Morgunblaðið - 16.06.2006, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
AÐ MINNSTA kosti 64 létust og
78 slösuðust þegar farþegarúta ók
yfir tvær jarðsprengjur 200 km
norður af Columbo, höfuðborg Sri
Lanka, í gær. Stjórnvöld hafa
kennt uppreisnarmönnum úr röð-
um tamílsku Tígranna um tilræð-
ið, en leiðtogar þeirra hafa hafnað
aðild að atvikinu og gefið í skyn
að vígahópur tengdur stjórninni
hafi verið að verki.
Stjórnin fyrirskipaði engu að
síður loftárásir á höfuðstöðvar Tí-
granna í Kilinochchi í hefndar-
skyni, en árásin er sú mannskæð-
asta frá því að vopnahléi var
komið á milli fylkinganna árið
2002.
„Þetta er villimannlegasta árás
Tígranna til þessa,“ sagði Kehe-
liya Rambukwella, talsmaður
stjórnarinnar, í gær. „Við þurfum
að taka vopnahléið til alvarlegrar
endurskoðunar og hugsanlega
endursemja skilmála þess.“
Tígrarnir brugðust einnig
skjótt við og sendu frá sér yfirlýs-
ingu þar sem sagði að „árásir á
óbreytta borgara … væru undir
öllum kringumstæðum óréttlæt-
anlegar“.
Var á ferð á svæði Sinhala
Að sögn stjórnvalda var rútan á
ferð skammt frá bænum Kabithi-
gollewa þegar tvær jarðsprengjur
sprungu með þeim afleiðingum að
rútan snerist á hvolf. Á þessu
svæði búa einkum Sinhalar, en
þeir eru að stofni til búddistar og
í meirihluta á eyjunni.
Um var að ræða svokallaðar
Claymore-jarðsprengjur sem
Tígrarnir beita gjarnan í aðgerð-
um sínum. Þeir berjast fyrir sjálf-
stæðu ríki Tamíla, en þeir eru að
meirihluta hindúar.
Flestir farþega rútunnar voru
þorpsbúar á leið til vinnu eða
skóla. Er talið að um 160 til 170
manns hafi verið í rútunni, sem er
hönnuð fyrir 60 farþega, þegar
hún snerist á hvolf af völdum
sprengnanna.
Mikil spenna hefur verið á Sri
Lanka að undanförnu og er óttast
að vopnahléið sé að fara út um
þúfur og borgarastyrjöld kunni að
brjótast út á ný í landinu.
Á hinn bóginn sagði Rambuk-
wella í gær að þrátt fyrir að flest
benti til að Tígrarnir bæru
ábyrgð á atvikinu teldi hann ekki
að það myndi leiða til allsherj-
arátaka. „Þetta var ekki stríðs-
yfirlýsing heldur hryðjuverka-
árás,“ sagði Rambukwella í gær.
Vipul Boteju, fyrrverandi liðs-
foringi í stjórnarhernum, sagðist í
gær aftur á móti efast um að
hægt væri að tala um vopnahlé.
„Það er ekkert vopnahlé í
gildi,“ sagði Boteju. „Stjórnvöld
verða hins vegar að segja að þau
muni virða það, því að um leið og
þau viðurkenna að því sé lokið
munu brjótast út allsherjarátök.“
Á sjöunda tug fórst í
sprengjuárás á Sri Lanka
AP
Hermenn fylgjast með umferð þar sem sprengjurnar sprungu í gær skammt frá bænum Kabithigollewa, sem
er norður af Colombo. Talið er að yfir 160 manns hafi verið í rútunni, sem er hönnuð fyrir 60 farþega.
AÐ SÖGN Þorfinns Ómarssonar, tals-
manns norrænu eftirlitssveitanna (SLMM)
á Sri Lanka, er mjög langt á milli deilu-
aðila og ljóst að draga
verður úr spennunni á
milli þeirra eigi ástandið
ekki að verða mjög al-
varlegt.
„Ég ræddi við dr. Pa-
litha Kohona, sérlegan
ráðgjafa forsetans í frið-
ar- og öryggismálum, og
S. Puleedevan, talsmann
Tígranna, og voru þeir
algerlega ósammála í
öllum meginatriðum,“
sagði Þorfinnur.
„Kohona fullyrðir að Tígrarnir viður-
kenni ekki aðild sína að atvikinu þrátt fyrir
að verksummerki bendi eindregið til þess.
S. Puleedevan sagði hins vegar að víga-
hópar tengdir stjórninni hefðu verið að
verki, í því skyni að koma af stað keðju-
verkun sem kynni á endanum að leiða til
borgarastríðs.“
Ákvörðun ESB gerði illt verra
Að sögn Þorfinns hafa fylkingarnar tvær
frest þangað til 20. maí til að svara því
hvort þær hyggist standa við ákvæði frið-
arsamkomulagsins frá 2002. „Afstaða Tí-
granna til Svía, Dana og Finna er afar nei-
kvæð eftir að Evrópusambandið (ESB)
ákvað í lok maí að skilgreina þá sem
hryðjuverkasamtök,“ sagði Þorfinnur.
„Þetta gæti leitt til þess að Tígrarnir
gerðu árásir á eftirlitsmenn þessara þjóða,
þótt slíkt sé ólíklegt. Um 40 af 60 eftirlits-
mönnum SLMM á Sri Lanka eru frá þess-
um þjóðum og ef þeir verða kallaðir heim
gætu íslenskir og norskir starfsmenn eft-
irlitssveitanna einnig fengið skipun um að
yfirgefa landið. Ákvörðun ESB gerði því
illt verra.“
Mikið bil á
milli fylk-
inganna
Íslenskur eftirlitsmaður
segir ástandið alvarlegt
Þorfinnur
Ómarsson
HLUTI þess fjár sem bandarísk yf-
irvöld hugðust láta renna til fórn-
arlamba fellibyljanna Katrínu og
Rítu, sem riðu yfir suðurströnd
Bandaríkjanna í fyrrahaust, hafnaði
í höndum svikahrappa. Talið er að
upphæðirnar sem um ræðir geti
numið allt að 1,4 milljörðum dala,
sem samsvarar tæplega 106 millj-
örðum íslenskra króna. Peningarnir
voru meðal annars notaðir til þess
að greiða fyrir miða á íþróttaleiki,
sumarfrí, kynskiptaaðgerð og skiln-
aðarlögfræðing.
Þetta kemur fram í skýrslu sem
unnin var af sérstakri endurskoð-
unarskrifstofu bandarískra yf-
irvalda (GAO). Þar segir að FEMA,
stofnun almannavarna í Bandaríkj-
unum, hafi í mörg hundruð tilvikum
greitt út fé til svindlara úr sjóðum
sem átti að nota til þess að aðstoða
fólk sem átti um sárt að binda eftir
að fellibyljirnir riðu yfir. Peningana
áttu fórnarlömb náttúruhamfaranna
að nota til þess að greiða fyrir mat,
húsnæði, föt og aðrar nauðsynjar.
GAO byggir niðurstöður sínar á
rannsóknum endurskoðenda sem
stofnunin réð til starfa á tímabilinu
febrúar-júní á þessu ári. Var þeim
falið að vinna með leynilegum hætti
og kanna hversu auðvelt hefði
reynst að svíkja fé úr neyðarsjóðum
á vegum ríkisins.
Stofnunin komst að þeirri nið-
urstöðu að 16% allra hjálparbeiðna
sem bárust eftir Katrínu og Rítu,
og FEMA sinnti, væru frá svika-
hröppum. Á bilinu 600 milljónir til
1,4 milljarðar dala hefðu tapast
vegna þessa.
Keypti hjálpartæki ástalífsins
Gregory Kutz, yfirmaður sér-
rannsókna á vegum GAO, skýrði
bandarískri þingnefnd frá nið-
urstöðum rannsóknarinnar á mið-
vikudag og nefndi einstök dæmi um
svik. Sagði hann að einn svika-
hrappanna hefði dvalist á ferða-
mannastað í Orlando á Flórída frá
september og fram í nóvember í
fyrra. Hefði sú dvöl kostað banda-
ríska skattgreiðendur um 12.000
dali en svindlarinn hefði að auki
fengið um 4.000 dali úr sjóðum rík-
isins til þess að greiða fyrir hús-
næði á tímabilinu.
Kutz sagði einnig dæmi um að
fólk hefði misnotað greiðslukort
sem úthluta átti fórnarlömbum
hamfaranna. Einn einstaklingur
hefði notað sitt kort til þess að
greiða fyrir flösku af Dom Per-
ignon-kampavíni á veitingastað
Hooters-keðjunnar, þar sem fá-
klæddar konur þjóna til borðs.
Annar maður keypti vörur fyrir
400 dali í verslun sem sérhæfir sig í
hjálpartækjum ástalífsins, með
greiðslukorti sem ætlað var fórn-
arlömbum fellibyljanna. Og ein-
staklingur sem ekki átti láni að
fagna í ástalífinu eyddi 1.000 dölum
í að greiða fyrir aðstoð skiln-
aðarlögfræðings. Ennfremur fyllti
karlmaður í Texas-ríki út 19 um-
sóknir um aðstoð vegna hamfar-
anna, en þá peninga nýtti hann til
þess að gangast undir kyn-
skiptaaðgerð.
Fyllt upp í gloppur
Blaðið The Los Angeles Times
skýrði frá því í gær að Donna M.
Dannels, einn yfirmanna FEMA,
hefði sagt frammi fyrir bandarísku
þingnefndinni að fjármunir sem
næmu um 8.000 dölum hefðu verið
notaðir með vafasömum hætti.
Stofnunin ráðstafaði alls 39 millj-
örðum dala til fórnarlamba fellibylj-
anna.
Blaðið segir Dannels ekki hafa
náð að sannfæra þingmennina sem
á hlýddu. Dannels tók fram að ým-
islegt hefði verið gert til þess að
fylla upp í þær gloppur sem verið
hefðu á skipulagi því sem notað var
þegar hjálparfénu var útdeilt.
Móðgun við fórnarlömbin
„Þetta er móðgun við fórnarlömb
Katrínu og Rítu,“ hefur blaðið eftir
repúblikanum Michael McCaul, sem
er formaður þingnefndarinnar. „En
þegar allt kemur til alls er það hinn
almenni bandaríski skattgreið-
andi sem geldur þessa,“ bætti hann
við.
Meira en 1.300 manns létust þeg-
ar fellibylurinn Katrína reið yfir á
suðurströnd Bandaríkjannna í
ágúst í fyrra og mikið tjón varð
þegar fellibylurinn Ríta skall á í
september.
Í kynskiptaaðgerð
fyrir hjálparfé
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
ENSKUR fótboltaáhugamaður
fylgist með leik Englands og
Trínidad og Tóbagó á risastórum
skjá í miðborg Nürnberg í gær.
Hann er klæddur eins og riddari
frá miðöldum og bítur æstur í
sverðsoddinn sem vafalaust er úr
plasti.
Reuters
Ætla þeir að hafa þetta?