Morgunblaðið - 16.06.2006, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
AKUREYRI
Miðborgin | Pálmasalurinn á Hótel Borg hefur
fengið allnokkra andlitslyftingu að und-
anförnu, en nú í vikunni var þar opnaður nýr
veitingastaður sem nefnist Silfur og rekinn er
af fyrirtækinu 101 Heild sem einnig rekur m.a.
Sjávarkjallarann, Thorvaldsen og Sólon. Þar
sem Hótel Borg er friðað hús þurfti við hönnun
staðarins að huga að því að vernda hluti sem
þykja merkilegir frá byggingar- og menning-
arsögulegu sjónarmiði.
Andrés Þór Björnsson innanhússarkitekt
fékk það vandasama hlutverk að endurhanna
salinn og færa til nútímahorfs. Andrés lauk
mastersnámi í innanhússarkitektúr árið 2004,
frá ISAD innanhússarkitektaskólanum í Míl-
anó, og rekur í dag fyrirtækið AE Design
ásamt konu sinni, Evu Ingimarsdóttur.
Þegar blaðamaður leit inn á Hótel Borg
ásamt ljósmyndara í gær var ljóst að salurinn
hefur tekið miklum breytingum, þó vissulega
megi sjá ákveðnar tengingar við gamla tím-
ann. Aðspurður segir Andrés það einmitt hafa
verið ákveðna hugsun að blanda gamla stílnum
og útlitinu saman við nýmóðins lausnir, þannig
séu nýir hvítir stólar í sama stíl og gömlu stól-
arnir og í loftinu hanga ljósakrónur í gömlum
stíl með nýtísku skermum.
Meðal þess sem ekki mátti breyta voru
loft- og súlulistar salarins, sem upphaflega
voru gylltir en hafa nú fengið silfurlitinn sem
staðurinn er kenndur við auk þess sem loftið
hefur haldið upprunalegum stíl fyrir utan að
hafa verið málað. Einnig mátti ekki fjarlægja
speglaveggina í rýminu svo þeir voru byggð-
ir inn á bak við falskan gifsvegg sem síðan
hefur verið bólstaður með hvítu leðri og silf-
urhnöppum. Auk þessa var skipt um gólfefni
og í stað korksins, sem áður var á gólfinu,
settir gegnheilir eikartíglar í stíl við tíglana
sem einkenna loftið; Jóhannesarstofa, sem
þjónar sem koníaksstofa, hefur verið vegg-
fóðruð með silfruðu blómaveggfóðri og bar-
inn var færður og hann ásamt súlum salarins
og nýjum innbyggðum örnum klæddur með
íslensku hraungrýti. Veggirnir voru málaðir
dökkgráir og úr loftinu hanga stálkeðjur sem
brjóta upp rýmið í annars vegar veit-
ingarými og hins vegar barsvæði og setu-
stofu.
Ætti að höfða til allra
Spurður hvort eitthvað hafi komið honum á
óvart í því hvað mætti gera í friðuðu húsnæði
nefnir Andrés að honum hafi komið þægilega á
óvart að leyft hafi verið að saga niður úr glugg-
unum þremur sem snúa að Dómkirkjunni, sem
geri það kleift að opna út á góðviðrisdögum.
Aðspurður segist Andrés alveg búast við
blendnum viðbrögðum almennings við breyt-
ingunum á Pálmasalnum, að minnsta kosti til
að byrja, enda þyki mörgum vænt um Borgina
og vilji helst halda hlutum þar óbreyttum. Seg-
ist hann hafa haft að markmiði við hönnun sína
að staðurinn gæti höfðað til allra. „Við
ákváðum þannig að taka smávegis áhættu og
poppa hann vel upp og við erum sannfærðir
um að þessi staður muni verða aðalstaðurinn í
dag, bæði með tilliti til matargerðar og útlits,“
segir Andrés.
Nýmóðins lausnir í bland við gamlan stíl
Morgunblaðið/Kristinn
Andrés Þór Björnsson innanhússarkitekt fékk það vandasama hlutverk að færa Pálmasalinn
til nútímahorfs. Auk silfurlitarins eru svartur, hvítur og grár áberandi í hinu nýja útliti.
Jóhannesarstofan sem þjónar sem koníaks-
stofa hefur verið veggfóðruð með silfruðu
blómaveggfóðri. Inn um bogadregnu dyrnar
sést inn í Pálmasalinn.
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„ÞAÐ eru fallegir litir í sýning-
unni; það má segja að þetta sé
sumarsýning. Enda hefur hitastig-
ið á Akureyri hækkað um 10 gráð-
ur síðan ég kom!“ segir Sigurður
Árni Sigurðsson sem í dag opnar
myndlistarsýningu í DaLí, nýju
galleríi neðarlega í Brekkugöt-
unni.
Sigurður er Akureyringur, burt-
fluttur, og hefur ekki sýnt í fæð-
ingarbænum síðan 2001 þegar
Ketilhúsið var opnað. „Ég er í því
að opna sýningarrými hér í bæn-
um! Mér fannst það kærkomið
tækifæri þegar þær buðu mér að
sýna hérna,“ segir hann og á við
eigendur þessa nýja gallerís;
DaLíurnar – en þær eru Dagrún
Matthíasdóttir og Sigurlín M.
Grétarsdóttir, nýútskrifaðir mynd-
listarmenn sem keyptu húsnæðið
við Brekkugötu og ætla að inn-
rétta vinnustofur á sama stað.
„Ástandið er mjög gott á Ak-
ureyri, hér eru mörg sýning-
arrými, hvert með sínar áherslur,
þannig að fjölbreytnin er mikil.
Staðsetningin er líka frábær; bæj-
aryfirvöld eru að reyna að teygja
miðbæinn alveg út að Glerártorgi
en galleríistarnir eru búnir að
þessu; það er skemmtileg samfella
frá Listasafninu í Gilinu alveg út
að Gallerý Plús nyrst í Brekkugöt-
unni.“
Það sem Sigurður býður gestum
upp á í DaLí er sería af vatns-
litamyndum máluðum á þessu ári
og því síðasta og olíumálverk frá
sama tíma.
Olíumálverkin eru á sömu nót-
um og undanfarin ár; áfram leikur
með málverkið og rými þess, eins
og Sigurður orðar það.
Vatnslitamyndirnar eru úr
stórri seríu. Sigurður sýndi hluta
hennar í París fyrr á árinu og
myndir úr seríunni eru nú á sýn-
ingu í Hong Kong.
Sýningin verður opnuð kl. 17 í
dag.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Litadýrð Sigurður Árni Sigurðsson undirbýr sýninguna í gær.
Hitastigið hefur
hækkað síðan ég kom!
BJÖRN Gíslason og Ægir Örn
Leifsson hlutu fyrstu verðlaun í ný-
sköpunarsamkeppni sem Upphaf
ehf. á Akureyri gekkst fyrir. Verð-
launin hlutu þeir fyrir hugmyndina
Myndabankann en verkefnið snýr
að miðlægri vistun ljósmynda fyrir
einstaklinga og fyrirtæki auk ann-
arrar virðisaukandi þjónustu.
Upphaf kynnti samkeppnina í
apríl síðastliðnum og rann um-
sóknafrestur út þann 10. maí. Alls
bárust 34 umsóknir í keppnina og
valdi dómnefnd þrjár af þeim í
verðlaunasæti.
Björn og Ægir Örn fengu 300
þúsund krónur í verðlaun.
Önnur verðlaun, 200 þúsund
krónur, hlaut Steinn Sigurðsson
fyrir hugmyndina „Xtremer jeppa-
sett fyrir kit áhugafólk“ og þriðju
verðlaun, 100 þús krónur, hlaut
Hugrún Ívarsdóttir fyrir hugmynd-
ina „Mynstrað munngæti“.
Upphaf er fjárfestingarfélag í
eigu KEA sem sinnir framtaks- og
nýsköpunarverkefnum og tekur
meðal annars þátt í þróun og út-
færslu viðskiptahugmynda, frum-
framleiðslu og fyrstu skrefum
markaðssetningar.
Markmið félagsins með þessari
samkeppni var að hvetja frum-
kvöðla til að koma hugmyndum sín-
um á framfæri og kanna vænlega
fjárfestingarkosti á sviði nýsköp-
unar. Vinningshöfum í nýsköp-
unarsamkeppni Upphafs er í fram-
haldinu frjálst að vinna með
hugmyndir sínar á hvaða vettvangi
sem þeir kjósa.
Verðlaunahafar Björn Gíslason, Steinn Sigurðsson og Hugrún Ása Hall-
dórsdóttir sem tók við 3. verðlaununum fyrir hönd Hugrúnar Ívarsdóttur
og Bjarni Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Upphafs.
Verðlaun fyrir hugmynd að
miðlægri vistun ljósmynda
Fjölmennar samkomur í Höllinni
HIN árlega MA-hátíð verður
haldin í Íþróttahöllinni á Ak-
ureyri í kvöld og verður mikið
um dýrðir að vanda þegar mörg
hundruð manns úr afmæl-
isárgöngum frá MA koma sam-
an og gera sér glaðan dag. Um
framkvæmd hátíðarinnar sjá 25
ára stúdentar, stúdentar frá MA
árið 1981.
Boðið verður upp á hátíð-
arkvöldverð og fjölbreytta
skemmtidagskrá, sem afmæl-
isárgangar leggja til, og síðan
verður dansleikur þar sem
hljómsveitirnar Í svörtum föt-
um og Sælusveitin spila fyrir
dansi.
MA-stúdentar koma um lang-
an veg til þess að hitta skóla-
systkinin í aðdraganda út-
skriftar nýstúdenta 17. júní. Að
venju munu eins árs stúdentar
hittast í Íþróttahöllinni og taka
niður hvíta kollinn á miðnætti.
Sömuleiðis er vitað um að 5 ára
stúdentar ætli að hittast og
gera sér glaðan dag, einnig 10
ára, 25 ára, 30 ára, 40 ára, 50
ára og 60 ára stúdentar.
Aðgöngumiðar verða seldir á
hátíðina í Íþróttahöllinni í dag
kl. 13–17.
MA verður svo slitið með at-
höfn í Höllinni kl. 10 árdegis
17. júní.
Rúnar Skákmeistari
Norðlendinga
RÚNAR Sigurpálsson varð á dögunum
Skákmeistari Norðlendinga 2006 en mótið
var haldið á Akureyri.
Röð efstu manna í opna flokknum varð:
1. Rúnar Sigurpálsson 6 v. af 7 mögu-
legum, Stefán Bergsson 5 v., Sveinbjörn
Sigurðsson 4,5 v. Rúnar varð líka hrað-
skákmeistari Norðlendinga: 1. Rúnar Sig-
urpálsson 13 v. af 14, Stefán Bergsson 10
og Ágúst Bragi Björnsson 10.
Söguganga | Gengið verður um verk-
smiðjuhverfið á Gleráreyrum sunnudaginn
18. júní. Lagt verður af stað frá bílastæðinu
sunnan við Glerártorg. Þorsteinn E. Arn-
órsson verður leiðsögumaður sem fyrr.