvenær sú stóra stund renni upp að þingi verði frestað og þingmenn fari heim. Þessi árstíðabundni farsi stend- ur yfir þessa dagana. Það mætti ætla, sérstaklega af fréttum ljós- vakamiðlanna, að stærsta pólitíska vandamálið á Íslandi nú væri hve- nær þingið færi heim. Uppi eru ei- lífar vangaveltur um það, hvaða stjórnarfrumvörpum verði hleypt í gegn áður en þingið fer heim og hvort stjórnarandstaðan muni efna til málþófs til þess að gera ríkis- stjórninni bölvun. Þessar umræður eru algerlega ástæðulausar. Það er ekkert tilefni til svona umræðna. Auðvitað situr þingið svo lengi, sem það þarf að sitja til þess að afgreiða þau laga- frumvörp, sem lögð hafa verið fram. Ef nauðsynlegt er að þingið sitji fram á mitt sumar til þess að geta lokið verkum sínum er það sjálfsagt. Auðvitað eiga þingmenn rétt á sumarfríi eins og aðrir þjóð- félagsþegnar og þá er sjálfsagt að þingfundum sé frestað á meðan þau standa yfir. Það er engin stjórnskipuleg ástæða fyrir því að senda þingið heim. Það væri ekkert óeðlilegt við að Alþingi sæti allt árið um kring nema á sumarleyfistíma þing- manna. Hverjir vilja senda þingið heim? Er það kannski framkvæmdavald- ið, sem vill losna við að þurfa að svara fyrir sig á þingfundum? Er einhver ástæða til þess fyrir Al- þingi Íslendinga að láta fram- kvæmdavaldið reka sig heim? Það er tími til kominn að hætta þessum fáránlegu umræðum. Al- þingi á að sitja, meðan þess bíða einhver verkefni. Slík verkefni eru nú til staðar og þá er engin ástæða til að ræða heimför alþingismanna. B látt áfram – forvarnarverkefni UMFÍ, stendur fyr- ir ráðstefnu á morgun um kynferðisofbeldi í Kennaraháskóla Íslands og ber hún yfirskriftina Yfirstígum óttann … stefnan tekin á forvarnir, fræðslu og heilbrigði. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er bandaríski meðferð- arráðgjafinn Robert E. Longo, en hann hefur frá árinu 1978 starfað við meðferð á kynferðisglæpamönnum. Í samtali við Morgunblaðið sagði Longo að forvarnir gegn kynferð- isglæpum væri eitt sterkasta vopnið í baráttunni gegn þeim. Ráðgjafi í 28 ár Margt hefur breyst frá þeim tíma sem Longo hóf störf árið 1978. Þá voru einungis til 40 meðferðarúrræði fyrir kynferð- isglæpamenn, en í dag eru þau yfir 2.000 talsins en Longo starfaði í upphafi aðallega með fullorðnum karlmönnum og lít- illega með karlmönnum á unglingsaldri en segja má að hann hafi nánast starfað við meðferð frá upphafsdögum slíkrar með- ferðar. Longo segir að á þeim tíma hafi margt lærst. Hann hafi einn- ig í starfi sínu fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á þolendur þess. Hann hefur unnið í fangelsum, á ríkisspítölum í Banda- ríkjunum, unnið að meðferðarúrræðum fyrir sjúklinga og unn- ið með kvenkyns kynferðisglæpamönnum en árið 1992 hóf Longo að starfa einungis með unglingum og börnum sem beita kynferðislegu ofbeldi eða sýna fram á hegðun sem gæti bent til kynferðislegs ofbeldis. Longo segir að á síðustu 5–10 árum hafi vinna með börnum á þessu sviði aukist talsvert og þekkingin á því hvað veldur því að börn og unglingar sýni kynferðislegt of- beldi aukist mjög auk þekkingar á meðferðarúrræðum. Longo hefur unnið mikið að forvörnum og aðspurður um þá vinnu sagði hann að þeim væri skipt upp í þrjá hluta „Í fyrsta lagi vinnum við að því að koma í veg fyrir ofbeldið, áður en það gerist. Þá kennum við fólki að eiga við vandamál sín og fá úr- ræði við þeim, svo þau fremji ekki kynferðisbrot og í þriðja lagi er svo vinna með þolendum og gerendum kynferðisglæpa. Þetta má útskýra á þann hátt að við sigtum út mögulega kyn- ferðisglæpamenn og fáum þá til að athuga sinn gang og leita hjálpar. Í öðru lagi þá upplýsum við börn um hvað má og hvað má ekki, og hvetjum brotið hefur verið á þ Í þriðja lagi erum v ferðisglæpamenn svo glæp aftur ásamt því þolendur lendi í þessa Þetta snýst um að ko hneigingu áður en glæ Hann sagði að þek hægt væri að finna þá börnum hefði aukist m Þeir sem væru hættulegir ættu oftast í li annað fullorðið fólk, þeir eyddu miklum t næðu betur til barna og væru einfarar. Mikið heilbrigðisvandamál Longo sagði að til að geta unnið gegn k þyrfti að líta á þá sem heilbrigðisvandam Bandaríkjunum væri alltof mikið fjallað u sjónarmiði, og að refsing væri eina úrræ refsing væri besta lausnin vaknaði sú spu föngum fjölgaði svo mikið sem raun ber v isglæpir væru skilgreindir sem heilbrigð baráttu gegn þeim líkt og barist hefði ver dómum, vímuefnanotkun, sætisbeltanotk málum, þá væri hægt að upplýsa stóran f væri árangursríkt. Hann sagði að eftir op gegn t.d. áfengisneyslu á meðgöngu, léle ferðum sem mæltu með aukinni hreyfing bati á þessum vandamálum. Hann sagði kynferðisglæpum á sama máta þá myndi Longo sagði að oft væri spurt hvort að mikið vandamál og sagði hann að í Banda talið að ein af hverjum 4–5 stúlkum yrðu fyrir 18 ára aldur og einn af hverjum 7–8 væri talið að þetta ætti við um eina af hve einn af hverjum 10 strákum. Hann sagði slíkan fjölda þolenda væri hægt að líkja þ isfaraldur. Longo tók sem dæmi að ef 10 fuglaflensu, þá yrði það kallað faraldur o færi af stað til að koma í veg fyrir fleiri sm með aukinni fræðslu um kynferðisglæpi Robert E. Longo, meðferðarráðgjafi í kynferðisbrotam Forvarnir sterkasta vopnið g Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson siggip@mbl.is Robert E. Longo ALLSNÆGTAÞJÓÐFÉLAGIÐ („The Affluent Society“) eftir John Kenneth Galbraith kom út árið 1958. Þar með hafði kvatt sér hljóðs maður, sem átti eftir að hafa mót- andi áhrif á skoðanir margra af minni kynslóð um margt af því, sem mestu máli skipti í samtímanum. Galbraith var skarpskyggn hag- fræðingur, heillandi rithöfundur og vel innrættur jafnaðarmaður – allt í sömu persónunni. Hann var sér- fræðingur í að afhjúpa innistæðu- leysi venjuviskunnar – „the conven- tional wisdom“ – en það er hugtak, sem hann átti höfundarréttinn að. Hann lést 29. apríl sl., 97 ára að aldri. Með honum er horfinn af sjónarsviðinu einn áhrifaríkasti fulltrúi hinnar frjálslyndu Am- eríku, sem afgangurinn af heim- inum batt vonir við. Þess vegna er vert að minnast hans með nokkrum vel völdum orðum. Allsnægtir og örbirgð Áhrifamesta bók hans, Alls- nægtaþjóðfélagið, kom út árið sem ég lauk stúdentsprófi, en ég komst fyrst í tæri við hana nokkrum árum seinna, á námsárunum í Edinborg. Þessi bók opnaði heilli kynslóð nýja sýn á grundvallarþversögn amer- ísks kapitalisma. Þessi þversögn birtist okkur í einkaveröld alls- nægtanna mitt í niðurníðslu al- mannaþjónustu. Hann festi þessa þjóðfélagsmynd í hugskoti lesenda sinna með orðtakinu: „Private affluence amid public squalor“. Þessi mynd er ekki síður raunsönn lýsing á amerísku þjóðfélagi í dag en hún var fyrir hálfri öld. Víggirt villuhverfi, lúxusbílar og óhófs- neysla en vanræktar almanna- samgöngur, niðurnídd fátækra- hverfi, engar almannatryggingar, opinbert skólakerfi og heilsugæsla gæslu, gæði mennt- unar, umönnun barna vegna útivinnandi mæðra, almanna- samgöngur, hvað þá heldur verndun óspilltrar náttúru og umhverfis. Hugsun Galbraiths um efnahagsmál snerist m.o.ö. um samspil almanna- valdsins og markaðs- aflanna. Hann sýndi ekki einasta fram á takmörk þess, sem gróðasj markaðsafla gat leyst; held ig, að því fór fjarri, að grun arforsenda frjáls markaðsk þ.e. virk samkeppni, væri t þegar hér var komið sögu. þjöppun eignarhalds væri o slík, að samkeppnin virkað íhlutunar ríkisvaldsins. Ég betur séð en, að sjónarmið, stjóri þessa blaðs er helsti t maður fyrir þessi misserin í smiðju Galbraiths. Alla ve þau mjög í hans anda. Þess vallarsjónarmið Galbraiths mikill þyrnir í holdi íhaldss rétttrúnaðarhagfræðinga á tíð. Þeir fundu honum það l foráttu, að hann var rithöfu guðs náð, sem kunni að ger mál skiljanleg, að minnsta upplýstum leikmönnum, þa bækur hans um efnahagsm metsölubækur hver á fætu arri. Það þótti ófyrirgefanl Ríkisvald og markaður Þessi óvenjulega sýn Gal á innri gerð og starfshætti eríska kapitalisma mótuðu stríðsárunum. Hin mikla gr arkvörn auðsköpunar amer kapitalisma hafði, sem kun brætt úr sér og lamast á kr unum. Það þurfti atbeina rí isvaldsins – „New Deal“ Ro – til þess að láta hjól atvinn snúast á ný. Samt var það e Það þurfti heila heimsstyrj Stríðshagkerfið bandaríska fyrir þörfum hersins, framl var margfölduð og atvinnu rýmt. Menn óttuðust óviðrá óðaverðbólgu. Roosevelt ge Galbraith að verðlagsstjóra eríku. Hann skellti á verðla hömlum og verðlagseftirlit varð eiginlega hálfhissa á þ ur, að þetta svínvirkaði. Ha að hruni komið. Fimmtungur barnafjölskyldna undir fátækt- armörkum og lífsgæði undirstétt- arinnar, sem minna meira á þriðja heiminn en ríkasta þjóðfélag heims. Þetta hefur ekki breyst til hins betra frá því að Galbraith afhjúpaði sannleikann um ójöfnuð og stétta- skiptingu bandarísks samfélags. Þvert á móti. Það hefur versnað um allan helming. Draumurinn um land tækifæranna hefur snúist upp í andhverfu sína. Bandaríkin eru nú mesta ójafnaðarþjóðfélag meðal þróaðra þjóða í heiminum. Galbraith taldi, að þetta jafnvæg- isleysi milli hóflausrar einkaneyslu og vanrækslu á fjárfestingum til sameiginlegra þarfa stafaði af því, að ein helsta kennisetning mark- aðstrúboðsins um að „neytandinn væri konungurinn“ og að markaðs- kerfið snerist um að fullnægja þörf- um hans, væri goðsögn sem enginn fótur væri fyrir. Hann beindi at- hygli manna að sívaxandi sam- þjöppun eignarhalds í bandarískum stórfyrirtækjum og einokunar- eða fákeppnisstöðu þeirra á helstu mörkuðum. Hann sýndi fram á, að fyrirtækin verja löngum meiri fjár- munum, gegnum auglýsingar og markaðssetningu, í að búa til þörf fyrir vörur sínar og þjónustu meðal neytenda. Hinar ímynduðu þarfir halda neysluþjóðfélaginu (hagvext- inum ) gangandi. Þessi fullnæging gerviþarfa sniðgengur raunveru- legar þarfir almennings um heilsu- Eftir Jón Baldvin Hannibalsson ’Með honum er horfinnaf sjónarsviðinu einn áhrifaríkasti fulltrúi hinnar frjálslyndu Ameríku, sem afgang- urinn af heiminum batt vonir við.‘ Jo Í minningu Galbraiths Örbirgðin í allsnægtunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.