Morgunblaðið - 03.05.2006, Síða 29

Morgunblaðið - 03.05.2006, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 29 ÞAÐ er alveg sama hvernig reiknað er og þörfin metin með hlið- sjón af öðrum úrræðum. Nið- urstaðan er óumdeilt sú að það verði að gera stórátak og ráðast í að fjölga hjúkr- unarrýmum, bæði fyrir aldraða og yngri hjúkrunarsjúklinga. Hjúkrunarrými fyrir aldraða á landinu öllu telja um 2.700 og mið- að við fyrirliggjandi þörf þarf að fjölga þeim um tæp 380. Yngri hjúkr- unarsjúklingar sem bíða eftir viðeigandi úrræði á höfuðborg- arsvæðinu eru 34 til viðbótar þeim öldruðu. Þær áætl- anir sem unnið er eftir um upp- byggingu hjúkrunarheimila og framkvæmdir sem ákveðið hefur verið að ráðast í duga ekki til að út- rýma biðlistum. Ef jafnframt er vilji til að ráðast í að fjölga einbýlum og fækka á þeim heimilum þar sem aldraðir deila persónulegu rými með öðrum íbúum og þrengsli og aðstöðuleysi há starfsmönnum og umönnun sjúklinga er viðfangsefnið enn stærra. Það gefur ástæðu til að ætla að orð breytist í aðgerðir að í aðdrag- anda sveitarstjórnarkosninganna hafa allir flokkar viðurkennt þörfina á að setja bætta þjónustu og aðbún- að aldraðra í forgang. Borgar- stjóraefni Sjálfstæðisflokksins er meðal þeirra. Hann veit að úr vand- anum verður ekki leyst nema með samstarfi ríkisins og borgaryfir- valda og hann sá ástæðu til að átelja og brýna félaga sína á Alþingi og í ríkisstjórn á flokksráðsfundi á dög- unum þar sem hann hvatti þá til að standa við fyrirheit flokksins gagn- vart öldruðum. Öll framboðin lofa úrbótum en sum beina spjótum sín- um eingöngu að ríkisvaldinu og horfa framhjá því að uppbygging hjúkrunarrýma er ekki aðeins sam- starfsverkefni ríkisins og sveitarfé- laganna heldur eru það skv. lögum sveitarfélögin, sem bera ábyrgð á því að tryggja nægjanlegt framboð vistrýma, bæði dvalar- og hjúkr- unarheimila, fyrir aldraða. Að ógleymdri frumkvæðisskyldunni sem liggur hjá sveitarfélögunum auk þeirrar kvaðar að leggja til lóðir og greiða að lágmarki 15% bygging- arkostnaðar. – Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar um öldr- unarmál sem út kom síðast liðinn vetur þá er hjúkrunarrýmum mjög misskipt eftir sveitarfélögum og kjördæmum. Miðað við íbúafjölda er skorturinn mestur í Reykjavík og í nágrannasveitarfélögum. Að hluta skýrist þetta af mikilli fólksfjölgun í þessum sveitarfélögum á liðnum ár- um og áratugum og að hluta af Landspítalanum, staðsetningu hans og veigamiklu hlutverki hans í öldr- unarþjónustunni. Þessi niðurstaða er þó jafnframt vitnisburður um að sveitarstjórnir utan höfuðborg- arsvæðisins hafa verið duglegri að virkja ríkisvaldið til nauðsynlegs samstarfs og fjármögnunar. Mikil uppbygging – en dugar ekki til Það er þó fjarri lagi að ekkert hafi verið að gert. Til marks um þá uppbyggingu öldrunarþjónustu sem staðið hef- ur yfir undanfarin ár má nefna að síðan 2004 hafa verið byggð 177 ný hjúkrunarrými. Nú er í byggingu 71 og í Reykjavík og nágrenni þar sem biðlistar eru lengstir mun rýmum fjölga um 200 á árunum 2006–2007 með byggingu á Lýsislóðinni í sam- starfi við Seltjarnarnesbæ og í Sogamýri í samstarfi við Reykjavík- urborg, sem greiðir til þeirrar fram- kvæmdar tvöfaldan lögbundinn hlut sveitarfélags eða 30%. Samhliða hefur verið unnið að því á fleiri svið- um að byggja upp þjónustu við aldr- aða í samræmi við þá meginstefnu heilbrigðisáætlunar að gera öldr- uðum kleift að búa sem lengst á eig- in heimili með þeim stuðningi og hjúkrun sem til þarf. Framlög á fjárlögum til heimahjúkrunar hafa þannig þrjú síðast liðin ár hækkað árlega um 50 millj. króna og ýmis stoðþjónusta, svo sem dagvistun og hvíld- arinnlagnir, hefur líka verið stórbætt. Von- brigðum veldur hins vegar að í fyrrnefndri skýrslu ríkisend- urskoðunar segir að á sama tíma hafi heima- þjónusta sveitarfélag- anna dregist saman. Aðrar staðreyndir tala líka sínu máli eins og þær að daggjöld sem ríkið greiðir fyrir hjúkrunarrými hafa frá árinu 2002 hækkað úr 9 milljörðum í 14,5 millj- arða, eða um 65%. Sveitarfélögin reki öldrunarþjónustuna Nú eru uppi háværar kröfur um að öldrunarþjónustan flytjist öll og óskipt frá ríki til sveitarfélaganna. Þessar kröfur eru að hluta viðbrögð við því að ábyrgðinni hefur verið skipt á tvö stjórnsýslustig sem í mörgum tilvikum hafa ekki náð saman og ekki skilað öldruðum og okkur hinum nægjanlegum árangri. Að hluta tel ég að þessar kröfur byggi á því hve hjúkrunarrýmum er hlutfallslega misskipt á sveit- arfélögin og á meintum hreppa- flutningum, á því mannúðarsjón- armiði að aldraðir eigi rétt til hjúkrunarheimilis sem næst heimili sínu og fjölskyldu. Þetta er það sem koma skal og hugsanlega eru þegar forsendur fyrir því að gera þjón- ustusamninga við fleiri sveitarfélög en Hornafjörð og Akureyri um rekstur hjúkrunarrýma og aðra þjónustu við aldraða, þó bið geti orðið á því að minnstu sveit- arfélögin telji sig í stakk búin að taka þessi verkefni að sér. Jafn- framt þarf að búa þannig um hnút- ana að hvert og eitt sveitarfélag eigi fjárhagslega hagsmuni af því að aldraðir íbúar þeirra dvelji sem styst á Landspítalanum eftir að virkri meðferð og lækningu lýkur. Aldraðir eins og aðrir sjúklingar njóta mjög góðrar hjúkrunar og þjónustu á Landspítalanum. Starf- semi hans er hins vegar ekki hugs- uð eða skipulögð til langdvalar og þar skortir þann heimilisbrag sem þarf að vera og nægjanlegt rými, aðstöðu og þjónustu fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra sem þar dveljast. Í þessu samhengi er líka rétt að halda þeirri staðreynd til haga að hjúkrunarrými þar kostar samfélagið að jafnaði um tvöfalt meira en á hjúkrunarheimilum. Skilgreining lágmarks- þjónustu og aðbúnaðar Samningar við sjálfseignarstofn- anir sem reka hjúkrunarheimili á daggjöldum frá ríkinu geyma engin viðmið eða lágmarkskröfur, s.s. um rými, aðbúnað og umönnun. Úr þessu þarf að bæta og áður en sveit- arfélögin taka við öldrunarþjónust- unni þarf líka að skilgreina hvaða lágmarksþjónustu þau taka að sér að veita, líkt og gert var um grunn- skólann áður en sveitarfélögin tóku við honum. Það þarf að skilgreina lágmarksrými í fermetrum, þjón- ustu og þjálfun sem aldraðir eigi rétt á, félagsstarf, lágmarksumönn- un og menntun og þjálfun starfs- manna. Ríkisvaldið þarf að gæta jafnræðis aldraðra um land allt og setja lágmarkskröfur um heilbrigð- isþjónustu við hjúkrunarsjúklinga, sem það síðan tryggir sveitarfélög- unum tekjustofna til að veita. Líkt og samningur ríkisins við Öldung hf. gerir um rými, aðbúnað og umönnun hjúkrunarsjúklinga á Sól- túni. Allur aðbúnaður, rými og umönnun sem öldruðum er tryggð á því heimili tel ég að eigi m.a. að vera okkur fyrirmynd um skilgreiningu á þjónustu. Eins og staðan er sýnist mér ein- sýnt að nú þurfi að fara nýjar leiðir varðandi framkvæmdir og fjár- mögnun hjúkrunarheimila. Það má ekki drepa umræðunni á dreif með því að snúa henni upp í ágreining og deilur um rekstrarform eins og þingmenn vinstri grænna gera gjarnan og virðast sjá rautt þegar Sóltún er nefnt á nafn. Sóltún og Vífilsstaðir eru einu hjúkr- unarheimilin þar sem Landspítalinn hefur fullan forgang að rýmum og þau heimili taka ekki við nema sjúk- lingum frá sjúkrahúsinu. Sóltún fær á þessari forsendu og á grundvelli samnings, sem meðal annars felur í sér lágmarkskröfur til aðbúnaðar, hærri daggjöld en önnur hjúkr- unarheimili. Yngri hjúkrunarsjúklingar Í umræðunni um bætta öldr- unarþjónustu og fjölgun hjúkr- unarrýma má ekki gleyma yngri hjúkrunarsjúklingum, þeim sem ekki hafa náð 67 ára aldri. Þeir geta svo sem dæmi eru um verið allt nið- ur í 18 ára gamlir og eiga ekkert annað sameiginlegt með öldruðum en þörfina fyrir sólarhringshjúkrun. Hópur áhugamanna um bætt vist- unarúrræði fyrir þessa sjúklinga fundaði í síðustu viku í Skógarbæ, sem er annað tveggja heimila á landinu með sérdeild fyrir yngri hjúkrunarsjúklinga. Þar var upp- lýst m.a. að sérdeildin hefur 11 rými og á 9 árum hafa aðeins 11 nýir ein- staklingar fengið dvalarrými þar, en biðlistinn telur 34 sjúklinga, þar af 6 á aldursbilinu 18–50 ára. Að- standendur sem töluðu á þessum fundi lýstu því á æðrulausan og eft- irminnilegan hátt hversu erfitt það væri ofan á veikindi ástvinar og áhrifa þeirra á fjölskyldu og daglegt líf að búa við stöðugt óöryggi vegna óvissu um framtíðarheimili þeirra. Löng reynsla og sérþekking starfs- fólks á umönnun yngri hjúkr- unarsjúklinga gerir með meiru Skógarbæ að mjög ákjósanlegum stað til að byggja við og fjölga rým- um fyrir þá sérstaklega. Starfsmannaskortur og vinnuálag Eftir sem áður er mönnunin ann- að stærsta vandamál öldrunarþjón- ustunnar og það mikla álag sem er á starfsfólkinu. Það er ekki nóg að byggja, það þarf líka að tryggja mönnun og fólkinu sem starfar við umönnun aldraðra og yngri hjúkr- unarsjúklinga mannsæmandi laun og álag undir þolmörkum. Fyr- irséður er vaxandi vandi vegna skorts á hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og ófaglærðu starfs- fólki. Hvorki Háskóli Íslands né Háskólinn á Akureyri hafa getað mætt eftirspurn hjúkrunarnema og við báða skólana er beitt fjöldatak- mörkunum. Því liggur í augum uppi að heilbrigðisráðherra og mennta- málaráðherra þurfa í sameiningu að ráðast í að leysa þann vanda sem vaxandi skortur mun hafa í för með sér ef ekkert verður að gert. Auk þess þarf að kanna og horfast í augu við hvers vegna mikill áhugi á heil- brigðissviði Fjölbrautaskólans í Ár- múla skilar sér ekki í fjölgun starf- andi sjúkraliða. Kjarabarátta ófaglærðra starfsmanna á hjúkr- unarheimilum sem rekin eru fyrir daggjöld ríkisins og áhrifin af að- gerðum þeirra sýndu líka svart á hvítu hversu stórt hlutverk þeirra er fyrir góða umönnun aldraðra. Bætum úr brýnni þörf hjúkrunarsjúklinga Eftir Jónínu Bjartmarz ’Eins og staðan er sýn-ist mér einsýnt að nú þurfi að fara nýjar leiðir varðandi framkvæmdir og fjármögnun hjúkr- unarheimila. ‘ Jónína Bjartmarz Höfundur er alþingismaður og formaður heilbrigðis- og trygginga- nefndar Alþingis. við þeim, líkt og um heilbrigðisvandamál væri að ræða og sagð- ist telja mikilvægt að fræða fullorðið fólk um þetta, fremur en þegar um börn er að ræða, þar sem þau gætu borið fyrir sig litlum vörnum ef gerandinn einsetur sér að brjóta af sér. Lélegt viðhorf Aðspurður um viðhorf Bandaríkjamanna gagnvart með- ferðar- og forvarnarúrræðum gagnvart kynferðisglæpamönn- um í stað þess að varpa þeim í fangelsi sagði Longo þau vera mismunandi. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum ættu það, því miður, til að blása úr hófi upp ógeðfelldustu kynferðisglæpina og þar af leiðandi auka hatrið gegn glæpamönnunum. Hann benti á að Bandaríkjamenn væru miklu uppteknari við að refsa mönnum fyrir kynferðisglæpi í stað þess að hjálpa þeim, þrátt fyrir að nægir peningar væru til að auka forvarnir og koma í veg fyrir glæpina áður en þeir væru framdir. Hann sagði einnig að vel væri fylgst með kynferðisglæpamönnum, bæði af almenningi og yfirvöldum. Þeir þyrftu að skrá sig hjá opinberum stofn- unum og aðgangur almennings að listum með nöfnum þeirra og heimilisfangi væri auðveldur. Auk þess ræddu fjölmiðlar ekki kynferðisbrot innan fjölskyldna, þar sem það þætti ekki fréttavænt, heldur fjalli þeir einungis um atvik þegar ungum stúlkum er rænt, þeim nauðgað og þær að lokum myrtar. Og því vildu margir Bandaríkjamenn halda að kynferðisbrot innan fjölskyldna væru ekki kynferðisbrot. Efla þarf upplýsingagjöf Aðspurður hvernig Longo liti á framtíðina sagði hann að þekkingin á kynferðisglæpamönnum væri að aukast gríðarlega og hvernig sigta mætti þá út. Hann sagði mikilvægt að koma þessum einstaklingum í meðferð og þ.a.l. koma í veg fyrir að glæpur sé framinn. Eins sagði hann að mikilvægt væri að veita þolendum góða meðferð og ráðgjöf, svo að þeir myndu ekki fremja slíka glæpi sjálfir. Hann taldi það þó jákvætt í tölum sem lægju fyrir í Bandaríkjunum að unglingar sem fremdu kynferðisglæpi, gerðu það ekki aftur í 50% tilvika. Einnig sagði hann að á meðal þeirra unglinga sem fengju meðferð, fremdu einungis 10% þeirra kynferðisglæp aftur. Longo taldi meg- inmálið þó vera að líta á þetta sem stóralvarlegt vandamál, sem væri af svipaðri stærð og faraldur sem gengi yfir. Efla þyrfti upplýsingagjöf til almennings og kynna fólki hegðun sem gæfi til kynna að um kynferðisglæpamann væri að ræða. þau til að segja frá ef þeim. við að meðhöndla kyn- o að þeir fremji ekki í að koma í veg fyrir að ari reynslu aftur. omast að þessari til- æpurinn er framinn.“ kkingin á því hvernig á sem væru hættulegir mjög á síðustu árum. itlum samskiptum við tíma með börnum, þeir kynferðisglæpum mál. Hann sagði að í um þetta frá lagalegu ðið. Hann benti á að ef urning hvers vegna vitni. Ef kynferð- ðisvandi, og farið yrði í rið gegn hjartasjúk- kun og fleiri baráttu- fjölda fólks og það pinberar herferðir egu mataræði og her- gu þá væri mælanlegur að ef unnið yrði gegn i þeim fækka. ð kynferðisglæpir væru aríkjunum einum væri fyrir kynferðisglæp 8 strákum. Á Íslandi erjum 6–7 stelpum og st telja að miðað við þessu við heilbrigð- % þjóðarinnar fengi og heilbrigðiskerfið mit. Hann sagði að væri hægt að sporna álum, flytur fyrirlestur á Íslandi gegn kynferðisglæpum Endalok lýðræðis? Galbraith var andlega virkur fram í andlátið. Við upphaf áratug- ar græðginnar (1990), þegar allir aðrir vegsömuðu gróðafíknina sem drifkraft framfaranna, sendi hann frá sér bókina „A Short History of Financial Euphoria“, þar sem hann rifjaði upp frægar sögur frá fyrri tíð, þar sem græðgin hafði teymt menn á asnaeyrum út í fjárhagsleg kviksyndi. Hálfníræður sendi hann frá sér athyglisverða bók: „The Culture of Contentment“ (1992). Sú bók staðfestir ekki einasta gam- alkunnar efasemdir höfundar um það, hvert óbeisluð og eftirlitslaus markaðsöfl muni að lokum leiða okkur, heldur hefur bæst við heldur bölsýnisleg greining á endalokum amerísks lýðræðis. Hann bendir á, að um eða yfir helmingur kjósenda í Bandaríkjunum mætir ekki á kjörstað. Þar með hafa þeir gefið upp alla von um, að lýðræðið geti lengur þjónað hagsmunum þeirra. Fjármagnið virðist hafa yfirtekið lýðræðið. Eignarhald á fjölmiðlum eru í höndum fáeinna auðhringa, og fjölmiðlum er í vaxandi mæli beitt í þágu þeirra. Frambjóðendur verða nauðugir viljugir að beygja sig und- ir lögmál fjáröflunar kosningabar- áttunnar. Þeir hafa ekki efni á að styggja ráðandi öfl. Þeir eru flestir keyptir menn. Lýðræðið er múl- bundið á klafa sérhagsmuna. Meirihluti kjósenda skiptir ekki lengur máli. Þeir sitja uppi í slömmunum með sína lélegu skóla, sem þýðir að helsta leið þeirra til að losna úr vítahring fátæktarinnar er að bjóða sig fram í herinn, sem býð- ur þeim upp á sérhæfingu og þjálf- un og svolitla umbun fyrir að verja hagsmuni auðstéttarinnar í hinu kalda stríði, sem nú geisar um yf- irráð yfir auðlindum jarðar. Flestir höfundar mega sætta sig við, að hugmyndir þeirra reynist skammlífar og standist lítt tímans tönn, ekki síst á byltingarkenndum breytingartímum. Það á ekki við um Galbraith. Hugmyndir hans blíva, af því að þær voru aldrei tískuhugmyndir. Hann hafði and- legt þrek til að standa gegn ríkjandi rétttrúnaði og afhjúpa innihaldsleysi venjuviskunnar. Það var hans höfundarréttur. götvaði, að það var hægt að halda uppi fullri atvinnu og fullri nýtingu fram- leiðslugetunnar án verðbólgu. Þetta var að vísu brot á enn einni grundvallarkennisetn- ingu hagfræðinnar. En hver var skýringin? Hún var sú, að sögn Galbraiths, að stórfyr- irtækin, með sína ráð- andi markaðs- hlutdeild, voru vön því að ákveða verðið (þar sem sam- keppni var engin eða takmörkuð). „Það er tiltölulega auðvelt að ákveða verð, sem þegar hefur verið ákveðið með samráði.“ Það sem þurfti til viðbótar var bara umbun eða refsing. Fyrsta bók Galbraiths, sem náði almenningshylli, kom út árið 1952 og hét: „American Capitalism: The Concept of Countervailing Power.“ Þar hélt Galbraith því fram, að þar sem virk samkeppni væri að mestu úr sögunni á helstu mörkuðum, yrðu aðrir að taka á sig hlutverk eftirlitsskyldu og aðhalds: Neyt- endur, stéttarfélög og ríkisvaldið sjálft, sem fulltrúi almannahags- muna. Það er að vísu lítil von til þess, að stéttarfélög geti gegnt þessu hlutverki í bandarísku þjóð- félagi, þar sem einungis einn af hverjum tíu vinnandi mönnum er meðlimur verkalýðsfélaga, og handhafar ríkisins telja það sitt helsta hlutverk að lækka skatta á hina ofurríku, á sama tíma og út- gjöld til vígbúnaðar eru tvöfölduð. Galbraith sat sig ekki úr færi um að hafa skattastefnu þeirra Reagan og Bush að háði og spotti. Hann sagði, að hugmyndir þeirra um að lækka skatta hinna ofurríku, en skera nið- ur velferðarþjónustu til hinna fá- tæku, virtust vera byggðar á þeirri hagfræðikenningu, að hinir ríku þyrftu hvatningu til að leggja sig fram í formi meiri peninga, en hætt væri við, að hinir fátæku mundu leggjast í leti, ef þeir fengju meiri peninga. Hann tók sem sé hum- búkkið ekki hátíðlega og kunni að beita háðinu, svo að undan sveið. Sjálfur varð ég vitni að því, haustið 1976, þegar þeir leiddu saman hesta sína í „einvígi aldarinnar“ við Harvard, Galbraith og Milton Freedman, höfuðpáfi frjálshygg- jutrúboðsins. jónarmið dur einn- ndvall- kerfis, til staðar, Sam- orðin i ekki án g fæ ekki , sem rit- tals- , séu sótt eg eru si grund- s voru samra á hans líka til undur af ra flókin kosti annig að mál urðu r ann- egt. r lbraiths hins am- st á rótt- rísks nnugt er, reppuár- ík- oosevelts nulífsins ekki nóg. jöld til. a gekk leiðslan leysi út- áðanlega erði a Am- ags- ti, og því sjálf- ann upp- Höfundur er fyrrv. formaður Alþýðuflokksins. ohn Kenneth Galbraith

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.