Morgunblaðið - 16.06.2006, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Þóri Júlíusson
thorirj@mbl.is
EKKI er útilokað að kaup Flugfélags
Vestmannaeyja á rekstri innanlands-
flugs Landsflugs gangi eftir. Þetta
staðfesti Valgeir Arnórsson, fram-
kvæmdastjóri Flugfélags Vest-
mannaeyja, í gær en komið hefur
fram í Morgunblaðinu að Landsflug
rifti kaupsamningnum 13. júní sl.
vegna þess að Flugfélagi Vestmanna-
eyja hafði ekki tekist að fjármagna
kaupin.
Valgeir segir að riftun samningsins
hafi komið sér mjög á óvart enda hafi
verið gengið frá útborgun daginn áð-
ur, eða mánudaginn 12. júní. Jafn-
framt hafi fjármögnun kaupanna ekki
verið lokið.
Ferðaþjónustan verður illa úti
„Lögfræðingar okkar eru að fara
yfir þetta mál en ég vonast til að menn
séu tilbúnir til þess að klára þetta. Við
hefðum getað gert það ef þetta hefði
ekki komið upp,“ segir Valgeir.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest-
manneyjum, segir að þetta ferli megi
ekki taka marga daga því samgöngur
séu í uppnámi á meðan. Hann tekur
þó fram að það skipti ekki máli hver
sjái um flugið svo framarlega sem
verð og sætaframboð á flugleiðinni
Vestmannaeyjar – Reykjavík sé við-
unandi. Svo hafi hins vegar ekki verið
undanfarið og það séu fyrst og fremst
vonbrigði að eygja enga möguleika í
stöðunni. Aðspurður segir Elliði að
það sé fyrst og fremst ferðaþjónustan
sem verði illa úti á meðan ástandið sé
með þessum hætti.
„Það er algerlega ljóst að við erum
að brenna inni með ferðamannatíma-
bilið og þar er verulega mikið undir.
Öll markaðssetning seinasta árs er í
uppnámi en það er nánast hver ein-
asta helgi hér fullbókuð í allt sumar
og langt fram á haust. Það segir sig
sjálft að komist fólk ekki þá kemur
það ekki,“ segir Elliði og bendir á að
íbúar Vestmannaeyja geti vart litið á
flug til Reykjavíkur sem almennings-
samgöngur.
Elliði hefur rætt við samgöngu-
ráðuneytið vegna málsins og segir að
þar á bæ sé skilningur á stöðu mála.
„Ég hef trú á því að þar sé fullur
vilji til að leggjast á árarnar með okk-
ur til þess að bæta þetta ástand.“
Óvíst hvort riftun Lands-
flugs á samningi standi
Bæjarstjóri segir flugsamgöngur til Vestmannaeyja í uppnámi
Morgunblaðið/Sigursveinn Þórðarson.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum, segir ekki skipta máli hver sjái um
flugið svo fremi sem verð og sætaframboð á flugleiðinni sé viðunandi.
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
ÓLAFUR Þór Ólafsson, bóndi á Valdastöðum í
Kjós og formaður Veiðifélags Laxár, veiddi fyrsta
laxinn í opnun Laxár í Kjós í gærmorgun. Tók lax-
inn, sem var átta punda hængur, í rennunni neðan
við Laxfoss sunnanverðan. Einn lax til kom upp úr
ánni á fyrstu vakt, en hún var þá að sjatna eftir að
hafa vaxið mikið og skolast um nóttina. Opn-
unarhollið í Laxá vígði jafnframt nýtt og glæsilegt
veiðihús, sem reist var í vor norðan við barnaskól-
ann, þar sem veiðimenn hafa snætt til þessa.
„Þetta er ekki bara breyting fyrir veiðimenn
sem hingað koma, heldur breyting fyrir sam-
félagið í Kjósinni,“ sagði Gísli Ásgeirsson, einn
nýrra leigutaka árinnar. „Það hefur lengi staðið
til að byggja en verið styr um hvernig ætti að
haga því, en nú er húsið komið og allir ánægðir.“
Veiðihúsið er einingahús, tæpir 600 fm. Gömlu
svefnskálarnir verða notaðir fyrir starfsfólk og
þvottahús, en nýja húsið, sem er með tólf svefn-
herbergjum sem öll snúa að ánni, stórum matsal
og setustofu, verður alfarið nýtt fyrir gesti. „Þeg-
ar við komum hér að var hluti samkomulagsins
við landeigendur þess eðlis að breyting yrði á allri
aðstöðu fyrir veiðimenn. Húsið er ódýrara en
menn gera sér grein fyrir, hluti af samkomulag-
inu var að byggt yrði hús sem yrði á skynsamlegu
verði en gott í alla staði.“
Glæsilegt veiðihús vígt við Laxá og er það mikil breyting á aðstöðu fyrir veiðimenn
Fyrsti laxinn úr Kjósinni
Morgunblaðið/Einar Falur
Ólafur Þór Ólafsson, bóndi á Valdastöðum, með fyrsta laxinn sem veiddist í Kjósinni í ár.
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands
eystra hefur dæmt pilt á 17. ári til
greiðslu 130 þúsund kr. fyrir brot
gegn umferðarlögum og nytjastuld.
Hann þarf að greiða tæpar 138 þús-
und krónur í sakarkostnað og er gef-
ið að sök að hafa í mars sl. farið inn í
bifreið og ekið henni en þá komu lög-
reglumenn að honum. Pilturinn flúði
en lögreglumenn hlupu hann uppi.
Hann bar því við að hann hefði farið
inn í bílinn til þess að hlýja sér. Lykl-
arnir voru í kveikjulásnum, en hon-
um tókst ekki að koma bílnum í gang.
Hann tók í handbremsuna og bíllinn
rann þá af stað. Hann var mjög ölv-
aður og óvanur að drekka áfengi.
Í niðurstöðu dómsins kemur fram,
að vínandamagn í blóði piltsins
mældist 1,40%. Var hann auk sektar
sviptur ökurétti í 12 mánuði, en pilt-
urinn hóf nýlega æfingaakstur.
Freyr Ófeigsson dómstjóri kvað
upp dóminn. Eyþór Þorbergsson,
fulltrúi lögreglustjórans á Akureyri,
sótti málið, en Árni Pálsson hrl. varði
piltinn.
Dæmdur fyrir
ölvunarakstur
♦♦♦
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
dóm yfir Stefáni Hjaltested Ófeigs-
syni, 29 ára, fyrir kynferðisbrot gegn
ungri stúlku. Í héraði fékk hann
tveggja og hálfs árs fangelsi og þótti
Hæstarétti hafið yfir vafa að hann
hefði gerst sekur um háttsemi sem
honum var gefin að sök. Ákærða er
gert að greiða stúlkunni 900 þús. kr.
í miskabætur og um 500 þús. í áfrýj-
unarkostnað.
Stefáni var gefið að sök að hafa í
nóvember 2004 þröngvað stúlkunni
til samræðis við sig og annarra kyn-
ferðismaka hann setti fingur í enda-
þarm hennar. Skýrði stúlkan frá því
að hún og vinkona hennar hefðu ver-
ið gestkomandi í íbúð ákærða. Eftir
að vinkonan yfirgaf samkvæmið
hefði ákærði skyndilega breyst í
hegðun. Hann hefði komið aftan að
henni og stungið fingri í endaþarm
hennar, þrýst henni upp að vegg og
tekið hana kverkataki. Hefði ákærði
nauðgað henni og sett getnaðarlim
sinn í leggöng og endaþarm hennar.
Skv. skýrslu neyðarmóttöku LSH
samræmdust áverkar á stúlkunni
vitnisburði hennar og taldi fjölskip-
aður héraðsdómur frásögnina trú-
verðuga. Frásögn ákærða væri ekki
trúverðug og framburður hans fyrir
dómi ekki að öllu leyti samhljóða
framburði til lögreglu.
Tveggja og
hálfs árs
fangelsi fyr-
ir nauðgun
♦♦♦
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur sýknað karlmann á fimmtugsaldri
af ákæru um kynferðisbrot gegn dótt-
ur sinni og vísað bótakröfu hennar frá
dómi. Vinnubrögð lögreglu við rann-
sókn málsins voru gagnrýnd af dóm-
endum.
Dóttir mannsins, sem nú er þrettán
ára, sakaði hann um að hafa nauðgað
sér í ágúst 2004 þegar þau voru ásamt
annarri dóttur mannsins, stjúpsystur
stúlkunnar, stödd í ferðalagi. Stúlkan
greindi frá meintri nauðgun rúmu ári
eftir atburðinn, þá fyrir námsráðgjafa
í grunnskóla sínum og í kjölfarið tók
rannsóknarlögreglumaður skýrslu af
stúlkunni undir stjórn héraðsdómara.
Í vitnisburði stúlkunnar kemur
fram að þau hafi verið stödd í svefn-
skála. Stúlkurnar hafi sofið í koju, hún
sjálf í efri kojunni, en maðurinn á gólf-
inu. Stúlkan bar að hún hefði vaknað
við að faðir hennar lá ofan á henni og
hefði nauðgun átt sér stað. Hann
hefði sagt að hún ætti að láta vita ef
„það“ yrði óþægilegt og þá myndi
hann hætta. Eftir smástund hefði hún
sagt föður sínum að hætta sem hann
hefði gert og yfirgefið kojuna.
Leiðandi spurningar
Spyrillinn bað þessu næst um
nánari lýsingu á nauðguninni og
spurði þá spurninga sem gáfu mögu-
leika á tveimur svörum. Þannig
spurði hann hvort stúlkan hefði fund-
ið fyrir getnaðarlim föður síns, hvort
það hefði verið hart eða mjúkt og
hvort limurinn hefði verið inni í stúlk-
unni þegar hún vaknaði. Síðustu
spurningunni svaraði stúlkan játandi.
Í niðurstöðu dómsins segir ákæru-
valdinu í óhag að þegar stúlkan bar
vitni var hún hvorki áminnt um sann-
sögli né gengið úr skugga um að hún
þekkti muninn á réttum og röngum
vitnisburði. Auk þess hefði spyrillinn
leitt hana áfram þegar kom að mik-
ilvægustu staðreyndum málins, í stað
þess að leita eftir sjálfstæðum skýr-
ingum stúlkunnar.
Í framburði kvensjúkdómalæknis
kom einnig fram að ytri kynfæri
stúlkunnar hefðu reynst eðlileg við
skoðun og meyjarhaft órofið. Taldi
læknirinn afar ólíklegt að samræði
hefði verið haft við stúlkuna.
Ákærði neitaði ávallt sök og kvaðst
ekki skilja hvers vegna stúlkan bar á
hann slíkar sakir. Þótti dómendum
framburður hans trúverðugur en ým-
islegt í vitnisburði stúlkunnar hefði
ekki fengið stoð í gögnum málsins eða
vætti vitna, því hefði ekki verið önnur
niðurstaða tæk en að sýkna ákærða.
Vettvangur ekki rannsakaður
Dómendur töldu auk þess ákæru-
valdið bera halla af því að lögregla
hefði ekki rannsakað ætlaðan brota-
vettvang. Ekki hefði verið staðreynd
stærð skálans, né styrkleiki kojunnar
auk þess sem myndir af vettvangi
voru ekki teknar.
Jónas Jóhannsson kvað upp dóm-
inn, með honum í dómi sátu Jón Finn-
björnsson og Sigrún Guðmundsdótt-
ir. Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari
sótti málið en Örn Clausen hrl. varði
manninn.
Karlmaður sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn dóttur sinni
Dómendur gagnrýndu vinnu-
brögð lögreglu við rannsóknina HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands hef-ur dæmt 18 ára pilt í 30 daga skil-
orðsbundið fangelsi fyrir brot gegn
umferðarlögum og eignaspjöll. Hann
skal greiða 270 þúsund kr. í sekt auk
sakarkostnaðar, sem er 52 þúsund
krónur. Pilturinn var sviptur öku-
réttindum í þrjú ár.
Í september sl. braut hann 21 rúðu
í Grunnskóla Borgarness en sama
dag var hann jafnframt handtekinn
eftir að hafa ekið á umferðarskilti.
Var ákærði grunaður um ölvun við
akstur og reyndist vínandamagn í
blóði hans vera 2,25‰. Í mars sl. var
ákærði aftur grunaður um ölvun við
akstur, en þá ók hann á ljósastaur í
Borgarnesi. Mældist vínandamagn í
blóði piltsins 2,74‰.
Kristinn Halldórsson, settur hér-
aðsdómari, kvað upp dóminn. Hjör-
dís Stefánsdóttir, fulltrúi lögreglu-
stjórans í Borgarnesi, flutti málið af
hálfu ákæruvaldsins.
Sekt fyrir
ölvunarakstur
og eignarspjöll