Morgunblaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
www.reykjanesbaer.is
. . .og aukin lífsgæði.
Verið velkomin!
GLITNIR hefur selt 33,4% hlut sinn í
tryggingafélaginu Sjóvá fyrir 9,5
milljarða króna. Kaupandi er Mile-
stone ehf., sem er í eigu Karls Wern-
erssonar og fjölskyldu. Milestone
hefur eftir þessi viðskipti eignast
Sjóvá að fullu því félagið átti fyrir
66,6% hlut í Sjóvá. Í tilkynningu frá
Glitni segir að bankinn hafi selt hlut
sinn í Sjóvá eftir að hafa borist tilboð í
hann.
Markaðsvirði Sjóvár í heild, miðað
við þessi viðskipti, er 28,5 milljarðar
króna. Með sölunni innleysir Glitnir
rúmlega 2,4 milljarða króna sölu-
hagnað á yfirstandandi ársfjórðungi.
Kaupverðið er greitt með peningum
og fer frágangur viðskiptanna fram
hinn 19. maí næstkomandi, að því er
segir í tilkynningu Glitnis.
Samhliða þessum viðskiptum
kaupir Glitnir hlut Milestone í fjár-
festingarfélaginu Mætti hf. Það félag
er í jafnri eigu Glitnis og Sjóvár eftir
þessi viðskipti. Í tilkynningunni segir
að stefnt sé að því að fá aðra fjárfesta
til liðs við félagið, sem var stofnað í
janúarmánuði á þessu ári. Eigið fé
þess við stofnun var um 11,3 millj-
arðar króna og átti Milestone þá
15,9% hlut, Sjóvá 49,7% og Íslands-
banki, forveri Glitnis, 34,4%.
Glitnir og Sjóvá munu áfram starfa
náið saman á sviði banka- og trygg-
ingaþjónustu og efla á samstarfið,
m.a. í útibúum víða um land.
Einbeitir sér að bankastarfsemi
Haft er eftir Bjarna Ármannsyni,
forstjóra Glitnis, í tilkynningu félags-
ins, að salan á hlutnum í Sjóvá sé í
samræmi við stefnu bankans að ein-
beita sér að bankastarfsemi. „Sam-
starfið við Sjóvá hefur verið afar far-
sælt og fjárfesting bankans í félaginu
reynst mjög hagstæð. Við munum
áfram tryggja viðskiptavinum beggja
félaga bestu mögulegu þjónustu með
víðtækum þjónustusamningi með
sambærilegum hætti og verið hefur
og sameiginlegt vöruframboð félag-
anna tveggja verður aukið enn frek-
ar. Þá munu félögin áfram eiga sam-
starf um fjárfestingar í gegnum
fjárfestingarfélagið Mátt og munu
fleiri fjárfestar koma að því félagi,“
segir Bjarni.
Eðlilegt framhald
Karl Wernersson, stjórnarformað-
ur Milestone og Sjóvár, segir að
kaupin nú séu eðlilegt framhald af
kaupum Milestone á tveimur þriðju
hluta í Sjóvá fyrir um einu ári. „Við
teljum mikil tækifæri felast í Sjóvá,“
segir Karl. „Sjóvá mun einbeitar sér
að því að bæta þjónustu við stóran
hóp viðskiptavina félagsins hérlendis
og vera í fararbroddi í hagkvæmni og
nýjungum. Opnun Forvarnahúss í
júnímánuði og áhugi félagsins á því
að taka forystu í uppbyggingu um-
ferðarmannvirkja eru dæmi um verk-
efni sem Sjóvá hefur kynnt á síðustu
mánuðum og eru vitnisburður um
nýjar áherslur félagsins.“
Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár,
segist telja að bæði félögin eflist við
þessar breytingar. „Við höfum mikla
trú á að í nánara samstarfi félaganna
felist mörg tækifæri sem eru hagfelld
okkar viðskiptavinum. Þess vegna
mun starfsfólk beggja félaga leggja
sig fram um að auka samstarfið og
efla,“ segir Þór.
Hagnaður og arður
yfir 11 milljarðar
Íslandsbanki, forveri Glitnis,
keypti 33% hlut í Sjóvá í september
2003 fyrir um 6,5 milljarða króna, en
helstu seljendur voru bræðurnir Ein-
ar og Benedikt Sveinssynir og fjöl-
skyldur þeirra. Þá var greint frá því
að bankinn hefði hug á að eignast fé-
lagið að fullu. Innan við mánuði síðar
sendi Íslandsbanki frá sér yfirtöku-
tilboð til hluthafa í Sjóvá. Í nóvem-
bermánuði hafði bankinn svo eignast
liðlega 99% af hlutafé trygginga-
félagsins og hafði þá greitt samtals
um 19,4 milljarða króna fyrir félagið.
Það var svo í apríl á síðasta ári að Ís-
landsbanki seldi Milestone 66,6%
hlut í Sjóvá fyrir 17,5 milljarða króna.
Þá hafði Sjóvá greitt Íslandsbanka
um 3,5 milljarða króna í arð frá því
bankinn eignaðist tryggingafélagið.
Samanlagður söluhagnaður og arð-
greiðslur Glitnis af Sjóvá, frá því
bankinn eignaðist félagið haustið
2003 til þessa dags, nemur liðlega 11
milljörðum króna.
Sjóvá að fullu í eigu Milestone
Glitnir selur þriðj-
ungshlut sinn fyrir
9,5 milljarða króna
Morgunblaðið/ÞÖK
Allt hlutaféð Milestone keypti 66,6% hlut í Sjóvá af Íslandsbanka, forvera
Glitnis, í apríl á síðasta ári og hefur nú keypt afganginn.
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
HREIN eign heimilanna í landinu er rúmir 2.900
milljarðar króna. Þetta eru um 290% af vergri
landsframleiðslu Íslands og hefur hrein eign
landsmanna aldrei verið hærra hlutfall af lands-
framleiðslu en nú. Þetta þýðir að hrein eign hvers
Íslendings er að meðaltali um 10 milljónir króna.
Þetta er mat greiningardeildar Kaupþings banka.
Hrein eign eru heildareignir að frádregnum
heildarskuldum. „Það er deginum ljósara að
skuldir íslenskra heimila hafa vaxið mjög hratt á
undanförnum árum sem hefur verið tíðrætt í fjöl-
miðlum á síðustu misserum. Skuldir heimila við
lánakerfið í lok árs 2005 námu um 1.082 millj-
örðum króna og hafa vaxið um 76% frá því árið
2000. Hins vegar gleymist oft í umræðunni að
skoða þróun skulda í samhengi við þróun eigna,“
segir í Hálf fimm fréttum. Ekki eru til nákvæmar
tölur um heildareignir íslenskra heimila en grein-
ingardeild hefur tekið saman gróft mat. Helstu
eignaflokkar heimila eru fasteignir, lífeyr-
iseignir, ökutæki, hlutabréf og skuldabréf. Sam-
kvæmt Fasteignamati ríkisins var fasteignamat
íbúðarhúsnæðis við lok síðasta árs í heild um
2.033 milljarðar. Á sama tíma var lífeyriseign
landsmanna samkvæmt tölum frá Seðlabanka Ís-
lands um 1.180 milljarðar. Ríkisskattstjóri birtir
tölur um aðrar eignir einstaklinga samkvæmt
skattframtölum. Árið 2004 námu aðrar eignir
heimila um 564 milljörðum króna en þar er tekið
saman virði ökutækja, inneignir í bönkum, hluta-
bréfaeignir og fleira.
Ljóst er að í fyrra óx bílaeign landsmanna gíf-
urlega og voru nýskráðir um 25.000 nýir bílar.
Einnig var talsvert um hlutabréfakaup og má því
gera ráð fyrir að virði annarra eigna hafi verið
talsvert hærra í fyrra en árið 2004. Gróflega áætl-
að gæti heildareign íslenskra heimila við lok árs
2005 hafa numið tæpum 4.000 milljörðum króna.
Hér er þó líklega um vanmat að ræða þar sem
fasteignamat gefur ekki raunverulega mynd af
markaðsvirði eignar og virði hluta- og skulda-
bréfa er skráð að nafnvirði í skattframtölum ein-
staklinga.
Samkvæmt útreikningum greiningardeild-
arinnar er hrein eign íslenskra heimila um 500%
af ráðstöfunartekjum þeirra. Segir deildin að
hlutfallið sé svipað og í Bandaríkjunum og Evr-
ópu þar sem hlutföllin eru á bilinu 500-700% af
ráðstöfunartekjum.
Heimilin eiga 2.900 milljarða króna
● JÓHANNA á Bergi hefur verið ráðin
forstjóri flutningafyrirtækisins Faroe
Ship frá og með 22. maí nk. Jóhanna
tekur við af Árna
Joensen sem fer
á eftirlaun eftir
tæplega 30 ára
starf sem forstjóri
fyrirtækisins, en
verður stjórn-
arformaður þess.
Faroe Ship er
dótturfélag Eim-
skips og hefur
undanfarið aukið verulega umsvif sín
í Færeyjum með kaupum á landflutn-
ingafyrirtækjunum Heri Thomsen og
Farmaleiðum. Jóhanna á Bergi mun
leiða sameiningu og samþættingu á
starfsemi Eimskips í Færeyjum, með
það að markmiði að auka og bæta
núverandi þjónustu í flutningum og
vörustjórnun, segir í tilkynningu frá
Eimskip.
Jóhanna á Bergi útskrifaðist frá
Danish school of Export and Mark-
eting árið 1994 og lauk mast-
ersnámi í stjórnun frá Robert Gordon
University í Skotlandi 2004. Jó-
hanna er í dag sölu- og markaðs-
stjóri hjá P/F JFK í Færeyjum og hef-
ur áður starfað sem sölustjóri hjá
P/F kósin Seafood og sölustjóri hjá
Faroe Seafood í Frakklandi. Hún er
stjórnarformaður verslunarskóla
Færeyja auk þess að eiga sæti í
stjórnun nokkurra færeyskra fyrir-
tækja.
Jóhanna á Bergi
yfir Faroe Ship
Jóhanna á Bergi
● SAMKVÆMT frétt Børsen frá í gær
hefur Danske Bank gefið út skýrslu
þar sem varað er við „timburmönn-
um“ í dönsku efnahagslífi. Telur hann
vissa hættu á að hagkerfið ofhitni ef
hagvaxtarskeið síðustu ára haldi
áfram. Hagvöxtur í Danmörku hefur
að jafnaði verið um 3%.
Að mati sérfræðinga Danske Bank
var efnahagsvöxtur á síðasta hluta
ársins 2005 ekki eins mikill og var
spáð. Nýjustu tölur um atvinnuleysi
hafi beint sjónum manna frá því hvað
hagvöxturinn sé mikill og að því hve
lengi hann geti varað.
Danske Bank segir að þótt það
hljómi þversagnarkennt kunni hækk-
andi olíuverð og vextir að geta bjargað
danska hagkerfinu frá efnahags-
legum timburmönnum eftir margra
ára gleðskap. Og lækki hagvöxtur á
alþjóðavettvangi og í Danmörku lít-
illega mun hættan á ofhitnun hverfa
af sjálfu sér, segir í Børsen um
skýrslu bankans.
Danske Bank varar
við „timburmönnum“
í Danmörku