Morgunblaðið - 03.05.2006, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 03.05.2006, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UNDANFARIN tvö sunnudags- kvöld hafa fréttamenn Kompáss á fréttastöðinni NFS fjallað um mál fíkniefnaneytenda í Reykjavík og er það vel. Ég tel mig hins vegar knúinn til að gera eft- irfarandi athugasemd- ir við aðferðir viðkom- andi fréttamanna og þá neikvæðu og að mínu mati ósann- gjörnu umfjöllun sem vímuefnadeild Land- spítalans fékk í um- ræddum þáttum. Í fyrsta lagi er bannað að taka upp og sýna myndskeið frá geðdeild Landspít- alans án þess að slíkt sé gert í samvinnu við spítalann. Fréttamenn Kompáss höfðu ekki leitað slíkrar samvinnu eða fengið leyfi til myndatöku og var þeim ítrekað bent á það. Engu að síður voru sýnd myndbrot tekin á almennu biðsvæði geðdeild- arinnar í báðum þáttunum. Sjúk- lingar og aðstandendur þeirra eiga rétt á að njóta persónuverndar og birting sem þessi er því algerlega óásættanleg. Í öðru lagi var ítrekað gefið til kynna í seinni þættinum að þjón- usta vímuefnadeildar Landspítala við fólkið sem þáttargerðarmenn hafa fylgt eftir hafi verið ófullnægj- andi. Starfsfólk deildarinnar á að hafa neitað sjúklingunum tveimur um bráðainnlögn, neitað þeim um lyfjagjöf við fráhvarfseinkennum og neitað að leggja þau inn saman til afeitrunar. Starfsfólk vímu- efnadeildarinnar er mjög ósátt við þessa framsetningu og lítur svo á að farið hafi fram fag- legt mat á aðstæðum þessa fólks og að úr- lausnin hafi verið við hæfi. Fólk er vanalega ekki lagt inn samdæg- urs til afeitrunar. Sjaldnast er um bráðavanda að etja og oftast lítið um laus rúm á geðdeildum eins og öðrum deildum spítalans. Það er ein- faldlega ekki hægt að leggja alla inn sam- dægurs og því er ekki óeðlilegt að fólk þurfi að bíða eftir plássi. Hér gildir það sama og um marga aðra sjúklingahópa í okkar samfélagi. Hins vegar er mjög mikilvægt að fram komi að faglegt mat er gert á einkennum og aðstæðum allra þeirra sem til okkar leita. Komi fram við slíkt mat að einstaklingur sé alvarlega veikur og þurfi nauð- synlega á spítalavist að halda er hinn sami skilyrðislaust lagður inn. Þessar upplýsingar komu fram í viðtali við undirritaðan sem frétta- menn Kompáss kusu að sýna ekki. Eins kom fram í þessu sama viðtali að biðtími í afeitrun er ekki langur en aftur töldu stjórnendurnir ekki nauðsyn á að þær upplýsingar kæmu fram í þættinum. Bráða-afeitrun morfínfíkla á göngudeild (lyfjagjöf utan spítala) er hvergi tíðkuð og engar vísinda- legar sannanir styðja slíka með- ferð. Afeitrun þarf að fara fram inni á sjúkrastofnun. Læknar sem skrifa út morfínskyld lyf fyrir vímuefnaneytendur fá réttilega bágt fyrir. Eiga læknar vímu- efnadeildar að skipa sér í þann flokk? Almennt er talið verra fyrir pör að afeitrast saman. Hins vegar eru engar ófrávíkjanlegar reglur hvað þetta varðar og allar slíkar beiðnir eru teknar til umræðu í meðferð- arteymi vímuefnadeildarinnar. Í umræddu tilviki lá niðurstaða ekki fyrir. Umfjöllun um fíkniefnavandann á Íslandi er þörf. Slík umfjöllun þarf að vera metnaðarfull og mál- efnaleg. Endurteknar sýningar af eymd vímuefnaneytenda í neyð þjóna ekki þessum markmiðum. Athugasemdir við frétta- skýringaþáttinn Kompás Bjarni Össurarson fjallar um Kompás á NFS ’Endurteknar sýningaraf eymd vímuefnaneyt- enda í neyð þjóna ekki þessum markmiðum.‘ Bjarni Össurarson Höfundur er yfirlæknir vímuefnadeildar LSH. FRAMUNDAN er lagning nýs Gjábakka- vegar milli Þingvalla og Laugarvatns. Ás- geir Guðmundsson skrifaði mér opið bréf um málið í Morg- unblaðið 11. mars og þótt nokkuð sé um lið- ið finnst mér rétt að svara bréfinu með nokkrum orðum. Vona ég að bréfritari virði mér til vorkunnar sein viðbrögð mín en ég hafði vonast til að verkið kæmist af stað fyrr en raun ber vitni og ég gæti svarað ná- kvæmar um það hve- nær það gæti hafist. Umferð um Gjá- bakkaveg hefur aukist mjög hin síðari ár, meðal annars vegna aukinnar sum- arhúsabyggðar, eins og Ásgeir Guðmunds- son bendir réttilega á. Kallar það á heilsársveg sem nú er í undirbúningi og þarf ekki að fjöl- yrða um mikilvægi þeirrar sam- göngubótar. Lagning Gjábakkavegar er við- kvæm þar sem vestari hluti hans fer um hraunlandslag og hafa ýmsar leiðir verið kannaðar. Fyrirhuguð framkvæmd hefur farið lögformlega leið umhverfismats en Vegagerðin taldi ákjós- anlegast að leggja veg- inn þannig að umferð- aröryggi yrði sem mest. Niðurstaða er enn ekki fengin þar sem val Vegagerðarinnar var kært til umhverf- isráðherra en hún ætti að liggja fyrir á næstu dögum. Þegar hún er fengin ætti að vera unnt að ráðast í hönnun og út- boð í framhaldi af henni. Vonast er til að það geti orðið síðsum- ars og að framkvæmdir geti hafist næsta vor. Gert er ráð fyrir að nýr Gjábakkavegur kosti tæplega 600 milljónir króna. Samkvæmt sam- gönguáætlun 2005– 2008 er gert ráð fyrir fjármagni til verksins á þeim tíma. Var í upp- hafi gert ráð fyrir að framkvæmdum yrði lokið 2007 en ljóst er að það verður vart fyrr en ári síðar. Þeim ætti því að geta lokið sumarið 2008 þar sem ekki er unnt að vinna verkið á einu sumri. Nýr Gjábakkaveg- ur sumarið 2008 Sturla Böðvarsson svarar Ásgeiri Guðmundssyni Sturla Böðvarsson ’Kallar það áheilsársveg sem nú er í undirbún- ingi og þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þeirr- ar samgöngu- bótar.‘ Höfundur er samgönguráðherra. EITT af markmiðum stjórnkerf- isbreytinga Reykjavíkurborgar var að auka ánægju borgarbúa með þjónustu, viðmót og að- gengi. Til þess að borg- aryfirvöld geti mælt ár- angur slíkrar markmiðssetningar er nauðsynlegt að gerðar séu reglubundnar þjón- ustumælingar sem geta gefið vísbendingar um hvað gengur vel og hvað má betur fara. Í mars og apríl sl. framkvæmdi Gallup sjö þjónustukannanir fyrir 14 stofnanir Reykjavík- urborgar. Kannanirnar mældu heildaránægju, aðgengi og viðmót og verða slíkar mælingar gerðar að minnsta kosti tvisvar sinnum á hverju ári. Þær gefa stjórnendum einstakt tækifæri til að bregðast fljótt við óánægju eða mismikilli ánægju meðal við- skiptavina skyldra starfseininga. Í sumum tilvikum getur verið nauð- synlegt að gera framhaldskannanir þar sem farið er betur í saumana á starfseminni og/eða úrtakið stækk- að. Yfirgnæfandi meirihluti, eða 85% viðskiptavina þriggja þjónustu- miðstöðva í Reykjavík, er ánægður með þjónustuna að því er fram kem- ur í könnun Gallup. Aðeins 8% merktu við svarmöguleikann hvorki né og 7% við óánægð(ur) aðspurðir um þjónustuna. Könnunin náði til 143 viðskiptavina þjónustumiðstöðv- anna. Niðurstaðan er sérstaklega ánægjuleg í ljósi þess að tvær af þjónustumiðstöðvunum þremur hófu starfsemi sína í fyrrahaust. Þjón- ustumiðstöðin Miðgarður hefur verið starfrækt í níu ár. Alls sögðust 88,2% viðskiptavina Miðgarðs mjög eða frekar ánægð með þjónustuna og ríf- lega 91% sagðist ánægt með viðmót starfsfólks. Á Þjónustumiðstöðinni Laugardal/ Háaleiti voru 89% aðspurðra mjög eða frekar ánægð með þjónustuna og í Breiðholti 71,9% mjög eða frekar ánægð. Langflestir, eða 92% foreldra leikskólabarna í úrtakinu, töldu þjón- ustu leikskólans mjög eða frekar góða. Alls töldu 5,3% foreldra þjónustuna hvorki góða né slæma og 2,7% töldu hana slæma. Yfir 95% foreldra töldu að barninu þeirra liði mjög eða frekar vel í leik- skólanum. Aðeins 4% foreldra merktu við svarmöguleikann hvorki né og 0,7% við illa. Svarendur voru foreldrar 150 barna úr fimm hverfum borgarinnar. Foreldrar í Grafarvogi voru ánægðastir en allir foreldrar þar töldu þjónustu leikskólanna mjög góða. Fast á hæla foreldra í Grafarvogi komu foreldrar í Breið- holti. Alls töldu 92,6% þjónustu með heimsendan mat mjög eða frekar góða. Þá töldu 6,8% þjónustuna hvorki góða né slæma og 0,7% töldu þjónustuna slæma. Ríflega 95% töldu viðmót starfsmanna mjög eða frekar gott, 4,1% taldi viðmót þeirra hvorki gott né slæmt og 0,7% töldu viðmótið slæmt. Fjöldi svarenda var 150. Athygli vekur að tæplega 87% for- eldra telja þjónustu frístundaheim- ilanna í borginni mjög eða frekar góða. Alls telja ríflega 11% þjón- ustuna hvorki góða né slæma og 2% telja þjónustuna slæma. Tæplega 91% foreldra telur viðmót starfs- manna frístundaheimilanna mjög eða frekar gott, 7,2% telja viðmótið hvorki gott né slæmt og 2% telja við- mótið slæmt. Hærra hlutfall foreldra barna með annað móðurmál en ís- lensku merkja við svarmöguleikann mjög góða/gott í þessum tilvikum. Alls náði úrtakið til 155 foreldra barna á fimm frístundaheimilum borgarinnar. Töluverður munur var á milli frí- stundaheimilanna. Þeim lakari gefst því gott tækifæri til að bregðast við niðurstöðunni með því læra af þeim bestu. Vaxandi ánægja er með þjónustu Símavers Reykjavíkurborgar miðað við síðustu könnun í nóvember. Rétt rúmlega 73% viðskiptavina síma- versins telja þjónustuna mjög eða frekar góða miðað við ríflega 62% í fyrri könnun. Hlutlausir voru 16,3% og 10,6% voru óánægð. Sérstaka at- hygli vekur að almennir borgarbúar eru mun ánægðari með símaverið en starfsmenn borgarinnar. Alls töldu 87,2% þeirra þjónustuna mjög eða frekar góða miðað við 68,4% starfs- manna. Símaverið hóf starfsemi í apríl á síðasta ári. Stofnanir Reykjavíkurborgar hafa gert ítarlegar þjónustukannanir með reglulegu millibili undanfarin 10 ár. Þær kannanir eru umfangsmiklar og farið er yfir flestalla þætti í viðkom- andi starfsemi. Slíkar kannanir eru afar verðmætar til að fá heildarmynd af einstaka stofnun eða þjónustu. Kannanir sem hér hefur verið fjallað um eru hins vegar gerðar mun tíðar með einföldum spurningum sem ger- ir það auðveldara en ella að bregðast fljótt við í því skyni að bæta þjón- ustuna – borgarbúum til hagsbóta. Ánægja með þjónustu Reykjavíkurborgar Steinunn Valdís Óskarsdóttir segir frá niðurstöðum úr könn- un sem Gallup gerði fyrir 14 stofnanir Reykjavíkurborgar ’Yfirgnæfandi meiri-hluti, eða 85% viðskipta- vina þriggja þjónustu- miðstöðva í Reykjavík, er ánægður með þjónustuna að því er fram kemur í könnun Gallup.‘ Steinunn Valdís Óskarsdóttir Höfundur er borgarstjóri. NÚ ER orðið ljóst, sem margir ótt- uðust, að ríkisstjórnin ætlar að verða við kröfum viðskiptabankanna um að leggja Íbúðalánasjóð niður að mestu og af- henda þeim starfsemi sjóðsins. Þannig er ljóst að ríkisstjórnin tekur hagsmuni bankanna fram yfir hagsmuni al- mennings. Félagsmálaráðherra fullyrti eftirfarandi í fréttaviðtali nýlega: „Það er ljóst að það gengur ekki til lang- frama að Íbúðalána- sjóður starfi með rík- isábyrgð þegar samkeppni er orðin á þessum markaði.“ Þetta er undarleg staðhæfing. Íbúðalánasjóður hóf ekki samkeppni um lán- veitingar. Íbúðalána- sjóður og forverar hans höfðu sinnt íbúða- lánastarfsemi einir í áratugi vegna þess að bankarnir sinntu ekki þeim viðskiptum. Starfsemi Íbúða- lánasjóðs hafði verið stórbætt undir stjórn og fyrir forystu framsókn- armanna, lánin hækkuð og skilyrði fyrir lánveitingum rýmkuð þó þar hefði þurft að gera mun betur. Bank- arnir hófu samkeppni við Íbúðalána- sjóð með hærri lánum en sjóðurinn veitti og á svipuðum vöxtum en með rýmri skilyrðum. Eitt af markmiðum bankanna með þessum lánveitingum var að stuðla að miklum uppgreiðslum íbúðasjóðslána og kæfa með því Íbúða- lánasjóð og ná sjóðnum og viðskiptum hans til sín. Íbúðalánasjóður stóðst þessa raun og þá fóru bankarnir að halda því fram að þeir töpuðu á íbúða- lánum sínum. Að halda slíku fram núna þýðir örugglega hækkun láns- kjara fái bankarnir Íbúðalánasjóð. Varla ætla þeir að halda áfram að lána með tapi. En eru bankarnir að tapa á íbúðalánum sínum? Það er ósennilegt. Ekki tapar Íbúðalánasjóður á sinni lánastarfsemi. Á hvaða kjörum eru er- lendu lánin sem bankarnir endurlána hér? Það er óupplýst. Bankarnir hafa hins vegar upplýst að lánshæfismat þeirra hjá erlendum matsfyrirtækjum væri nánast það sama og íslenska ríkisins. Sam- kvæmt því er líklegt að bankarnir greiði ekki hærri vexti en 2,0 – 2,5% af endurlánafé sínu, sem þeir lána síðan hér með 4,8 – 5,5% vöxtum, verð- tryggt auk þjónustu- gjalda. Það er mjög und- arleg röksemd fyrir kröfu bankanna um nið- urlagningu Íbúðalána- sjóðs að vegna taps á einni grein útlána- starfsemi verði keppi- nauturinn Íbúðalána- sjóður að hætta starfsemi vegna þess að bankarnir græddu ekki á samkeppni sem þeir stofnuðu til. Ef svo ólík- lega vill til að bankarnir séu að tapa á íbúðalánum eiga þeir að sjálfsögðu sjálfir að bera af því skaðann. Á því hafa þeir næg efni. Á síðasta ári var ávöxtun eig- in fjár bankanna um og yfir 40%. T.d. var hagnaður Landsbanka Íslands á sl. ári 33,8 milljarðar króna. Fáir skilja nauðsyn þess að breyta Íbúðalánasjóði í þjónustustofnun fyrir bankana eins og félagsmálaráðherra boðaði í fyrrnefndu fréttaviðtali eftir ríkisstjórnarfund 18. þ.m. Enda voru skýringar hans á nauðsyn breyting- anna engar og litlar á því hverjar fyr- irhugaðar breytingar væru. Að leggja niður Íbúðalánasjóð og auka fákeppni á lánamarkaði er fráleitt vegna hags- muna almennings. Bankarnir hafa ekki sýnt fram á að þeir bjóði til lang- frama betri kjör en Íbúðalánasjóður. Spurningin er: Hvers vegna ver rík- isstjórnin hag bankanna í þessu máli en ekki almennings? Íbúðalánasjóður lagður niður Árni Þormóðsson fjallar um Íbúðalánasjóð Árni Þormóðsson ’Fáir skiljanauðsyn þess að breyta Íbúða- lánasjóði í þjón- ustustofnun fyrir bankana…‘ Höfundur er öryggis- og næturvörður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.