Morgunblaðið - 03.05.2006, Side 33

Morgunblaðið - 03.05.2006, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 33 MINNINGAR ✝ Svanberg IngiRagnarsson fæddist í Keflavík 7. mars 1992. Hann varð bráðkvaddur þriðjudaginn 25. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sigrún Ögmunds- dóttir, f. 10. apríl 1956 og Ragnar Ólafur Sigurðsson, f. 6. mars 1955. Syst- ur Svanbergs Inga eru: 1) Erla, f. 28. júní 1984, sambýlis- maður Gunnar Daníel Svein- björnsson, f. 17. febrúar 1984 son- ur þeirra er Sigurður Bjarni Gunnarsson, f. 22. nóvember 2005. 2) Þóra Lilja, f. 11. júlí 1988. Foreldrar Sigrúnar eru Kristín Erla Valdimarsdóttir, f. 29. apríl 1931 og Ögmundur Pétursson, f. 26. apríl 1929. Foreldrar Ragn- ars eru Þóra T. Ragnarsdóttir, f. 24. febrúar 1931 og Sig- urður Jónsson, f. 21. maí 1930, d. 1. mars 2005. Svanberg Ingi ólst upp á ástríku heimili foreldra sinna og systra í Keflavík. Hann var nemandi í leikskól- anum Tjarnarseli og síðar í Myllubakka- skóla. Svanberg Ingi var í skátafélaginu Heiðabú- um um tveggja ára skeið, einnig æfði hann körfubolta í nokkur ár. Hans aðal áhugamál voru tölvur og stefndi hugur hans á nám á því sviði í framtíðinni. Útför Svanbergs Inga verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það er alltaf sárt að kveðja ást- vini sína, en að þurfa að kveðja barnið sitt hinstu kveðju er eitthvað sem engir foreldrar ættu að þurfa að upplifa. Við sitjum eftir berskjölduð með sársaukann og kvölina en getum ekkert gert nema hugsað um allar fallegu yndislegu minningarnar sem við eigum um elsku drenginn okkar, því þær getur enginn frá okkur tekið. Það hlýtur að vera einhver til- gangur með því að ungur, heilbrigð- ur nýfermdur drengur sé skyndi- lega kallaður burt úr þessu lífi. Við trúum því að honum hafi verið ætl- að annað og æðra hlutverk hjá drottni almáttugum en þangað auðnast ekki öllum að fara með jafn hreina og saklausa sál og Svanberg okkar hafði. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir er sagt, svo hann Svanberg okkar er því heitt elskaður af Guði almáttugum. Það er gott að minnast þess að síðasta daginn sem hann lifði áttum við saman yndislegan dag sem ein- kenndist af gleði og hlýju. Eitt af síðustu verkum hans var að hjálpa ömmu sinni að setja utan um rúmið hennar og afa. Alltaf tilbúinn að bjóða fram aðstoð sína hvar sem hann var, þessi elska. Það verða erfiðir tímar framundan hjá okkur fjölskyldunni en við huggum okkur við að Siggi afi hefur tekið vel á móti drengnum okkar og við sjáum afa fyrir okkur standa með bros á vör og segja „Hva, ertu kominn kallinn minn?“ Elsku hjartans drengurinn okkar, við þökkum fyrir yndisleg ár sem voru því miður allt of fá og allar gleðistundirnar og brosin þín blíðu. Guð og englarnir gæti þín, við vitum að þú tekur brosandi á móti okkur þegar okkar tími er kominn. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Hvíldu í friði, elsku engillinn okk- ar, minning þín mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Við elskum þig. Mamma og pabbi. Elsku besti bróðir minn nú breiðir guð út faðminn sinn. Rífur þig úr fangi mér þér stærra hlutverk ætlað er. Við sjáumst síðar, elsku bróðir, við söknum þín. Góða nótt. Erla systir. 25. apríl og vorið er komið með birtu og yl. Dyrabjallan hringir, upp stigann koma Sigrún dóttir okkar og Svanberg Ingi dótturson- ur. Bæði glöð og hress. Ég spyr Svanberg hvort ekki sé erfitt að ganga stigana. „Nei amma mín, nú er ég með eina hækju og læknirinn losaði um spelkuna, þetta er betra.“ Hann var glaður og hlýr og við spjölluðum öll – ekkert var öðruvísi en áður. Vissi hvað hann ætlaði að læra og verða þó ungur væri. Nokkru seinna hneig hann niður – lífsgangan hér á jörðu ekki lengri. Elsku vinurinn okkar allra. Minningarnar eru dýrmætar. Þær ylja og verma sálir okkar og hjálpa okkur að komast áfram með stærstu sorg sem við höfum mætt í lífinu. Við eigum svo góða fjöl- skyldu sem stendur saman. Það er guðs gjöf. Svanberg Ingi var okkur dýrmæt guðsgjöf. Allt er að láni í lífi okkar. Elsku Sigrún, Ragnar, Erla, Þóra Lilja, Þóra amma og öll fjöl- skyldan. Guð veri alltaf ykkar leið- arljós og styrk stoð í lífinu. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.“ Amma og afi. Elsku drengurinn minn, ég vil þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð geymi þig og varðveiti. Amma Þóra. Aldrei hefði hvarflað að okkur að við ættum eftir að kveðja þig elsku frændi aðeins 14 ára gamlan því fráfall þitt var eitthvað sem enginn bjóst við. Þú sem varst alltaf svo fullur af orku, alltaf brosandi og glaður og einn af þeim sem vildir öllum vel. Þegar eitthvað þurfti að gera varst þú alltaf tilbúinn að hjálpa til hvað sem það var með bros á vör. Það er skrýtið að hugsa til þess að við hittum þig aðeins viku áður í afmælinu hjá Elínu Ósk, skellihlæj- andi eftir að hafa hrasað á hækj- unum og legið kylliflatur í stigan- um. Það er sárt að vita til þess að nú getum við ekki átt fleiri stundir saman á Stapa þar sem þér leið allt- af vel og hafðir yndi af að vera. Við getum öll huggað okkur við það að eiga aðeins góðar minningar um þig elsku Svanberg. Það er erfitt að skilja af hverju þú varst svona skyndilega tekinn frá öllum þeim sem þykir vænt um þig, en við vitum að þú ert í góðum höndum og færð vonandi að hitta Polla aftur sem þér þótti svo vænt um. Þér var greinilega ætlað stærra hlutverk á öðrum stað. Guð geymi þig elsku Svanberg Ingi og megir þú hvíla í friði. Elsku frændi Ég verð þín frænka. Ég verð þinn vinur. Ég mun þig styðja hvað sem á dynur. Hlusta mun ég ávallt á þig. Alltaf muntu hafa mig innanhandar alla ævi mína. Mitt loforð legg ég í hönd þína. Megi gæfa og gleði ávallt fylgja þér. Þú alltaf verður í hjarta mér. (Katrín Rut.) Elsku Sigrún, Raggi, Erla og Þóra Lilja, megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Ögmundur, Kristín Erla, Heiðar Ingi, Elín Ósk, Andri Þór og Dagný Rut. Mér líður illa, Svanberg vinur minn og frændi er dáinn. Svanberg frændi minn var góður strákur, hann og ég gerðum margt skemmti- legt saman. Við lékum okkur í tölvuleikjum og lékum okkur mikið úti, við hjóluðum og prófuðum meira að segja að fara á trampólín. Svanberg meiddist í leikfimi og þurfti að fara á hækjur í tvo mánuði og ég stríddi honum aðeins og kall- aði hann gamla konu og þá reyndi hann að slá mig með hækjunni sinni. Svanberg hlakkaði til að losna við hækjurnar og ég fór til hans daginn sem hann fór til Reykjavík- ur til að losna við spelkurnar og þá hlökkuðum við til að hittast og fara út að leika okkur um kvöldið en hann kom ekki aftur. Mér finnst gott að hafa fengið að hitta hann áð- ur en hann fór til Reykjavíkur og fengið að tala við hann. Ég gleymi þér aldrei. Þinn vinur og frændi Davíð Þór Viðarsson. Að þurfa að fylgja barni sínu til grafar er reynsla sem engir foreldr- ar ættu að þurfa að ganga í gegn- um. En lífið er ekki alltaf eins og við óskum okkur og á einni svipstundu breytist gleði í martröð. Engin að- vörun, engin kveðja. Enginn mann- legur máttur getur hjálpað. Ljósið slokknað. Lífi 14 ára drengs lokið hér á jörðu. Þegar bráir af okkur streyma fram minningar og í ljós kemur að það eru bara góðar minningar. Svanberg Ingi var slíkur gleðigjafi að samverustundirnar voru alltaf skemmtilegar. Fermingardagurinn 2. apríl sl. verður okkur öllum dýr- mæt minning og yndislegt að hafa verið þátttakendur í gleði hans og fjölskyldunnar þennan dag. Elsku Sigrún systir, Raggi, Erla og Þóra Lilja. Ykkar er missirinn mestur og sorgin sárust. Orð fá ekki lýst því hversu vanmáttug við erum á svona stundum. En minn- ingarnar um góðan son og bróður sem alla tíð var umvafinn ást ykkar lýsa ykkur leiðina fram á við. Megi góður Guð umvefja ykkur og engilinn ykkar á himnum. Ragna, Elínborg og Valdimar. Við eigum varla til orð til að lýsa áfallinu þegar við heyrðum að þú værir dáinn, það eina sem endurtók sig var Guð minn góður, aftur og aftur. Af hverju er líka sú spurning sem brennur í huganum og maður getur bara ekki skilið af hverju þú, svona fullkomlega heilbrigður ný- fermdur ungur maður, varst tekinn frá okkur svo skyndilega. Það er svo erfitt að horfa á fjölskylduna, sársaukinn er svo mikill og sökn- uðurinn yfirþyrmandi. Svanberg, þú varst nýfermdur að taka fyrstu sporin út í fullorðins- árin. Við vönduðum okkur svo vel við fermingarkortið sem við fjöl- skyldan gáfum þér af því að við gát- um ekki öll verið viðstödd við ferm- ingu hjá þér. Það er sárt að hafa misst af fermingunni. Mér var sagt að þú hefðir tekið svo vel á móti öll- um og síðan kvatt alla svo vel og mér finnst gott að vita að þú gast gert það. Þú varst svo ánægður með fermingarfötin og svo ánægður með góðan dag. Þótt að þú hafið verið á hækjunum í frekar langan tíma eft- ir að þú meiddir þig þá kveinkaðir þú þér aldrei og það sama átti við á fermingardaginn þar sem þú tókst hlýlega á móti gestunum, í nýju föt- unum á hækjum með þitt besta bros. Ef á mínum ævivegi ástvinum ég sviptur er, Guðs son mælir: „Grát þú eigi, geymdir eru þeir hjá mér. Aftur gefa þér skal þá, þar sem hel ei granda má.“ (Helgi Hálfdánarson.) Tárin streyma þegar við hugsum um gamlárskvöld. Það var svo gam- an hjá ykkur pabba þínum og frænda að skjóta upp flugeldum. Þetta var í fyrsta skipti sem við þorðum út á meðan flugeldarnir voru í hámarki og þú hlóst bara að okkur þar sem við stelpurnar stóð- um sem fastast við svalahurðina og voguðum okkur ekki að sleppa Ezra og Ólafíu þar sem þau dauðlangaði að hjálpa þér að skjóta upp. Þegar við sitjum hér og rifjum upp minn- ingarnar um þig þá er erfitt að brosa ekki, en aftur þegar við sitj- um hér nú og erum að skrifa minn- ingargrein um þig þá rífur sorgin og söknuðurinn í hjartað og aftur byrja tárin að renna. Núna er það svo greinilegt hvað mannslíkaminn er viðkvæmur og hversu dýrmætt lífið er og að við vitum aldrei hvenær okkar síðasti dagur er. Við vitum að Siggi afi hef- ur tekið á móti þér. Við söknum ykkar beggja. Guð varðveiti minn- ingu þína og sál. Elsku Ragnar, Sigrún, Erla, Þóra Lilja og aðrir ættingjar og ástvinir, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að leiða ykkur í gegnum erfiðan tíma. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Sveinbjörg og Ezra, Lára, John og Ólafía, Sara og Aðalsteinn. Til minningar um kæran bekkj- arbróður Sum börn sem gestir koma sólríkan dag um vor og brosið þeirra bjarta býr til lítil spor í hjörtum sem hljóðlaust fela sinn harm og djúpu sár við sorginni er bænin svarið og silfurlituð tár. Börn Guðs sem gestir koma gleymum aldrei því. Í minningunni brosið bjarta býr hjarta okkar í. Það gull við geyma skulum og allt sem okkur er kært, við vitum þegar birtu bregður börn Guðs þá sofa vært. (Bubbi Morthens.) Bekkjarsystkinin í 8-KG, Myllubakkaskóla. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Þannig mun Svanberg Ingi lifa í minningunni. Ungur drengur, sem lífið brosti við, var hrifinn burt á ör- skotsstundu, án nokkurs fyrirvara. Svanberg Ingi var mjög opinn, hlýr og skemmtilega glettinn. Alltaf tókst honum að vekja bros hjá okk- ur og skilja við okkur glaðari en þegar við hittumst. Hugur okkar er hjá foreldrum hans, systrum, ömmum og öfum, en þeirra missir er mestur. Megi góð- ur guð styrkja ykkur öll á þessum erfiðu tímum. Berglind og Sigurborg. Það eru margar minningar um góðan dreng sem minna mann nú á hversu lítið brot líf okkar er hér í rauninni og hversu trúin er okkur þá mikilvæg. Þú varst einn af þeim vinum barnanna sem mér þótti strax vænt um, þú virkaðir á mig sem hlýr og einlægur, hjálpsamur og áhuga- samur um allt í kringum þig. Þó það væri smá aldursmunur á ykkur vin- unum og mikill stærðarmunur þá fannst ykkur það ekkert mál. Þið voruð mjög góðir vinir og mikið saman á tímabilum. Það var alltaf gaman að sjá þig og þú varst alltaf velkominn. Það var sárt að heyra að þú værir dáinn og ég hafði ekki séð þig mánuðum saman, samt var eins og þú hefðir verið hér í gær. Svo sterk og hlý er minningin um þig. Það eru mörg atvik sem koma nú upp í hugann og eru ljóslifandi. Ég man þegar þú komst til að vera vini þínum samferða í skólann, það var prófdagur og þú lagðir á þig stóran krók til að vera honum samferða. Ég hafði orð á tossaskap við strák- inn minn og þú horfðir á mig stórum augum og spurðir síðan, ,,Hvað þýðir að vera tossi?“ og ég svaraði: Þeir sem koma alltaf of seint í skólann og finnst það í lagi eru tossar. Ég sá að þér fannst þetta svar í lagi og mér létti. Það er alltaf sárt að sjá á eftir góðu fólki fara langt fyrir aldur fram. Megi algóður Guð skapari himins og jarðar og sonur hans Jesú Krist- ur sem hefur verið falið að dæma allt, veita ykkur foreldrum, systk- inum og öðrum ástvinum þann eina sanna frið og huggun sem hann get- ur veitt og veitir okkur alltaf að ein- hverju leyti nú í voninni og trúnni. Ég og Högni Þór erum glöð að hafa þekkt þig, kæri vinur. Guð geymi þig. Íris. Áfallið var mikið þegar mamma vakti mig, knúsaði mig grátandi, síðan sagði hún „Svanberg er dá- inn“. Ég fattaði þetta ekki strax en síð- an kom þetta smátt og smátt. Okk- ur í fjölskyldunni fannst eins og við hefðum misst náskyldan ættingja því að hann var besti vinur minn og við vorum alltaf saman. Hann hlakkaði til að losna við spelkurnar sem hann var með eftir blæðingu inn á hnéð. Hann langaði alveg geðveikt að fara út í körfu og smáfótbolta. Við vorum búnir að plana hvað við ætluðum að gera þegar hann kæmi til Danmerkur að heimsækja mig hjá föður mínum. Það er erfitt að hugsa sér framtíð- ina án Svabba og allra hlutanna sem við vorum búnir að ræða að gera. Þú vakir, faðir vor, og verndar börnin þín, svo víð sem veröld er og vonarstjarna skín, ein stjarna hljóð á himni skín. (Sigurbjörn Einarsson.) Minning þín lifir hjá mér. Þinn vinur, Guðmundur. SVANBERG INGI RAGNARSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.