Morgunblaðið - 03.05.2006, Side 46

Morgunblaðið - 03.05.2006, Side 46
46 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Framleiðni hrútsins veltur á hæfileik- anum til þess að peppa sjálfan sig upp í að byrja að vinna. Málaðu skærar myndir með orðum og endurtaktu hvað eftir annað, við sjálfan þig og aðra í kringum þig. Naut (20. apríl - 20. maí)  Fortíðin nær tökum á nautinu, bæði góðar minningar og slæmar. Kannski langar það til þess að fara á eitt alls- herjar eyðsluflipp, eða kannski fær það rausnarskap sinn í gegnum tíðina end- urgoldinn. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn fær ekki endilega viður- kenningu fyrir hugrekki sem hann sýn- ir í dag, en sjálfstraustið sem hann uppsker með því að láta á sig reyna færir honum alls kyns heppni. Örlögin felast í skapgerðinni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn er í hringiðu breytinganna. Hvað sem þú segir í dag, verður orðið breytt á morgun. Gættu þess að vera sveigjanlegur, svo þú hafir ráðrúm til þess að bregðast við. Reyndu að forð- ast afdráttarlausar yfirlýsingar og lof- orð. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið gefur tóninn. Vinir ráðgast við það um innkaup, ákvarðanir og verk- efni, en það hefur reyndar líka nóg að gera. Það er hægt að sinna þörfum allra í einu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ástríðurnar krauma í brjósti meyj- unnar – einhver háskalegur höfðar til þín. Stilltu þig um að tengjast ein- hverjum sem er alveg ófær um að binda sig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Að gera það sem maður getur best er uppbyggilegt fyrir sjálfstraustið. Fundir, ekki síst viðtöl, ganga vel og alls ekki eins og þú hafðir áætlað. Til allrar hamingju ertu sveigjanleg og tekur því sem að höndum ber. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Einhver í lífi þínu líður skort. Þú finn- ur fyrir viðkomandi úti á jaðrinum, bíð- andi eftir merki frá þér. Þú hefur engu að tapa með því að sýna rausnarskap. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Hver hefur sinn djöful að draga. Þú ert svo lánsamur að þínir eru frekar áhugaverðir. Þú einbeitir þér ekki bara að stórum vandamálum, heldur líka skrýtnu blæbrigðunum, þar sem hið guðlega býr. Einstein sýndi fram á það. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er skrýtið hvernig steingeitin skemmtir sér án þess að gera sér grein fyrir því að það sé gaman. Eftir á vermir hún sér við hlýjar minningar sem hún missti af. Dagsins í dag verð- ur minnst með brosandi hjarta. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er eðlilegt að finna til afbrýðisemi vegna yfirgengilegrar velgengni ann- arra. En þú getur líka valið að líta á hana sem innblástur í stað þess að pirrast. Þinn tími er að koma, mundu það. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Taktu áhættu og gefðu færi á þér. Enginn er eyland. Stuðningur sem þú baðst ekki um verður fyrir hendi í kvöld og fyllir þig vellíðan. Það eina sem þú þarft að gera er að þakka fyrir þig. Stjörnuspá Holiday Mathis Merkúr og Plútó miðla þægilegum straumum, sem líkja má við létt spjall við hinn kosmíska kaffistand um hvernig þeir ætla að fara að því að ausa okkur stórum og mikilvægum gjöfum, sem við eigum líklega ekki eftir að veita eftirtekt. Bestu gjafirnar koma ekki endilega í stórum eða litlum pökkum, heldur í gervi manneskja og skyldna sem gera okkur að því sem við erum. Tónlist Bókasafn Mosfellsbæjar | Vortónleikar Álafosskórsins í Bókasafni Mosfellsbæjar fimmtudaginn 4. maí kl. 20.30 og í Laugar- neskirkju sunnudaginn 7. maí kl. 16. Stjórn- andi: Helgi R. Einarsson. Meðleikari: Arn- hildur Valgarðsdóttir. Einsöngvarar: Íris Hólm Jónsdóttir og Viktor A. Guðlaugsson. Aðgangur kr. 1000. Bæjarleikhúsið Mosfellsbæ | Vortónleikar Mosfellskórsins kl. 20.30, áhersla lögð á lög Magnúsar Eiríkssonar. Af öðru má nefna I will follow him, Út á sjó, Cotton fields og Djassgeggjarar. Miðar seldir við inngang. Digraneskirkja | Árlegir vortónleikar Sam- kórs Kópavogs verða haldnir í kvöld kl. 20. Á dagskrá verða meðal annars íslensk þjóðlög og syrpa úr söngleiknum My fair lady. Einsöngvari er Jóhann Friðgeir Valdi- marsson og undirleikari Antonia Hevesi. Laugardalshöll | Tónleikar: Iggy & the Stooges í Laugardalshöll. Upphitun: Dr. Spock. Sjá: www.rr.is. Næstibar | Tónleikar Kentára 4. maí. Þjóðleikhúskjallarinn | Kvartett Kjartans Valdemarssonar leikur lög úr amerísku söngbókinni ásamt frumsömdu efni kl. 21. Myndlist 101 gallery | Steingrímur Eyfjörð – Bein í skriðu. Til 3. júní. Anima gallerí | Björg Örvar barnasaga/ fiskisaga – málverk. Til 21. maí. Café Karólína | Þorvaldur Þorsteinsson – Íslandsmyndir. Til 5. maí. Classic Rock | Myndlistarsýningin „Slett- ur“ á veggjum staðarins. Energia | Kristín Tryggvadóttir – Rauður þráður. Til 19. maí. Gallerí Fold | Tryggvi Ólafsson sýnir mál- verk. Til 14. maí. Gallerí Húnoghún | Þorvaldur Óttar Guð- laugsson til 5. maí. Gallerí Sævars Karls | Graeme Finn sýnir 300 teikningar sem mynda innsetningu. Gallerí Úlfur | Torfi Harðarson er með sýn- ingu á hestamálverkum til 7. maí. Hallgrímskirkja | Sýning á olíumálverkum Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí. Karólína Restaurant | Joris Rademaker - Mjúkar línur/ Smooth lines. Til 6. okt. Ketilhúsið Listagili | Sýning Soffíu Sæ- mundsdóttur „Einskonar landslag“ til 7. maí. Listaháskóli Íslands Laugarnesi | 1. og 2. árs nemendur LHÍ sýna afrakstur nám- skeiðsins Textíll og samtíminn undir leið- sögn Guðrúnar Gunnarsdóttur í Kubbnum, sýningarsal Listaháskólans í Laugarnesi. Listasafn Reykjanesbæjar | Í EYGSJÓN? Sex færeyskir málarar. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Ásmundur Sveinsson – Maður og efni. Sýn- ing á úrvali verka úr safneign Ásmundar- safns, sem sýnir með hvaða hætti lista- maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, stein, brons og aðra málma – og hvernig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum efnum. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er upp í tengslum við útgáfu nýrrar bókar Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar sem kynnt eru verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Til 3. des. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Innsetningar eftir Joseph Kosuth og Ilja & Emiliu Kabakov sem eru fremstu konsept- listamenn heimsins í dag. Á sýningunni vinna þau með ólík þemu úr ævintýrum sagnaskáldsins mikla H.C. Andersen. Hluti sýningarinnar fer einnig fram í porti Hafnarhússins. Til 5. júní. Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs | Humberto Velez, listamaður frá Panama, kemur með suður-ameríska strauma. Hann ætlar að heimsækja skóla á Fljótsdalshér- aði auk þess sem hann verður með vinnu- stofu í Kompunni 3., 4. og 5. maí. Laugar- daginn 6. maí verður síðan farið í skrúð- göngu frá Kompunni kl. 13. Mokka-Kaffi | Nikulás Sigfússon sýnir vatnslitamyndir af íslenskum villijurtum til 15. maí. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina. Seltjarnarneskirkja | Málverkasýning Kjartans Guðjónssonar til 7. maí. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu- konur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síðari hluta 19. aldar. Þær nutu þeirra for- réttinda að nema myndlist erlendis á síð- ustu áratugum 19. aldar og upp úr alda- mótum. En engin þeirra gerði myndlist að ævistarfi. Söfn Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Sigríður Bachmann í Skotinu. Sýnir Sigríður myndir sem hún hefur tekið af börnum til 7. júní. Þjóðmenningarhúsið | Ný sýning í bókasal: Það gisti óður – Snorri Hjartarson 1906– 2006. Skáldsins minnst með munum, myndum og höfundarverkum hans. Aðrar sýningar: Handritin – m.a. Snorra Edda, Eddukvæðin og Íslendingasögur. Þjóð- minjasafnið svona var það – þegar sýning þess var í risinu. Fyrirheitna landið – vesturfarar. Leiklist Borgarleikhúsið | Vegna mikillar aðsóknar verða þrjár aukasýningar á verkinu Hungri eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bach- mann á litla sviði Borgarleikhússins fim 4. maí, sun 7. maí og sun 14. maí, kl. 20. Leik- endur: Helga Braga Jónsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Ásta Sighvats Ólafs. Bæjarleikhúsið Mosfellsbæ | Leikfélag Hólmavíkur sýnir gamanleikinn Fiska á þurru landi eftir Árna Ibsen í leikstjórn Kol- brúnar Ernu Pétursdóttur sunnudaginn 7. maí kl. 19 í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ. Uppl. og miðapantanir í síma 865 3838 sunnudaginn 7. maí frá kl. 16. Skemmtanir Hlégarður | Vorfagnaður SÁÁ verður hald- inn í Hlégarði í Mosfellsbæ 12. maí. Fjöl- breytt skemmtiatriði, Geirmundur Valtýs- son leikur fyrir dansi. Miðasala á skrifstofu SÁÁ í Síðumúla 3–5, verð miða með mat er kr. 2.900. Fyrirlestrar og fundir Askja – Nátturufræðihús Háskóla Íslands | Málþing um áhrif klámvæðingar á börn og unglinga verður haldið á vegum Íslands- deildar Norðurlandaráðs og Rannsóknar- stofu í kvenna- og kynjafræðum við HÍ föstudaginn 5. maí kl. 13.30–16 í stofu 132 í Öskju. Framsaga sérfræðinga og pallborð með fulltrúum stjórnmálaflokka og félaga- samtaka. Askja – Nátturufræðihús Háskóla Íslands | Opinn fyrirlestur á vegum Stofnunar Sæ- mundar fróða og Náttúruverndarsamtaka Íslands miðvikudaginn 3. maí kl. 16.15 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Lloyd Eagan, forstjóri Wisconsin Depart- ment of Natural Resources, fjallar um um- hverfisverndarstefnu Bandaríkjanna. Bókasafn Kópavogs | Feng shui í Linda- safni. Jóhanna K. Tómasdóttir flytur erindi um Feng shui í Lindasafni, Núpalind 7, Kópavogi, fimmtudaginn 4. maí kl. 17.15. Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir. Gigtarfélag Íslands | Fræðslufundur Sjög- renshóps GÍ verður 4. maí kl. 19.30, í hús- næði GÍ, Ármúla 5, 2. hæð. Dóra Lúðvíks- dóttir, sérfræðingur í lungna- og ofnæmis- sjúkdómum, heldur erindi sem hún nefnir: Lungnafylgikvillar við heilkenni Sjögrens. Krabbameinsfélagið | Góðir hálsar, stuðn- ingshópur um krabbamein í blöðruháls- Staðurogstund http://www.mbl.is/sos/ Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 leynd, 4 hefja, 7 málmpinninn, 8 kann- að, 9 væn, 11 lund, 13 nokkur, 14 gróði, 15 hrumur maður, 17 raddar, 20 óhreinka, 22 skóflur, 23 ganga, 24 drita, 25 afkomandi. Lóðrétt | 1 skinnpoka, 2 fang, 3 skökk, 4 hús- gagn, 5 ull, 6 að baki, 10 óglatt, 12 krot, 13 málmur, 15 hákarls- húð, 16 bætt við, 18 döpur, 19 meiði, 20 öskra, 21 fædd. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 guðdómleg, 8 úrgur, 9 lemur, 10 ill, 11 afmáð, 13 akrar, 15 stóll, 18 stelk, 21 elt, 22 sting, 23 öngul, 24 gallagrip. Lóðrétt: 2 ungum, 3 dýrið, 4 mylla, 5 eimur, 6 púma, 7 frár, 12 áll, 14 kát, 15 sósa, 16 ólina, 17 legil, 18 stöng, 19 engli, 20 kúla. 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.