Morgunblaðið - 03.05.2006, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Andri Snær Magnason af-hjúpar ýmsar rangfærslur íbók sinni Draumalandið:
Sjálfshjálparbók handa hræddri
þjóð sem kom út í mars og hefur
vakið mikla athygli en sáralítil við-
brögð. Virkjanasinnar hafa til dæm-
is haldið því fram að með því að
virkja fallvötn Íslands sé verið að
bjarga orku- og umhverfisvanda
heimsins. Íslendingum hefur því
verið talin trú um að þeir séu að
gera heiminum gott með því að
fórna dýrmætum svæðum í náttúru
landsins. Í bók Andra Snæs kemur
fram að ef Íslendingar myndu virkja
öll fallvötn sín, þar með taldar lax-
veiðiár eins og Stóru-Laxá, Selá í
Vopnafirði, Grímsá, Vatnsdalsá,
Eystri-Rangá og Tungufljót, væri
hægt að framleiða 28 svokallaðar
terawattstundir af raforku á ári. Í
heiminum öllum eru hins vegar til
um það bil 8700 terawattstundir
sem renna óbeislaðar í fallvötnum,
þar á meðal 1000 í Norður-Ameríku
þar sem álfyrirtækin hafa höf-
uðstöðvar sínar, 700 í Evrópu, 900 í
Afríku, 2500 í Suður-Ameríku og
annað eins í Asíu. Í þessu alþjóðlega
samhengi kemst Ísland ekki einu
sinni á blað. Framlag Íslands er
hverfandi lítið.
En hvers vegna er til svo mikil
óvirkjuð vatnsorka í heiminum? Jú,
vegna þess að margar þjóðir heims
hafa hafnað slíkum virkjunum af
umhverfisástæðum!
Það er augljóst hvers vegnastjórnmálamenn og aðrir, sem
hagsmuna eiga að gæta, halda
þeirri dellu fram að við getum
bjargað heiminum. En spurningin
er þessi: Hvers vegna er svona auð-
velt að ljúga þessu í okkur? Hvernig
stendur á því að þessi rangfærsla og
aðrar slíkar, sem haldið hefur verið
fram í þessu mikilvæga máli, hafa
ekki verið hraktar þannig að þjóðin
geti tekið upplýsta ákvörðun?
Vandamálið er þetta: Við búum
yfir gríðarlegu magni upplýsinga en
mjög lítilli vitneskju. Það er allt
morandi í skoðunum en vissan um
hvað er rétt og rangt er lítil.
Fjölmiðlar hafa fjallað um virkj-
anamálin í mörg ár, þeir hafa miðlað
miklu magni upplýsinga um þau en
þeir hafa ekki verið nægilega dug-
legir og naskir við að draga fram
aðalatriðin, greina þau og setja í
samhengi. Fjölmiðlar hafa líka miðl-
að fjölmörgum skoðunum um virkj-
anamálin, eins og mörg önnur mál,
en vegna þess hvað vitneskjan um
þau hefur verið lítil í raun höfum við
ekki getað vegið þær og metið.
Fjölmiðlar miðla þannig mörgum
skoðunum sem eru ekki vitneskja og
þeir miðla miklum upplýsingum sem
eru heldur ekki vitneskja. Við vitum
ekki hlutinn fyrr en við höfum unnið
eitthvert vit úr upplýsingunum. 28
terawattstundir á ári eru upplýs-
ingar en ekki vitneskja, að minnsta
kosti ekki í mínu tilfelli vegna þess
að ég veit ekki hvað þessi tala þýðir
ein og sér. Þegar ég vissi að það eru
til 8700 terawattstundir óvirkjaðar í
vatnsföllum heimsins þá áttaði ég
mig á samhenginu og gat myndað
mér skoðun: Nei, við eigum ekki að
fórna náttúru Íslands.
Íslenskir fjölmiðlar verða að fara
að veita okkur vitneskju um hlutina
en ekki bara upplýsingar og skoð-
anir.
Það vekur athygli að Andri Snærskrifaði bók til þess að koma
þessari og annarri vitneskju um
virkjanamálin til skila. Hann skrif-
aði ekki greinar í dagblað eða á Net-
ið. Þetta gerði Andri Snær ef til vill
ekki aðeins vegna þess að hann
þurfti að selja þessi skrif sín, en
þannig aflar hann sér lífsviðurværis,
heldur einnig vegna þess að bókin er
ennþá mjög góð leið til þess að setja
fram upplýsingar og gagnrýni með
skipulegum og markvissum hætti,
raunar miklu betri leið en til dæmis
dagblaðið eða útvarp og sjónvarp. Í
bók er bæði meira rými og næði til
þess að yfirvega hlutina, rökstyðja
þá, leggjast yfir þá. Í bók er hægt að
skapa heila heimsmynd, lýsa heilu
hugmyndakerfi án þess að lesandinn
ókyrrist eða útsendingarstjórinn
hóti að skjóta inn auglýsingum.
Vandinn er hins vegar sá að bókin
á undir högg að sækja í fjölmiðla-
flórunni þar sem auðveldari og frek-
ari miðlar hljóta meiri athygli hjá al-
menningi og ráðamönnum. Ein bók
getur ekki lengur breytt heiminum
en það er hægt að breyta heiminum
með hjálp sjónvarpsins. Ógn-
arverkin 11. september 2001 eru
gott dæmi um það. Bókin getur hins
vegar breytt einstaklingnum sem les
hana. Sú breyting hefur hins vegar
ekki endilega mikla þýðingu í kerfi
sem framleiðir og miðlar skoðunum
og upplýsingum á hverjum degi sem
myndu nægja heilli þjóð í ellefu
hundruð ár. Það er ekki víst að sú
breyting skipti miklu máli í kerfi
sem réttlætir ákvarðanir sínar með
þessum upplýsingum og skoðunum.
Það er ekki víst að sú breyting skipti
miklu máli í kerfi sem tekur allar
ákvarðanirnar sjálft.
Rangfærslur
afhjúpaðar
’Ein bók getur ekkilengur breytt heiminum
en það er hægt að breyta
heiminum með hjálp
sjónvarpsins. Ógnar-
verkin 11. september
2001 eru gott dæmi
um það.‘
Morgunblaðið/Ómar
throstur@mbl.is
AF LISTUM
Þröstur Helgason
„Þegar ég vissi að það eru til 8.700 terawattstundir óvirkjaðar í vatns-
föllum heimsins þá áttaði ég mig á samhenginu og gat myndað mér skoðun:
Nei, við eigum ekki að fórna náttúru Íslands.“ Andri Snær kynnir bók sína,
Draumalandið, í mars sl. í Borgarleikhúsinu.
Á GÖNGUSTÍGNUM við Nauthóls-
vík koma á móti mér tvö ungmenni á
hjólaskautum; svo heil fjölskylda á
hjólum, móðirin dregur á eftir sér
nýstárlegan barnavagn og brosir til
mín því það er gaman að vera til
þetta hlýja bjarta vorkvöld í Reykja-
vík við sjóinn og glaðvær lágstilltur
hlátur vina og kunningja sem safnast
hafa saman um leikhópinn frú Emilíu
niður á ylströndinni fyrir utan tjaldið
eftir frumsýninguna slær taktinn í
því gamni. Kársnesið myndar svart-
an ljósum skrýddan bakgrunn við
einfalda tilvist sjávar, sands og fólks
hérna megin og minnir á flókinn
kaldan heim.
Það var svalara þegar ég kom og
smeygði mér inní leyndardómsfullt
grænt tjaldið. En leikstjórinn Hafliði
Arngrímsson býður upp á heitt
þykkt súkkulaði sem yljar. Tjaldið er
þröngt, langsum í öðrum helm-
ingnum standa í sandinum þrír sól-
bekkir, með náttborðum í millum, og
borð eftirlitsmanns til hliðar, and-
spænis í hinum helmingnum sitjum
við áhorfendur í tveimur röðum.
Lýsingin eðlileg og einföld, þrír nátt-
borðslampar, hreyfanlegir og niður
úr mænisásnum hanga í röð níu hvít
venjuleg loftljós. Sýningin byrjar vel.
Það næst strax að kalla fram þrúg-
andi þrengsli elliheimila með þessari
miklu nálægð; með nefið erum við
áhorfendur ofaní lífi þriggja
ókunnugra manneskja sem dæmdar
eru til að þrauka saman fram í rauð-
an dauðann: þar er gömul kona
Hörpu Arnardóttur, svo kunnugleg,
samþykkjandi allt með hlæjandi jái
og sein í hreyfingum, næstum einsog
sé hún þegar horfin; öllu ungæð-
islegri er nokkuð meinfýsinn sjómað-
ur leikinn af Ólafi Agli Egilssyni og
vill burt, bara burt; og svo þvergirð-
ingslegur öldungur Jóns Páls Eyj-
ólfssonar sem reynir að halda reisn
sinni með því að loka sig af og minnir
á mývetnskan bónda. Með óvæntri
heimsókn spastísks ungmennis
(Björn Thors) er okkur síðan svipt
inní einsemd dvalarheimila. Þannig
næst í byrjun að skapa stemningu og
eftirvæntingu hjá áhorfandanum, fá
hann til að vilja kynnast þessu fólki
nánar, heyra sögur þess, sjá hvernig
tilraunir með samskipti þess þróast.
En svo er einsog höfundur fari ann-
aðhvort að missa áhugann á per-
sónum gamla fólksins, ekki hafi gef-
ist tími til að fullvinna þær eða að sú
leið sem hann hafi valið sér: að skapa
úr smælki, smáum sögum, persónur
án fortíðar, með minningar úr nútím-
anum og sem hoppa frá elli til æsku –
gangi ekki upp í leikmátanum. Það
kviknar ekki á persónunum nema af
og til, þær kveikja ekki hver á ann-
arri, „sitúasjónir“ hverfa inní alúð
leikarans við sjálfan sig og stundum
er einsog farið sé með texta sem orð-
ið hafi til úr flatneskju spunans.
Þetta er ekki alveg auðvelt að lesa og
vissulega er erfitt fyrir ungmenni að
túlka gamalmenni, en þegar Björn
Thors og Laufey Elísdóttir birtast
lifnar textinn. Björn Thors fer með
þrjú hlutverk. Hann dregur fyrst
upp mynd af spastískum manni, síð-
ar af uppburðarlitlum fram-
kvæmdastjóra sem mannar sig uppí
að leika þriðja hlutverkið, miðil í út-
varpsþætti til að bjarga ákveðnum
málum. Allt verða það skýrar, ein-
faldar áhugaverðar svipmyndir sem
gefa til kynna að heilt líf, heilt æv-
intýri leynist að baki og samleikur
hans og Laufeyjar (og ísmeygilegur
leikur við áhorfendur) er hlaðinn
spennu og loforði um að koma stöð-
ugt á óvart. Laufey kemur líka svo
sannarlega á óvart, undir svip-
brigðalausu barnslegu andliti henn-
ar, sem er jafnslétt og fellt og hjúkr-
unarkonubúningurinn, dylst
ólíkindatól og í meðförum hennar
njóta smásögur Jóns Atla, þessi abs-
úrd augnablik úr lífi, sín fullkomlega.
Það er alltaf gaman að láta svipta
sér úr föstum formum hefða og
venju, að fara til dæmis inní tjald og
vera viðstödd tilraunir með texta,
leik og tónlist bæði þær sem mis-
heppnast og heppnast. En að gamn-
inu slepptu þá er ráðist hér að stóru
viðfangsefni jafnt í samhengi leik-
hússögunnar sem flókinna vanda-
mála samtímans og frá því þykir mér
menn hafa viljað sleppa full auðveld-
lega.
Tilraunir
í tjaldi
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Jón Atli reisir sýningu sinni og Frú Emilíu skjól í Nauthólsvíkinni. Í gagnrýni
segir m.a.; „með nefið erum við áhorfendur ofaní lífi þriggja ókunnugra
manneskja sem dæmdar eru til að þrauka saman fram í rauðan dauðann“.
María Kristjánsdóttir
LEIKLIST
Frú Emilía
Eftir Jón Atla Jónasson. Tónlist: Ghost-
igital: Curver Thoroddsen og Einar Örn
Benediktsson. Leikstjóri : Hafliði Arn-
grímsson. Búningar: Íris Eggertsdóttir.
Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Leik-
arar: Björn Thors, Harpa Arnardóttir, Jón
Páll Eyjólfsson, Laufey Elísdóttir og Ólaf-
ur Egill Egilsson. Reykjavík, í tjaldi, á yl-
ströndinni í Nauthólsvík, 30. apríl 2006
kl. 20.30
Hundrað ára hús
FLAGGSKIP íslenzkrar fagurtón-
listar verður tæplega vænt um að
sniðganga breiðan smekk almenn-
ings í landinu, allra sízt ef skoðað er
dagskrárefni hljómsveitarinnar á síð-
ari árum. Fyrir utan háklassískt
meginviðfang hennar, er ævinlega
heldur stöðu sinni sem nauðsynleg
viðmiðun í krafti óbliknandi fegurðar
og gæða, að ógleymdri innlendri sem
erlendri nútímatónsköpun, hefur
m.a. verið höfðað til yngri kynslóðar
með röð tónleika þar sem hrynbund-
in dægurtónlist síðari ára hefur birzt
í sinfónískum umbúðum.
Það má kannski segja að sú röð
hafi sl. fimmtudagskvöld verið færð
fimmtíu ár aftur í tíma þegar komið
var að sígrænum íslenzkum dæg-
urlögum frá um miðja 20. öld undir
yfirskriftinni Manstu gamla daga.
Ekki minnir mig að svo hafi verið
gert áður, þótt eiginlega hefði hug-
myndin átt að liggja í augum uppi allt
frá því er hlustendur kvörtuðu sem
háværast undan „sinfóníugauli“ út-
varpsins. Því líkt og Lúther þótti
forðum ástæðulaust að „láta skratt-
ann sitja einan að beztu lögunum“
hefði eflaust mátt sefa fyrri óánægju-
raddir með svipuðu framtaki, hefðu
verndarsjónarmið menningar-
forkólfa gagnvart klassíkinni ekki
staðið í vegi.
Nú er öldin hins vegar önnur og
frjálslyndari. Fremstu dægurperlur
5. og 6. áratugar hafa að auki staðizt
tímans tönn og gengið í arf til söng-
elskari hluta seinni kynslóða, eins og
sjá mátti á blönduðum aldri fjöl-
mennisins er troðfyllti Háskólabíó.
Og lagavalið féll að þessu sinni ólíkt
betur að umgjörðinni en laglínus-
nauðari afurðir síðari ára, þar sem
flest snýst orðið um hrynþung
„grúv“. Í þeim efnum eru beztu dæg-
urlög fyrri ára sambærileg við fjár-
sjóð evrópskra þjóðlaga, er þegar á
klassíska tímanum var tónskáldum
óþrjótandi uppsprettulind. Enda er
það ævinlega einn gleggsti mæli-
kvarði á burðarþol laga hvað þau
bjóða upp á ólíka útfærslu.
Það kom víða fram í oftast liprum
útsetningum hins hagvana innanbúð-
armanns Hrafnkels Orra Egilssonar.
Þó að undirritaður hefði í sumum til-
vikum kosið pólýfónískari fyllingu en
heyra mátti í t.a.m. Dagnýju Sigfúsar
Halldórssonar var flest dável úr
garði gert, jafnvel þótt í einstaka til-
viki mætti greina breytta hljóma-
notkun frá frumgerð er ekki var ein-
hlítt til bóta. Á hinn bóginn örlaði
talsvert á frumlegri endursköpun í
Litla tónlistarmanninum, tangó
Freymóðs, og seiðandi vetrarkyrrðin
í tvísungna lokalaginu Gling gló (Al-
freð Clausen) manaði nærri því fram
töfrasenur úr Hnotubrjót Tsjæk-
ovskíjs.
En hvað sem því öllu líður var
frammistaða hinna vinsælu ungu
söngkvenna sjálfsagt áheyrendum
efst í huga. Ást þeirra Ragnheiðar og
alúð gagnvart gömlu lögunum var
næsta smitandi, og ekki annað hægt
að segja en að sú gæðavitund sé lag-
firrtum ungmennum augnabliksins
meinholl fyrirmynd. Meðal hápunkta
Eivarar má nefna Frostrósir og
Sveitina milli sanda (þótt bryti þar í
tvígang lagrím höfundar með sjöund-
arstökki í stað sexundar). Ragnheið-
ur hefði stundum mátt syngja meira
út, einkum við þykkari útsetningar
eins og þjóskvetturúmbuna Kata
rokkar, en tókst víða mjög vel upp;
kannski bezt í svífandi túlkun sinni á
Litla tónlistarmanninum. Kankvís
tvísöngur þeirra Eivarar í Gling gló
skildi salinn eftir á suðupunkti.
Stjórnandinn Benjamin Pope var
augljóslega réttur maður á réttum
stað, og elskulegar kynningar Ragn-
heiðar Ástu Pétursdóttur náðu hár-
réttu samvægi fróðleiks, þáþráar og
kímni. Það væri því synd að segja
annað en að tónleikarnir hafi hitt
beint í mark. Og kæmi örugglega
fáum á óvart ef SÍ tekur þennan
vænlega þráð upp aftur. Enn er af
nógu að taka.
Manstu gamla daga
Ríkarður Ö. Pálsson
TÓNLIST
Háskólabíó
Íslenzkar dægurperlur eftir Alfreð Clau-
sen, Sigfús Halldórsson, Freymóð Jó-
hannsson, Jón M. Kjerulf, Magnús Blön-
dal Jóhannsson, Friðrik Jónsson, Theodór
Einarsson og Jón Múla Árnason í útsetn-
ingum Hrafnkels Orra Egilssonar. Ein-
söngvarar: Eivør Pálsdóttir og Ragnheið-
ur Gröndal. Sinfóníuhljómsveit Íslands u.
stj. Benjamins Pope. Kynnir: Ragnheiður
Ásta Pétursdóttir. Fimmtudaginn 27.
apríl kl. 19:30.
Sinfóníutónleikar