Morgunblaðið - 14.05.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.05.2006, Blaðsíða 10
V aldimar hefur alltaf tekið allt bókstaf- lega. Þegar hann var 6 ára byrjaði hann með ýmsa kæki. „Þetta var hálfóhugnanlegt. Hann ranghvolfdi til dæmis í sér augunum, teygði háls- inn til hliðar og blikkaði augunum í gríð og erg. Hann fékk þarna ákveðna greiningu en ekkert var í raun gert með hana og ég vissi svo sem ekkert hvað ég átti að gera,“ segir móðir hans. „Síðan vissi maður bara af þessum kækjum og að hann höndlaði illa álag og sýndi auðveldlega mjög mikinn mótþróa. Eftir því sem árin liðu lærði maður betur og betur á hann. Hann stækk- aði hins vegar alltaf og varð sterkari – og allt í einu fannst mér hann orðinn ógnandi.“ Valdimar er 12 ára í dag. Seinasta haust greind- ist hann með áráttu- og þráhyggjuröskun og jafn- framt með Tourette. Móðir hans lýsir því þannig að hann festist í þrjósku og neiti að gefa sig. „Hann verður eins og í árásarhug. Það er sama hvað sagt er við hann, honum finnst einmitt öfugt og hann hættir ekki,“ segir hún. Frumskógur að lenda inn í Valdimar les ekki í líkamstjáningu annarra og höndlar auk þess illa álag. „Það hefur alltaf verið þannig að hann getur bara gert eitt í einu. Skila- boðin mega ekki vera of mörg eða misvísandi. Hann þarf að geta dregið sig í hlé og losnað frá áreitinu, annars magnast spennan og brýst að lok- um út. Eitt kvöldið ætlaði hann til dæmis að fá eitt- hvað sem hann fékk ekki og vildi ekki gefa sig. Hann fór inn á bað og barði þar allt og lamdi. Eftir á fórum við á slysadeild til að athuga hvort hann hefði nokkuð brotið á sér úlnliðina, því hann verkj- aði svo svakalega,“ segir móðir hans. Eftir annað svipað atvik fóru þau mæðginin á bráðamóttöku geðdeildar. Móðir Valdimars segist upplifa að sem foreldri standi öll spjót á henni. „Mér finnst að foreldrar sem eru í svona stöðu eigi að geta einbeitt sér bara að barninu. Ef barn á við vandamál að stríða hlýtur einhvers konar ferli að eiga að fara í gang, þar sem foreldrar þurfa ekki að berjast á öllum vígstöðvum. Þegar greiningin kom var eiginlega bara sagt bless. Þetta er rosalegur frumskógur að lenda inni í. Er það svona sem við viljum hafa þetta?“ Inni á borði margra ráðuneyta Valdimar er dæmi um barn sem er inni á borði margra ráðuneyta. Hann er skólaskyldur og heyrir því undir menntamálaráðuneytið. Greiningin sem hann er með, læknarnir og sjúkrahúsin falla hins vegar undir heilbrigðisráðuneytið. Félagsmála- ráðuneytið fer síðan með yfirstjórn málefna fatl- aðra, barnaverndarmála og fleira. Er það vandamál hversu margir tengjast þessu? Það er að minnsta kosti nokkuð sem vinna þarf með. Valdimar er einungis eitt af fjölmörgum börnum í sömu stöðu. Forræði á geðheilbrigðis- málum barna er margskipt. Í grein í blaðinu fyrir viku kallaði Björk Jónsdóttir eftir meiri samvinnu menntakerfis, heilbrigðiskerfis og félagskerfis. Björk er skólastjóri Brúarskóla sem er skóli fyrir börn með miklar hegðunar- og geðraskanir. Hún sagði nauðsynlegt að yfirvöld þessara málaflokka settust niður og ákveddu hvernig þau ætluðu að móta stefnu sína í málum barna í þessari stöðu. Margir urðu til að benda Morgunblaðinu á sama atriði og við eftirgrennslan kom í ljós að ýmislegt hefur raunar verið rætt og ritað um það mál. Það má segja að í umfjölluninni um börn með hegðunarfrávik og geðraskanir séum við komin á efsta stig, til hins opinbera. Fjallað hefur verið um reynslu foreldra af skólum og sveitarfélögum og því næst hverju skólarnir standa frammi fyrir. Nú er spurt hvernig kerfið allt vinni að þessum mál- um – skólakerfi, heilbrigðiskerfi og félagskerfi. „Það bendir bara hver á annan“ „Oft virðist sem dyrnar opnist ekki fyrr en vandinn er orðinn mjög mikill og algjörlega er Morgunblaðið/ÞÖK Forræði á geðheilbrigðismálum barna er margskipt og margir kalla eftir meiri samhæfingu og skilgreiningu á ábyrgð og hlutverkum. Ljósmyndin tengist ekki efni greinarinnar. Hver vill eiga mig? Börn með hegðunarfrávik og geðraskanir reynast skólum oft erfiðlega og spyrja má hvernig skólinn reynist þeim og raunar kerfið allt. Börnin eru inni á borði margra ráðuneyta og ýmsir kalla eftir sam- hæfðari þjónustu. Í þessari lokagrein greinaflokksins „Verkefni eða vandamál?“ spyr Sigríður Víðis Jónsdóttir hvar skýrslur séu sem skrifaðar hafa verið, lítur til reglugerða og ræðir við ráðherra. Verkefni eða vandamál? Við getum hins vegar ekki bara horft á þessi börn og beðið eftir að ríkið geri eitthvað. 10 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Barnið og ráðuneytin BARN hefur verið í meðferðar- úrræði á vegum stofnana heil- brigðisráðuneytisins, barnið er skólaskylt og því á borði mennta- málaráðuneytisins. Félagsmála- ráðuneytið fer síðan með yfir- stjórn málefna fatlaðra, barna- verndarmála og fleira. Málið vindur upp á sig. Undir hvern heyrir það? Barnið, ríki og sveitarfélög BARN í skóla þarf á meðferð að halda vegna hegðunar- eða geð- röskunar. Það fer á barna- og unglingageðdeild sem rekin er af ríkinu en kemur síðan aftur í skólann sem er á vegum sveitar- félagsins. Barnið lendir á nýjan leik inn á deild og stuðningur þarna á milli er ef til vill lítill. Ef barnið er í sérúrræði þar sem sinnt er bæði meðferð og kennslu, hver borgar brúsann: Ríkið eða sveitarfélögin? Morgunblaðið/ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.