Morgunblaðið - 14.05.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.05.2006, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG ER sammála mikilvægi þess að samþætta þurfi þjónustuna á þessu sviði og legg áherslu á að þær tillögur nái brautargengi sem fyrst,“ segir Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir. „Almennt held ég að ágætlega gangi en við- urkenni að á stundum mættu samskipti vera betri, ekki einungis innan rík- isvaldsins heldur almennt innan op- inbera kerfisins og þá á milli ríkis og sveitarfélaga. Tæknilegir örðugleikar eiga ekki að þurfa að bitna á ein- staklingum og mega ekki gera það,“ segir hún. Endurskoðun grunnskólalaga Þorgerður segir að ein mikilvægasta vinnan sem fari fram innan ráðuneyt- isins um þessar mundir sé heildarendurskoðun á grunnskólalögum, unnin af hálfu nefndar sem skipuð var ekki alls fyrir löngu. Hún segir að nefndin muni meðal annars skoða ákvæði laga um sérfræðiþjónustu skól- anna. Of snemmt sé að tjá sig um hvort lögð verði áhersla á að meðferðarvinna verði aftur hluti af starfi skól- anna. „Með flutningnum á grunnskólanum til sveitarfé- laganna á sínum tíma var undirstrikað að sér- fræðiþjónustan ætti að vera hjá heilbrigðisyfir- völdum. Ef breyta á því, og það er sjálfstæð ákvörðun, er einnig ljóst að gera verð- ur bæði lagabreytingu og reglugerðarbreytingu, og auka fjármagn til sér- fræðiþjónustunnar. Al- mennt vil ég meina að nú- verandi verkaskipting milli ríkis og sveitarfélaga hafi gengið vel upp, þótt alltaf séu tilvik sem taka verði á. Kerfið verður þá að vera í stakk búið til að leysa slík mál. Við verðum sífellt að hafa hugfast að við erum að fjalla um líf fólks en ekki dauða hluti.“ Þorgerður bendir á að vitanlega sé misjafnt hvern- ig að þessu sé staðið eftir sveitarfélögum en að skól- arnir geri eins mikið og þeir geta í krafti bæði fjármagns og sér- fræðiþekkingar. Skóli án aðgreiningar Árið 1999 var sú stefna að skólar ættu að taka við öllum börnum í sínu hverfi sett í aðalnámskrá grunnskól- anna. Stefnan gengur alla jafna undir nafninu skóli án aðgreiningar. Aðspurð hvort hún hafi tekist sem skyldi segist Þorgerður Katrín vera viss um að skóli án aðgreiningar sé það sem stefna beri að. Hún bendir á að það sem einkum hafi verið gagnrýnt við framkvæmd skóla án aðgreiningar í Evrópu snúi að börnum með hegðunarvanda og geð- raskanir. „Þetta brennur á öllum og er ekkert séríslenskt fyrirbæri. Hin Evr- ópulöndin eru líka að reyna að finna leið sem hentar umræddum börnum best. Við munum halda áfram stefnunni um skóla án aðgreiningar og þurfum þá einfaldlega bæði leynt og ljóst að bæta kerfið.“ – En heldur hún að skólarnir valdi þessu eins og staðan er í dag? „Að mörgu leyti en það væri á marg- an hátt hægt að gera þetta enn betur. Þarna þarf heilbrigðiskerfið líka að koma inn í þetta. Þess vegna er skýrsl- an um samhæfingu í málaflokknum mikilvæg til að menn átti sig á hver á að sinna hverju.“ Aðspurð hvort hún telji kennara hafa þekkingu á því sem um ræðir svarar hún að verið sé að stuðla að því að kennarar eigi auðveldara með að gera sér grein fyrir því við hvað börn með geðraskanir og annað eigi að etja. „Hlutverk kennara og til dæmis náms- ráðgjafa er hins vegar ekki að greina geðraskanir. Það er miklu frekar að þeir þurfi umræddar greiningar til að átta sig á hvernig menntunarlega þjónustu viðkomandi eigi að fá. Fyrst þarf í raun greininguna frá heilbrigðiskerfinu til að skólaumhverfið geti lagað sig að við- komandi og þannig stuðlað að útfærslu á stefnunni um einstaklingsmiðað nám,“ segir hún. Ættu fleiri að koma að greiningu? Aðspurð hvað henni finnist um það sem fram kom síðasta sunnudag að þeir sem sinni börnunum með mestu sérþarfirnar í dag séu í raun fólkið með minnstu menntunina í þeim efnum svarar Þorgerður Katrín að þar sem hún þekki persónulega til sinni stuðningsfulltrúar börnunum vel og hafi oftast fengið viðeig- andi undirbúning og menntun. „En það er með þetta eins og með margt annað að það er mjög ólíkt eftir sveitarfélögum hvern- ig þau sinna sérþörf- um barna. Best er að þetta sé ávallt í hönd- um sérkennara eða annarra sérfræðinga, ég dreg enga dul á það, það væri æskileg- ast,“ segir hún. Þorgerður Katrín segir að skoða þurfi rækilega með hvaða hætti eigi að styðjast við greiningar varð- andi sérstök fjár- framlög með börnum með sérþarfir. „Það hljóta allir að taka undir að það að biðlistar hlaðist upp sé ekki nægilega góð þjónusta. Foreldrar segja mér og ég hef heyrt dæmi þess, að forsenda þess að barn fái rétt úrræði sé greining frá BUGL og að sveitarfélögin seg- ist ekki geta gengið til verksins fyrr en greiningin liggi fyrir. Þetta er ótækt, sveitarfélögin eiga ekki að þurfa að bíða með þjónustu vegna skorts á greiningu. Maður spyr sig af hverju fleiri geti ekki komið að grein- ingum og það væri forvitnilegt að heyra um það. Ég tel mikilvægt að þetta mál sé leyst í samskiptum allra ráðuneyt- anna og sveitarfélaganna. Ef greining- arnar eru stóri flöskuhálsinn verðum við einfaldlega að skoða hvort fleiri geti komið að þeim.“ Á forræði heilbrigðisráðuneytisins Varðandi sérúrræði á vegum sveitar- félaganna þar sem bæði er sinnt með- ferð og kennslu segir Þorgerður að ljóst sé að sveitarfélög eigi að bera þann kostnað. Hún telji hins vegar eðlilegt að Jöfnunarsjóður sveitarfélaganna komi að þar sem um aukinn kostnað er að ræða. Spurð um gagnrýni sem fram kom á Alþingi um að menntamálaráðuneytið hefði ekki svarað fyrirspurn varðandi það hvað liði skýrslu verkefnisstjórans Kristjáns Más Magnússonar svarar Þorgerður að skýrslan sé á forræði heilbrigðisráðuneytisins. „Það er heil- brigðisráðuneytið sem setur hana af stað og það á frumkvæðið. Við erum hins vegar meira en reiðubúin til að vinna að því að þessi mál haldi áfram og gangi eftir. Ég er sammála meginnið- urstöðum skýrslunnar og tel mikilvægt að þær fái brautargengi. Hlutverk okkar er að vinna að betra menntakerfi og þetta er einn liðurinn í því.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Skóli án aðgreiningar það sem stefna ber að Þarna þarf heilbrigðis- kerfið líka að koma inn í þetta. Þess vegna er skýrslan um samhæfingu í málaflokkn- um mikilvæg til að menn átti sig á hver á að sinna hverju. ingar og minna á ráðgjöf við börn. „Þar með áttum við ekki lengur að sinna meðferð,“ bentu sálfræð- ingar Morgunblaðinu á. Aðrir vekja raunar at- hygli á að aldrei hafi verið skilgreint almennilega hvað átt sé við með „meðferð“. Í áðurnefndri skýrslu Kristjáns Más Magnús- sonar kemur fram að með breytingunni hafi ætl- unin verið að koma því til leiðar að stofnanir á veg- um sveitarfélaga og menntakerfisins þyrftu ekki að koma að meðferð geðraskana, heldur gætu ein- beitt sér að ráðgjöf vegna námserfiðleika og efl- ingu grunnskólans sem menntastofnunar. Sam- kvæmt skýrslunni virðist tilgangurinn hafa verið sá að þrátt fyrir yfirfærslu grunnskólakerfisins til sveitarfélaga ætti ríkið að halda áfram að sinna þeim meðferðarþætti sem sérfræðiþjónusta skóla hafði veitt. Hins vegar hafi engar ráðstafanir ver- ið gerðar til að stofnanir á vegum ríkisins gætu sinnt þessu verkefni. Og hvað gerðist í framhaldinu? Margir sinntu greiningum en fáir meðferð. Það varð undir ríkinu komið að sjá um meðferð en sveitarfélögunum að reka skólana. Bitbein í baráttu ríkis og sveitarfélaga „Þetta gerðist í raun mjög hljóðlega en allt í einu var þetta skorið út úr lögum og reglugerð og sérfræðiþjónusta átti bara að vera til greiningar. Skólinn átti samkvæmt þessu að vera fræðslu- stofnun, prófastofnun og greiningarstofnun – og vísa frá sér, í stað þess að taka á málinu innan sinna veggja,“ segir Gretar L. Marinósson pró- fessor í sérkennslufræðum sem áður var vitnað til. „Vegna þess að mörg sveitarfélög segja þetta ekki vera á sinni könnu og heilbrigðiskerfið tekur ekki við því, er þetta orðið stórmál á milli sveitar- félaga og ríkis. Það er ekki bara það að kerfin tal- ist illa við heldur er þetta orðið fjárhagslegt deilu- mál á milli þessara tveggja aðila. Börn með sérþarfir verða bitbein í þeirri baráttu. Fjölskyld- ur þeirra rekast á veggi og þurfa sífellt að fara á milli og semja upp á nýtt um að eitthvað sé gert fyrir þau,“ segir Grétar. Nú stendur yfir endurskoðun laga um grunn- skóla. Fróðlegt verður að sjá hvað kemur út úr henni. Morgunblaðinu var bent á að fyrr en þeirri skoðun væri lokið og nýju lögin lægju fyrir, gætu menn illa tekið af skarið varðandi samvinnu ríkis og sveitarfélaga í þessu máli. Ákveðið að taka slaginn við ríkið Sum sveitarfélög hafa farið þá leið að stofna sérdeildir og sérskóla fyrir börn með hegðunar- eða geðraskanir. Dæmi um það er Hlíðarskóli á Akureyri sem er sérúrræði sem getur tekið við fimmtán nemendum – drengjum sem ekki hafa rekist í almennum skóla. Að sögn Gunnars Gísla- sonar, deildarstjóra skóladeildar Akureyrar, er Hlíðarskóli alltaf fullur. Næsta haust verður stofnuð deild fyrir stúlkur og nýstofnuð er sérstök deild sem ber nafnið Skjöldur og er fyrir börn með miklar geðraskanir og mikil þroskafrávik. „Það má segja að verið sé að bregðast við mikl- um vanda þessara barna og reyna að finna úrræði. Það sem þarna á sér stað er meðferðarvinna sem ætti auðvitað að vera hlutverk ríkisins. Við getum hins vegar ekki bara horft á þessi börn og beðið eftir að ríkið geri eitthvað,“ segir Gunnar og bend- ir á að í sérúrræði á borð við Hlíðarskóla geti ann- ar kostnaður en kennsla numið allt að 2⁄3 af heild- arkostnaði. Þetta sé kostnaður sem meðal annars hljótist af meðferðarstarfi. „Við höfum hreinlega ákveðið að taka slaginn við ríkið, leggja út fyrir þessu, sinna börnunum í sveitarfélaginu og reyna síðan að rukka ríkið eftir á. Það hefur reyndar ekki gengið betur en svo að við höfum ekki enn fengið neitt greitt fyrir með- ferðarþáttinn,“ segir Gunnar og bætir við: „Mér finnst oft eins og menn reyni frekar að vísa hver á annan í stað þess að hugsa að hér sé eitthvað sem verði að gera og spyrja sig: Hvernig gerum við það? Ríkið vísar þessu til sveitarfélaganna og ráðuneytin sín á milli.“ Á Alþingi var bent á að eingöngu stærri og fjár- sterkari sveitarfélög gætu tekið að sér aukna þjónustu við börn og unglinga sem ættu við geð- ræn vandamál að stríða. Það yki enn frekar á ójöfnuð fjölskyldna eftir búsetu. Vægari tilvik má vinna með í kerfi fyrir alla Á það hefur áður verið bent og rétt er að ítreka, að börnin sem fjallað er um í greinaflokknum eru jafnmisjöfn og þau eru mörg. Orðið „hegðunarfrá- vik“ býður upp á að spyrja frávik frá hverju og geðraskanir eru margvíslegar. Þetta eru þung- lynd börn, kvíðin, hvatvís, með áráttu-, þrá- hyggju- eða mótþróaþrjóskuröskun. Þetta eru börn með ADHD, einnig nefnt athyglisbrestur með eða án ofvirkni, á mismunandi stigi. Þetta eru börn með andfélagslega hegðun og allt þar á milli. Annars vegar er um vægari tilvik að ræða sem bent er á að vel sé hægt að vinna með í þeim kerf- um sem eiga að sinna öllum, fáist til þess réttur stuðningur. Hins vegar eru alvarlegri tilvik þar sem þörf er á sérhæfðari úrræðum. Auk þessa eru börn sem segja má að ekki fái þann stuðning sem þau þurfi heima við og séu „einfaldlega agalaus“, eins og margir viðmælend- ur orða það, án þess að um eitthvað „meira“ sé að ræða. Þeir benda á að menn gætu einnig viljað ræða málefni greinaflokksins í tengslum við al- menna þróun samfélagsins og samskipti fólks sín á milli. Hvernig getum við gert betur? Að mörgu má spyrja varðandi það sem fjallað hefur verið um. Er lítill skilningur á geðröskunum og hegðun sem er öðruvísi en fólk á að venjast? Er of mikil áhersla lögð á greiningar en minna á hvernig hægt er að leysa málin? Bíðum við eftir að mál séu orðin það alvarleg að börn þarfnist inn- lagnar? Hver á heima í sérúrræði og hver ekki? Hvaða veruleiki blasir við skólunum? Skortir málaflokkinn fé? Snýst þetta um viðhorf? Og síðan má alltaf spyrja: Hvernig getum við gert betur? Það er mikilvægt að ræða þessi mál og að umræðunni sé haldið vakandi. Í öllu þessu megum við heldur ekki gleyma styrkleika barnanna sem hér er fjallað um. Viðmælandi benti á að þau væru ekki „vandamál“ eða „tilfelli“ nema við ákvæðum að þau væru það. Í greinaflokkinum hefur verið litið á stöðu barna með hegðunarfrávik og geðraskanir í skóla- kerfinu og í kerfinu almennt. Það er ástæða til að íhuga hvernig með mál þeirra er farið. Víða er frá- bært starf unnið, hjá kennurum, skólum, sveit- arstjórnum og öðrum. Víða virðist hins vegar pottur brotinn. Margt í skólunum getur reynst börnunum illa og stuðningur við þau er oft handa- hófskenndur. Foreldrar upplifa að spjótin standi á þeim. Samþætting þjónustu á milli ráðuneyta, rík- is og sveitarfélaga er síðan enn annað mál. „Getur þetta fólk ekki alið upp börnin sín?!“ Greinaflokkurinn hófst á sögu Ásdísar sem er 8 ára gömul flogaveik stúlka. Hún hefur meðal ann- ars verið greind hvatvís og með vott af athygl- isbrest með ofvirkni. Síminn hringir ótt og títt þegar blaðamaður er með móður Ásdísar. Það eru geðlæknar sem vinna með Ásdísi, hinir og þessir. Og svo þarf að drífa sig og ná í stúlkuna í skólann. – Er þetta alltaf svona? – Hva, heldurðu að þetta sé ekki hellings vinna? svarar móðir Ásdísar glettin. Hún og aðrir for- eldrar benda á að það sé erfitt að þurfa að útskýra að barn eigi í alvörunni við ýmislegt að glíma þótt það sjáist ekki utan á því. „Fólk endar í rauninni með að afsaka það að leita sér hjálpar,“ segir hún. Önnur móðir segir að víða ríki skilningsleysi þótt viðhorfin séu reyndar mikið að batna. „En maður man svo sem eftir því að hafa horft á foreldra með svona börn og hugsað guð minn góð- ur, getur þetta fólk ekki alið upp börnin sín!“ segir hún, hlær og bætir við: „En maður er farinn að hugsa þetta aðeins dýpra núna.“ Og eins og enn annar viðmælandi benti á: „Ef þú ert fótbrotinn færðu læknisþjónustu strax. Brotið er sýnilegt og þjónustan sömuleiðis. En ef þú ert brotinn á sálinni er þjónustan ekki augljós og ekki eins mælanleg. Hún er ekki sú sama.“ TENGLAR ............................................................... www.althingi.is www.barnaged.is www.heilbrigdisraduneyti.is/utgefid-efni// nr/1178 sigridurv@mbl.is Við fórum á slysadeild til að athuga hvort hann hefði nokkuð brotið á sér úlnliðina, því hann verkjaði svo svakalega. Verkefni eða vandamál?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.