Morgunblaðið - 14.05.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.05.2006, Blaðsíða 11
tryggja að börn fái samfellda þjónustu verði kom- ið á fót tenglakerfi innan heilsugæslunnar, þar sem tengill fylgi eftir málum einstakra barna. Lagt var til að tillögunni yrði hrint í framkvæmd þá þegar, í nóvember á seinasta ári. Einnig var stungið upp á að í lok janúar í ár lægju fyrir skil- greiningar á starfssviðum stofnana í heilbrigðis- þjónustu, verklagsreglur um samskipti þeirra á milli og tillögur um ferli tilvísana. Þetta hefur samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu ekki komið til framkvæmda en er í vinnslu. Ennfremur segir í umræddri skýrslu að skort- ur á skýrri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga valdi því að börn og unglingar fái ófullnægjandi eftirfylgd þegar þau útskrifist af stofnunum sem ríkið reki. Þannig hverfi oft sá árangur sem náðst hafi inni á stofnuninni fljótlega eftir útskrift. Þetta er það sama og Ólafur á BUGL nefnir. Ókleifur múr fram á síðustu ár „Ef meira samstarf væri á milli heilbrigðiskerf- isins, menntakerfisins og félagskerfisins væri þessi eftirfylgd inn í skólana til staðar. Þessu væri fylgt eftir nægilega lengi til að þetta gengi upp, í stað þess að sagan endurtæki sig og barnið endaði á nýjan leik á BUGL og aftur inn í skóla án ráð- gjafar,“ segir Gretar L. Marinósson, prófessor í sérkennslufræðum við KHÍ. „Ráðuneytin þrjú vinna illa saman almennt og það sama má segja um stofnanir á þeirra vegum. Börn sem hafa það flóknar þarfir að ekki er hægt að sinna þeim í einu kerfi líða fyrir það. Þegar barn þarf að leita aðstoðar á mörgum stöðum, kemur í ljós að allt þetta opinbera þjónustukerfi er klofið í herðar niður, frá toppi til táar.“ Aðrir taka undir. Arthur Morthens hjá mennta- sviði Reykjavíkur segir að á milli ráðuneytanna „hafi verið ókleifur múr í þessum efnum alveg fram á seinustu ár“. Hann segir vandann liggja í því að aldrei hafi verið skilgreint hver sé með fyrsta stigs, annars stigs og þriðja stigs þjónustu. „Hvar heilbrigðiskerfið kemur inn í þetta er mjög óljóst og þar koma að hluta til inn hagsmuna- árekstrar og hagsmunagæsla ólíkra hópa. Það er dálítið erfitt að höndla hver á hvað í þessu kerfi. Inni í þessu er líka vandi í samstarfi sveitarfélaga og ríkis. Menn eru ekki klárir á hvert á að vera hlutverk hvers aðila um sig. Þarna eru veikir hlekkir sem nauðsynlegt er að taka á,“ segir hann. Með þjónustu á þremur stigum er átt við þjón- ustu sem fer frá því sem er almennt yfir í það sem er sértækt. Eins og staðan er í dag lendir margt á sértækustu stofnunum, því annað tekur ekki við á undan. Barn sem á við vægan vanda að stríða end- ar þá með að bíða lengi eftir að komast loks að á sérhæfðri stofnun. Þrýstingur myndast á þá stofnun að veita lausn í málum allra. Og hver er þá hættan? Að smámál sé höndlað sem stórmál – og að smá- mál verði að stórmáli. Barist við marghöfða þurs Umræður spunnust um efnið á Alþingi á dög- unum. Þuríður Backman hóf utandagskrárum- ræðu 29. mars og sagði tilganginn vera að beina athyglinni að vanda fjölskyldna barna og unglinga með geðræna sjúkdóma, vegna viðvarandi úr- ræðaleysis innan velferðarþjónustunnar. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra sagði að vinna við að hrinda í framkvæmd tillögum nefndarinnar, sem áður var greint frá, stæði yfir. Þingmenn kvöddu sér hljóðs. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir benti sem dæmi á að nákvæmlega þrjú ár væru liðin frá því að sendar voru út frétta- tilkynningar um að geðheilbrigðisþjónusta við börn og ungmenni skyldi hafa algjöran forgang. Hún sagði að spýta þyrfti í lófana. Ásta Möller sagðist telja að öllum væri ljóst að aukin sam- komið í óefni. Það bendir bara hver á annan vegna barna með geðraskanir,“ segir Sesselja Jörgen- sen, formaður Barnageðs sem er félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga. Anna Sigurbjörg Sigurðardóttir, sálfræðingur og fyrrum formaður Barnageðs, tekur undir og segir kerfið vera mjög þungt í vöfum. „Ábyrgðin er auk þess á reiki. Það þarf miklu meiri samþættingu kerfanna. Auðvitað er skilj- anlegt að fólk verði upp að einhverju marki að fara á milli aðila og endurtaka sögu sína en í dag þurfa menn kannski að rekja hana fjórum, fimm sinn- um, hjá mismunandi stofnunum og aðilum. Það þyrfti að skipuleggja aðstoðina þannig að málum væri fylgt allt til enda,“ segir hún og bætir við: „Það hefur verið talað um þetta lengi og skrifuð skýrsla eftir skýrslu. Stundum finnst manni eins og við séum alltaf að eiga sömu umræðurnar og maður skilur ekki alveg á hverju þetta strandar. Að eiga barn með geðröskun og erfiða hegðun tek- ur á mjög marga og ég held að fólk átti sig al- mennt ekki á því. Foreldrar verða gjörsamlega miður sín og þegar hægt gengur að fá þjónustu og úrræði fara þeir að ásaka sjálfa sig og velta fyrir sér hvað þeir hafi gert rangt.“ Hvar á að byrja og hver tekur svo við? Í kerfinu þurfa að vera ákveðnar boðleiðir, þannig að sátt sé um hvert eigi að leita þegar vandi komi upp, hverjir taki svo við og hverjir séu endastöðin í kerfinu. Þetta segir Ólafur Ó. Guð- mundsson, yfirlæknir á Barna- og unglingageð- deild Landspítala – háskólasjúkrahúss (BUGL). „Núna er þetta svolítið allt út um allt og ekki skilgreint með sama hætti og til dæmis barna- verndarkerfið þar sem hver aðili hefur sitt hlut- verk,“ segir hann. Ólafur segir það stórt vandamál hjá BUGL að fá eftirfylgd barna með vanda, eftir útskrift af deildinni. „Þá á ég við að við hjá BUGL sitjum ekki uppi með alla eftirfylgnina. Það safnast alltaf meira og meira á okkar hendur,“ segir Ólafur. Deildin á BUGL er raunar sprungin og í fréttum í vikunni kom fram að enn vantar 100 milljónir svo hægt sé að ljúka fyrsta áfanga af þremur í viðbyggingu við hana. „Þess utan þarf meiri forvinnu áður en mál- um er vísað á sérhæfðari þjónustu og hún þarf að vera þar sem barnið er. Börnin eru annaðhvort í leikskóla eða grunnskóla og þar verður fyrsta stig þjónustunnar að vera,“ segir Ólafur. Hann bendir á að skólaheilsugæslan þyrfti að fá aukið hlutverk. „Heilsugæslulæknirinn þyrfti að hafa sam- starfsteymi fagfólks á staðnum sem kæmi að mati og meðferð algengs vanda. Það væri honum til ráðgjafar varðandi þörf fyrir tilvísun á sjúkra- húsþjónustu eða aðra sérhæfðari þjónustu. Hann tæki síðan aftur við málinu ásamt samstarfsteym- inu eftir að sérhæfðari meðferð væri lokið. Sum sveitarfélög hafa byrjað aðeins á þessu og það eru klárlega spor í rétta átt.“ Það sem Ólafur nefnir er nokkuð sem bæði við- mælendur Morgunblaðsins og útkomnar skýrslur benda á. Skilgreina þarf hlutverk hvers og eins sem að málinu kemur. „Ég held að í íslenska kerf- inu sé hreinlega ekki hefð fyrir því að vinna þver- faglega og þess vegna sé þjónustan enn í bútum,“ fullyrti viðmælandi. „Í dag er ekki alveg ljóst hver á þessi börn í kerfinu eða hver vill yfirhöfuð eiga þau,“ sagði annar. Þegar börn lenda á milli kerfa Samskiptaleiðir milli stofnana eru misgreiðar og upplýsingastreymi milli þeirra oft lélegt. Það er eitt af umkvörtunarefnum foreldra og foreldra- félaga, sem borist hafa heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar sem ráðherra þess ráðuneytis, þá Jón Kristjánsson, skipaði árið 2003. Skýrslunni var skilað í nóvember á síðasta ári. Um tillögur var að ræða varðandi skipulag heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga með geðraskanir. Nefndin lagði til grundvallar störfum sínum skýrslu frá árinu 2002 um börn og ungmenni með geðræn vanda- mál, sem unnin var af starfshópi Landlæknisemb- ættisins og horfði auk annars til skýrslu starfs- hóps sem skilaði heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra tillögum árið 1998. Í skýrslunni frá því í fyrra er bent á að vanda- mál þeirra unglinga sem þurfi á þjónustu stofnana að halda sé oft fjölþættur og aðstæður geti skap- ast þar sem unglingur í brýnni þörf fyrir úrræði „lendi á milli kerfa“ og fái ekki þá þjónustu sem hann þurfi. Umrædd nefnd var skipuð í lok sept- ember 2003. Á Alþjóðageðheilbrigðisdaginn ellefu dögum síðar tilkynnti Jón Kristjánsson að hann hefði einnig ákveðið að skipa verkefnisstjóra í tímabundið starf til að vinna að stefnumótun í málefnum barna og unglinga með geðraskanir. Sá verkefnisstjóri var sálfræðingurinn Kristján Már Magnússon. Skýrsla hans var gerð opinber í ágúst 2004. Í skýrslu nefndarinnar segir að ljóst hafi verið frá byrjun að umtalsverð skörun yrði á verkefnum hennar og verkefnisstjórans Kristjáns. Þess vegna hafi verið ákveðið að nefndin myndi greina þau vandamál í þjónustunni þar sem tafarlausra úrbóta væri þörf. Í tilfelli Kristjáns var aftur um heildarstefnumörkun að ræða og markmiðið að líta til fleiri ráðuneyta en einungis heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Eitt af því sem nefndin stingur upp á er að til að Þegar barn þarf að leita aðstoðar á mörgum stöðum, kemur í ljós að allt þetta opinbera þjónustukerfi er klofið í herðar niður, frá toppi til táar. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2006 11  „AFSTAÐAN sem hefur verið ríkjandi í þessum málum hefur ekki verið sú hvernig við veitum börnunum bestu þjónustuna, heldur hefur verið lögð áhersla á stofnanirnar og á kerfið. Ákvarðanatökur virka yfirhöfuð mjög tilviljanakenndar og í raun er engin prinsippafstaða tekin,“ segir Kristján Már Magnússon sálfræðingur. Hann var verkefnisstjóri í verkefni sem var liður í stefnumótun fyrir málefni barna og unglinga með geðraskanir. Eftir sjö mánaða starf árið 2004 skilaði hann skýrslu sem var tillaga um skilgrein- ingu þriggja þjón- ustustiga í málefnum barna og unglinga með geðraskanir. Hún var jafnframt tillaga um að- gerðir til að auka sam- þættingu þjónustunnar. Skýrslan var skrifuð í samræmi við umleitan heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra til mennta- málaráðherra, félags- málaráðherra og Sambands íslenska sveitarfélaga. Samstaða ekki náðst Kristján segist verða að viðurkenna að hann hafi orðið fyrir von- brigðum með hvað menntamálaráðuneytið og félagsmálaráðu- neytið hafi lítið verið til í að vinna með tillögurnar, eftir að skýrslan lá fyrir. Raunar hafi skort á að þau hafi yfirhöf- uð litið svo á að málið varðaði þau. Hann bendir hins vegar á að menn verði að hafa í huga að tillögurnar séu það viðamiklar og varði það marga þætti stjórnsýslunnar, að það hljóti að taka tíma að skilgreina hlutina kerf- islega. Hann bendir einnig á að að minnsta kosti þrjár skýrslur hafi verið skrifaðar um málefnið á seinustu árum og þær hafi allar komist að þeirri nið- urstöðu að mikil þörf sé á að taka til höndunum. Kristján segir skýrslu sína vissulega erfiða en honum finnist sumpart eins og stoppað hafi verið þegar grundvöllurinn til að vinna út frá hafi verið kominn. „Heilbrigðisráðherra, sem þá var Jón Kristjánsson, talaði um þetta sem nokkurs konar brúttóskýrslu, að þarna væru margar tillögur og menn ætluðu að velja í sameiningu hvað ætti að framkvæma. Sú samstaða hefur í raun ekki náðst ennþá,“ segir hann. Ekki tekin fagleg afstaða „Eins og málum er háttað í dag er oft ekki tekin fagleg afstaða til hlutanna. Fagskrifstofur ráðuneytanna virðast hreinlega verða undir fjármálaskrif- stofum þeirra. Auk þess bætist við hinn eilífi slagur á milli ríkis og sveitarfélaga. Slagurinn um kostnaðarskiptinguna heftir að menn taki afleiðingum í mál- um sem þessum,“ segir Kristján. Hann tekur sem dæmi reglugerð þar sem segir að ríkið eigi að sinna með- ferð þeirra barna þar sem ástæðu vandans sé að leita í börnunum sjálfum en ef vandinn sé í fjölskyldunni heyri málið undir sveitarfélögin. „Út frá fag- legu sjónarmiði er þetta mjög furðu- legur aðskilnaður, enda yfirleitt um sambland þessa tvenns að ræða. Þessi viðmið eru í besta falli ónothæf og í versta falli verða þau til að eyðileggja. Menn neita þá að sinna öðru en því sem samkvæmt bókstafnum heyrir beint undir þá, til dæmis þegar börn fara á meðferðarheimili. Ríkið reynir þá að sinna barninu en sveitarfélagið fjölskyldunni og sam- hengið vantar,“ segir hann og bætir við að stundum sé hálfótrúlegt hvað menn treysti sér illa til að taka af alvöru á málum. „Það er kannski dæmigert fyrir vinnubrögðin að eftir nefndarvinnu var tekin ákvörðun um að Miðstöð heilsu- verndar barna ætti að hafa hlutverk gagnvart öllum börnum á landinu á sviði geðheilbrigðis. Miðstöðin er hins vegar enn undir heilsugæslu Reykjavík- urborgar og menn hafa ekki treyst sér til að taka þá afstöðu að styrkja eigi hana til að hún geti staðið undir hinu nýja verksviði sínu. Það er ekki tekið af skarið varðandi hlutverk hvers og eins, vegna þess að það er alltaf hræðsla um að styggja einhvern. Ráðamenn eru tilbúnir að ákveða hitt og þetta en það vantar að taka kerf- islegu afleiðingunum af því,“ segir hann. Þrjú stig þjónustu Kristján bendir á að þegar óskilgreint sé hvaða aðilar eiga að vinna með mál barna og unglinga með vægan vanda séu meiri líkur á að leitað verði með slík mál til geðdeilda, til dæmis vegna greiningar ofvirkra barna. Í skýrslu hans er einmitt lagt til að þrjú þjónustustig verði form- lega skilgreind í mál- efnum barna og unglinga með geðraskanir. „Það þarf að vera hægt að sinna málum barna og unglinga með geðraskanir á öllum þjón- ustustigum. Ef slíkt er ekki gert er hætta á að minniháttar erfiðleikar magnist og verði alvarlegir,“ segir hann. Sam- kvæmt tillögunni tæki fyrsta stigs þjón- ustan við öllum málum og undir hana félli auk almennrar heilsugæslu öll skólaheilsugæsla og öll almenn þjón- usta félags- og menntakerfis. Þar væri megináherslan lögð á almennar og fyr- irbyggjandi aðgerðir og þarna væri til dæmis um minniháttar ráðgjöf til nem- enda og kennara að ræða. Í skýrslu Kristjáns er bent á að hvorki ákveðin greindarvísitala né ákveðin greiningarheiti geti skorið úr um hve erfitt sé að sinna nemendum í almenn- um skóla. Greiningar séu fyrst og fremst tæki til lýsingar á eðli þess vanda sem börn stríða við en séu ekki endilega besta aðferðin við að lýsa þjónustuþörf, nema þar sem greiningin vísi til mjög einhlítra einkenna. Geðrask- anir vísi hins vegar til afar sundurleitra einkenna og þjónustuþörf fólks með geðraskanir sé sjaldnast einhlít. Í skýrslunni er sagt að reglur Trygg- ingastofnunar og Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaganna hafi haft áhrif á hvernig staðið er að greiningum og jafnvel á greiningarniðurstöðurnar, að minnsta kosti framsetningu þeirra. Kristján seg- ir að úthlutunarreglur Jöfnunarsjóðs hafi vanmetið þjónustuþörf vegna barna og unglinga með hegðunar- og geðraskanir. Andstætt ríkjandi sjónarmiðum Að sögn Kristjáns verður að breyta lýsingu á hlutverki sérfræðiþjónustu skóla þannig að henni verði aftur ætlað að sinna greiningum og íhlutun, það er vinna með málefni barna og unglinga með vægari geðraskanir. Hann bendir á að vegna þess hve þörfin á að sinna meðferðum sé áberandi hafi sum sveit- arfélög tekið það að sér, á meðan önnur haldi stíft í að það sé ekki verkefni sveitarfélaganna. „Það má kannski segja að eins og staðan er í dag sé mjög margt í raun og veru andstætt þeim sjónarmiðum sem almennt ríkja um að mikilvægt sé að taka á málum á frumstigi, áður en þau vinda upp á sig. Meginatriði er að við búum til einhver úrræði sem geti tekið á málum barna af alvöru og hættum að láta hlutina gerast handahófskennt.“ Kristján Már Magnússon var verkefnis- stjóri og skilaði skýrslu árið 2004 Ákvarðanatökur virka tilviljanakenndar Ráðamenn eru tilbúnir að ákveða hitt og þetta en það vantar að taka kerfislegu afleiðingunum af því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.