Morgunblaðið - 03.05.2006, Síða 13
sama tímabili í fyrra. Arðsemi eig-
infjár eftir skatta án gengishagnað-
ar á ársgrundvelli var 32%.
Endurfjármögnun
ársins lokið
Heildareignir samstæðu Glitnis
námu 1.836 milljörðum króna í lok
marsmánaðar og höfðu þá aukist
um 25% frá áramótum. Þar af námu
lán til annarra en lánastofnana
1.328 milljörðum króna og höfðu
aukist um 23%. Í tilkynningu frá
bankanum segir að vöxturinn end-
urspegli að hluta til gengislækkun
íslensku krónunnar. Ef frá séu talin
áhrif þeirrar lækkunar sé vöxturinn
11%. Um helmingur útlánavaxtar
er í Noregi.
Fram kemur í tilkynningunni að
alþjóðleg fjármögnun móðurfélags-
ins hafi numið um 1,4 milljörðum
evra, jafngildi um 120 milljarða ís-
lenskra króna, samanborið við 780
milljónir evra, jafngildi um 67 millj-
HAGNAÐUR Glitnis á fyrsta fjórð-
ungi þessa árs nam 9,1 milljarði
króna eftir skatta. Þetta er þrefalt
meiri hagnaður en á sama tímabili í
fyrra og mesti hagnaður bankans á
einum ársfjórðungi frá upphafi.
Hagnaðurinn var meiri en greining-
ardeildir hinna viðskiptabankanna
höfðu spáð.
Hagnaður Glitnis fyrir skatta
nam 11,2 milljörðum, en um 60%
hans varð til vegna starfsemi bank-
ans í útlöndum, eða um 6,6 millj-
arðar.
Fjárfestinga- og alþjóðasvið
bankans skilaði methagnaði eða 3,3
milljörðum og starfsemi bankans í
Noregi skilaði einum milljarði í
hagnað. Gengishagnaður í Noregi
nam 2,3 milljörðum króna.
Hreinar vaxtatekjur Glitnis juk-
ust um 73% milli ára og voru um 7,8
milljarðar króna á fyrsta fjórðungi
þessa árs. Þóknanatekjur ríflega
þrefölduðust, voru 5,6 milljarðar á
tímabilinu. Kostnaður sem hlutfall
af tekjum var 34% á tímabilinu sam-
anborið við 53% í fyrra.
Arðsemi eigin fjár eftir skatta á
ársgrundvelli var 42% en var 22% á
arða króna, á sama tímabili árið áð-
ur. Þá segir að endurfjármögnunar-
þörf alls ársins 2006 hafi verið 600
milljónir evra og sé henni því lokið.
Eigið fé Glitnis jókst um 31% á
fyrsta fjórðungi þessa árs og nam
111 milljörðum króna í lok tímabils-
ins. Eiginfjárhlutfall á CAD-grunni
var 12,1%.
Í viðtali hjá Bloomberg
Bjarni Ármannsson, forstjóri
Glitnis, segist afar ánægður með
þann árangur sem náðst hafi á
tímabilinu. „Þessar niðurstöður
sýna glöggt þær breytingar sem
hafa orðið á starfsemi bankans. Er-
lend starfsemi skilar nú meira en
helmingi af hagnaði í fyrsta skipti.
Þróun starfseminnar í Noregi
gengur vel og samstarf mismun-
andi sviða leiðir til aukinna tekna
bankans í heild,“ segir Bjarni en
hann var í viðtali í gær á sjónvarps-
stöð Bloomberg. Þar ræddi hann
m.a. um afkomu Glitnis, stöðu ís-
lensks efnahagslífs og vaxtahækk-
anir Seðlabankans. Taldi Bjarni að
búast mætti við því að Seðlabank-
inn myndi herða peningamála-
stefnu sína enn frekar á næstunni
vegna aukinnar verðbólgu hér á
landi.
60% hagnaðar Glitnis
af erlendri starfsemi
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
almennt. Þannig erum við með 470 milljarða í innlán
frá viðskiptavinum, en það er 135 milljarða aukning
á tímabilinu sem er óvenju mikið,“ segir Sigurjón.
Heildareignir bankans námu 1.770 milljörðum
króna á fjórðungnum og hafa aukist um 26% frá því í
fyrra þegar þær námu 1.405 milljörðum.
Eiginfjárhlutfall samstæðunnar samkvæmt CAD
reglum var 13% samanborið við 14,4% á fyrsta árs-
fjórðungi 2005, en að teknu tilliti til áhrifa af sölu
20% eignarhlut bankans í Carnegie reiknast CAD
hlutfallið 14,6%. Hefur eiginfjárhlutfallið aldrei ver-
ið hærra og er markmið bankans að arðsemi eigin
fjár verði 15–17% eftir skatta á árinu, að því er kem-
ur fram í árshlutareikningunum.
Einingar samþættar
Eftir mikinn vöxt undanfarinna ára, segir Halldór
J. Kristjánsson bankastjóri, að á árinu 2006 muni
bankinn einbeita sér að því að samþætta þær ein-
ingar sem keyptar hafa verið að undanförnu.
„Þannig munum við nýta þann grunn sem við höf-
um, en mikil tekjumyndun erlendis eins og kemur
fram í uppgjörinu, sýnir hve traustur sá grunnur er.
Það verður í forgrunni í okkar stefnumótun og fram-
kvæmdum á árinu að halda áfram að styrkja sam-
starfið, samþætta starfsemina og vinna að áfram-
haldandi styrkingu á innviðum bankans og innri
vexti á þessu ári, eins og eðlilegt er þegar bankinn
hefur farið í gegnum mörg ár mikils vaxtar,“ segir
Halldór.
HAGNAÐUR Landsbankans fyrir skatta var 17,3
milljarðar á fyrsta ársfjórðungi 2006 samanborið við
7,4 milljarða króna á sama tímabili 2005. Hagnaður
eftir skatta nam 14,3 milljörðum sem er 135% aukn-
ing frá sama tíma í fyrra þegar hagnaðurinn var
6.045 milljónir króna.
Arðsemi eigin fjár eftir skatta er 63% miðað við
81,7% á fyrsta ársfjórðungi 2005.
Grunnafkoma bankans fyrir var 7,4 milljarðar
króna samanborið við 2,7 milljarða króna á sama
tímabili fyrir ári. Grunnarðsemi eigin fjár var 30%
fyrir skatta.
Hreinar vaxtatekjur bankans voru 8.934 milljónir
króna sem er aukning upp á 108% frá fyrra ári.
Hreinar þjónustutekjur námu um 6,8 milljörðum
króna og jukust um 108% milli ára.
Erlendar rekstrartekjur aukast
Hreinar rekstrartekjur utan Íslands námu 13,3
milljörðum króna miðað við 1,9 milljarða króna fyrir
ári, en tekjur af erlendri starfsemi nema nú 49% af
heildartekjum samstæðunnar samanborið við 15% á
fyrsta ársfjórðungi 2005.
Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans,
segir að innlánaaukning Landsbankans, sem að
miklu leyti er vegna starfseminnar erlendis, sé 40%
á árinu. „Innlán jukust talsvert hraðar en bankinn
Methagnaður hjá Landsbanka
Eftir Kristján Torfa Einarsson
kte@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
! "# #
!
" #$%&
'(
' #
& $ &
) * &# &
)!#& ( &+$ &
, &+
-
- ' &
. / 0 1'21$ &
3
&
'
0, &+ 4 &+
4 02 & 5 &+
672
89' & 8
:;## &# 0 !0 &
< && !0 &
'
+ =;2 2 0 .1 > #.0 &+
!" #$
5?=@
.A0
0
0
/
/
/
/
/
/
; 
; 0
0
/ /
/ / / /
/
/
/
/ / / / /
/ /
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
B/CD
B/ CD
B/ CD
BCD
B/CD
B/CD
B/CD
/
B/ CD
/
B/CD
B/CD
B/CD
B/CD
B/CD
B/CD
/
/
/
B/CD
/
B/ CD
/
/
/
/
/
4 + 0
+ # &
: $0A
+ #E
) .
/
/
/
/
/
/
< 0
A*%
:4F #& '2!+
0
/
/
/
/
/
/
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● HLUTABRÉF lækkuðu talsvert í
verði í viðskiptum í Kauphöll Íslands
í gær. Úrvalsvísitalan lækkaði um
2,54% og var skráð 5.433 stig. Við-
skipti með hlutabréf námu 6,6 millj-
örðum króna, þar af 1,35 milljörðum
með bréf Straums-Burðaráss. Að-
eins bréf Bakkavarar hækkuðu, um
0,2%. Bréf KB banka lækkuðu um
4,5%, bréf FL Group um 4,1% og
Landsbanka um 3,5%. Lækkun er
einkum skýrð með mikilli sölu stærri
fjárfesta sem séu að innleysa geng-
ishagnað af bréfum sínum
Hlutabréf lækka
● SÆNSKA viðskiptatímaritið
Veckans Affärer mælir með kaup-
um í ferðaskrifstofunni Ticket, en
eignarhaldsfélagið Fons á tæp
30% í félaginu. Segir blaðið að út-
lit sé fyrir að tekjur félagsins vaxi
á árinu 2006 og að breytingar á
innri starfsemi þess séu líklegar
til efla það enn frekar. Helsti
áhættuþátturinn í rekstri ferða-
skrifstofunnar, að mati blaðsins,
eru náttúruhamfarir eða hryðju-
verk. „En við teljum að það sé
þess virði að taka áhættuna. Það
hefur oft sýnt sig að það borgar
sig að fylgja Íslendingunum,“ er
skrifað
Mælt með Ticket
● DANSKA þróunar- og fjárfesting-
arfélagið Keops, sem Baugur Group
á tæplega 30% hlut í, hefur verið
kært til lögreglu af einum við-
skiptavina sinna, að því er fram kem-
ur í danska dagblaðinu Børsen í gær.
Er það eignarhaldsfélagið Bornholm-
invest sem hefur kært Keops og fjár-
málaumsýslu þeirra. Rannsókn-
arlögreglan í Kaupmannahöfn hefur
staðfest að kæra hafi borist, en vildi
ekki tjá sig frekar um málið við Bør-
sen.
Keops kært
til lögreglu
● BRESKA verslunarkeðjan House
of Fraser hækkaði um 6,3% í Kaup-
höllinni í London í gær, og er
ástæðan hækkunarinnar sögð vera
orðrómur um að Baugur hyggist yf-
irtaka fyrirtækið. Baugur keypti
9,5% hlut í félaginu í apríl og hefur
orðrómurinn farið stigvaxandi síðan
þá og eru breskir fjölmiðlar nú
sannfærðir um að Baugur hafi gert
tilboð í félagið. Heildarvirði House
of Fraser er talið vera um 400 millj-
ónir punda.
Breska pressan hefur gert því
skóna að tilboð Baugs sé gert í
samstarfi við skoska fjárfestinn
Tom Hunter, en í samtali við dag-
blaðið Times í gær neitar Hunter að
svo sé. Þá eru líkur leiddar að því
Baugur muni á næstu dögum leita
eftir samstarfsaðilum við tilboðs-
gerðina.
House of Fraser
hækkar
● SYSTURBLAÐ Fréttablaðsins í
Danmörku, Nyhedsavisen, hyggst
hefja göngu sína á netinu, að því
er Svenn Dam, nýráðinn forstjóri
365 Media Scandinavia, dótt-
urfélags Dagsbrúnar, segir á net-
miðlinum ComOn. „Auk þess að
stefna að því að verða stærsta
dagblaðaútgáfa í Danmörku,
stefnum við einnig að því að verða
stærsti fréttavefurinn,“ segir
Svenn Dam.
Nyhedsavisen á netið
PRÓFUNUM á hjartalyfinu DG031
miðar vel hjá erfðatæknifyrirtækinu
deCODE, móðurfélagi Íslenskrar
erfðagreiningar, að
því er kom fram í
máli Kára Stefáns-
sonar, forstjóra
fyrirtækisins, á
símafundi í gær.
„Þróun nýrra
lyfja gegn breiðum
hópi alvarlegra
sjúkdóma gengur
vel hjá okkur og ég
geri ráð fyrir því að næstu vikur og
mánuðir verði spennandi fyrir vöxt
okkar sem líftæknifyrirtækis,“ sagði
Kári. Meðal lyfja sem verið er að þróa
eru þrjú hjarta- og slagæðalyf,
verkjalyf og astmalyf, auk þess sem
að uppgötvanir hafa verið gerðar á
erfðaþáttum tengdum sykursýki 2.
„Ég trúi því að ársfjórðungsupp-
gjör okkar sýni fram á forskot fyr-
irtækisins á sviði erfðatækni, að geta
þróað lyf gegn alvarlegum sjúkdóm-
um og gert það á hagkvæman hátt,“
sagði Kári.
Sagt var frá því Morgunblaðinu í
gær að tap deCODE genetics á fyrstu
þremur mánuðum ársins nam um
1.500 milljónum króna. Í tilkynningu
frá fyrirtækinu segir að aukið tap
megi einkum skýra með hærri kostn-
aði við lyfjarannsóknir og -þróun.
Prófunum á
nýjum lyfjum
miðar vel
Kári Stefánsson
DÓTTURFÉLAG Icelandic Group
í Evrópu, Pickenpack, hefur ráðið
nýjan framkvæmdastjóra til starfa,
dr. Norbert Engberg. Við ráðningu
hans tekur til starfa þriggja manna
framkvæmdastjórn hjá Pickenpack.
Engberg verður framkvæmda-
stjóri sölu- og stjórnunarsviðs og
Wolfgang Kohls er framkvæmda-
stjóri framleiðslu, en hann hefur
unnið hjá Pickenpack síðan í ágúst
1997.
Finnbogi A. Baldvinsson leiðir
framkvæmdastjórnina, en koma dr.
Engberg gerir honum kleift að
draga sig út úr daglegum störfum
hjá Pickenpack og einbeita sér enn
frekar að framkvæmdastjórn Ice-
landic Europe, segir í tilkynningu
til Kauphallar.
Framkvæmdastjóri
Appel Feinkost
Engberg hefur gegnt stöðu
framkvæmdastjóra fjármála hjá
heristo AG í Bad Rothenfeld frá
því í ársbyrjun 2004. Áður var
hann framkvæmdastjóri Richter &
Greif og Norda-Lysell árin 2001–
2002. Hann sá um yfirtöku heristo
á fyrirtækjunum og tók svo við
sem framkvæmdastjóri Appel
Feinkost.
Engberg er með mastersgráðu í
viðskiptafræðum frá Háskólanum í
Hamborg.
Nýr framkvæmda-
stjóri hjá Pickenpack
6 + G
.H8
C
C
':.=
"I
C
C
?? J-I
C
C
J-I)!&
6
C
C
5?=I "KL&
C
C