Morgunblaðið - 03.05.2006, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við fráfall okkar ástkæra föður,
tengdaföður, bróður, afa og langafa,
NJÁLS SÍMONARSONAR,
Bólstaðarhlíð 68.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á deild
B-2, Landspítala Fossvogi, fyrir einstaka umönnun
í veikindum Njáls.
Edna S. Njálsdóttir,
Berglind M. Njálsdóttir, Ómar Guðmundsson,
Ásta V. Njálsdóttir, Jón B. Hlíðberg,
Svava S. Guttadaro, Louis Guttadaro,
barnabörn og barnabarnabarn.
Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð, vináttu
og kærleika okkur til handa, ásamt virðingu um
minningu sonar okkar, bróður og barnabarns,
HERBERTS GRÄNZ,
sem féll frá mánudaginn 17. apríl sl. Fjölskyldan
er djúpt snortin yfir allri þeirri hlýju og öllum þeim
mikla stuðningi frá ættingjum, vinum og vinnufé-
lögum.
Drottinn blessi ykkur öll.
Rúnar, Svava, Elín, Karl, Jóhann, Erla og Herbert.
✝ Jóhannes HelgiJónsson fæddist
á Lækjartungu á
Þingeyri 17. nóvem-
ber 1918. Hann lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi 21.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Guðrún Gísladóttir
frá Seldal, f. 1883, d.
1946, og Jón Guð-
mundur Jóhannsson
frá Hrauni í Keldu-
dal, f. 1883, d. 1954.
Systkini Jóhannesar
eru Gíslína Sigrún, f. 1905, d. 2003,
Jóhanna Þorbjörg, f. 1907, d. 1926,
Jóhannes Helgi, f. 1908, d. 1909,
Björn, f. 1910, d. 1988, Gísli, f. 1911,
d. 1995, Sigríður, f. 1913, d. 2000,
Guðmundur, f. 1915, d. 1978, Elísa-
bet Steinunn, f. 1917, Ósk, f. 1920,
Níelssína Ásta, f. 1922, Kristján
Sveinn Helgi, f. 1924, d. 1924. Hálf-
systir Jóhannesar (samfeðra) var
Guðmunda Ágústa, f. 1901, d. 1990.
Ara Hjörvar, dætur þeirra eru a)
Sjöfn Marta, gift Stefáni Rósin-
krans Kjartanssyni, börn þeirra
eru Ari Fannar, Iðunn Hlíf og Álf-
heiður Rósa, b) Anna Björk, sam-
býlismaður Heiðar Feykir Tómas-
son, 4) Pétur Þorvarður, f. 1951,
kvæntur Kolbrúnu Bessadóttur,
dætur þeirra eru a) Erla Andrea,
gift Atla Steini Árnasyni, börn
þeirra eru Pétur Steinn og Sigrún
Tinna, b) Elísabet Pétursdóttir, 5)
Sigríður Jóhanna, f. 1958, fyrri eig-
inmaður hennar var Vidar Øver-
land, dóttir þeirra er Iren Andrea,
seinni eiginmaður Sigríðar er Hans
Christian Waack, sonur þeirra er
Carl Christian.
Jóhannes ólst upp á Þingeyri en
flutti til Reykjavíkur þar sem hann
og Elísabet hófu síðan búskap að
Sólbyrgi við Laugarásveg árið
1944. Jóhannes stundaði sjómanns-
störf um árabil eða til ársins 1957.
Eftir að hann kom í land starfaði
hann lengst af sem verkstjóri hjá
Togaraafgreiðslunni. Síðustu
starfsárin var hann vaktmaður hjá
Símanum, eða til ársins 1992 þegar
hann lét af störfum vegna aldurs.
Útför Jóhannesar verður gerð
frá Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Jóhannes kvæntist
4. nóvember 1944 El-
ísabetu Pétursdóttur
frá Hnífsdal, f. 1922.
Foreldrar hennar
voru Pétur Níelsson
frá Hnífsdal, f. 1860,
d. 1936, og Þor-
varðína Kolbeinsdótt-
ir frá Unaðsdal, f.
1891, d. 1940. Börn
þeirra Jóhannesar og
Elísabetar eru: 1)
Gylfi Níels, f. 1945,
kvæntur Hrefnu Sylv-
íu Einarsdóttur, börn
þeirra eru Jóhanna Guðný og Arn-
ar Ingi, 2) Guðrún Jóna, f. 1947, gift
Guðjóni Jóhanni Jenssyni, börn
þeirra eru a) Óskar Helgi, kvæntur
Ragnheiði Kristinsdóttur, synir
þeirra eru Dagur, Hrafnkell og
Freyr, b) Jóhannes Helgi, kvæntur
Lísu Ólafsdóttur, synir þeirra eru
Kári og Sindri, c) Elísabet Guðjóns-
dóttir, sambýlismaður Logi Huldar
Gunnlaugsson, 3) Anna, f. 1950, gift
Ég hitti Jóhannes fyrst um jólin
1970 í Álftamýrinni þegar unnusti
minn kynnti mig fyrir foreldrum
sínum. Að hitta tilvonandi tengda-
foreldra í fyrsta skipti vill vera svo-
lítið kvíðvænlegt en ég hefði ekki
þurft að hafa áhyggjur, alúðlegri og
elskulegri fjölskyldu var ekki hægt
að hugsa sér. Það var eins og maður
hefði alltaf verið þarna, var drifin
beint inn í stofu og svo var byrjað
að spila eins og ekkert væri eðli-
legra. Þannig var heimili þeirra Jóa
og Betu alla tíð, þangað var alltaf
hægt að leita, þar var umhyggjan
og hjálpsemin og þar átti fjölskyld-
an ómetanlegt athvarf.
Jóhannes var glæsilegur maður
og góðmennskan geislaði af honum.
Hann var hreinlyndur og traustur
svo var hann líka skemmtilegur og
hafði þessa einstaklega góðu nær-
veru. En ef ég hugsa um hvað það
var í fari Jóhannesar sem mér
finnst hafa einkennt hann öðru
fremur þá var það hlýjan og um-
hyggjusemin sem var svo rík í eðli
hans. Fjölskyldan átti hug hans all-
an og ást hans á börnunum, barna-
börnunum og barnabarnabörnunum
var ótakmörkuð. Hann fylgdist vel
með hverju þeirra og var í nánu
sambandi við þau öll uns yfir lauk.
Það má segja að Jóhannes hafi
verið mikið hraustmenni, en honum
varð varla misdægurt þar til fyrir
fimm árum þegar hann fékk slæmt
hjartaáfall. Hann náði sér ótrúlega
vel eftir þá miklu raun en síðustu
mánuði var heilsan farin að gefa sig
og hann þurfti að gangast undir erf-
iða aðgerð. Hann var samt jákvæð-
ur og hress eftir aðgerðina og
kvöldið áður en hann kvaddi þennan
heim bað hann barnabörnin sem
voru hjá honum að hugsa nú vel um
ömmu, en hvað það var honum líkt.
Það er gott að eiga fallegar minn-
ingarnar um elskulegan tengda-
pabba. Hafðu þökk fyrir allt. Elsku
Beta mín, megi guð gefa þér styrk í
sorginni.
Hrefna Sylvía.
Í dag kveð ég góðan heiðurs-
mann, sjómanninn og verkstjórann
Jóhannes Helga Jónsson tengdaföð-
ur og vin, afa dætra minna og lang-
afa barnabarna minna.
Ég kynntist Jóhannesi talsvert
áður en leiðir okkar Önnu konu
minnar og dóttur hans lágu saman,
þar sem hann var verkstjóri hjá
Togaraafgreiðslunni. Á þeim árum
sóttu ungir skólapiltar í að fá vinnu
endrum og eins við uppskipun til að
fá vasapening. Margir félagar mínir
og skólabræður voru dálítið upp
með sér að þekkja Jóhannes eða
Jóa verkstjóra eins og við strák-
arnir kölluðu hann. Hann reyndist
mörgum unglingnum vel með nær-
gætnum og heilbrigðum ábending-
um því á þeim tíma voru ekki minni
unglingavandamál en nú, kannski
dálítið öðruvísi „og þó“. Þeir eru
ófáir jafnaldrar mínir sem unnu
undir stjórn Jóhannesar og starfa
nú í öllum stéttum þjóðfélagsins og
minnast hans með þakklæti og virð-
ingu. Það hefur ekki svo sjaldan
gerst að ég hef verið beðinn um að
færa honum kveðjur þeirra með
þakklæti.
Jóhannes var sjómaður í um tutt-
ugu og fimm ár áður en hann gerð-
ist verkstjóri. Hann sigldi öll stríðs-
árin og sagði mér að hann hefði
siglt þrettán sinnum eitt árið með
fullfermi af fiski til Englands. Ég
man alltaf hvað ég var hissa þegar
hann sagði mér þetta ásamt öðrum
sögum frá þessum tíma. Hann var
mikill og góður sögumaður og gam-
an var að hlusta á hans frásagnir
þessara ára. Þar sem ég hafði
stundað sjómennsku sem messa-
gutti nokkur sumur hafði ég sögur
sem ég gat sagt honum og oft fór ég
mikinn í þeim. Þá kom það stundum
fyrir að hann stoppaði mig af og
spurði sposkur á svip, „Ari, varst þú
ekki bara hjálparkokkur um borð í
þessum skipum?“ Ég þurfti að játa
því en bætti jafnan við að þegar allir
hefðu gefist upp hefði ég þurft að
taka til minna ráða. Þetta endaði
alltaf með góðlátlegum hlátri og við
skemmtum okkur báðir yfir þessari
vitleysu í mér. Alltaf var jafngott að
koma í heimsókn í Álftamýrina og
seinna í Hvassaleitið. Þá voru mál
líðandi stundar og landsins gagn og
nauðsynjar rædd. Kannski vorum
við sjaldnast sammála, og þó. Við
ræddum veðrið og veðurhorfur, það
var honum mikið áhugamál og um-
hugsunarefni enda færði hann það
alltaf í sína dagbók sem hann hafði
skrifað frá barnsaldri að ég held.
Eitt sinn að vori til sagði ég honum
og var grafalvarlegur að nú vissi ég
nákvæmlega hvernig sumarveðrið
yrði, að mig hefði dreymt fyrir því
og þetta væri allt á hreinu. Sá gamli
sagði lát heyra. Ég sagðist vita með
vissu að sumarið yrði mjög stutt en
vonaðist til að það stæði yfir helgi.
Það kom undrunarsvipur á minn
mann, en svo sagði hann, „Ari, þú
lagast aldrei, þú ert vonlaus“.
Jóhannes var mikill mannkosta-
maður og velviljaður öllum þeim
sem til hans leituðu. Ræktarsamur
var hann við barnabörnin og voru
þau hans gleðigjafi. Ég votta Betu,
tengdamóður minni innilegustu
samúð, þau hjón voru afar samheld-
in í yfir sextíu ára hjónabandi.
Hvíl þú í friði, elsku tengdafaðir,
og blessuð sé minning þín.
Guð geymi þig,
Ari Hjörvar.
Afi Jói var 87 ára gamall þegar
hann lést á Landspítalanum nú í
mars. Hann afi var besti vinur sem
ég hef nokkurn tímann átt. Ég gat
alltaf talað við hann, jafnvel þegar
mig langaði ekki að tala við neinn.
Lífið var sko ekki auðvelt þegar
hann var að alast upp. En þrátt fyr-
ir allt púlið var hann alltaf jafn
hress. Ég var að fletta í gegnum
myndalbúm fjölskyldu minnar og á
hverri mynd er hann brosandi. Ég
held það lýsi persónuleika hans ansi
vel, alltaf sæll og glaður. Afi var
mikill fótboltaáhugamaður eins og
ég. Við höldum auðvitað báðir með
Manchester United og hafa margar
fræðilegar umræður um liðið
sprottið upp í gegnum tíðina. Það
var sko ekki 72 ára aldurmunur á
okkur þegar við afi vorum að spjalla
saman. Við töluðum saman í hverri
viku um fótbolta og stundum urðu
samtölin ansi löng því við gleymd-
um okkur auðvitað. Hann afi var að-
gengilegasti maður sem ég hef
nokkurn tímann þekkt. Ég gat alltaf
verið ég sjálfur í kringum hann.
Þegar ég var yngri fórum við oft út
á bryggju að dorga. Við bjuggum til
færin sjálfir og höfðum rækju fyrir
beitu. Oft var komið heim með ansi
vænan afla og var hann alltaf gefinn
sama kettinum. Ég var mikið hjá
ömmu og afa alveg frá því ég var lít-
ill gutti og það er erfið tilhugsun að
sjá hann ekki þar aftur. Amma var
vön að hita fyrir mig pylsur á með-
an við afi horfðum á leik. Eftir að
við vorum búin að borða var tekið í
spilin. Að spila við þau var upplifun
í lagi, ábendingar um svindl og nett
nöldur var kryddið í spilamennsk-
unni. Það voru sko engin vettlinga-
tök þegar spilað var við þau.
Fjölskyldan var númer eitt, tvö
og þrjú hjá afa á meðan hann lifði.
Ég er svo ofboðslega heppinn að
hafa átt hann að svona lengi og
stundum hugsa ég hvað ég hafi gert
til að fá að eiga hann að. Ég óska
þess samt heitar en nokkurs annars
núna að ég hefði fengið að hafa
hann lengur. Hann afi var bestur og
sannur vinur allra sem hann þekkti,
ég mun sakna hans allt mitt líf.
Elsku amma, við verðum kanski
bara að taka mömmu með í að spila.
Ég held bara að hún svindli!
Ari Fannar Stefánsson.
Það hvarflaði ekki að mér þegar
ég sat á hótelherbergi í Finnlandi í
síðasta mánuði og skrifaði kort til
afa að það væri síðasta kortið sem
ég ætti eftir að senda honum, en
það var hefð þegar ég fór út fyrir
landsteinana að skrifa afa kort. Afi
safnaði nefnilega póstkortum og var
duglegur að minna okkur barna-
börnin á það þegar við fórum.
Þrátt fyrir lélega heilsu í nokkurn
tíma var afi alltaf jákvæður og and-
lega vel á sig kominn. Hann var allt-
af tilbúinn að taka í spil enda fátt
sem honum fannst skemmtilegra í
seinni tíð en að spila manna eða
vist. Ég og Arnar bróðir reyndum
að gera okkur ferð í Hvassaleitið
a.m.k. einusinni í viku til að spila, og
þá var oft einnig rætt um fótbolta.
Ég er nú engin áhugamanneskja
um enska boltann en ég fylgdist
samt með svo ég gæti talað við afa
um aðal áhugamálið hans. Þó afi
væri kominn vel á níræðisaldurinn
þá vissi hann alltaf nákvæmlega
stöðuna í ensku úrvalsdeildinni.
Hann fylgdist sérstaklega með
Manchester United sem var hans
uppáhaldslið, og auðvitað með Fram
í íslensku úrvalsdeildinni.
Elsku afi, þú hefur alltaf verið
stór hluti af mínu daglega lífi og ég
á eftir að sakna þín ótrúlega mikið.
En ég veit að þú ert nú á góðum
stað og minningin um þig á eftir að
fylgja mér um ókomna tíð.
Jóhanna Guðný.
Afi Jói hefur hvatt þennan heim
en hann lifir í hugum okkar um
ókomna tíð. Minningarnar eru
endalausar, stórar og smáar. Betri
afa var ekki hægt að hugsa sér.
Hlýja hans og ástúð í garð ástvina
sinna var augljós öllum. Einhver-
staðar er skrifað að sá er hamingju-
samur, sem harmar ekki það sem
hann fer á mis við heldur gleðst yfir
því sem hann á. Þessi orð finnst mér
segja svo margt um afa. Hann var
fyrst og fremst fjölskyldumaður
sem unni sínum nánustu afar heitt
og lét það óspart í ljós. Hann skrif-
aði í dagbókina sína sem fylgdi hon-
um alla tíð, afmælisdaga barna
sinna, barnabarna, tengdabarna og
giftingadaga en þetta voru merkir
dagar í hans huga og hamingjudag-
ar. Dagbókin hans var líka veður-
dagbók. Veðrið var mikið áhugamál
afa, en sem gamall sjómaður fylgd-
ist hann með veðrinu alla tíð og
spáði í það. Með áralangri athugun
sinni og áhuga á þessu viðfangsefni
var hann orðinn afar fróður um
þessi mál.
Það er ekki hægt að minnast afa
Jóa öðru vísi en að minnast á annað
áhugamál hans, „íþróttir“ og þá sér-
staklega fótbolta í seinni tíð. Áhuga
á þeirri íþrótt deildi hann með syni
mínum honum Ara. Ekki leið sú
vika, að þeir vinirnir hringdust ekki
á til að spjalla um sameiginlegt
áhugamál sitt, horfa saman á leik
eða spila Hornafjarðar-manna
ásamt ömmu. Hann kallaði Ara allt-
af vin sinn og það eru orð að sönnu.
Með þeim tókst einstök vinátta sem
hófst þegar þau heiðurshjón tóku að
sér að passa litla drenginn minn
þegar hann fæddist og ég var enn í
háskólanum. Eins og þau höfðu
passað mig þegar ég fæddist og ég
bjó hjá þeim fyrstu ár ævi minnar
við mikið og gott atlæti (dekur segir
mamma). Enda lít ég nú frekar á
hann afa Jóa sem pabba og tel mig
vera afar lánsama að eiga tvo af
bestu gerð. Amma ruglaðist nú oft í
ríminu þegar hún var að tala við
mig um afa og sagði „pabbi þinn“.
Við yl minninganna og söknuð í
hjarta kveð ég afa Jóa.
Elsku amma Beta, missir þinn er
mikill en ég veit að trúin og minn-
ingarnar styrkja þig í sorg þinni.
Sjöfn.
Nú ertu farinn afi minn og mig
langar til að kveðja þig. Þú hefur
fylgt mér allt mitt líf og gefið mér
svo margar ógleymanlegar stundir.
Það var einmitt á þessum tíma
árs að mig byrjaði að kitla í magann
sem strákur því nú var að koma tími
til að fara niður á höfn með afa og
dorga. Við eyddum mörgum sumr-
um þar niður frá og þegar ég var
kominn á unglingsárin var fólk farið
að grínast með hver væri nú að fara
með hvern. Það er gaman að hugsa
til þess að til er fjöldi ljósmynda af
okkur tveimur úti í heimi, enda vor-
um við vinsælt myndefni fyrir ferða-
menn sem áttu leið hjá. Þú þekktir
höfnina einstaklega vel og heilsaðir
flestum furðufuglunum sem héldu
þar til með nafni og þér var alltaf
vel tekið. Eftir velheppnaða veiði-
túra var farið í pylsur til ömmu og
svo tók spilamennskan við.
Á unglingsárunum var ég algjör
heimalningur hjá ykkur ömmu, ég
kom oft eftir skóla eða áður en ég
fór í vinnu og við spiluðum og amma
sá til þess að ég færi ekki svangur.
Þegar ég flutti til Danmerkur
héldum við góðu sambandi og þú
varst iðinn við að skrifa. Bréfin voru
í grófum dráttum alltaf eins, þau
byrjuðu á fréttum af ykkur ömmu
og heilsufari nánustu ættingja en
svo fylgdu tvær til þrjár síður af
veðurfréttum. En það var alltaf jafn
gaman að fá bréf frá þér, afi minn,
og ég á þau öll ennþá.
Þú endaðir alltaf bréfin með orð-
unum „megi guð geyma þig allar
stundir, Addi minn“ og ég verð að
játa að ég sleppti oft veðurfrétt-
unum til að lesa þessa setningu
enda var þetta sennilega tilgang-
urinn með bréfunum, að láta mig
vita að þið amma hugsuðuð til mín.
Það þótti mér einstaklega vænt um.
Eftir að ég kom heim var eins og ég
hefði aldrei farið. Við Jóhanna syst-
ir mættum reglulega til ykkar í vist
eða manna og fórum alltaf pakk-
södd og með sitthvort parið af ull-
arsokkum heim aftur. Þó heilsan
væri farin að gefa sig brást hug-
urinn þér aldrei.
Ég kveð þig nú, afi, með miklum
söknuði, minninguna um þig mun ég
alltaf geyma í hjarta mínu, þakka
þér fyrir allt. Megi guð geyma þig
allar stundir, elsku afi minn.
Arnar Ingi.
JÓHANNES HELGI
JÓNSSON
Fleiri minningargreinar um
Jóhannes Helga Jónsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Anna
Björk; Erla og Elísabet; Óskar
Helgi, Jóhannes Helgi og Elísabet
Guðjónsbörn; Guðrún Jóna.