Morgunblaðið - 16.06.2006, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.06.2006, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR En þú mátt ekki bjóða þig fram sem formann flokksins og þú mátt ekki skipta þér af varn- arsamningnum, þú átt bara að vera þæg og góð. Nýr meirihluti hefurnú formlega tekiðvið völdum í borg- inni og kynnt málefnaá- herslur sínar. Þar kennir ýmissa grasa, meðal ann- ars að ráðist verði í hreins- unarátak í borginni, gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar gerð mislæg og bygging 300 nýrra leigu- og þjón- ustuíbúða undirbúin á kjörtímabilinu. Í heildina má segja að málefnaá- herslurnar rími ágætlega við tóninn í kosningabar- áttunni þar sem velferðar- og fjöl- skyldumál voru áberandi. Í bar- áttunni kynntu flokkarnir málefnaskrár sínar og það er for- vitnilegt að bera þær saman við áherslur sem meirihlutinn kynnti. Hvernig skila loforðin sér inn í málefnaáherslurnar? Framsóknarflokkurinn lagði mikla áherslu á flugvöll á Löngu- skerjum og boðaði þjóðarsátt um málið. Þá gagnrýndi Björn Ingi Hrafsson, oddviti framsóknar- manna, að stóru flokkarnir töluðu óskýrt um málið. Í grein í Morgunblaðinu hinn 13. apríl sl. sagði hann m.a.: „Mikilvægt er að fyrir kosning- ar liggi fyrir skýr afstaða flokk- anna til þessa mikilvæga máls. B- listinn hefur lagt fram sínar tillög- ur og þær eru skýrar. Hver er afstaða Samfylkingarinnar til flugvallarmálsins? Hvað segja sjálfstæðismenn? Það er ekki nóg að benda á að nefnd muni skila áliti sínu um málið eftir kosning- ar.“ Þrátt fyrir þessi orð eru mál- efnaáherslur meirihlutans um staðsetningu flugvallarins enn sem komið er ekki mjög afgerandi en þar segir að ákvörðun um framtíðarstaðsetningu innan- landsflugvallar verði tekin á kjör- tímabilinu. Á blaðamannafundi oddvitanna á þriðjudaginn kom svo fram að beðið yrði niðurstöðu nefndar sem hefur það hlutverk að skoða hugsanleg flugvallar- stæði í nágrenni höfuðborgar- svæðisins en áætlað er að hún skili af sér í haust. Þegar blaðið innti Björn Inga eftir því hvort málef- naáherslan væri nægilega skýr að þessu leyti sagði hann það hafa komið fram á blaðamannafundi oddvitanna að beðið yrði eftir nið- urstöðu nefndarinnar og að allir kostir væru til skoðunar. Það að ákvörðun verði tekin markar að mati Björns ákveðin tímamót enda hafi flugvallarmálið verið pólitískt bitbein í 30–40 ár og stefnt hafi í að svo yrði áfram. Hins vegar lægi fyrir að fram- sóknarmenn teldu Löngusker heppilegasta kostinn. Í málefnaskrá Framsóknar- flokksins var einnig talað um að Sundabraut skyldi lögð í botn- göngum á ytri leið en í málefnaá- herslunum er ekki tekið af skarið með hvaða leið verði fyrir valinu. Björn Ingi segir afstöðu Fram- sóknarflokks liggja fyrir og að ljóst sé að þrjár leiðir hafi farið í umhverfismat þótt flestir séu sammála um að innri leið sé í mestri andstöðu við íbúana. Ákvörðun verði tekin fyrir ára- mót. Þá töluðu framsóknarmenn um byggingu vatnsrennibrautar sem þeir kölluðu Vatnaveröld og að- spurður sagði Björn Ingi að hann hygðist beita sér fyrir því á kjör- tímabilinu, til þess væru næg tækifæri. Þá vildi Framsókn bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla, en í málefnaáherslunum er talað um 25% lækkun á leikskólagjöldum 1. september nk. og eitt fjölskyldu- gjald. Gjaldfrjáls leikskóli? Hins vegar kemur fram að gengið verði til viðræðna við rík- isvaldið um mögulega þátttöku í fjármögnun á frekari lækkun leik- skólagjalda. Björn Ingi segir að hvorugur flokkurinn útiloki að leikskólar verði gerðir gjaldfrjáls- ir og bendir á að fyrsta skrefið sem tekið verði 1. september sé stærra en R-listinn hafi ætlað sér. Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar, segir að sjálfstæðismenn hafi aldrei útilok- að gjaldfrjálsan leikskóla þótt málið sé nokkuð umdeilt meðal al- mennra flokksmanna. Gjaldfrelsi verði að minnsta kosti ekki for- gangsverkefni á þessu kjörtíma- bili, heldur að tryggja þjónustu og aðgengi að leikskólum. Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokks- ins kom fram að flugvellinum yrði fundinn annar staður á höfuðborg- arsvæðinu án þess að tiltekið væri nánar hvert hann færi. Hanna Birna segir að í þessu orðalagi hafi meðal annars falist að breytt lega í Vatnsmýrinni væri einn þeirra kosta sem horft yrði til. Aðspurð hvort hún telji að flokkana muni greina á um nýja staðsetningu vallarins, í ljósi hugmynda Fram- sóknarflokksins um Löngusker, segist hún telja að svo verði ekki, enda séu báðir flokkar sáttir við að bíða niðurstöðu nefndarinnar og taka svo ákvörðun. Í málefnaskrá Sjálfstæðis- flokksins var ennfremur talað um að leggja Miklubraut að hluta í stokk. Hanna Birna segir að þetta mál verði skoðað samhliða mis- lægum gatnamótum Kringlumýr- arbrautar og Miklubrautar. Fréttaskýring | Hvaða stefnumál skiluðu sér í málefnasamning meirihlutans? Loforð og veruleiki Sáttmálinn segir að ákvörðun um flugvöll verði tekin en ekki hvert hann fari Oddvitar flokkanna kynna málefnaáherslur. Skólabúningar teknir upp í grunnskólum?  Eitt af því sem nýr meirihluti í borginni kynnti í málefnaá- herslum sínum er að kynna grunnskólum í borginni kosti þess að taka upp skólafatnað. Framsóknarflokkurinn kynnti þessa hugmynd í kosningabar- áttunni og er málið lagt upp með þeim hætti að skólastjórnendur og samtök foreldra taki ákvörð- un fyrir hvern skóla en Reykja- víkurborg komi að kostnaði við búningana. Þeir eru hugsaðir til að draga úr einelti. Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Heildarnafnverð flokksins er 7.000.000.000 kr. Skuldabréf 4. flokks 2006 eru gefin út til 5 ára og endurgreiðist verðbættur höfuðstóll skuldarinnar í einu lagi þann 1. júní 2011. Vextir greiðast 1. júní árlega, fyrst 1. júní 2007 og síðast 1. júní 2011. Útgáfudagur bréfanna er 1. júní 2006. Skuldabréfin bera 5,10% fasta ársvexti. Auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands verður LAIS 06 4 Kauphöll Íslands mun taka bréfin á skrá þann 20. júní 2006. Umsjón með sölu skuldabréfanna og skráningu í Kauphöll Íslands hefur Verð- bréfamiðlun Landsbankans, Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Skráningarlýsingu og önnur gögn sem vitnað er til í lýsingunni er hægt að nálgast hjá Lands- bankanum. NAFNVERÐ ÚTGÁFU: SKILMÁLAR SKULDABRÉFA: SKRÁNINGARDAGUR: Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 3 31 72 06 /2 00 6 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 3 31 72 06 /2 00 6 Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands Landsbanki Íslands hf. 7.000.000.000 kr. 4. flokkur 2006 BORIÐ hefur á erlendum fiðrildum hér á landi í kjölfar suðvestanáttar undanfarið. Að sögn Brynjúlfs Brynjólfssonar á Höfn hefur óvenju- mikið verið af fiðrildum í bænum. Einnig hafa erlend fiðrildi glatt aug- að á Selfossi og undir Eyjafjöllum. Aðallega er um aðmíráls- og þistilf- iðrildi að ræða. Erlingur Ólafsson, skordýrafræð- ingur á Náttúrufræðistofnun, segir að uppeldisstöðvar fiðrildanna séu í S-Evrópu. Stundum verði fjöldinn þar mjög mikill og fiðrildin rási þá og tvístrist í allar áttir og stærstur hlutinn lendi á stöðum þar sem fiðr- ildin eigi enga lífsvon, en önnur lifi af. Með þessu séu fiðrildin að reyna að ná á þá staði þar sem þau eiga lífsmöguleika og eru ekki jafn mörg. Til að fiðrildin komist hingað verða þau að halda sig á flugi alla leiði, en vindurinn ræður stefnunni. Það er því ótrúlegt afrek út af fyrir sig að fiðrildin komist hingað. Eftir komuna er ólíklegt að fiðrildin nái að skjóta hér rótum, enda skortir gróður og fleira til þess að svo megi verða. Fiðrildi eru meðal litfegurstu skordýra heims. Lífshlaupið er þó stutt; bróðurparti ævinnar eyða fiðr- ildi sem gráðugar lirfur, garðeig- endum til mikillar armæðu. Hópar stórvaxinna og fagurlitaðra fiðrilda virðast koma í bylgjum til landsins, oftast í júní og ágúst. Litrík fiðrildi gleðja augað Ljósmynd/Brynjúlfur Brynjólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.