Morgunblaðið - 14.05.2006, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 14.05.2006, Blaðsíða 68
68 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 fyrirhyggjulít- ill, 8 karlfugl, 9 ráfa, 10 óðagot, 11 gabbi, 13 flýt- inn, 15 veggs, 18 mastur, 21 afkvæmi, 22 óþéttur, 23 eins, 24 eiga marga vini. Lóðrétt | 2 undrast, 3 kaðall, 4 blóma, 5 skilja eftir, 6 far, 7 sár, 12 nöld- ur, 14 eyði, 15 málmur, 16 hundur, 17 raup, 18 flík, 19 gæfa, 20 sigaði. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 sníða, 4 háska, 7 græða, 8 ígerð, 9 lyf, 11 róar, 13 afar, 14 yrkir, 15 hólk, 17 mold, 20 kal, 22 pakki, 23 afber, 24 annan, 25 arðan. Lóðrétt: 1 sigur, 2 ífæra, 3 aðal, 4 hlíf, 5 skerf, 6 auðar, 10 yrkja, 12 ryk, 13 arm, 15 hoppa, 16 lakan, 18 ofboð, 19 dýrin, 20 kinn, 21 lafa. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Verið er að koma á laggirnar barna- ogunglingaleikhúsi í Austurbæ, semverður starfrækt allt árið um kring. „Mikil uppskeruhátíð verður á Menningarnótt, þá frumsýnum við mikið ævin- týraleikrit á stóra sviðinu þar sem börn og unglingar eru í öllum hlutverkum en fagfólk setur sýninguna upp og annast leikstjórn, bún- ingahönnun, leikmynd og lýsingu,“ segir Agnar Jón Egilsson, listrænn stjórnandi Austurbæjar. „Þarna gefst áhorfendum kostur á að sjá heilan hóp af ungu og nýju hæfileikafólki sem hefur ekki áður sést á þessum vettvangi.“ Um hvað er þetta leikrit? „Það fjallar eins og öll góð ævintýri um bar- áttu góðs og ills.“ Er mikil þörf á sérstöku barna- og unglinga- leikhúsi? „Það er fyrst og fremst þörf samfélagsins að sjá hve við eigum mikinn mannauð í unga fólk- inu, fyrir utan það að þetta er í raun ný hlið á leikhúsi sem við erum ekki enn farin að sjá. Þegar saman kemur reynsla fagfólks og leik- gleði hinna ungu þá sameinast það besta sem leikhús hefur upp á að bjóða. Þeir sem verða valdir inn í ævintýrasýninguna verða í raun barna- og unglingaleikhús Austurbæjar, þeir fá þjálfun allt árið um kring og verða með í a.m.k. einni sýningu á ári.“ Hver rekur Austurbæ? „Framleiðslufyrirtækið Ísmedía og Nýsir eiga reksturinn í húsinu og á þeirra vegum er hópur af góðu fólki úr lista- og framleiðslugeira sem er að skipuleggja framtíð Austurbæjar. Við verðum með námskeið í sumar og úr hópi þátttakenda þess verða leikarar á aldrinum 9 til 15 ára valdir í umrædda ævintýrasýningu. Hægt er að hafa samband við miðasöluna í Austurbæ til að skrá sig á námskeiðin sem verða þrjú, vikulöng, fyrir mismunandi aldurs- skeið. Þema námskeiðsins eru leikþættir undir berum himni. Við munum fara í ferð um bæinn og búum svo til leikþætti sem við munum sýna í miðbænum í lok hvers námskeiðs.“ Agnar Jón kveðst hafa hátt í áratug lagt af mörkum mikið starf sem leiklistarkennari fyrir börn og unglinga og sett upp fjölmargar sýn- ingar með skólanemendum. En stendur eitthvað meira til hjá Austurbæ? „Já, það er margt á döfinni. Það á t.d. að opna nýtt „Black-Box“-svið í Silfurtunglinu, þar sem áður voru litlir bíósalir og frumsýna þar leikrit eftir mig á Menningarnótt. Leikrit þetta gengur undir vinnuheitinu Afgangar. Ég er að velja í hlutverk um þessar mundir í það leikrit.“ Um er þetta leikrit? „Það er um hræðsluna við að treysta á ástina og áhættuna sem fylgir því að ákveða að vera hamingjusamur. Þetta er ljúfsárt leikrit um ástalíf fólks.“ Leiklist | Barna- og unglingaleikhús Austurbæjar er að hefja störf Leikaranámskeið Austurbæjar  Agnar Jón Egilsson fæddist í Reykjavík 1973. Hann útskrifaðist sem leikari frá Leiklist- arskóla Íslands 1998 en hafði áður stundað framhaldsnám í leiklist í London. Hann er einn af stofnendum Vestur- ports og hefur starfað sem leikari og leikstjóri fyrir leikhús og sjón- varp og skrifað leikrit og sjónvarpshandrit og þýtt slíkt efni. Hann starfar nú sem listrænn stjórnandi Austurbæjar. Hann er í staðfestri sambúð. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ef einhver sem þú virðir setur ekki skilamörk og þrýstir á þig dregst vinn- an allt of mikið á langinn. Ábyrgðar- skyldan er það sem vantar upp á til að skipta sköpum í framleiðninni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Forvitni þín er eins og æðra sjálf sem talar við þig og leiðir þig eftir brautum hamingjunnar. Fylgdu því. Búðu til lista yfir fimm hluti sem þú hefur allt- af haft áhuga á og byrjaðu á þeim sem freistar þín mest. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú nærð mestum árangri þegar þú dregur þú út úr fjölmiðlaþrasi og leit- ar eftir innihaldsríkum og áþreifan- legum áhrifavöldum. Vog og fiskur gera allt sem þau geta til þess að gleðja þig. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þakkaðu foreldrum þínum eins og þeim ber til þess að bæta flæði ástar- innar í lífi þínu. Símtal myndi líka koma sér vel núna, ef hægt er að koma því við. Varúð: Ókurteisi í farsíma gæti leitt til ruddalegs fundar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Að vita ekkert er betra en að vita eitt- hvað sem ekki stenst. Vertu á varð- bergi gagnvart því sem þú heyrir og lest. Villandi upplýsingar eru alls stað- ar. Skoðaðu heimildirnar. Ekki flýta þér að taka ákvarðanir. Þær geta beð- ið. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Lífið batnar. Vandamálið sem þú hélst að myndi aldrei hverfa gerir það á augabragði. Samtal við sporðdreka hjálpar þér við að finna rétta sjónar- hornið. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vinir bæta tilveru vogarinnar svo mik- ið að hún hreinlega getur ekki gefið þeim of mikið af sér. Brjálaður og yfir- drifinn rausnarskapur er hugsanlega einmitt það sem þarf. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Að einbeita sér að einhverju öðru en ást eða skorti á ást er litið með vel- þóknun. Ef þú hefur ekki verið að nýta hæfileika þína er rétti tíminn til þess núna. Hæfileikar þínir laða að þér ást- vin. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Heili þinn er sem stendur eins og sjón- varp sem ekki er hægt að skipta um stöðvar á. Í stað þess að stilla alltaf á þrálátt vandamál skaltu heldur trufla tíðnina með einhverri afþreyingu. Að hjálpa öðrum beinir athygli þinni frá eigin vandamálum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin raðar hlutunum sínum upp á nýtt. Það er allt of dýrt að setja í geymslu og miklu betra að losa sig við sumt fyrir fullt og allt. Eigur sem hafa tilfinningalegt gildi fyrir þig fela líka af sér leiðir til betri sjálfsskilnings. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þegar ástin er annars vegar er haft á orði að maður þurfi að sökkva sér ofan í hana til þess að vita hvers maður er megnugur. Leyfðu þér að falla. Ein- hleypum er ráðlagt að sinna áhugamáli sínu, þannig hitta þeir skemmtilegt fólk sem finnst þeir heillandi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Söngvarinn Jon Bon Jovi syngur. Hver segir að maður geti ekki snúið aftur? Fiskurinn á að kanna þetta og skoða ánægjulegar aðstæður eða sam- band sem heyrir fortíðinni til og ylja sér. Stjörnuspá Holiday Mathis Tungl í bogmanni styður nýstárlegustu nálgunina á mæðradaginn sem til er. Hvernig væri að stela mömmu í heils- dagsferð, fjallgöngu eða bjóða henni í flugferð? Ef búið er að undirbúa hádeg- isverð væri ekki úr vegi að brydda upp á einhverju nýju. Kannski sushi? 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Be7 8. Df3 Dc7 9. O-O-O Rbd7 10. Bd3 h6 11. h4 Rc5 12. f5 hxg5 13. hxg5 Hf8 14. gxf6 Bxf6 15. De3 Bd7 16. g4 O-O-O 17. g5 Be5 18. Be2 Kb8 19. Bg4 d5 20. Hhf1 dxe4 21. Rxe4 Rxe4 22. Dxe4 exf5 23. Bxf5 Bxf5 24. Hxf5 f6 25. gxf6 gxf6 26. Hff1 Hfe8 27. Dg4 Dc4 28. Hf4 Dxa2 29. c3 Bxf4+ 30. Dxf4+ Ka8 31. Hf1 Staðan kom upp á Evrópumeistara- móti einstaklinga sem lauk fyrir skömmu í strandbænum Kusadasi í Tyrklandi. Þýski stórmeistarinn David Baramidze (2545) hafði svart gegn hinum og efnilega Færeyingi, Helga Dam Ziska (2306). 31... Hxd4! 32. cxd4 svartur yrði hróki yfir eftir 32. Dxd4 Da1+. 32... He2! og hvítur gafst upp enda getur hann ekki varist mátsókn hvíts með góðu móti. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.