Morgunblaðið - 14.05.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.05.2006, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sprengingar fyrir nýja há-skólatorginu kölluðust á viðorð háskólarektors um aðHáskóli Íslands þyrfti nú aðskynja og svara kalli tím- ans. „Við megum ekki missa fólk úr landi, við þurfum að vera framsækin, aðrir eru að herða sig og við megum ekki standa í stað, hvað þá sitja eftir, ný stefnumótun í málefnum HÍ á ekki að fara niður í skúffu, heldur verða virkt stjórntæki,“ voru meðal orða Kristínar Ingólfsdóttur háskóla- rektors á blaðamannafundi í hátíðasal Háskóla Íslands. Í því virðulega um- hverfi ræddi hún um hvernig ætti að koma þessu hartnær hundrað ára óskabarni hinnar íslensku þjóðar í hóp 100 bestu háskóla í heimi. „Við teljum þetta raunhæft markmið, raunar líklega eitt það metnaðar- fyllsta í íslenskum skólamálum til þessa,“ sagði Kristín. Ýmsar spurningar vakna varðandi þetta markmið – ekki aðeins hvort það sé raunhæft, heldur líka hvort þarna sé stefnt í rétta átt. En til að byrja með – hvernig ætlar Kristín og hennar fólk að ná þessu markmiði og hve mikið fé þarf til þess? „Það er auðvitað enginn einhlítur mælikvarði á hvað einkennir góðan háskóla en við höfum kosið að miða við þær forsendur sem notaðar eru við alþjóðlega röðun háskóla og þá að- allega þá lista sem mest er vitnað til og þá annars vegar Shanghai-listans svokallaða og lista Times Higher Education Supplement í Englandi. Við höfum kynnt okkur forsendur þeirra mælikvarða sem eru notaðir við þessa röðun og ætlum að leggja áherslu á að styrkja skólann og efla í þeim þáttum sem þar er horft til. Það sem skiptir mestu eru afköst í vísind- um, og þannig hafa 7 ríkisreknir há- skóla á Norðurlöndum komist á lista yfir 100 bestu háskóla í heimi.“ Rannsóknir eru dýrar, væri betri kostur að Háskóli Íslands reyndi að koma sem flestu sínu fólki að sem þátttakendum í erlendum rannsókn- um? „Við erum í mjög mikilli alþjóðlegri samvinnu og Íslendingar munu alltaf stunda hluta af sínu rannsóknarnámi við erlenda skóla. En það er jafn mik- ilvægt að byggja upp hér heima. Við lifum í alþjóðlegu samkeppnisum- hverfi og okkar samkeppnishæfni felst ekki í lágum framleiðslukostnaði iðnvarnings heldur í þekkingarupp- byggingu. Þar gildir það sama um Ís- lendinga og aðrar Vesturlandaþjóðir, sem allar kosta nú kapps um að byggja upp sína háskóla. Það liggur nefnilega í eðli háskóla að hann er ekki aðeins að mennta fólk á mismun- andi sérfræðisviðum. Í gegnum rann- sóknarnám byggist upp þekking í skólanum sem verður grundvöllur nýrra atvinnutækifæra, nýrra fyrir- tækja og nýrra uppgötvana. Við get- um nefnt dæmi um þetta af fyrirtækj- um sem eru meðal hinna framsæknustu í sínum greinum í heiminum, t.d. Össur og Marel. Upp- bygging Actavis hefur notið góðs af þeirri öflugu lyfjafræðikennslu og rannsóknum sem hér eru stundaðar. Rannsóknarháskóli verður þannig aflvél í samfélaginu. Ef við sendum okkar fólk allt til útlanda töpum við með tvennum hætti. Í fyrsta lagi fjár- festum við í þekkingu sem verður eft- ir í útlöndum, í háskólum þar. Í öðru lagi sköpum við ekki starfsvettvang á Íslandi fyrir okkar bestu og hæfi- leikaríkustu vísindamenn.“ Eru kennarar, einkum þeir fast- ráðnu, nægilega virkir við rannsókn- arstörf, fréttir hafa borist um að að- eins 20% þeirra væru virkir í rannsóknarvinnu? „Úttektir hafa sýnt að kennarar Háskóla Íslands séu óvenju iðnir við rannsóknir í samanburði við kennara evrópskra háskóla sem horft var til. Vísindamenn HÍ skila af sér meira en 80% allra ritrýndra vísindagreina sem Íslendingar rita á ári hverju. Þetta er ein grein á dag allan ársins hring og við ætlum að tvöfalda þann fjölda á fimm árum. Þessi virkni end- urspeglast m.a. í því að Íslendingar voru í 7. sæti í heiminum yfir birt- ingar ritrýndra vísindagreina á árun- um 1998–2002.“ Hæfasta fólkið á efstu stigum Algengt er t.d. í hugvísindadeild HÍ að prófessorar kenni helst grunnnám- skeið, sem þarfnast lítils undirbún- ings , en lektorar og stundakennarar kenni þau námskeið sem framsækn- ust eru. Líklegt er að hinir yngri séu með ferskar hugmyndir, ættu þeir ekki að koma meira að rannsóknum og eiga meiri von um fastar stöður en raun ber vitni? „Þarna gætir nokkurs misskiln- ings. Því hæfara sem fólk er á sínu sviði þeim mun líklegra er að það kenni á efri stigum náms, þar sem námið er rannsóknatengdara og nem- endur einnig virkir í rannsóknum. Þetta segir sig sjálft. Algengt er að stundakennarar kenni tiltekin val- námskeið þar sem sérþekking þeirra nýtist vel. Þessi námskeið geta vissu- lega verið í meistara- eða doktors- námi. Innan Háskólans er hvatakerfi í rannsóknum sem virkar mjög vel og umbunar þeim sem skila árangri í rannsóknum. Umbunin er í senn fjár- hagsleg og felur einnig í sér akadem- ískan framgang. Gæta verður að því að ekki er svigrúm til þess að ráða alla í föst störf þrátt fyrir góðan árangur í Sprengt fyrir nýjum tíma? Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor segir kennara við HÍ iðnari við rannsóknir en marga kennara evrópskra háskóla. Ný markmið Háskóla Ís- lands hafa verið kynnt yf- irvöldum og lýsti Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor þeim á fundi sem Guðrún Guðlaugsdóttir sat. Mark- miðin eru háleit, að skólinn komist í hóp 100 bestu í heimi, hvernig á að ná þessu takmarki virðist nokkuð snúið en raunhæft þó að mati Kristínar og samstarfsmanna hennar. Grandagarði 2, sími 580 8500 Rýmið í fellihýsum gerist ekki betra en í Fleetwood, rúmstæðin taka ekki pláss frá gólfplássi og ferðalagið verður hreinn lúxus. Tjalddúkurinn er með öndunareiginleika sem gerir það nær ómögulegt að hann slagi. Yfirburðafellihýsi Tryggðu þér fellihýsi á gamla genginu til 9. maí Opið virka daga 10 – 18 laugardaga 10 – 16 sunnudaga 12 – 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.