Morgunblaðið - 16.06.2006, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNARLÍF
ÚR VERINU
ÁLVERÐ gæti lækkað enn frekar á
næstu misserum vegna aukins fram-
boðs hráefnis, eða um allt að 20%.
Þetta kom fram hjá Richard Evans,
forstjóra Alcan, móðurfélags álvers-
ins í Straumsvík, í viðtali við Bloom-
berg-fréttastofuna í vikunni.
Frá þessu er greint í Vegvísi
Landsbankans og bent á að heims-
markaðsverð á áli hafi lækkað mikið
síðustu vikurnar eftir að hafa náð
sínu hæsta gildi í 19 ár í byrjun maí
sl. Álverð er nú um 2.500 dollarar
tonnið eftir að hafa náð hámarki í
3.185 dollurum fyrir rétt um mánuði.
Haft var eftir Evans hjá Bloomberg
að lækkun niður í 2.000 dollara væri
ekki óraunhæf. Mikil eftirspurn
kæmi í veg fyrir að verðið færi miklu
neðar.
Fram kemur í Vegvísi að lækkanir
undanfarið séu raktar til hækkandi
vaxta um allan heim sem dragi úr
hagvexti auk þess sem margir telji
að hækkanir hrávöruverðs að und-
anförnu hafi verið óraunhæfar.
Greiningardeild Landsbankans
bendir á að ekki séu allir sammála
um áframhaldandi verðlækkanir.
Þannig hafi talsmaður Russian Al-
uminum sagt nýverið að álverð muni
hækka á næstunni og meðalverð árs-
ins verði um 2.500 dollarar.
Þá hefur Alcoa tilkynnt að fyrir-
tækið ætli að auka fjárfestingar sín-
ar í Kína. Gerir Alcoa, sem reisir nú
álver í Reyðarfirði, ráð fyrir að fjár-
festingar í Kína fjórfaldist á næstu
átta árum.
Forstjóri Alcan spáir
frekari lækkun álverðs
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● HLUTABRÉF hækkuðu í Kauphöll
Íslands í gær. Úrvalsvísitalan hækk-
aði um 1,07% og var lokagildi hennar
5.413 stig. Alls nam veltan á hluta-
bréfamarkaði 2.281 milljónum króna.
Mest hækkuðu bréf Dagsbrúnar,
eða um 1,82%, bréf Glitnis hækkuðu
um 1,76% og bréf KB banka um
1,64%. Bréf Atlantic Petroleum
lækkuðu mest eða um 1,55%, þá bréf
Marels um 1,46% og bréf Flögu um
0,77%.
Hlutabréf hækka
● SAMRUNI Icelandic umbúða ehf.
og Valdimars Gíslasonar hf. mun að
mati Samkeppniseftirlitsins ekki
hafa skaðleg samkeppnisleg áhrif og
verður ekki aðhafst af þeim sökum.
Tilkynnt var um samrunann 13. mars
sl. og þar kom fram að samlegð-
aráhrif yrðu aðallega við sölu á um-
búðum fyrir matvæli, s.s. kjöt og
fisk. Telur Samkeppniseftirlitið að
með samrunanum muni fyrirtækin
styrkja stöðu sína í þessum við-
skiptum, en ekki það mikið að það
skaði samkeppni á markaðnum.
Ekki aðhafst
vegna umbúða
● SEÐLABANKI Sviss hækkaði í gær
stýrivexti bankans um 0,25 prósent-
ur og eru meðalvextir bankans nú
1,5%. Bankinn spáir því að í ár verði
hagvöxtur í Sviss rúmlega 2,5%,
sem er heldur meira en bankinn
spáði í mars sl..
Svissneski seðla-
bankinn hækkar vexti
BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson
athafnamaður og Kári Stefánsson,
forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar,
verða meðal ríflega 30 fyrirlesara á
ráðstefnu sem tímaritið Forbes
stendur fyrir í Kaupmannahöfn eftir
helgi. Verða þeir í hópi fjölmargra
þekktra forstjóra stórfyrirtækja og
athafnamanna í Evrópu, auk þess
sem Ritt Bjerregaard, borgarstjóri
Kaupmannahafnar, Per Stig Möller,
utanríkisráðherra Danmerkur, og
Jóakim Danaprins verða meðal við-
staddra. Eigandi tímaritsins og að-
alritstjóri, Steve Forbes, verður
einnig gestur á ráðstefnunni.
Þar er ætlunin að ræða strauma
og stefnur í heimi viðskipta og efna-
hagslífs, með sérstakri áherslu á
Evrópu og hvaða tækifæri eru helst í
boði fyrir þá heimsálfu í alþjóðavæð-
ingunni.
Björgólfur Thor
Björgólfsson
Kári
Stefánsson
Meðal ræðumanna á ráðstefnu Forbes
PHOENIX fjárfestingar ehf. hafa
selt dótturfyrirtækið Laugarakur
ehf. til nýstofnaðs félags, Laugar-
ness ehf. Með sölunni fylgir öll
uppbygging á 335 íbúðum og hús-
um í hinu nýja Akrahverfi í Garða-
bæ, en það er yfir 70% af öllum
framkvæmdum á svæðinu, að því
er kemur fram í tilkynningu frá
Phoenix um söluna.
Þetta er eitt stærsta einstaka
byggingarverkefni sem selt er í
einu lagi, eða yfir 45 þúsund fer-
metrar af byggðu íbúðarhúsnæði.
Samkvæmt áætlun sem Phoenix
fjárfestingar hafa áður gefið frá
sér er áætlað að núvirði fram-
kvæmdanna sé yfir 12 milljarðar
íslenskra króna fullbyggt. Sam-
kvæmt mati Deloitte, sem unnið
var fyrir Phoenix í febrúar sl. og
stutt matsgerðum tveggja annarra
fyrirtækja, var þávirði fram-
kvæmdanna áætlað á sjötta millj-
arð króna. Verktakinn að uppbygg-
ingunni í Akrahverfi er
byggingarfélagið Kambur ehf.
Kaupverðið er trúnaðarmál, en
söluferlið og kaupin á Laugarakri
hafa verið unnin og fjármögnuð í
gegnum Glitni. Hið nýja félag,
Laugarnes ehf., er í eigu hóps fjár-
festa sem síðar verða tilgreindir.
Nýir eigendur að bygging-
arverkefninu í Akrahverfi
Akrahverfi í Garðabæ Laugarnes tekur við uppbyggingu á 335 íbúðum og húsum í hinu nýja hverfi.
Framkvæmdir
í hverfinu metnar
á 12 milljarða
króna – yfir 45
þúsund fermetrar
af íbúðarhúsnæði
FÆREYSKA útgerðin Framherji
SP/f, sem er í þriðjungseigu Sam-
herja hf., hefur keypt tog- og nóta-
skipið Krúnborg af útgerðarfélag-
inu Eiler Jacobsen. Gengið var frá
sölu skipsins í síðustu viku en
skipið verður afhent Framherja í
dag.
Kristján Vilhelmsson, fram-
kvæmdastjóri Samherja, var
staddur í Færeyjum af þessu til-
efni í gær og í samtali við Morg-
unblaðið sagði hann Krúnborg
vera mjög burðarmikið skip.
„Skipið er 82 metra langt, 14
metra breitt og getur borið 3.200
tonn af fiski í kælitönkum. Það var
smíðað í Noregi árið 1999 en fyrir
tveimur árum var það lengt um
tæpa átta metra,“ segir Kristján.
Að sögn Kristjáns fylgdu allar
veiðiheimildir með í kaupunum og
verður skipið gert út innan fær-
eysku lögsögunnar á kolmunna,
loðnu og makríl. Fyrir gerir Fram-
herji út frystitogarann Akraberg
FD-10, en félagið hefur leyfi til
veiða við Færeyjar, í Barentshafi í
norskri og rússneskri lögsögu og á
Reykjaneshrygg. Kristján segir
engin áform um að selja Akraberg
í kjölfar kaupanna á Krúnborg.
Kaupverðið er trúnaðarmál, en í
frétt á vef færeyska útvarpsins er
því haldið fram að Framherji hafi
greitt meira en 185 milljónir fær-
eyskra króna fyrir skipið og veiði-
leyfi, eða rúma 2,3 milljarða króna.
Þær fréttir voru hins vegar hvorki
staðfestar af kaupendum né selj-
endum.
Hlutdeildarfélag
Samherja í Færeyjum
kaupir Krúnborg
Krúnborg Skipið er 82 m langt, 14 m breitt og með mikla burðargetu; lík-
lega er það með fullfermi þegar þessi mynd er tekin, eða 3.200 tonn.
!"#
$%%&$
' () *(#&
+,
-$ ./(01 "2
3"&+
"2
,(/%
./(01 "2
4
%%
-!/ ./(01 "2
56/7# "2
8 ./(01 "2
3
5
./(01 "2
.3$,#$/ 6
#%$ "2
019$#5 4
#% "2
8
#6
#%$ :3
# "2
/&3 "2
(
$+
$(# "2
,/
0;0/<40/=
/> ?>/"26
#%$ "2
@0/ "2
-$(# ./(01 "2
A4 ./
#$ "2
A
;1$=?
# "2 '+&3
#$+ ./(01 "2
B &/?$ "2
C ,3
#,$+ &,/(3&0;
/D55$#5
;$=,!=$# "2
E$##30,!=$# "2
! "#
$%&3$ D?
"?
/=
/ "2 3>,0/"F3
5 0=0/3
# -"2
" $% &
'G
H=
,
-$=%2-&/=
<
<
<
<
<
<
<
<
4/&D,$#5 "/>
"D//
-$=%2-&/=
< <
<
< < < <
<
<
<
<
<
<
<
<
<
I J
I <J
I
J
I J
I J
I J
<
I J
I J
<
I <J
I J
I J
I <J
I <J
<
<
<
<
I <J
<
<
<
<
<
A&$3
/-$=%$1,$
5$#
$36(= H 3(%
5K
01
3
2
2 2 2 2 2
2 2 2 2 2 2 2
2
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
E$=%$1,$ H 972 %/2
A2 L , 050#
/3$,$ ?!3$
-$=%$1,
<
<
<
<
<
<
<
<