Morgunblaðið - 03.05.2006, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 27
UMRÆÐAN
Í MORGUNBLAÐINU hinn 24.
apríl sl. vakti Ása Atladóttir, hjúkr-
unarfræðingur hjá Landlæknisemb-
ættinu, athygli á hugsanlegum
tengslum ákveðinnar tegundar af
vökva sem notaður er til að hreinsa
snertilinsur við vaxandi tíðni horn-
himnusýkinga af völdum tiltekins
svepps sem ber nafnið Fusarium.
Þessar fréttir er einn-
ig að finna á vef Land-
læknisembættisins,
www.landlaeknir.is.
Þess ber að geta að
ekki hafa greinst horn-
himnusýkingar hér á
landi vegna þessa
svepps hér á landi en
þó er umfjöllunin mik-
ilvæg ádrepa til sner-
tilinsunotenda um að
gæta fyllsta hreinlætis
við snertilinsunotkun.
Ekki er þó síður mik-
ilvægt að koma ann-
arri grundvallarreglu
að í þessari umræðu. Nokkuð hefur
borið á því að seljendur snertilinsa
hafi auglýst nýjar tegundir linsa
sem svefnlinsur, þ.e. sofa megi með
linsurnar og vera með þær jafnvel í
allt að mánuð í senn án þess að taka
þær úr. Þetta er afar varasamt og
hefur undirritaður greint og með-
höndlað nokkur slæm hornhimnus-
ár sem má rekja beint til slíkrar
meðhöndlunar á snertilinsum. Í
grein sem birtist í augnlækna-
tímariti Belga, Bulletin de la Soc-
iete Belge d’Ophtalmologie, í fyrra,
er rætt um aukna tíðni innlagna á
spítala vegna snertilinsunotkunar,
úr 5 sjúklingum árið 1997 í 22 sjúk-
linga árið 2003, þrátt fyrir nýjar
gerðir snertilinsa sem hleypa betur
súrefni í gegnum sig, liggja betur á
auganu og eiga að vera úr efnum
sem líkaminn bregst síður við. Þrátt
fyrir aukna notkun á svokölluðum
skrautlinsum virðist þessi aukning
ekki vera vegna þess, en þessar
linsur eru þó oft úr óvandaðra efni
en þær hefðbundnu og því ber að
umgangast þær af sérstakri varúð
og versla einungis við viðurkenndan
framleiðanda. Undirritaður er sam-
mála þeim atriðum sem koma fram
hjá Ásu Atladóttur um notkun á
snertilinsum en þó vantar tvo afar
mikilvæga þætti inn í
ráðleggingar hennar:
1. Aldrei skal sofa
með snertilinsur. Slíkt
er hvort sem er óþarfi
en bent skal sér-
staklega á að sumir
framleiðendur auglýsa
vöru sína fram yfir
aðrar vörur á þann
hátt að nú séu loks
komnar fram linsur
sem sofa megi með.
Það er í sjálfu sér mik-
ið ánægjuefni að gæði
snertilinsa hafa aukist
mjög mikið á und-
anförnum árum. Staðreyndin er
samt sú að það eru og verða ávallt
til einstaklingar sem eru sérlega
viðkvæmir fyrir snertilinsum og
mega ekki undir neinum kring-
umstæðum sofa með þær í aug-
unum. Þetta er því mjög varasöm
yfirlýsing og ber að fordæma slíkar
alhæfingar. Verstu hornhimnusár
sem undirritaður hefur séð hafa
verið vegna rangrar snertilins-
unotkunar, m.a. vegna þess að ein-
staklingur hefur sofið með linsur.
Þessi sár hafa meira að segja í
nokkrum tilvikum leitt til blindu og
þess að nema hefur orðið brott auga
úr sjúklingi.
2. Mikilvægt er að augnlæknir
skoði alla þá sem nota snertilinsur
reglulega, a.m.k. einu sinni á ári.
Augnlæknir getur einn metið með
tækjum sínum og þekkingu hvernig
augu einstaklings bregðast við sner-
tilinsunotkun og jafnframt er einnig
æskilegt að augnlæknir meti það
sérstaklega hvort einstaklingur sé
hæfur til þess að nota snertilinsur
áður en hann byrjar slíka notkun.
Það er því ekki nóg að hafa sam-
band við augnlækni þegar ein-
staklingur er kominn með einkenni
frá augum, líkt og kemur fram í
ábendingum Landlæknis.
Mikið vantar upp á að Íslend-
ingar umgangist snertilinsur af við-
eigandi varúð. Ef neysluvatnið úr
krönum okkar væri ekki svo hreint
sem raun ber vitni, væru vanda-
málin þó örugglega miklu fleiri.
Snertilinsunotendur og fagaðilar
sem selja snertilinsur verða að hlíta
ákveðnum grundvallarreglum og er
afar mikilvægt að gott samband sé
haft við augnlækni reglulega í þessu
ferli. Grundvallarreglurnar eru:
1. Hreinlæti
2. Sofa ALDREI með snertilins-
ur
3. Fara reglulega til augnlæknis,
einnig í upphafi snertilinsunotkunar
Ef farið er að þessum ráðum eru
snertilinsur frábær kostur fyrir þá
sem kjósa þá aðferð til að leiðrétta
sjónlagsgalla sinn.
Sefur þú með snertilinsur?
Dr. med. Jóhannes Kári Krist-
insson fjallar um snertilinsur ’Ef farið er að þessumráðum eru snertilinsur
frábær kostur fyrir þá
sem kjósa þá aðferð til að
leiðrétta sjónlagsgalla
sinn.‘
Jóhannes Kári
Kristinsson
Höfundur er augnlæknir á augn-
læknastöðinni Sjónlagi, doktor í
læknisfræði við HÍ og hornhimnu-
sérfræðingur.
NÚ Í VOR brautskráir Háskólinn
á Akureyri fyrsta árgang BA-
nemenda í samfélags- og hagþróun-
arfræði. Þessi fjöl-
breytti hópur nemenda
hvaðanæva af landinu
hefur nú lokið þriggja
ára fjölfaglegu há-
skólanámi sem byggist
á kenningalegum og
aðferðafræðilegum
grunni félagsvísind-
anna. Margir þeirra
hyggja á störf á sviði
samfélags- og þróun-
armála á innlendum og
erlendum vettvangi og
aðrir halda nú utan til
framhaldsnáms í hin-
um ýmsu greinum félagsvísindanna.
Með þessari útskrift er brotið blað í
sögu félagsvísinda á Íslandi en fram
til þessa hefur einungis Háskóli Ís-
lands útskrifað nemendur í almennri
þjóðfélagsfræði.
Nám í samfélags- og hagþróun-
arfræði byggist á aðferðafræðileg-
um og kenningarlegum grunni fé-
lagsfræði, hagfræði, mannfræði og
stjórnmálafræði með áherslu á or-
sakir og afleiðingar örra þjóðfélags-
breytinga. Í náminu kynnast nem-
endur ýmsum einkennum ólíkra
samfélaga og þeim úrlausnar- og
álitaefnum sem þau standa frammi
fyrir. Fjallað er um helstu kenn-
ingar í þjóðfélagsfræði og hug-
myndastrauma Vesturlanda á 20.
öld, rannsóknir á sviði þjóðfélags-
breytinga, einkenni náttúrlegs og
mannlegs umhverfis, stjórnun
byggða- og þróunarmála og starf-
semi þróunarstofnana og samtaka.
Sérstök áhersla er lögð á meg-
inþætti í þróunarmálum eins og þeir
birtast í íslenskri byggðaþróun, mál-
efnum annarra samfélaga á norð-
urslóðum og þróunarsamvinnu af
ýmsu tagi.
Við Háskólann á Akureyri er lögð
áhersla á samþættingu kennslu og
rannsókna í BA-námi í
samfélags- og hagþró-
unarfræði. Auk marg-
víslegra námskeiða í
aðferðafræði þátt-
tökuathugana, viðtala
og tölfræði vinna kenn-
arar og nemendur á
hverju misseri saman
að ýmsum rannsókn-
arverkefnum sem hafa
fræðilega eða hagnýta
þýðingu. Meðal rann-
sóknarverkefna síðustu
missera má nefna um-
fangsmikla rannsókn á
félagslegum umbreytingum Ak-
ureyrar á síðustu áratugum, úttekt á
framtíðaráformum útskriftarnema
úr framhaldsskólum og könnun á
viðhorfum farþega í innanlandsflugi
til samgangna milli höfuðborg-
arinnar og landsins.
Með þessu samstarfi fá nemendur
umtalsverða þjálfun í skipulagningu
og framkvæmd rannsókna sem nýt-
ist þeim að BA-námi loknu. Mikil
eftirspurn er eftir fólki með góða
grunnþekkingu á þjóðfélaginu,
færni í aðferðafræði og öguðum
vinnubrögðum og þjálfun í gagn-
rýnni, hlutlægri greiningu á til-
teknum viðfangsefnum. Reynsla af
fræðilegum rannsóknum í samstarfi
við háskólakennara veitir nem-
endum jafnframt nokkurt forskot í
framhaldsnámi í félagsvísindum á
innlendum eða erlendum vettvangi.
Samfélags- og hagþróunarfræði
er í eðli sínu alþjóðlegt viðfangsefni
og námið er því byggt upp í nánum
tengslum við rannsóknarsamfélög í
öðrum löndum. Fastir kennarar í
greininni hafa áratuga reynslu af
rannsóknum á alþjóðavettvangi og á
hverju ári dvelja gestakennarar frá
ýmsum löndum við deildina. Sömu-
leiðis gefst nemendum kostur á því
að stunda hluta námsins við ýmsa
erlenda háskóla og erlendir skipti-
nemar stunda í nokkrum mæli nám í
greininni við Háskólann á Akureyri.
Ennfremur er lögð áhersla á að
nemendur í samfélags- og hagþróun-
arfræði öðlist reynslu af rann-
sóknum á vettvangi og því hafa nem-
endur á síðasta ári farið í
vettvangsferðir til Grænlands, Rúss-
lands og Níkaragúa.
Með stofnun félagsvísinda- og
lagadeildar Háskólans á Akureyri
fyrir þremur árum var einangrun fé-
lagsvísindanna á suðvesturhorni
landsins loksins rofin. Með upp-
byggingu náms í samfélags- og
hagþróunarfræði við deildina hefur
námsframboð í félagsvísindum á Ís-
landi enn verið eflt og háskólanem-
um á landinu öllu gefst kostur á
traustu námi sem byggist á undir-
stöðugreinum félagsvísindanna utan
Reykjavíkur.
Tengill: vefir.unak.is/samfelag
Samfélags- og hagþróunar-
fræði á Akureyri
Þóroddur Bjarnason fjallar um
nám við Háskólann á Akureyri ’Með stofnun félagsvís-inda- og lagadeildar Há-
skólans á Akureyri fyrir
þremur árum var ein-
angrun félagsvísindanna
á suðvesturhorni landsins
loksins rofin.‘
Þóroddur Bjarnason
Höfundur er prófessor í félagsfræði
við Háskólann á Akureyri.
KÆRI heilbrigðisráðherra, þar
sem erindi mitt er brýnt hef ég
ákveðið að senda þér opinberlega
bréf um málefni sem ég tel brýnt að
leysa. Ég geri mér fullkomlega grein
fyrir því að þú ert tiltölulega nýkom-
in til starfa í ráðuneyt-
inu og ekki búin að
kynna þér starfið að
fullu. Ég hef fylgst
með starfi þínu innan
og utan Framsókn-
arflokksins og veit að
ef þú tekur að þér ein-
hvern málaflokk, þá er
það gert á fullri ferð.
Þess vegna hef ég trú
á að eftir lestur þessa
bréfs verði breytingar
á málefni því sem ég
ætla að fjalla um.
Aðstaða krabba-
meinssjúkra á LSH
og mismunun í
gjaldtöku
Ég er krabbameins-
greindur og nýt þjón-
ustu göngudeildar
krabbameinsdeildar
LSH. Á þriggja vikna
fresti kem ég á deild-
ina og fæ þau lyf sem
ég þarf til að halda
niðri mínum sjúkdómi.
Á þriggja mánaða
fresti er ég sendur í
sneiðmyndavél, blóð-
prufu og aðrar rann-
sóknir til þess að hægt
sé að fylgjast með
sjúkdómnum. Komu til læknis og til
lyfjagjafar ásamt sneiðmyndatök-
unni ber mér að greiða í hvert sinn.
Þrátt fyrir fullan afslátt sökum ör-
orku minnar greiddi ég á árinu 2005
um 100 þús. í þennan kostnað ásamt
fyrstu 18 þús. sem okkur ber að
greiða, sjúklingum sem greinast. Ég
hef aldrei séð eftir peningum sem ég
hef greitt til samfélagsins. Verið allt-
af í skilum með mína skatta og ann-
að. Og þegar ég veiktist borgaði ég
bara mitt þar sem ég hafði ekkert
um annað að velja. Læknisþjón-
ustuna varð ég að fá. En þegar ég
komst að því að mér væri mismunað
brá mér. Ekki var það ég sem áttaði
mig á því heldur heyrði ég það frá
öðrum krabbameinsgreindum að all-
ir sem greinast og þurfa meðferð í
K-byggingu (geisladeild) fá allt frítt.
Þegar ég spurði starfsfólk göngu-
deildar var mér sagt að þetta væri
rétt. Það sem ég vil fá að vita og hef
reynt með greinum í Mbl. að und-
anförnu er hvers vegna okkur í sama
sjúklingahópi er mismunað með
þessum hætti? Engin svör hafa bor-
ist frá LSH. Hvers vegna veit ég
ekki.
Hitt er á að líta að yfirlæknir
göngudeildar hefur heldur ekki séð
sig knúinn til andsvara. Maður sem
hefur eina lengstu starfssögu yf-
irlæknis á LSH. Sami maður er jafn-
framt formaður Krabbameinsfélags
Íslands. Kannski hefði hann svarað
mér ef ég hefði skrifað um gagnsemi
þess að reykja.
Og ennþá meiri mismunun
Kæra Siv, ég hef á undanförnum
mánuðum kynnt mér vel málefni
krabbameinsgreindra á Íslandi og
komist að því að margt er í ólestri í
sambandi við aðstöðu okkar. Þess
vegna hef ég haft samband við þá
sem ég þekki sem eru hjartasjúkl-
ingar til að kynna mér hvernig að-
staða þeirra er. Hjartasjúklingur
sem keyrður er með sjúkrabíl á
LSH fer inn á bráðamóttöku. Þar
bíður hann þar til rúm losnar á
hjartadeild og er keyrður þangað.
Samkvæmt mínum upplýsingum er
LSH með 50–60 rúm á hjartadeild.
Sjúklingurinn fer til meðferðar og er
síðan sendur til endurhæfingar á
Reykjalund. Hann greiðir ekkert!
Krabbameinsgreindur eins og ég
get keyrt eða látið keyra mig á LSH.
Mín bíður bráðamóttakan, unglækn-
ar sem spyrja þrátt fyrir að læknir
minn sé búinn að skrá mig inn og
hafa samband við þá. Þaðan fer ég
ekkert þar sem krabba-
meinsdeild LSH hefur
einungis 12 rúmum á að
skipa. Ég sé aldrei
krabbameinslækni.
Engin sérhæfð þjón-
usta. Ég er sendur í
ýmsar rannsóknir og að
lokum útskrifaður. Yf-
irleitt greiði ég fjögur
þús. fyrir þessa þjón-
ustu. Ef ég ætlaði mér
síðan í endurhæfingu
þyrfti ég að fara á
Heilsustofnun NLFÍ í
Hveragerði. Þar kostar
endurhæfing í fjórar
vikur 90–120 þús. og þá
er TR búið að greiða
rest. Þetta er sökum
þess að LSH gerði
samning við NLFÍ ann-
ars vegar og svo
Reykjalund hins vegar.
Hjartasjúklingar náðu
því í gegn að fá þetta
frítt, en krabbameins-
greindir hafa ekki séð
ástæðu til að krefjast
þess. Ég verð að segja
það að það tekur í mína
pyngju að greiða 90–
120 þús. fyrir end-
urhæfingu þótt þeir
sem meira mega sín í
þjóðfélaginu finni ekki fyrir því.
Gott að hafa í huga
Kæra Siv, að bera saman þessa
tvo hópa er samanburðarhæft, full-
komlega. En það sem athygli mína
vekur er hversu hjartasjúklingum
með sinni kerfisbundnu baráttu hef-
ur tekist að hafa sín mál í gegn.
Þrátt fyrir að um 56% kvenna í Evr-
ópu og um 43% karla deyi úr hjarta-
sjúkdómum á hverju ári. Á sama
tíma og vegna bættrar meðferðar
krabbameinsgreindra er einungis
um 17% kvenna og 21% karla sem
deyja úr krabbameini á hverju ári.
Og ef fimm ára reglan er tekin er
munur á lífslíkum krabbameins-
greindra um 50% meiri en hjá
hjartasjúklingum. Þess vegna fæ ég
ekki skilið þennan mismun í heil-
brigðiskerfinu nema allir fagaðilar
krabbameinsgreindra hafi hreinlega
sofið á verðinum.
Tvöfalt heilbrigðiskerfi
Kæra Siv, það er staðreynd að á
meðan heilbrigðiskerfinu er stjórnað
á þennan hátt er um að ræða tvöfalt
heilbrigðiskerfi. Ég hef verið fram-
sóknarmaður síðan ég var 16 ára og
þetta heilbrigðiskerfi stríðir al-
gjörlega á móti þeim hugsjónum
sem flokkurinn var byggður á í upp-
hafi. Reglugerð um hlutdeild sjúk-
linga í sjúkrakostnaði sem sett var
2004 var til að hjálpa LSH í fjár-
hagshalla. Þessa reglugerð verður
að afnema meðal annars.
Lifðu heil og vegni þér vel.
Opið bréf til
heilbrigðis-
ráðherra
Haukur Þorvaldsson fjallar
um heilbrigðiskerfið
Haukur Þorvaldsson
’Ég hef veriðframsóknar-
maður síðan ég
var 16 ára og
þetta heilbrigð-
iskerfi stríðir al-
gjörlega á móti
þeim hugsjónum
sem flokkurinn
var byggður á í
upphafi.‘
Höfundur er krabbameins-
greindur öryrki.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið